Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 17
Verðbréfafyrirtækin spá í afkomu félaga í Úrvalsvísitölu Veröbréfaþings íslands
Spár verðbréfafyrirtækja um hagnað á fyrri hluta ársins 2000 hjá fyrirtækjum sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ
Upphæðir i milljónum króna Verðbréfafyrirtækin sem spá: Breyti- 1 leika- stuðull Meðalspá verðbr.fyrirt. um hagnað fyrri hl. 2000 Hagnaður fyrri hluta ársins 1999 Breytlng á hagn. milli ára skv. meðalspá
Fyrirtækin sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ: Búnaðarbanki Verðbréf fslands- banki-FBA íslensk verðbréf Kaupþing Landsbanki viðsk.stofa Landsbréf
Baugur hf. 260 465 370 300 280 330 0,22 334 205 63%
Búnaðarbanki íslands hf. - 95 438 500 500 430 0,43 393 590 -33%
Flugleiðir hf. -1.500 -1.214 -1.000 -1.200 -1.800 -930 0,26 -1.274 595 -314%
Grandi hf. 170 386 250 250 300 250 0,27 268 361 -26%
Hf. Eimskipafélag íslands 650 598 800 630 600 680 0,11 660 635 4%
Íslandsbanki-FBA hf. 560 - 1.400 1.700 1.100 1.560 0,36 1.264 1.427 *2 -11%
Landsbanki Islands hf. 400 741 350 800 - - 0,40 573 722 -21%
Marel hf. 170 104 185 160 130 180 0,20 155 225 -31%
Opin kerfi hf. 190 174 205 170 160 180 0,09 180 40 350%
Samherji hf. 430 377 170 460 650 275 0,42 394 200 97%
SÍF hf. -50 -225 170 -250 50 10 3,31 -49 89 *3 -155%
Skeljungur hf. 150 373 190 270 240 190 0,34 236 211 12%
Tryggingamiðstöðin hf. 140 89 100 120 110 105 0,16 111 162 -32%
Þormóður rammi-Sæberg hf. 150 153 190 170 135 190 0,14 165 183 -10%
Össur hf. Spá ekki -2.881 -3.010 -3.050 -900 -770 0,55 -2.122 ‘4 77 -2.856%
‘í: Breytileikastuðull = staðalfrávik/tölugildi meðaltals hagnaðarspár. Breytileikastuðullinn gefur til kynna hversu mikill munur er á spám verðbréfafyrirtækjanna á einstökum félögum.
‘2: Samanlagður hagnaður íslandsbanka og FBA ‘3: Samanlegur hagnaður SIF og ÍS
‘4: Vegna afskriftar viðskiptavildar bandariska fyrirtækisins Flex-Foot, sem Ossur keypti á timabilinu, er mjög stór óreglulegur liður inni í hagnaðarspám Ossurar.
Reiknað með 40% minni
hagnaði en í fyrra
Verðbréfafyrirtækin spá félögum í Úrvals-
vísitölu VÞI40% minni hagnaði en í fyrra.
Ymsar skýringar eru nefndar, svo sem
gengisþróun, kostnaðarhækkanir innan
lands, aukin verðbólga, hærra olíuverð og
hækkandi ávöxtunarkrafa skuldabréfa.
Eins og fram kemur hér að neðan eru fyrir-
tækin ekki sammála um að lakari afkomu sé
að vænta, en eru þó á því að hagnaðurinn sé
ekki allur upp á við eins og hann var í fyrra.
í MEÐFYLGJANDI töflu má sjá
spár verðbréfafyrirtækjanna Bún-
aðarbankans verðbréfa, Islands-
banka-FBA, íslenskra verðbréfa,
Kaupþings, Viðskiptastofu Lands-
bankans og Landsbréfa um hagnað
fyrirtækja á fyrri helmingi ársins.
Þau fyrirtæki sem um ræðir eru
fyrirtækin sem mynda Úrvalsvísi-
tölu VÞÍ frá og með deginum í dag,
en í dag verður sú breyting á vísitöl-
unni að Opin kerfi hf., Skeljungur
hf., og Össur hf. koma inn í vísitöl-
una en út úr henni fara félögin ÚA
hf. og Olíufélagið hf.
