Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Jim Smart
Krakkarnir í Vinnuskólanum nudduðu axlir hvers annars.
Vinnuvernd í
Vinnuskólanum
Heiðmörk
VINNUEFTIRLIT ríkisins
og Vinnuskóli Reykjavíkur
standa nú fyrir vinnuvemdar-
verkefni þar sem gerð verður
markviss tilraun með kennslu
í líkamsbeitingu og vinnu-
tækni. Samstarfið er í tilefni
Vinnuverndarvikunnar 2000,
Bakverkinn burt, sem haldin
verður dagana 23.-27. nóvem-
ber. í gærdag var starfs-
mðnnum Vinnuskóla Reykja-
víkur sem starfa í Heiðmörk
kynnt mikilvægi réttrar lík-
amsbeitingar. Morgunblaðið
var á staðnum og fylgdist með
kennslunni.
Vinnuverndarvikan 2000 er
sameiginlegt átak Evrópu-
þjóða. Áhersla verður lögð á
mikilvægi forvama gegn at-
vinnutengdum álagseinkenn-
um og atvinnusjúkdómum.
Sérstök áhersla verður lögð á
bakverki og forvarnir gegn
þeim. Þó átakinu hafi verið
helguð ákveðin vika er það
þegar hafið og undirbúningur
í fullum gangi.
Vinnuskóli Reykjavíkur
hyggst í samvinnu við Gáska-
vinnuvernd kynna tíu hópum
Vinnuskólans betri vinnu-
tækni og líkamsbeitingu.
Metið verður hvemig til tókst
og hvaða aldurshópur er mót-
tækilegastur fyrir fræðslunni.
Vel hefur gengið og ánægju
gætt bæði meðal unglinganna
og stjórnenda. Gert er ráð
fyrir að boðið verði upp á
kennslu af þessu tagi árlega
fyrir ákveðinn aldurshóp
Vinnuskólans samkvæmt
upplýsingum Berglindar
Helgadóttur, sjúkraþjálfara
hjá Vinnueftirlitinu.
í Heiðmörk ræddi Valgeir
Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá
Gáska, við ungmennin, sem
sýndu kynningunni mikinn
áhuga. í Vinnuskólanum em
fyrstu skref unglinganna á
vinnumarkaðinum gjaman
stigin. Því er mikilvægt að
kenna þeim strax góða vinnu-
tækni og líkamsbeitingu til að
minnka hættuna á álagi á
stoðkerfi líkamans.
Valgeir brýndi fyrir starfs-
mönnunum ungu sérstöðu lík-
ama barna og unglinga. Mikl-
ar breytingar verða á líkama
unglinga á stuttum tíma, kvað
Valgeir, bein stækka, vöðva-
massi eykst og þurfa liðfletir
því að bera meiri þunga. Því
er rétt líkamsbeiting ung-
mennunum mikilvæg.
Álagseinkenni sem ung-
mennin í Heiðmörk könnuð-
ust velflest við vom einkum
eymsl og stífleiki í hálsi, herð-
um og mjóbaki. Ástæður
vinnutengdra álagsvanda-
mála sagði Valgeir einkum
óæskilega vinnutækni og
ranga likamsbeitingu. Einnig
gæti bágborið líkamlegt
ástand sem og slæmt vinnu-
umhverfí aukið á vanlíðan.
Valgeir lagði áherslu á að
unglingarnir gerðust meðvit-
aðir um mikilvægi réttrar
líkamsbeitingar áður en það
væri um seinan og ýmis
vandamál tækju að gera vart
við sig.
Einnig fór fram verkleg
kennsla í Heiðmörkinni og
var þá farið yfir æskilegar
vinnustöður og vinnutækni.
Morgunblaðið tók nokkur
ungmennanna tali að kynn-
ingu lokinni. Þau Daníel Guð-
jónsson, Áki Jónsson, Vala
Gunnarsdóttir og Guðrún
Einarsdóttir sögðu kennsluna
hafa komið að góðum notum.
Þau könnuðust öll við einhver
álagseinkennanna sem fylgja
rangri líkamsbeitingu. Þau
kváðust nú meðvitaðri um
mikilvægi réttrar líkamsstöðu
og hugðust nýta sér það sem
þeim var kennt við leik og
störf. Þau mæltu með að fleir-
um yrði gefinn kostur á
fræðslu sem þessari.
Nauðsynlegt er að baki sé beitt rétt við bæði leik og störf. Hér skoða unglingar Vinnuskél-
ans stöðu hryggjarins í ýmsum stellingum.
Daníel, Áki, Vala og Guðrún fræddu blaðamann Morgunblaðsins um
hvers þau urðu vísari á kynningnnni.
Öska viðræðna um
sameiningu sveitarfélaga
Bessastadahreppur
HREPPSRÁÐ Bessastaða-
hrepps samþykkti á fundi á
fimmtudag að leita eftir því
við bæjarráð Garðabæjar,
Hafnarfjarðar og Kópavogs
að þau skipi fulltrúa í við-
ræðunefnd um hugsanlega
sameiningu þessara fjögurra
sveitarfélaga.
í tillögunni, sem meirihluti
hreppsráðs stóð að, segir enn
fremur að stefnt verði að því
að viðræðunefndin hefji störf
sem fyrst og að fyrstu niður-
stöður nefndarinnar liggi fyr-
ir á haustdögum 2000.
