Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUK i. JUiA í;uuu FRETTIR MGRGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Þórey Steinarsdóttir hafði í nógu að snúast á bensmstöð Skeljungs á Ólafur Stefánsson og Soffía Sigurjónsdóttir voru á ferð með Helga Vesturlandsvegi í gærkvöld. Hrólfí, bróður Soffíu, og barnabarni sínu, Degi Sölva Sigurjónssyni. Margir á faraldsfæti í einmuna veðurblíðu um helgina Einstefna verður á umferðinni um Mosfellsheiði báða dagana. Til austurs til kl. 16.00 og til vesturs frá kl. 17.00 Mosfellsheiði ifellsbær Hafnarfjörðufv lisheiði Hafravatnsvegur verður lokaður fyrir almennri umferð báða dagana Hveragerði telfoss Þorlákshöfn 3kipuiag umterdar a Kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí Þung umferð frá höfuð- borg’inni í gærkvöld Þung umferð var frá höfuðborginni í gær en hafín er önnur mesta ferðahelgi ársins, næst á eftir verslunarmanna- helginni. Umferðin jókst verulega þegar leið á daginn og um kvöldmatarleytið var nánast bíll við bíl á helstu vegum frá höfuðborginni. Virtist straumurinn liggja bæði austur og norður. Elín Möller, Þóra Jónsdóttir, Smári Daníei Eggertsson, Viggó Pétur Pétursson og Elín Björg Pétursdóttir voru á leiðinni í sumarbústað í Norðurárdal. LJÓST er að verkfall Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis setti ein- hvern strik í reikninginn en á hinn bóginn gerði einmuna blíða um landið allt það að verkum að marg- ir hugsa sér til hreyfings um helg- ina. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík mátti ekki á milli sjá hvort umferðin væri meiri austur Hellisheiði eða á norðurleið á Vesturlandsvegi enda sama hvert litið var, alls staðar var blik- andi sólskin og bjart yfir að litast. Slæmt umferðarslys við skíðaskál- ann í Hveradölum um kl. 19.30 olli að vísu töfum en þá var umferðar- þungi einmitt í hámarki. Lög- reglan var á varðbergi á helstu akstursleiðum en ekki mun þó hafa verið efnt til sérstaks umferðar- átaks að þessu sinni af hennar hálfu. Ákveðið að hafa fíkniefna- hunda tiltæka í Þórsmörk Hjá lögreglunni í Borgarnesi fengust þær upplýsingar að um- ferðin gengi nokkuð vel en stöðug umferð var að sunnan frá því um miðjan dag í gær. Þegar í Borgar- fjörð var komið dreifðist hún síð- an, bæði héldu menn vestur á Snæfellsnes og norður í land, en margir voru einnig á leið í sumar- bústaði í héraðinu. Þung umferð var einnig um Sel- foss og um kvöldmatarleytið var bíll við bíl á þjóðveginum austur, að sögn lögreglunnar á Selfossi. GERT er ráð fyrir mikilli umferð út úr höfuðborg- vegna umferðarþungans og á kortinu má sjá hvað Taldi vaktmaður líklegt að allir inni í tengsium við kristnihátíð á Þingvöiium sem ferðalangar verða að hafa í huga þegar af stað er sumarbústaðir í Grímsnesi og ná- hefst í dag. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar haldið. Akranes Sunnudaginn 2. júlí verður Vesturlandsvegi norðan Hvalfjarðar- / ganga og á Kjalarnesi lokað milli kl. 18.00 og 22.00 Einstefna til vesturs til kl. 16.00 og til austurs fráki. 