Mikil óregluleg afskrift
lækkar Össur
Þegar borin er saman meðalspá
verðbréfafyrirtækjanna fyrir fyrri
hluta þessa árs og raunverulega
niðurstöðu fyrri hluta ársins í fyrra
sést að gert er ráð fyrir minni hagn-
aði en í fyrra hjá tíu félögum en
rneiri hjá fimm. Samanlagður hagn-
aður félaga í Úrvalsvísitölunni sam-
kvæmt spánni er 1.285 milljónir
króna en í fyrra var hagnaðurinn
5.722 milljónir króna fyrir fyrri
hluta ársins. Þessar tölur eni þó
ekki vel samanburðarhæfar, því í ár
er gert ráð fyrir að afskrifuð verði
viðskiptavild bandaríska fyrirtækis-
ins Flex-Foot, sem Össur keypti
fyrr á þessu ári. Þessi afskrift skýr-
ir að verðbréfafyrirtækin gera ráð
fyrir miklu tapi Óssurar og er jafn-
framt skýring þess að Búnaðar-
banki verðbréf kýs að spá ekki fyrir
um niðurstöðu milliuppgjörs Össur-
ar. Þegar Össur hefur verið tekinn
út úr hljóðar spá verðbréfafyrir-
tækjanna um hagnað þeirra félaga
sem eftir eru upp á 3.407 milljónir
króna. Þetta er 40% minni hagnað-
ur en varð á fyrri hluta árs í fyrra.
í töflunni er dálkur sem heitir
breytileikastuðull og á hann að sýna
hversu sammála eða ósammála
verðbréfafyrirtækin eru um afkomu
einstaks félags. Hár stuðull þýðir að
mikið ósamræmi er í spám fyrir-
tækjanna en lágur stuðull merkir að
spárnar eru svipaðar. I þessari tölu
er gert ráð fyrir mismunandi stærð
félaganna sem verið er að spá um,
þannig að mismunur í krónutölu
skiptir ekki máli heldur hlutfallsleg-
ur munur. Samkvæmt þessari mæl-
ingu er áberandi minnst samkomu-
lag um afkomu SÍF hf., en mest
samstaða um Opin kerfi hf.
Lægri framlög í
afskriftarreikninga
Búnaðarbankinn verðbréf segir
gengisþróun gjaldmiðla hafa verið
óhagstæða mörgum félögum sem
eru mikið skuldsett í erlendum
myntum og að þetta eigi sérstak-
lega við um þróun Bandaríkjadals.
Olíuverð hafi einnig hækkað mjög
mikið og hafi það einkum áhrif á
Flugleiðir og útgerðarfyrirtækin.
Þá hafi launakostnaður hækkað
talsvert milli ára en út frá þróun
launavísitölu megi reikna með að sú
hækkun nemi að jafnaði um 4,8%.
Varðandi afkomu bankanna telur
Búnaðarbankinn verðbréf að óhag-
stæð verðþróun á skuldabréfamark-
aði muni hafa þar nokkur áhrif, auk
þess sem reikna megi með að hækk-
andi verðbólga hafi jákvæð áhrif á
rekstrarreikninginn vegna verð-
tryggingarójafnvægis. Jafnframt er
gert ráð fyrir lægri framlögum í af-
skriftarreikning útlána.
Búnaðarbankinn verðbréf tekur
fram að nokkrir dagar séu eftir af
uppgjörstímabilinu þegar spáin sé
gerð en í henni sé gert ráð fyrir að
verð á mörkuðum haldist óbreytt út
tímabilið. Hafa beri í huga svipting-
ar á skuldabréfa- og gjaldeyris-
markaði í þessu sambandi.
Ekki sama einstefnan í hagnaði
„Við erum ennþá að sjá hagnaðar-
aukningu, en þó minni hagnaðar-
aukningu en verið hefur,“ sagði
Smári Þorvaldsson hjá íslands-
banka-FBA. Hann sagði gengisþró-
unina spila þar inn í því fjármagns-
liðirnir hafi vegna veikingar
krónunnar verið fyrirtækjunum
óhagstæðari en þeir hafi verið áður.
„Hins vegar eru kannski áhrifin á
veltufé frá rekstri og fjármuna-
myndunina í fyrirtækjunum minni
en ætla mætti út frá afkomuspán-
um,“ bætti Smári við. Auk þess
sagði hann að í fyrra hafi verið al-
menn hagnaðaraukning hjá fyrir-
tækjum en nú sé þetta meira upp og
niður, en tók þó fram að hann væri í
því sambandi frekar með öll félög á
Verðbréfaþingi í huga en Úrvals-
vísitöluna eina og liti þar fyrir utan
ekki til Össurar í þessum saman-
burði vegna hins stóra óreglulega
liðar sem þar kemur inn í þetta eina
sinn.