í fundargerð hreppsráðs-
fundarins kemur fram að felld
hafi verið tillaga minnihlutans
um að fela skyldi sveitarstjóra
að kanna fjárhagslegan, fé-
lagslegan og skipulagslegan
ávinning fyrir sveitarfélagið
og íbúa þess af sameiningu við
Kópavog, Garðabæ og Hafn-
arfjörð eða Garðabæ og Hafn-
arfjörð eingöngu. Frekari við-
ræðum um sameiningarmál
verði frestað þar til þessar
niðurstöður liggja fyrir.
Meirihlutinn felldi tillögu
minnihlutans og bókaði að
ekki væri talið tímabært að
leggja í þá vinnu sem fælist í
tillögunni en samþykkti að
óska eftir viðræðum á fyrr-
greindan hátt þegar í stað.
Kjarrhólmi
Öryggi
aukið á
þessu ári
Kópavogur
GUNNAR I. Birgisson,
formaður bæjarráðs
Kópavogs, segir að úr-
bætur verði gerðar í
umferðarmálum við
Kjarrhólma á þessu ári
en endanlegur frágang-
ur bíði næsta árs.
„Við eigum eftir að
setjast aðeins betur yf-
ir þetta,“ sagði Gunnar
í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Það verð-
ur eitthvað gert núna á
þessu ári en lokið við
það á næsta ári.“
Hann sagði að það
sem snýr að umferðar-
öryggi íbúa yrði látið
ganga fyrir og haft að
leiðarljósi. „Við ætlum
að láta það ganga fyrir
en fagurfræðina fara
þar á eftir,“ sagði
Gunnar.
Merkingum
fyrir ferðamenn
ábótavant
Reykjavík
MIÐBORGARSTJÓRN telur
að merkingum fyrir ferða-
menn sé ábótavant í miðborg-
inni. Málið var rætt á síðasta
fundi miðborgarstjómar.
Kristín Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri miðborgar-
stjómar, segir að vissulega
þurfi að bæta merkingar fyrir
ferðamenn. Ekki er þó búið að
gera áætlun um hvernig best
megi að því standa. Rætt hefur
verið innan miðborgarstjómar
að merkja þurfi opinberar
byggingar og gönguleiðir inn-
an miðborgarinnar. Einnig
þyrfti að koma upp eins konar
vegvísum.
Að sögn Kristínar mætti til
dæmis koma merkingum fyrir
á stöðum eins og við höfnina
þar sem skemmtiferðaskip
leggjast að og á Lækjartorgi
þar sem umferð ferðamanna
er miki]. Þar gætu ferðamenn
nálgast upplýsingar um stað-
setningu opinberra bygginga
og annarra áfangastaða sem
vert er að heimsækja.
Gjaman hefur verið kvartað
undan því að ferðamenn eigi
jafnvel í erfiðleikum með að
komast að því hvar þeir geti
nálgast veitingastaði, að sögn
Kristínar. Samvinna opin-
berra aðila og einkaaðila er því
nauðsynleg til að bæta aðgengi
ferðamanna að miðborginni.
Samráð mætti hafa við eigend-
ur veitingahúsa og hótela í
þessum efnum.
Einnig bæri að merkja
gönguleiðir að miðborginni
betur en gert hefur verið, seg-
ir Kristín. Algengt er að ferða-
mennimir gangi frá dvalarstað
sínum í miðborgina. Væri því
við hæfi að koma upp merking-
um sem sýna helstu gönguleið-
ir við hótel og gistiheimili.
Hvenær hugsanlegar úr-
bætur yrðu gerðar er ekki
hægt að segja til um að svo
stöddu. Kristín vonar þó að
það verði fljótlega, jafnvel í
sumar.
Tölvumynd/Guðmundur Jónsson
Aldamótahús undir lok árs
Grafarvogur
ALDAMÓTAHÚSIÐ við
Barðastaði mun rísa, segir
Eyjélfúr Pálsson, formaður
félags áhugamanna um alda-
métahús, lfldega undir lok
þessa árs.
Eyjélfur segir húsið verða
byggt til að velqa athygli á
að vanda beri teikningar og
hönnun húsa sem þessa.
Hann segir gjaman mega
vanda betur til forvinnu en
hún sé einkar mikilvæg. Fé-
lag áhugamanna um alda-
métahús er fimm manna hép-
ur sem vildi vekja athygli á
að betri vinnubrögð við und-
irbúning bygginga séu æski-
leg. Mismunur á kostnaðar-
verði hússins og söluverði
þess fer í sjéð sem ætlað er
aðefla arkitektúr og hönnun
á íslandi að sögn Eyjélfs.
Aldamétahúsið sem Guð-
mundur Jénsson arkitekt
hefur hannað byggir á hug-
myndinni um samruna
tveggja túnabila í fslenskri
byggingarhefð. Annars veg-
ar er horft til ársins 1200 og
hins vegar til áttunda ára-
tugar þessarar aldar. Á
myndinni að ofan getur að
líta þá útlitsteikningu Guð-
mundar Jénssonar af húsinu
sem send var borgaryfír-
völdum vegna meðferðar
skipulags- og byggingaryfir-
valda á umsékninni en þvf
ferli er nú lokið.