Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Kalk, fjallar um Crush, áttundu plötu Bon Jovi og þá fyi’stu í fímm ár. ★★★1/2 Ekki gamlir, bara eldri Á PLÖTUNNI Crush hverfa Bon Jovi aftur til uppruna síns og koma til skila á næstum óaðfínnanlegan hátt sínu melódíska rokki sem ein- kenndi fyrstu plötur sveitarinnar. Hér höfum við lagið „It’s my life“ sem er öflugt lag og minnir um margt á smellinn þeirra „Liv- ing on a prayer", viðlag þar sem allir vilja syngja með og „talkbox“- gítar Ritchie Sambora. Lítillega örlar þó á breskum nýbylgjutöktum en ástæðan er ef- laust langtímadvöl söngvarans Jon Bon Jovi þar í landi vegna kvik- myndaleiks síðustu ár. Eitt lag pirrar mig þó mjög mik- ið og er það lagið „Two story town“ en þar fá þeir óþarflega mikið lán- að frá fröken Joan Osborne og lag- inu hennar „One of us“ af plötunni Relish. Áberandi gott er þó lagið „Next 100 years“ og einnig „Just Older" en það lag hefur heillað gagnrýnendur beggja vegna Atl- antshafsins. í því syngja þeir um það að þeir séu ekki gamlir, bara eldri! Nokkuð til í því, en þeir eru virkilega að gera plötu frá hjartanu og eru ekki með neinn leikaraskap eða vælukjóahátt eins og á plötun- um „These Days“ eða „Keep the Faith“ sem var þó aðeins skárri en sú fyrrnefnda. Jon Bon Jovi og Ritchie Samb- ora hafa báðir gefið út plötur sjálf- stætt frá bandinu og virðist það skila sér því hér virkar ekkert þreytt og enginn pirringur virðist vera þeirra á milli. Bandinu tekst virkilega vel upp og maður nýtur þess í botn að hlusta á lög eins og „Mystery train“ og „Save the world“, virkilega afslappaðar tón- smíðar. Strákarnir réðu aftur til sín tón- skáldið Desmond Child en sá skaust upp metorðastigann eftir að Paul Stanley úr KISS fékk hann til að semja með sér lagið „I was made for loving you“ árið 1979. Eftir það samdi hann fyrir Aero- smith á þeirra „comeback" árum og einnig var hann mikið tengdur Bon Jovi á þeirra fyrstu plötum. Hér er hann kominn aftur og er það vel. Sýnt aftur vegna fjölda áskorana! föS. 7. Júlf fös. 14. Júlí lau. 15. júlí fös. 21. Júlí Sýningar hefjast kl: 20.30 Gamansöngleikur byggður á lögum Michael Jackson www.landsbanki.is Tilboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Rex________________________________ Tveir fyrir einn á kvöldverði á Rex. Tilboðið gildir frá sunnudegi til fimmtudags. Afsláttur í golf___________________ Félagsmenn Vörðunnar, Námunnar, Sportklúbbs og Krakkaklúbbs Landsbankans njóta 25% afsláttar af vallargjöldum hjá GR. Orlando---------------------------- Vörðufélagar fá ferð til Orlando í 8 eða 15 daga á einstökum kjörum 6. nóv. og til baka 14. eða 21. nóv. Hundar étnir í Kína________________ Vörðufélagar fá afslátt á myndina Hundar étnir í Kína (I Kina spiser de hunde) í Háskólabíói - miðinn á 450 kr. Oll tilboðin fást gegn framvísun debet- korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi. Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbanka íslands hf. sem finna má á heimasíðu bankans, www.landsbanki.is L Landsbankinn | Opiö'frá 9 til 19 Vestur-lslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net TJEIKFÉLAG ÍSLANDS lÍAsTflÍjNb 552,3000 THRIUUER frumsýning fös. 7/7 kl. 2030 nokkur sæti laus fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti 530 3030 Hádegisleikhús meö stuðningi Símans — BJÖRNINN fim. 6/7 kl. 12 laus sæti fös. 7/7 kl. 12 nokkur sæti laus lau. 8/7 kl. 12 nokkur sæti laus Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum eropið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús. (loftkastalinn/lðnó). Ath. Úsóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy Sun. 2n kl. 20 Rm. 6/7 kl. 20 uppselt Fös. 7/7 kl. 20 Sýningartími 50 mínútur. AJœturgalinn sn meoso B í kvöld stórsöngvarinn Ari Jónsson ásamt Úlfari Sigmarssyni. _ „Afslöppuð og vel samin lög, keyrslurokk og ballöður; allt sem aðdá- endur bandsins hafa verið að bíða eftir síðastliðin fimm ár,“ segir Þrá- inn Árni m.a. í dómnum. Roberts veldur usla LEIKKONAN Julia Roberts oUi tölu- verðri ringulreið í mexíkóskum smábæ er hún kom þangað óvænt ásamt um tuttugu lífvörðum sínum. Leikkonan fagra er þessa dagana við tökur nýjustu kvikmyndar sinnar, The Mexican, í litlum námumannabæ ásamt mótleikara sínum sem er enginn annar en hjartaknúsarinn Brad Pitt. Hann hefui’ hins vegar meiri trú á bæj- arbúum en Roberts og hefur látið þrjá lífverði og mann sem líkist sér mikið nægja til að fæla forvitna bæjarbúana frá. „Það er meira að segja búið að senda eftir lögreglu úr borginni til að tryggja öryggi hennar," sagði einn bæjarbúa. „Brad hefur verið hér í mánuð með þrjá lífverðj og það hefur ekki verið neitt mál. Eg skil ekki af hverju hún þarf að hafa mun fleirl. Þetta er smá- bær og hún jók bara á athyglina með því að mæta með alla þessa lífverði.“ Þá lét hún sér ekki nægja að mæta með lífverðina heldur var hótelið henn- ar girt af svo að enginn mátti koma ná- lægt því á meðan stjaman var að koma sér fyrir. Wahlberg á meðal apa LEIKARINN Mark Wahlberg mun fara með eitt aðal- hlutverkið í myndinni Apa- plánetunni, nokkurs konar endurgerð hinn- ar sígildu mynd- ar frá 1968 og 1973. Þá hefur hann einnig skuld- bundið sig til að leika í fram- haldsmyndinni. Aðstandendur myndarinnar segja að nýju mynd- irnar verði ekki algjör endurgerð á þeim eldri heldur muni ný hugsun liggja að baki. Mark Wahlberg Sem sagt, afslöppuð og vel samin lög, keyrslurokk og ballöður; allt sem aðdáendur bandsins hafa verið að bíða eftir síðastliðin fimm ár. Leiðinlegt er þó að enginn texti fylgir skrifaður með og er það mín- us við annars glæsilega kápu. Mik- ið er af myndum og er greinilegt að Bon Jovi gerir mikið úr ímynd bandsins, töffaraskapur er allsráð- andi og hér fær maður þá mynd af þeim að þetta séu harðir naglar, engan aumingjaskap hér takk fyr- ir! Hún endurspeglar vel lögin á plötunni, þessi töffaraímynd sem okkur er gefin af þeim körlum. Gaman er að geta þess að mynd- bandinu við fyrstu smáskífu plöt- unnar, „Ifs my life“ var leikstýrt af Wayne Isham sem stjórnaði upp- tökum á „Cunning Stunts“ videoinu með Metallica. Ekki er einfalt að greina einhvern sérstakan boðskap á plötunni. Jon syngur enn um stúlkurnar sem hann elskar og um að bjarga jörðinni en kannski boðskapurinn samt einfaldlega sá að lífið er skemmtilegt og sérstak- lega ef þú ert rokkari. Platan er tekin upp heima hjá Jon Bon Jovi og þakkar hann því að platan er eins afslöppuð og raun ber vitni, „við gátum labbað inn og út eins og okkur lysti án þess að hafa áhyggj- ur af reikningnum". „Crush“ er skyldueign fyrir alla sem vilja melódískt rokk og sérstaklega þó fyrir þá sem söknuðu gömlu góðu daganna með Bon Jovi. Þeir eru mættir aftur til leiks og hafa ekki verið svona góðir síðan á „Slippery when wet“. Messufall hjá þjóðinni? EKKI linnir heldur hráslagaleg- um skoðanakönnunum um kristni- hátíð á Þingvöllum, en nú eru þær taldar sýna að um 20 þúsund manns ætli að eyða helginni á Þingvöilum. Fari svo má tala um messufall hjá þjóðinni meira en dæmi eru um áður. Ævinlega, þegar efnt er til hátíðar- halda á Þingvöllum bregðast fjölmiðlar við á þann hátt að heldur er til leiðinda fyrir hátíðarhaldið