Ingólfur Áskelsson hjá Islensk-
um verðbréfum telur að uppgjörin
verði svipuð eða aðeins betri en í
fyrra, en tekur þó fram að línurnar
séu ekki eins skýrar og þá hafi ver-
ið. Hann nefnir sem dæmi að bank-
arnir geti leikið sér með hagnaðinn
með því að setja til dæmis húsbréf í
fjárfestingarbækur sínar en þá telji
bréfin ekki í rekstrarreikningi
þeirra og þannig geti myndast meiri
hagnaður en ella.
Þróun gjaldmiðla segir Ingólfur
hafa verið sveiflukennda en nú um
mitt ár séu þeir um það bil í sömu
sporum og í upphafi árs, en krónan
hafi þó veikst lítillega. Loðnuveiðar
hafi gengið betur en í fyrra en verð-
ið sé enn lágt og spennandi verði að
fylgjast með hvort af frekari sam-
einingu fyrirtækja verði líkt og ver-
ið hafi framan af árinu. Hann gerir
ráð fyrir áframhaldandi vexti upp á
30-40% í upplýsingatækninni í ár.
Ytra umhverfi
sjávarútveginum erfitt
Greiningardeild Kaupþings segir
þróun í ytra umhverfi hafa verið
sjávarútvegsfyrirtækjum frekar
erfið á síðustu mánuðum. Verðbólga
hafi verið mikil, innlendir vextir hafi
hækkað og krónan styrkst verulega
fram á vorið. Sjávarútvegsfyrirtæk-
in hafí því bæði þurft að þola kostn-
aðarhækkanir innanlands og jafn-
framt minni tekjur fyrir framleiðslu
sína. Veiking krónunnar síðasta
mánuðinn hafi neikvæð áhrif á fjár-
magnsliði en á móti komi jákvæð
áhrif á útflutningstekjur. Það muni
þó væntanlega hafa óveruleg áhrif á
milliuppgjör fyrirtækja þar sem að-
eins sé um brot af tímabilinu að
ræða.
Greiningardeild Kaupþings telur
einnig að nokkur umskipti hafi orðið
í ytra umhverfi bankanna það sem
af er þessu ári, en umhverfið hafi
verið mjög hagfellt undanfarin ár.
Ljóst sé að bankarnir hafi tapað á
skuldabréfum, en þeir hafi að ein-
hverju leyti náð að breiða yfir bók-
haldslegar afleiðingar þess með því
að færa skuldabréf úr veltubók í
fjárfestingarbók. Bankarnir hafi
einnig náð að hagnast verulega á
hlutabréfum á liðnum misserum en
þar séu nú minni líkur á gróða
vegna lækkandi verðs. Þar að auki
ríki nú minni bjartsýni varðandi
hlutafjárútboð deCode, en bankarn-
ir séu með stöður í því félagi.
Hátt gengi krónunnar og miklar
kostnaðarhækkanir innanlands seg-
ir greiningardeild Kaupþings að
hafi valdið því að iðnaður hafi átt
verulega undir högg að sækja á ís-
landi undanfarin misseri. Þau iðn-
íyrirtæki sem eitthvað kveði að á
Verðbréfaþingi, Össur og Marel,
séu bæði hátæknifyrirtæki í örum
vexti og greiningardeild Kaupþings
gerir ráð fyrir áramhaldandi örum
vexti hjá þeim.
Gengisvarnir falla
Greiningardeild Kaupþings segir
sætanýtingu Flugleiða hafa verið
nokkuð verri framan af ári en á
sama tímabili í fyrra auk þess sem
eldsneytisverð og gengisþróun séu
félaginu óhagstæð. Flugleiðum hafi
þó tekist að verja sig að nokkru
leyti fyrir þessari þróun seinni hluta
síðasta árs, en verðið á slíkri vörn
hafi farið sífellt hækkandi og nú
megi gera ráð fyrir að áhrifa þeirra
vama hætti að gæta. Auk þess gerir
greiningardeild Kaupþings ráð fyrir
að hagnaður Tryggingamiðstöðvar-
innar af fjármálarekstri dragist
nokkuð saman milli árshluta.
