Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Konur Magdalenu Margrétar Morgunblaðið/Þorkell Eitt grafíkverka Mariu-Elisabeth Prigge. MYNttLIST Listasafn ASí / Á s m ii n d a r s a I u r MAGDALENA MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR BLÖNDUÐ AÐFERÐ Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 14 til 18. KONUMYNDIR Magdalenu Margrétar veita okkur innsýn í hugarheim hennar þar sem kon- urnar lifna við í minningum og hugmyndum. Skáldskapur blandast saman við veruleika og úr verður eins konar töfraveröld þar sem hversdagsleikinn umbreytist í goð- sögn. Þrykktar með ýmsum aðferð- um á strimla af japönskum pappír virðast þessar konur vera næstum því í fullri líkamsstærð, en það ger- ir þær enn raunverulegri fyrir áhorfandanum. Magdalena hefur áður sýnt konumyndir af þessu tagi og þar sem hver þeirra hefur sína persónu og sitt sérstaka yfir- bragð fjölgar í myndheiminum sem þær byggja með hverri sýningu. Sá hugarheimur sem myndirnar opinbera einkennist kannski fyrst og fremst af mótsagnakenndum skilningi barnsins. Myndirnar virka gjarnan einlægar og blátt áfram - til dæmis eru sköp kvenn- anna gjarnan ýkt en það minnir einmitt á sakleysislegan áhuga barnsins á kynferði. En þetta sak- leysi á sér líka dekkri hlið og það Námskeið um þróun sálmalaga SMÁRI Ólason heldur tvö tveggja daga námskeið á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði dagana 18.-23. júlí. Yfir- skrift námskeið- anna eru: Liggja rætur rímnanna í fomum sálma- söng lands- manna? Smári Ólason hefur um árabil unnið að rann- sóknum á íslensk- um sálmalögum og tengslum þeirra við þjóðlagaarf- inn. Á fyrra námskeiðinu mun Smári lýsa rannsóknum sínum á tengslum rímnasöngs og fomrar íslenskrar kirkjutónlistar. Hann mun einnig varpa fram þeirri kenningu að gald- ur hafi verið galaður á sama hátt og rímur vora kveðnar. Á síðara nám- skeiðinu verður farið í þróun sálma- laga frá 16. öld og því lýst hvernig þau breyttust í þjóðlög. Sérstaklega verður farið í breytinguna á þeim lögum sem Hallgrímur Pétursson gaf upp sem lagboða við Passíusálm- ana. Sýndar verða mismunandi gerð- ir af lögum sem skráðar hafa verið eftir hljóðritunum, fyrst á áranum 1903-12, síðan 1946 og 1958 og svo aðallega á tímabilinu 1960-74 og hlustað á flutning þeirra. Gefið verð- ur yfirlit yfir hvað til sé af hljóðrituð- um sálmalögum úr munnlegri hefð, en aðeins brot af þeim arfi hefur ver- ið skráður niður og birtur á prenti. Á námskeiðinu verða kennd og sungin gömul íslensk þjóðlög við sálma og „gömlu lögin“ verða sungin við er- indi úr Passíusálmunum. Námskeiðin á þjóðlagahátíðinni era öllum opin. er oft sterkur, dimmur undirtónn í myndunum, eins og einhver óþekkt en greinileg ógn. Þessi ógn kemur fyrst og fremst innan frá. Hún er óttinn við eigin eðli eða óttinn við það að halda ekki alveg sönsum, að takast ekki að átta sig í veröldinni. Konurnar sem Magdalena bygg- ir myndir sína á vora sumar þekkt- ar persónur, til dæmis Nína Sæ- mundsdóttir, en flestar eru þó líklega gleymdar, konur sem vora utangarðs í lífinu en vöktu athygli Magdalenu þegar hún var ung í Kleppsholtinu. Þannig miða mynd- irnar í senn að því að varðveita minningar um þessar konur og að varðveita sýn stúlkubarnsins á um- hverfi sitt og fólk. Eins og fyrr er afraksturinn sér- staklega heillandi, aðlaðandi og ör- lítið ógnvekjandi í senn. Frammi fyrir þessum myndum verður hver að líta í eigin barm og þær vekja upp hjá áhorfandanum minningar og hugrenningar úr hans eigin lífi um leið og Magdalena opnar hon- um sýn inn í sinn hugarheim. MARIA-ELIS ABETH PRIGGE GRAFÍK Á neðri hæð og gangi Listasafns ASI sýnir austurríska