Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið /Amaldur ÚRVERINU Ólafur Ragnarsson, stjórnarformaður hins nýja útgáfufélags Eddu, og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgáfusviðs félagsins. Mál og menning og Vaka-Helgafell sameinast Útgáfufélagið Edda stofnað STJÓRNIR Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf. undirrituðu í gær samrunaáætlun fyrirtækjanna tveggja. Nýtt félag mun heita Edda - miðlun og útgáfa hf. og verður það al- hliða miðlunar- og útgáfufyrirtæki. Samrunaáætlunin er undirrituð með fyrirvara um samþykki hluthafa- fundar hjá Vöku-Helgafelli og félags- ráðsfundar hjá Máli og menningu, en hvort móðurfélaganna mun eignast 50% í nýja fyrirtækinu og allur rekst- ur þeirra fer inn í það. Mál og menning og Vaka-Helgafell verða áfram til Helstu markmið Eddu - miðlunar og útgáfu hf. verður að skapa grund- völl til þess að takast á við stærri verkefni en fyrirtækin hafa ráðið við á sviði útgáfu og auka sókn íslenskra bókmennta á erlenda markaði. Auk þess eru uppi áform um að Edda muni miðla því íslensku menningar- og upplýsingaefni sem Vaka-Helga- fell og Mál og menning eiga um Netið eða með öðrum þeim hætti ný tækni á hverjum tíma býður upp á. Bókaútgáfa Máis og menningar og Vöku-Helgafells verður í aðskildum deildum og henni verður haldið áfram undir merkjum forlaganna tveggja og þeirra bókaforlagsdeilda sem starfa á vegum þeirra hvors um sig. Stjómarformaður Eddu - miðlun- ar og útgáfu hf. verður Ólafm- Ragn- arsson, núverandi stjómarformaður Vöku-Helgafells hf. og varaformaður verður Þröstur Ólafsson, sem verið hefur formaður stjómar Máls og menningar hf. Aðrir í stjórn era Guðfmna Bjarnadóttir, Ömólfur Thorsson og Ölafur Jóhann Ólafsson sem öll hafa setið í stjórnum móðurfé- laganna. Halldór Guðmundsson verður framkvæmdastjóri útgáfusviðs nýja félagsins, en jafoframt útgáfustjóri bókaforlags Máls og menningar og þeirra forlagsdeilda sem starfa munu á vegum þess. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri útgáfusviðs verður Pétur Már Ólafsson, sem verður einnig útgáfustjóri bókaforlags Vöku-Helgafells en því starfi hefur hann gegnt undanfarin ár. 35-38% markadshlutdeild Hlutafé nýja félagsins er 120 mil- ljónir króna, heildarvelta þess er áætluð um 1.700 milljónir króna á þessu ári og að sögn forsvarsmanna þess er stefnt að skráningu félagsins á Verðbréfaþing í slands. Markaðshlutdeild félaganna tveggja hefur að sögn Ólafs Ragnars- sonar verið 35-38% á síðastliðnum tveimur til þremur ámm, ef miðað er við fjölda titla í íslenskum bókatíð- indum, sem út koma fyrir jólin. Hann sagði þó að erfitt væri að meta mark- aðshlutdeildina, ekki síst á þeim svið- um sem hið nýja félag ætti að fara inn á í auknum mæli, þ.e. í hinni nýju upplýsingatækni. Óll dreifing mun flytjast til Dreif- ingarmiðstöðvarinnar hf. sem félögin stofnuðu fyrr á þessu ári og mun taka til starfa sem sjálfstætt fyrirtæki með haustinu. Búist við minni * hagnaði Islands- banka-FBA Björn Björnsson fískifræðingur um gagnrýni á fískeldi Fiskeldi ekki skaðlegra en landbúnaðurinn ÁHRIF fiskeldis á vistkerfi jarðar eru ekki jafn ógnvænleg og gefið er til kynna í grein sem birtist nýverið í breska vísindatímaritinu Nature að mati Björns Björnssonar fiskif- ræðings á Hafrannsóknastofnun- inni. Hann segir að við fyrstu sýn virðist sér greinin í Nature vera vísindalega unnin. Sér virðist hana hins vegar skorta ákveðna yfirsýn og setja þurfi málið í samhengi við hefðbundinn landbúnað. Bendir Bjöm á að öll matvæla- framleiðsla hafi áhrif á umhverfið hvort sem um er að ræða fiskeldi eða hefðbundinn landbúnað. „Framleiðsla á t.d. kjúklingum eða svínum hefur þannig áhrif því þau eru fóðrað á korni sem þarf að akra fyrir og það breytir vistkerfi jarð- arinnar. Það getur að einhverju leyti átt við um fiskeldið líka og áhrif fiskeldis eru jafnvel minni en í hefðbundnum landbúnaði. Ef setja ætti landbúnaði sömu ströngu skil- yrði og þessir vísindamenn viija setja fiskeldi myndi matvælafram- leiðsla á jörðinni ekki duga mann- kyninu.