Jónas G. Friðþjófsson hjá Við-
skiptastofu Landsbanka íslands
segir ytri skilyrði fyrirtækja al-
mennt hafa versnað á síðustu mán-
uðum. Verðbólga sé áfram mikil og
gengi krónunnar hafi lækkað um-
talsvert undanfarið. Launaskrið
hafi verið nokkuð, en það leggist
verst á félög sem eru í mannafls-
frekum rekstri. Jónas segir að þar
sem tölurnar í spánum séu afkomu-
tölur, verði að taka tillit til að auk
framlegðar frá rekstri spili til dæm-
is fjármagns- og óreglulegir liðir al-
mennt nokkuð stórt hlutverk í þess-
ari afkomuspá.
Verri árangur
fjármálafyrirtækja
Jónas segir að gera megi ráð fyrir
að olíufélögin, félög í upplýsingaiðn-
aði svo og félög í smásölu komi vel
út á tímabilinu, þ.e. að hagnaður
þeirra standi almennt undir vænt-
ingum. Olíufélögin og smásölufyrir-
tækin búi við nokkuð stöðugt sam-
keppnisumhverfi og mikill upp-
gangur sé í upplýsingageiranum.
Eftirspurn sé mikil í þessum grein-
um og endurspeglist það í afkom-
unni.
Hann telur einnig að rekstur fé-
laga í sjávarútvegi ætti að vera
nokkuð góður, einkum í bolfiski, en
fjármagnsliðir séu þeim þungur
baggi, þar sem félögin séu oftast að
mestu skuldsett í erlendum mynt-
um. Veiking krónunnar komi sér vel
fyrir þessi félög þar sem þau séu í
útflutningi, en tekjuáhrifin komi þó
varla inn fyrr en seinna á þessu ári.
Fjármagnskostnaður vegna er-
lendra skulda, sem og hækkun
þeirra, komi þó af fullum þunga inn
í uppgjörið.
Jónas telur fjármálafyrirtæki
muni almennt gera það nokkuð gott,
en vegna óhagstæðrar gengisþróun-
ar skuldabréfa verði þau þó talsvert
frá því að ná svipuðum árangri og í
fyrra. Auk þess hafi hlutabréf fallið
í verði á síðustu mánuðum, en fjár-
málafyrirtækin og flest önnur félög
í Úrvalsvísitölunni eigi auk þess
umtalsverðar eignir í hlutabréfum.
Samgöngufyrirtæki segir hann að
muni koma illa út á tímabilinu vegna
kostnaðarhækkana og óhagstæðrar
gengisþróunar auk þess sem erfið-
lega gangi að auka tekjur vegna
harðnandi samkeppni.
500 milljóna króna söluhagnað-
ur hjá Eimskipafélaginu
í athugasemdum frá Landsbréf-
um með afkomuspánni segir að þeg-
ar á heildina sé litið megi reikna
með að afkoma af reglulegri starf-
semi þeirra fyrirtækja sem myndi
Úrvalsvísitöluna verði nokkuð svip-
uð og hún hafi verið á sama tíma í
fyrra. Reikna megi með að afkoma
sjávarútvegsfyrirtækja verði nokk-
uð lakari og það megi rekja til lækk-
andi afurðaverðs, hækkandi olíu-
verðs og óhagstæðrar gengis-
þróunar. Búast megi við að afkoma
Flugleiða snúist úr 595 milljóna
króna hagnaði í um 900 milljóna
króna tap og sé meginskýringin sú
að umtalsverður söluhagnaður hafi
verið á síðasta ári vegna sölu hótel-
bygginga og flugvélar. Gera megi
ráð fyrir að afkoma Eimskips verði
svipuð og á sama tímabili í fyrra, en
nú færist til bókar um 500 milljóna
króna söluhagnaður eigna sem sé
rúmlega helmingi hærri fjárhæð en
hafi verið í milliuppgjöri í fyrra. Þá
segir Landsbréf að búast megi við
að afkoma bankanna verði nokkuð
góð þrátt fyrir að hækkandi ávöxt-
unarkrafa skuldabréfa dragi þá
nokkuð niður. Vöxtur bankanna hafi
haldið áfram á þessu ári þó það hafi
ekki verið jafn mikið og á því síð-
asta.
Efnlfrá:
OPTIROC
ABS147
ABS154
ABS316
n
Gólflaenir
IÐNAÐARGÓLF
Smlðjuvegur 72,200 Kópavogur
Sími: 5641740, Fax: 5541769