listakonan Maria-Elisabeth Prigge grafík- myndir sem margar hverjar eru unnar eftir dvöl hennar hér á Is- landi sem gestalistamaður í lista- miðstöðinni Straumi árið 1997, en Prigge hefur reyndar oftar komið hingað. Þar er um að ræða heila grafíkmöppu sem ber einfaldlega nafnið Island og inniheldur myndir sem listakonan segir að hafi sprott- ið af upplifun hennar á íslensku landslagi - hún lýsir því svo að grafíkmyndir hennar „vaxi“ í Konur Magdalenu Margrétar. landslaginu. Prigge hefur áður unnið sams konar möppu byggða á reynslu sinni af landslaginu á ír- landi. Myndir hennar eiga þó lítið skylt við hefðbundnar landslagsmyndir heldur era þær frekar eins og af- straksjónir út frá landslaginu, fom og formsamsetningar sem leita á hugann þegar maður ferðast gegn- um landslagið. Myndirnar eru djúpþrykk og all- ar einlitar, svartar á hvítan pappír- inn, og eru margar unnar með ka- borandum-tækni sem Henry Goetz þróaði í París árið 1960. Formin eru oftast einföld og sterk, mark- viss þótt þau geti stundum virst frjálslega dregin, og tæknin sem Prigge beitir veldur því að svarti liturinn verður einstaklega djúpur og heill. Prigge vinnur af miklu öryggi og treystir greinilega fullkomlega á tjáningarmátt formanna sem hún dregur, enda á hún mikinn feril að baki og hefur sýnt víða og gefíð út margar möppur með grafík sinni. Það er því fengur að því að hún skuli takast á við íslenskt landslag og enn frekar að því að hún sýni hér afraksturinn svo við fáum að kynnast sýn hennar og myndum. Jón Proppé Fúgulist á saxofón TÖJVLIST N o r r as n a h ií s i ð KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Singelée, Lárus H. Grímsson, Dubois, Norholm, Pi- azzolla, Þorstein Hauksson og Baeh. Saxofónakvartett Kaup- mannahafnar (Henrik Sveidahl S, Maret Petersen A, Torben Eng- hoff T, Charlotte Andersson Bar.). Fimmtudaginn 29. júní kl. 22. FRJÓTT ímyndunaraf! virðist ekki beinlínis hrjá nafngiftir ís- lenzkra sumartónleikahátíða, sbr. Bjartar nætur í júní á Héraði, Bjartar sumarnætur í Hveragerði og nú nýjast Bjartar nætur í Norræna húsinu, fimm tónleika röð á fimmtudagskvöldum fram í ofanverðan ágúst sem hefjast kl. 22; að undangengnu norrænu náttsnarli (ef menn vilja) kl. 20:30 í kaffiteríunni. En auðvitað er fyrir öllu, ef músíkin er fín. Og það var vissulega gaman að dag- skrá „Copenhagen Saxophone Quartet", eins og heitir opinber- lega, á vel sóttum tónleikum hans á fimmtudag, og ekki síður að flutningnum. Saxofónninn heitir í höfuð upp- finningamanns síns belgíska, Adolphe Sax, sem tók sér fyrir hendur á fyrri hluta 19. aldar að brúa bilið milli tréblásara og málmblásara í frönskum her- lúðrasveitum. Það tókst honum með þvflíkri prýði, að enn í dag getur oft verið erfitt að átta sig á hvers konar blástur heyrist inn á milli í nýrri sinfónískum verkum. Maður spyr: Var þetta enskt horn? Es-klarínett? Dempað trompet? Unz maður áttar sig - það var saxofónn! Þess gætti líka í leik Dananna, sérstaklega hjá sópran-saxofónin- um, er t.a.m. var nær því að hljóma eins og ástaróbó í Dolor- oso-þætti Dubois-kvartettsins, auk þess sem hópurinn á veik- ustu og sléttustu tónum minnti meir á sveit trompeta og básúna í fjarska en á rámu tjáningartól djassmeistara á við Getz, Webst- er, Hawkins og Coltrane. Enda mun hald sumra, að hefði ekki sú „villimannamúsík“ komið til skjalanna, hefði saxofónninn áunnið sér fastan samastað í blás- aradeild sinfóníuhljómsveita. Margt fróðlegt kom fram í stöku spjalli kynnisins, Eddu H. Backman leikkonu, og málsvara hópsins, Torbens Enghoff, milli atriða. M.a. að fyrsta verk dag- skrár, Saxofónakvartett eftir J. B. Singalée (landa og vin A. Sax) frá 