“ Fiskeldi snýst um að framleiða verðmæta vöru í greininni í Nature er því haldið fram að gífurlegu magni sé mokað upp af fiski sem unninn er í fóður fyrir fískeldi. Þannig sé miklum verðmætum kastað á glæ auk þess sem það ýti undir ofveiði á tegund- um sem séu mikilvægir hlekkir í fæðukeðjunni. Björn segir slíkar fullyrðingar hæpnar því ljóst sé að menn vilji ekki leggja allan fisk sem veiðist sér til munns. Því sé ekki óeðlilegt að nýta slíkan fisk í fóður fyrir verðmætar tegundir. Auk þess sé búist við að í framtíðinni verði plöntuprótein nýtt í fiskafóður í auknum mæli. „Fiskeldi, að minnsta kosti á Vesturlöndum, gengur ekki út á að framleiða sem mest af fiski heldur að framleiða verðmæta vöru.“ í greininni er því einnig haldið fram að fiskeldi sé beinlínis tilræði við vistkerfi jarðar og kynblöndun t.d. eldislaxa við náttúralega stofna muni flýta fyrir hrani þeirra. Björn segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á slíka kynblöndun með óyggj- andi hætti en bendir á að þeir sem halda slíku fram vilji að náttúran fái að njóta vafans. „í þessu samhengi má einnig benda á hefðbundinn landbúnað. Þar eru kynbætt bæði dýr og jurtir sem geta breiðst út um vistkerfið." Björn dregur í efa fullyrðingar í greininni í Nature um að 40% af laxi sem veiðist í Atlantshafi sé eld- isfiskur. „Það hefur dregið mikið úr veiðum á Atlantshafslaxi, meðal annars vegna þess að verð á laxi hefur lækkað mikið vegna laxeldis. Þannig má jafnvel halda því fram aðfiskeldi dragi úr spurn eftir villt- um fiski og stuðli um leið að friðun.“ Björn segir áhrif fiskeldis á Is- landi á vistkerfið við landið varla vera mikil enda sé fiskeldi tiltölu- lega smátt í sniðum hérlendis. Yfirlýsing frá NSÍ NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK brögð og hafi eitthvað nýtt fram að Islands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Náttúraverndarsamtök Islands hanna ófagleg viðbrögð Vigfúsar Jó- hannssonar, formanns Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva á íslandi (LFH) og formanns Alþjóða- sambands laxeldisframleiðenda, vegna frétta fjölmiðla af grein í vís- indatímaritinu Nature þar sem vís- indamenn frá fimm löndum lýstu þungum áhyggjum sínum vegna stöðu fiskeldis í heiminum og greint var frá á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Náttúruverndarsamtök Islands taka enga afstöðu gegn fiskeldi sem slíku, en benda á að í Noregi er erfðamengun af völdum fiskeldis tal- ið mjög alvarlegt vandamál. Enn- fremur er staðreynd að fiskeldi í löndum eins og Tælandi hefur valdið alvarlegu tjóni á strandlífríki. Vigfús Jóhannsson bregst hins vegar við grein vísindamannanna í Nature, einu virtasta vísindatímariti heims, með því að fullyrða að um sé að ræða fjárplógsstarfsemi í þágu umhverfisvemdarsamtaka. Alkunna er að Nature birtir ekki greinar nema ljóst sé að þær standist ítrastu kröfur um vísindaleg vinnu- færa. Þeir vísindamenn sem fá birtar greinar í Nature teljast meðal hinna fi'emstu í heimi í sinni fræðigrein. Við Stöð 2 sagði Vigfús að um væri að ræða, „... atvinnumenn á sviði um- hverfismála, hreinlega getum kallað eins konar öfgasamtök sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að fisk- eldi eigi ekki að vera til, þetta era ná- kvæmlega sömu aðilarnir og við Is- lendingar þekkjum svo vel úr okkar baráttu á sviði fiskveiða og ekki síst hvalveiða, þetta era sem sagt aðilar sem viðurkenna enga nýtingu sem slíka.