17.00 Lauas'rvatn REYKJAVÍK vatnsviksvegur, Grafningsvegur og Nesjavallavegur verða einungis opnir fyrir hópferðabíla, öryggis- bíla og sérmerkta bíla báða dagana Ráðstafanir vegna umferðar til Þingvalla grenni væru fullir um þessa helgi og að alls yrðu um tíu þúsund manns á svæðinu. Lögreglumenn hvaðanæva að á landinu hafa verið kallaðir út til að sinna löggæslu á Þingvöllum um helgina, þar sem haldin er kristni- hátíð. Hvolsvöllur er þó undan- tekning að þessu leyti því þar eru allir lögreglumenn á sínum stað og vel það, enda viðhafður sérstakur viðbúnaður vegna væntanlegs mannfjölda I Þórsmörk. Verða alls sjö lögreglumenn að störfum í Þórsmörk um helgina, þar af nokkrir frá Fíkniefnastofu ríkislögreglustjóra og höfðu þeir meðferðis fíkniefnahunda, en mik- ill hópur ungmenna safnast ætíð fyrir í Þórsmörk um þetta leyti árs. Menn áttu þó ekki von á eins mörgum núna og undanfarin ár þar sem menntaskólanemar úr Reykjavík munu hafa skotið öllum áformum um Þórsmerkurför á frest vegna verkfalls Sleipnis- manna. Á Umferðarmiðstöðinni var reyndar nóg um að vera en kunn- ugir sögðu þó minna að gera en undanfarin ár. Þar réð Sleipnis- verkfallið mestu, t.d. væru einung- is 300 sæti í boði til Þórsmerkur og ekki um neinar pakkaferðir þangað að ræða. Landverðir í Þórsmörk kvörtuðu þó ekki og sögðust reikna með hátt á annað þúsund gestum en um þrjú þúsund manns voru í Þórsmörk fyrstu helgina í júlí á síðasta ári. Töldu þeir sennilegt að margir kæmu á einkabílum. Ætla ekki að lenda aftur í bílabiðröð á Þingvöllum Á Select-bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg var nóg að gera þegar blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins voru þar á ferðinni um kvöldmatarleytið í gær. Þórey Steinarsdóttir, sem var að afgreiða bensín á bensínstöð- inni, sagði mikið hafa verið að gera allan daginn og gat hún sér þess til að bæði hefði fyrirhuguð bens- ínhækkun þar áhrif og sú stað- reynd að þessi helgi væri ein mesta ferðahelgi sumarsins. Kvaðst hún hins vegar sjálf ætla að vera heima við og ekki hafði hún hug á því að halda á kristnihá- tíð þegar eftir því var innt. Svo virtist reyndar sem við- skiptavinir Skeljungs hefðu ekki minni hug á því að fá sér í gogg- inn, áður en haldið væri í hann, en að fylla bensíntankinn. Hjónin Ólafur Stefánsson og Soffía Sigur- jónsdóttir höfðu sameinað þetta tvennt en þau voru á leiðinni í Skorradal ásamt Helga Hrólfi Sig- urjónssyni, bróður Soffíu, og barnabarni sínu, Degi Sölva Sigur- jónssyni, þar sem þau hyggjast eyða helginni í sumarbústað sín- um. „Við ætlum að gróðursetja, fara í göngutúra og kannski maður rói til fiskjar,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður um það hvað þau ætluðu að gera sér til dundurs. Hann gerði ráð fyrir að þau yrðu um eina og hálfa klukkustund að keyra norður í Skorradal en þau hyggjast koma aftur í bæinn á sunnudagskvöld. Mæðgurnar Elín Möller og Þóra Jónsdóttir voru hins vegar á leið í sumarbústað í Norðurárdal þegar Morgunblaðið bar að garði en á ferð með þeim voru börn Þóru, Smári Daníel Eggertsson, Viggó Pétur Pétursson og Elín Björg Pétursdóttir. Hafði verið ákveðið að nærast á grilluðum pylsum áður en haldið væri út á þjóðveginn. Elín sagði að þau væru í sam- floti við tvo bíla til viðbótar og að alls yrðu þau átta í sumarbú- staðnum, en þar hyggst hópurinn halda til fram á þriðjudag. Að- spurð um það hvort þeim hefði ekki dottið í hug að halda á kristnihátíð á Þingvöllum sagði Þóra að á því hefði ekki verið áhugi á þessum bæ. „Eg lenti síðast í bílabiðröðinni og ætla ekki að lenda í því sama núna,“ sagði Elín þegar hún var spurð hvers vegna þær mæðgur gætu ekki hugsað sér að halda til Þingvalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.