Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JIJLÍ 2000 45 FRÉTTIR Islandsmót í svifflugi hefst í dag Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Morgunblaðið/Jim Smart Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur úthlutað níu styrkjum úr styrkt- arsjóði Kristínar Björnsdúttur. Viðstaddir athöfnina ásamt styrkþegum voru, talið frá vinstri: Haukur Þórðarsson læknir, Þórir Þorvarðarson, formaður stjórnar, Ingibjörg Auðunsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Dóra S. Bjarnason, Benedikt H. Bjarnason, Ludvik Guðmundsson, Guðný Jóns- dóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Anna Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Kristín Gísladóttir og Vilmundur Gfslason, framkvæmdastjóri félagsins. Níu styrkj- um úthlutað STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra hefur úthlutað níu styrkj- um úr styrktarsjóði Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfs- manns Sameinuðu þjóðanna. Veitt- ar voru samtals 1.850.000 krónur. Kristfn lést árið 1994 og arf- leiddi hún styrktarfélagið að helm- ingi eigna sinna. Helmingur arfs- ins var notaður við uppbyggingu nýrrar sundlaugar, sem tekin var í notkun árið 1996 en hinn hlutinn var stofnfé styrktarsjóðs og er höf- uðstóll hans 18 milljónir. Sjóðnum er meðal annars ætlað að styrkja fötluð börn og unglinga til mennta í samræmi við hæfni þeirra og möguleika. Hæsti styrkurinn í ár var 500 þús. en lægsti 25 þús. Styrkþegar eru Kristján Frið- geirsson, sem hlaut 300 þús. vegna háskólanáms í Bandarfkjunum, Benedikt H. Bjarnason, hlaut 300 þús. vegna náms í Danmörku. Hann er fjölfatlaður og sá fatlað- asti Islendingur, sem farið hefur til framhaldsnáms. Ludvig Guð- mundsson, læknir, hlaut 500 þús. fyrir hönd rannsóknarhóps til könnunar á högum ungmenna með heilalömun. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hlaut 250 þús. til rannsóknar- og þróunar- verkefnis, „Hagnýt leið í skóla fyr- ir alla“. Tónstofa Valgerðar hlaut 100 þús. vegna kaupa á ásláttar- hljóðfærum og starfshópur iðju- þjálfa hlaut styrk vegna þýðinga á stöðluðu matstæki til að meta færni barna með hreyfihömlun og þýðingu og staðfæringu á School function Assessment. Þá hlaut Ein- ar Trausti Sveinsson 75 þús. í styrk til náms á sviði rafiðnaðar og Félag áhugafólks um downsheil- kenni fékk 25 þús. í styrk til út- gáfumála. ÍSLANDSMÓTIÐ í svifflugi hefst í dag, laugardaginn 1. júlí, á Hellu- flugvelli. Mótið stendur til sunnu- dagsins 9. júlí en þetta eru lengstu íslandsmót sem haldin eru eða níu dagar samfellt. Keppendur verða sennilega níu talsins og búa þeir ásamt aðstoðarfólki, mótstjórn og fjölskyldum í tjaldbúðum á meðan mótið er. Keppnin byggist á því að mót- stjórn leggur braut 80-150 km sem endar á upphafsstað. Keppendur reyna að fljúga þessa braut á sem stystum tíma. Keppendur eru dregnir í 600 m hæð. Eftir það þurfa þeir að finna TAL HF. hefur gert ráðstafanir til að bregðast við áætluðum fjölda gesta á Kristnihátíð og á leiðum til og frá Þingvöllum. Reist hefur verið stöð á Skálafelli sem þjónar Kjós, bílaplani við Brúsastaði, Mosfellsdal og Mosfellsheiði. Einnig verður sérstök stöð sett upp við hátíðarsvæðið á Þingvöll- uppstreymi sem þeir hækka sig í t.d. 1000-2000 metra. Svo nota þeir hæðina til að fljúga eftir brautinni og um leið að komast í annað upp- streymi. Við bestu aðstæður ná keppendur að fljúga brautina með um 100 km/klst meðalhraða. Þegar keppendur koma í mark eru þeir gjarnan á yfir 250 km/ klst hraða í 5 til 10 metra hæð. Nú verð- ur í fyrsta sinn notuð GPS tæknin til að staðfesta flugleið keppandans. Islandsmeistarar síðustu ára:„ Steinþór Skúlason 1996, Kristján Sveinbjörnsson 1998. Mótstjóri verður sá sami og í síðast Akureyr- ingurinn Bragi Snædal. um. Stöðvar sem líklegt er að verði undir miklu álagi hafa einnig verið stækkaðar. Talrásum á Sel- fossi fjölgar um þriðjung, sendir á Skarðsmýrarfjalli, sem þjónar Hellisheiði og nágrenni, hefur ver- ið stækkaður um helming og send- ir á Áifsnesi hefur verið stækkað- ur um þriðjung. Sérstakur viðbúnaður Tals vegna Kristnihátíðar RAOAUC3LVSIIMGAR AT VI NNU- AUGLÝSINGAR Vesturbyggð Vesturbyggðarhöfn óskar eftir að ráða yfirhafnarvörð til starfa á Patreksfirði og til umsjónar með höfnunum í Bíldudal