“ Vigfús færir engin rök fyrir þessari fullyrðingu sinni og ekki er á honum að heyra að lífríki sjávar stafi nokkur hætta af fiskeldi. Virðist hann halda að allt slíkt tal sé einung- is tilbúningur ofstækisfullra um- hverfisverndarsinna. Þessi ummæli Vigfúsar era ekki síst óheppileg í ljósi þess að á íslandi er fjöldi fólks sem hefur áhyggjur af áhrifum lax- eldis á vöxt og viðgang laxastofna. Það fólk á vitaskuld ekkert skylt við þau „öfgasamtök" sem Vigfús vísar til enda virðist mottó hans vera að betra sé að veifa röngu tré en engu. Að sjálfsögðu kallar grein vísinda- mannanna á faglega umræðu hér á landi um ágæti fiskeldis." Morgunblaðið/Ásdís Frá Normar 2000, ráðstefnu skólastjórnenda stýrimanna- og vélskóla á Norðurlöndum. Ráðstefnan Normar 2000 haldin í Vestmannaeyjum ÞRÁTT fyrir aukin umsvif íslan- dsbanka-FBA er líklegt að hagnað- ur verði minni á fyrstu sex mánuð- um ársins 2000 en á sama tímabili árið 1999 vegna óhagstæðrar geng- isþróunar á innlendum skulda- bréfamarkaði, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. I samræmi við uppgjörsmeðferð markaðsskuldabréfa hjá bankanum fyrir árið 1999 verða öll markað- sskuldabréf í eigu bankans, hvort heldur þau teljast veltuskuldabréf eða fjárfestingarskuldabréf, færð á markaðsvirði í hálfsársuppgjöri bankans og verður miðað við gengi þeirra í lok dags 30. júní. Íslandsbanki-FBA hf. mun greiða tekjuskatt af allri starfsemi sinni á þessu ári þar sem yfirfæran- legt skattalegt tap forvera hans hefur verið fullnýtt. í tilkynningu Íslandsbanka-FBA segir að fyrstu sex mánuði ársins 2000 hafi verið mikil aukning í starfsemi bankans og rekstur fyrir- tækisins gengið vel. „Lokið var við sameiningu Islandsbanka og FBA og er starfsemin nú þegar komin í það horf sem áætlanir gerðu ráð fyrir og samlegðaráhrif af samein- ingu fyrirtækjanna eru þegar farin að koma í ljós. Á fyrsta starfsmán- uði sameinaðs banka styrktist fjár- mögnunargrunnur hans með hækk- un lánhæfismats í A2, ný verðbréfaþjónusta á netinu, ERG- O.is var kynnt, gerður var samning- ur um undirbúning að skráningu Íslandssíma hf. á markað og bank- inn átti þátt í helstu viðskiptum á íslenska fyrirtækjamarkaðnum á tímabilinu, þ. á m. kaupum EFA á Kaupási, kaupum svínabúsins Brautarholti á Sfld og fiski og kaup- um Húsasmiðjunnar á Blómavali." RÁÐSTEFNA skólastjómenda stýrimanna- og vélskóla á Norður- löndum, Normar 2000, var haidin í Reykjavík og Vestmannaeyjum dagana 27. og 29. júní sl. Ráðstefn- an er nú haldin í 5. sinn á Islandi og eru þátttakendur frá öllum Norður- löndunum, en auk þess var Sigling- astofnun Islands, samgönguráðun- eytinu og menntamálaráðuneytinu boðið að senda fulltrúa á ráðstefn- una. Meginumræðuefni ráðstefnunnar verður viðbrögð á hættustundu. M.a. var fjallað um Sleipnisslysið við Noreg og þegar Estonia fórst í Eystrasalti og 857 manns létu lífíð. Ákveðið var fyrir tveimur árum að Normar 2000 yrði að öllu leyti eða að hluta haldinn í Vestmanna- eyjum og var þá m.a. hugsað til tengsla Vestmannaeyja við sjósókn og sjómannamenntun í gegnum tíð- ina. Fyrsta vélstjórnarnámskeiðið var haldið þar árið 1915 á vegum Fiskifélags íslands og árið 1918 var fyrsta skipstjórnarnámskeiðið haldið þar en frá 1964 var þar starf- andi sjálfstæður stýrimannaskóli og vélskóli frá árinu 1967. Skólar þessir urðu síðan með breytingu á sjómannamenntuninni og fram- haldsskólalögum árið 1996, hluti af Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Skólameistarar Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Islands vonast til að þessu námi vaxi aftur fiskur um hrygg og við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum verði hér eftir sem hingað til vél- stjórnardeild. Það gæti skipt miklu máli fyrir Vestmannaeyjar, ef sjáv- arútvegsbraut kæmist upp við skól- ann. Nám við sjávarútvegsbraut er undirbúningur fyrir nám í sjávar- útvegsfræðum, auk þess sem í brautinni eru námsáfangar fyrir 30 rúmlesta skipsljórnarnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.