1857, væri jafnframt fyrsta tónsmíð sögunnar í þeirri nýju grein, sem sérstaklega Frakkar hafa sinnt, allt frá impressjóníska skeiðinu og fram úr. Verkið var fjórþætt; hugljúf afþreyingar- blanda af Schumann og Rossini og frábærlega flutt með m.a. fág- aðri dýnamík í Adagio sostenuto þættinum (II.) Eftir Lárus Halldór Grímsson var leikinn einþættur kvartett frá 1992, skemmtilega hress samsuða úr latneskulituðum djassi, ný- klassík og „fönki“ í ýmsum snún- um hrynmynztram; glimrandi ná- kvæmt leikin í virtúósu tempói, sem að vísu gaf lítið ráðrúm til dýnamískrar fínpússningar. Eftir Pierre-Max Dubois (f. 1930) var fluttur fjórþættur litríkur kvart- ett, sem þrátt fyrir samningarár- ið 1956 hljómaði meir í ætt við síðimpressjónisma og nýklassík millistríðsára, með andrúmsáhrif- um frá torglífi, kjötkveðjusprelli og spænsk-arabískri næturróm- antík í Doloroso (II.), unz allt sauð nánast upp úr í leifturhraða lokaþættinum, sem var eins og lýsing á hópeltingarleik í „slap- stick“ gamankvikmynd. „Impuls“ hét nýlegt verk sem danski tónhöfundurinn Ib Npr- holm samdi í sumarhúsi sínu í Sámsey 1998 og tileinkaði hópn- um; frábærlega vel skrifað verk í furðuaðgengilegum nútímastíl, þar sem verkkunnáttan og anda- giftin skein úr hveiri hendingu. Framan af í e.k. mótívískri sí- skörun (líkast til ástæða heitis- ins), en síðar tóku við fjölmörg ólík ritháttartilbrigði, án þess þó að riðla heildarmyndinni. Eftir hlé kom verk eftir arg- verska tangómeistarann Astor Piazzolla (1921-90), sem skv. Enghoff hefur lagzt á marga málsmetandi hljómlistarmenn hin seinni ár eins og Gidon Kremer og Kronos-kvartettinn. „Night Club“ var í fimm stuttum sam- tengdum þáttum, HAHAH, þar sem H gæti staðið fyrir „heitt“ og A fyrir „angurvært"; víða krefj- andi í samspili og blásturstækni, en samt leikandi lipurlega flutt. Þorsteinn Hauksson átti þar næst verk á skrá, „Exhalatio" [= útblástur?] frá 1996; stuttar þéttriðnar fullyrðingar milli ör- stuttra þagna, sem síðan leiddust yfir í örveika dulúðuga liggjandi klasahljóma með staccató regn- dropaeffektum, er gengu á milli stakra hljóðfæra. Það var þar sem áðurnefndur endurómur af „lúðrasveit úr fjarska" kom hvað skýrastur fram, og verkið hljóm- aði í senn svipmikið og heilstætt í meðlifaðri túlkun kvartettsins, þótt ívið tormeltara væri en fyrra nútímaverkið eftir Norholm. Síðust á skrá vora tvær fúgur eða „contrapuncti" úr biblíu pólýfónískra fræða eftir J. S. Bach, „Die Kunst der Fuge“ eða Fúgulistinni. Fyrst nr. 11 (= nr. 4 í niðurröðun Hans Gal), ein af lengri fúgum bálksins og við „in- versus" aðalstef, þ.e. á hvolfi. Seinni fúgan var sú kunna tvö- falda nr. 9 (m.a. úr söng Swingler Singers fyrram) sem hefst á más- andi aukastefi í áttundapörtum, áður en aðalstefið birtist með höfðingsbrag í hálfnótum „á rétt- unni“. Það er mikill vandi að móta ægitign og raddfærslulipurð þessarra meistaraverka sannfær- andi með þykkróma hljóðfæra- miðli sem saxofónkvartettinn er, auk þess sem það er ekki lítil spurning um smekk og innsæi að ákvarða dýnamík milli radda og kaflaskipta þegar hvorugt er skráð af höfundi sjálfum. Enda virtist ljóst, að Saxofónakvartett Kaupmannahafnar ætti enn sitthvað eftir í úttekt sinni á þessum gimsteinum, sem endast raunar flestum fram á lokadag. En þó að ýmislegt hefði mátt nostra betur við, t.a.m. með skýr- ari afmörkun kaflaskila og ögn meiri staccato-notkun, var fjörug- ur flutningur þeirra félaga áheyrilegur. Lék lítill vafi á, að með frekari yfirlegu gæti saxo- fónasveit í þessum gæðaflokki lagt af mörkum verðuga hlið- stæða við góðan strengjakvartett. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.