og í Brjánslæk. Upplýsingar um starfið og launakjör gefur bæj- arstjóri. Umsóknir berist til undirritaðs fyrir 14. júlí nk. Vesturbyggð 30. júní 2000 Bæjarstjóri. FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR Kanaríeyjaflakkarar Sumarhátíð 2000 í jr Arnesi, Gnúpverja- hreppi, 7. — 9. júlí Svædið opnað kl. 16 föstudag Skoðunarferð laugard. kl. 12. Þjórsárdal- ur og virkjanir (leiðsögumaður). Boðið verður upp á útsýnisflug frá Flúð- um ef veður leyfir með félögum okkar í Kanaríflökkurum. Grillað sameiginlega kl. 17 e.h. Hver sér um sig í mat og drykk. Einnig verður boðið upp á hátíðarhlað- borð kl. 18-20. Verð kr. 1.500 á mann. Góð tjaldstæði, frá- bær aðstaða. Lukkumiðar, góðir vinningar. Dansað og sungið undir Bláhimni. Hljómsveitin Lýsa! Siggi Hannesar, Arngrímur, Ingibjörg og Garðar Jóhann- esson alltaf í Kanarístuði. Mætum öll hress og kát; tökum með okkur gesti. Allir velkomnir. Fyllum svæðid! Stjórnin. Fundarboð Stjórn Húsfélags alþýðu boðartil fundar með íbúðareigendum í 1. og 2. flokki í B-sal Hótels Sögu, 2. hæð, fimmtudaginn 6. júlí nk. kl. 18.00. Fundarefni: 1. Tillaga stjórnar um viðhald útidyrahurða. 2. Tillaga stjórnar um endurnýjun og nýlögn loft- netskapla. 3. Tillaga stjórnar um viðhald og endurnýjun glugga. Stjórnin. HÚSNÆÐI í BOQI Sumarhús í Danmörku 100 fm hús á mið Jótlandi í fallegri nátturu, 20 mín. n. af Vejle, nál. fjölskyldu- og dýragörð um. Svefnpláss f. 4 — 6, leiga 30 þús. á viku. Uppl. næstu daga í síma 555 2258 og 864 2258. NAUÐUNGARSALA Stáltak hf. Hluthafafundur Hluthafafundur í Stáltaki hf., kt. 620269 1079, Mýrargötu 10-12, Reykjavík, verður haldinn í matsal starfsmanna félagsins í Mýrargötu 10-12 mánudaginn 17. júlí 2000 kl. 16.00. Fundarefni: Tillaga stjórnar félagsins um að auka hlutafé í félaginu um allt að 70.000.000 krónur með sölu nýrra hluta. Hluthafar eiga forkaupsrétt að aukningu í hlutfalli við hlutafjár- eign sína í félaginu. Tillagan mun liggja frammi í skrifstofu félags- ins í viku fyrir fundinn, ásamt þeim gögnum sem áskilin eru í 2. mgr. 33. gr lafa nr. 2/1995. Stjórn Stáltaks hf. TIL SÖLU Jörð til sölu Jörðin Kirkjuból í Staðardal, Strandasýslu, er til sölu (eyðijörð). Ýmis hlunnindi, svo sem lax- veiði í Staðará, bleikjuveiði í vötnum og fleira. Uppl. gefur Lýður Magnússon í síma 451 3316. TILKYNNINGAR Heyrnarhjálp |c -J — sumarlokun — I J Skrifstofa félagsins verður lokuð ffTTTTT^H vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum. ÞJONUSTA Rafverktaki Helgi Ormsson, Eyjabakka 16. Nýlagnir, endurbætur, breytingar í íbúdar- og sumarhúsum. Get bætt við verkum í sum- ar og haust. Símar 557 9101, 895 6301, tölvupóstur hko@simnet.is Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Sjávarbraut 9, þingl. eig. Möttull ehf., gerðarbeiðendur Sparisjóður Bolungarvíkur og sýslumaðurinn í Bolungarvík, miðvikudaginn 5. júlí 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn i Bolungarvík, 30. júní 2000. Jónas Guðmundsson. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF S5/' tófflhjólp Opið hús í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag frá kl. 14.00-17.00. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Kristnitökuhátíð á Þingvöllum. Gospeltónleikar á hátíðarsviði í kvöld kl. 19.30. Sameiginleg samkoma frjálsu samfélaganna f Lögbergi á morgun kl. 17.00. Vegna Kristnitökuhátíðar falla niður samkomur í Fíla- delfíu sunnudaginn 2. júlí. Gefðu Kristi gaum á kristnihátíð — mættu á Kristnitökuhátíð. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Kvöldganga á Mosfell 5. júlí kl. 19:00. Verðkr. 800. Fjölskylduferð í Þórsmörk 7.-9. júlf. Þantið tímanlega. Fimmvörðuháls 7. - 9. júlí. Allir eru velkomnir f ferðir Ferðafélags íslands. Bókið helgar- og sumarleyfisferðir í tíma á skrifstofu í s. 568 2533 eða með tölvupósti: fi@fi.is. Sjá dagskrá félagsins: www.fi.is og textavarp RUV, bls. 619. H.illvnig.vstig 1 • simi 561 4330' Sunnudagur 2. júlí. Kl. 10.30 Grændalur - Tjarn8r' hnjúkur - Reykjadalur. Fjölbreytt og litríkt svæði upp af Hvera- gerði. 5—6 klst. ganga. Verð 1.400 kr. f. félaga og 1.600 kr. f. aðra. Brottför frá BSI. Helgarferðir á Fimmvörðu- háls og í Bása um hverja helgi. Lifandi heimasíða: utivist.is (á döfinni).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.