sjálft, þótt ekkert sé verið að gera annað en minnast merkisatburða úr sögu þjóðarinn- ar. Forustufólk í þjóðlífmu hefur vilja til að halda upp á afmælin í sögu þjóðarinnar, en um leið og ævinlega rísa einhverjir upp og finna sér til einhverja kamrapóli- tík til að veifa vegna útihátíðar- innar á Þingvöllum. Nú reyna fjölmiðlar að vekja athygli á hátíð- inni, þótt þeir séu illa í stakk bún- ir til að fjalla um nokkurn skapað- an hlut innanlands annan en pólitískt rövl í strákum, Eyja- bakka eða Elton John. Samt sem áður er kristnihátíð vel fallin til umfjöllunar í fjölmiðlum, því sögu- lega séð er kristniferill lands- manna söguríkur ef til væri eitt- hvert fólk í landinu, sem gæti skrifað um annað en Jósef, Abra- ham, ísak og Pétur. Fjölmiðlai’ hafa þó verið að sækja í sig veðrið vegna útihátíða á Þingvöllum. Þeir þögðu mest 1974, lentu í skipuleg- um umferðarhnút 1994 og ætluðu ekki að komast af Miklubrautinni fyrir rauðum ljósum, en stefna nú í mannþurrð árið 2000, eftir að búið er að ganga frá Þingvöllum fyrir mannfjölda. Það er eins og þjóðin þurfi ekki einu sinni að e _ _ ' minnast píslarvotta SJONVARP A sinna úr þúsund ára LAUGARDEGI kristnisögu. Ted Turner heitir maður í Bandaríkjunum, sem ger- ir m.a. út á sjónvarp og kvikmynd- ir. Hann er um þessar mundir giftur kvikmyndastjömu, eins og vera ber um fjölmiðlamógúl. Það má segja um Ted Turner eins og marga aðra mógúla, að hann fær góðar hugmyndir. Nú er að hans undirlagi verið að sýna þáttaröð á Stöð 2, sem nefnist Saga aldanna. Þeir verða tíu talsins, en sá fjórði var sýndur á sunnudaginn. Þriðji þátturinn sýndi yfirreið Mongóla yfir austanverða Evrópu undir stjórn Gegnis Khan. Þetta eru yf- irleitt vel gerðir þættir, þótt þeir séu yfirgripsmildir - fara svona fljótt yfir söguna. Það breytir engu um, að áhorfandinn fær að skyggnast inn í ríki Gengis Khan og horfa á Mongólana þeysa fram á hestum sínum yfir sléttur Rússlands og Litlu-Ásíu. Kemur þá í hugann, að uppmna þjóða mætti eflaust ráða af hestakyni þeirra. fslenski hesturinn er áreiðanlega ekkert skyldur hest- um Skandinavíu, heldur nákominn ættingi hrossastóðs Gengis Khans, sem bendir til að við séum ættuð austan af sléttum Rúss- lands og Litlu-Asíu. En engum sem sinnir því göfuga hlutverki að athuga ættir manna dettur í hug að leita lyklanna í ættum mera. Fjórði þáttur Sögu aldanna fjall- aði um útbreiðslu Svarta dauða, einhverrar hryllilegustu farsóttar, sem herjaði á Evrópu á fjórtándu öld. Svarti dauði kom með áhöfn skips til Eyrarbakka árið 1402, en hafði þá grasserað meira en hálfa öld í Evrópu. Komu Svarta dauða er lýst þannig í heimildum, að hann hafi lagt eins og bláa slæðu upp frá skipinu. Smitberar vom rottur og pestin var svo öflug, að hún felldi hvern einasta mann á sumum stöðum í Litiu-Asíu. Það- an barst hún til Messina á suður- enda Ítalíu og hóf að stráfella fólk. Þangað kom hún 31. desember 1347 með kaupmönnum á þremur skipum, sem höfðu ætlað með farminn til Feneyja. Þeim var vís- að frá Feneyjum vegna veikinda um borð. Þrítugasta júní árið eftir var Svarti dauði kominn til Almeriu á Spáni. Það fór ekki illa á þvi að fiytja þátt um plágui- framtíðarinnar í ríkiskassanum á mánudag, þar sem skírt var frá því að mannkynsins bíður barátta við veimr ónæmar fyrir öllum meðulum. Indriði G. Þorsteinsson rNESTISKÖRFUR------------------ 2ja og 4ra manna körfur frá kr. 14.900-24.900 líl) PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 I Aðsendar greinar á Netinu /§> mbl.is _ALLTAfz GITTHISAG tVÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.