Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ + STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrimur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTTAR ADSTÆÐUR SVIPTINGARNAR í gengi ís- lenzku krónunnar á rúmri viku sýna, að við búum við gjör- breyttar aðstæður á gjaldeyrismark- aðnum og í efnahagslífinu almennt. Hinn 19. júní sl. hækkaði Seðlabanki Islands vexti í því skyni að viðhalda miklum vaxtamun við útlönd, en áður höfðu seðlabankar helstu viðskipta- landa okkar hækkað sína vexti. Með vaxtahækkun stuðlar bankinn að því að hagstætt er að eiga krónur, sem að öðru óbreyttu ýtir undir gengi krón- unnar og spornar þannig gegn verð- bólgu. Krónan hafði tekið að lækka í byrj- un mánaðarins og hafði lækkað um tæplega þrjú prósent þegar Seðla- bankinn tók ákvörðun um vaxtahækk- un. Vaxtahækkunin reyndist hins veg- ar skammgóður vermir því eftir tveggja daga hækkun tók krónan að lækka á ný. í lok síðustu viku og byrj- un þessarar urðu mikil viðskipti á krónumarkaði og var þá háum upp- hæðum veðjað á lækkun krónunnar. Til að verja gengið greip Seðlabankinn inn í þá þróun með kaupum á krónum á millibankamarkaði og gekk lækkunin þá nokkuð til baka. Þó er krónan fyrir neðan það sem hún var þegar vaxta- hækkunin var ákveðin. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri hefur lýst þeirri skoðun bankans að engin efnahagsleg rök styðji lækkun krón- unnar heldur hafi verið um skipulagða spákaupmennsku að ræða. Atlaga hafi verið gerð að krónunni, en bankinn hyggist verja hana. Síðustu daga hefur hann sýnt þessi áform sín í verki og hefur náð markmiðum sínum í öllum meginatriðum. Islenska krónan er ekki fyrsti gjaldmiðillinn sem orðið hefur fyrir slíkri atlögu spákaupmanna. Ýmsar slíkar atlögur hafa verið gerðar á síð- ustu árum og má nefna sem dæmi fræga atlögu sem George Soros er tal- inn hafa staðið fyrir að breska pundinu árið 1992. Endaði hún með því að pundið fór út úr gengissamstarfi Evrópu. Fyrst pundið og sumir aðrir gjaldmiðlar hafa neyðst til að láta und- an þrýstingi spákaupmanna þarf eng- an að undra þótt krónan gefi eitthvað eftir ef að henni er sótt. í almennri umræðu um fjármál er hlutur spákaupmanna yfirleitt ekki góður. Hugtakið hefur á sér neikvæð- an blæ og spákaupmenn taldir sinna því hlutverki einu að maka krókinn - jafnvel á kostnað annarra sem sitji eft- ir með sárt ennið. í stórum dráttum er þetta rétt. Þeir sem tala máli spákaupmanna segja, að þar séu á ferð fjárfestar sem reyni að hagnast á því sem þeir telja ranga verðlagningu einhverrar eignar. Eignin getur verið hlutabréf eða gjaldmiðill svo dæmi séu nefnd. Ef spákaupmaður telur gjaldmiðil of hátt skráðan miðað við efnahagslegar for- sendur reynir hann að hagnast á að selja gjaldmiðilinn og hafi spákaup- maðurinn rétt fyrir sér hagnist hann á lækkun hans. Stundum reyna spá- kaupmenn beinlínis að þrýsta á um breytingu á gengisskráningu með því að taka miklar stöður, þ.e. selja mikið af gjaldmiðlinum, og flýta þannig því sem þeir telja óumflýjanlegt að muni gerast fyrr eða síðar. Hafi þeir rétt fyrir sér auk þess að hafa nægilegt fjármagn eru nokkrar líkur til að þetta takist, en hæpið er þó að einum eða fá- um aðilum takist þetta nema aðrir taki þátt í leiknum. Og aðrir taka varla þátt í þessum aðgerðum nema vera sömu skoðunar um ástand og horfur. Flest bendir til þess, að mjög fáir aðilar á ís- lenzka fjármálamarkaðnum hafi metið stöðuna á þann veg, sem sá aðili gerði, sem fyrir þessum aðgerðum stóð. Engin leið er að segja fyrir um framhaldið en þó er ljóst að Seðla- bankanum hefur tekizt að koma festu á markaðinn á nýjan leik. Þessir atburðir á gjaldeyrismarkaði minna okkur hins vegar á að efnahags; lífið hér á landi er orðið gerbreytt. í framtíðinni má búast við fleiri sam- bærilegum atburðum. Þegar það ger- ist er aðalatriðið að undirstöður efna- hagslífsins séu nægilega traustar og trúverðugar til að standa undir verði krónunnar. FJÖRLEG UMRÆÐA í VEFRITUM AUNDANFÖRNUM tveimur til þremur árum hefur skapast for- vitnilegur umræðuvettvangur um þjóðfélagsmál og stjórnmál á Netinu. Fjölmörg vefrit hafa verið sett á stofn en flest tengjast þau með einhverjum hætti stjórnmálaflokkunum. Nefna má Skoðun - Vefsíður um frelsi, jafn- rétti og bræðralag, Vefþjóðviljann, Frelsi.is, Múrinn og Maddömuna. Sömuleiðis má nefna Deigluna, vefrit um þjóðmál, Silfur Egils á Strik.is og fjölda annarra heimasíðna þar sem einstaklingar skrifa reglulega pistla um mál sem eru efst á baugi. Óhætt er að segja að þetta sé góð viðbót við þá umræðu sem er fyrir í fjölmiðlum landsins. Á vissan hátt hafa þessir nýju miðlar breytt um- ræðunni nokkuð, eflt hana og auðgað. Vefritin eru óformlegri miðlar en hin- ir hefðbundnu sem birtist í því að lengd greina er nánast ótakmörkuð og sömuleiðis birtingartíðni, auk þess sem höfundar leyfa sér ýmislegt í efn- istökum og málfari á Netinu sem þeir leyfa sér ekki í öðrum miðlum. Um- ræður í vefritunum eru því iðulega fjörugar og stundum harðari og beinskeyttari en gerist og gengur í öðrum miðlum. Vissulega er frelsið sem Netið veitir vandmeðfarið í þessu samhengi en á hinn bóginn ættu öll frjáls skoðanaskipti að styrkja lýð- ræðið. Það er ekki sízt ungt fólk í stjórn- málaflokkunum, sem stendur fyrir út- gáfu þessara vefrita og hefur þar með fundið farveg til þess að koma sjónar- miðum sínum á framfæri á þann veg- að meiri athygli vekur en áður. Líklegt er að prentmiðlar og net- miðlar vinni meira saman í framtíð- inni. Þannig gefst þeim, sem skrifa greinar í Morgunblaðið, kostur á að birta lengri útgáfur þeirra greina á netútgáfu blaðsins. I vaxandi mæli mun verða vísað á vefslóðir um meiri fróðleik í umfjöllun Morgunblaðsins um einstök málefni. Skjálfti meðal skuldara Islenski g;j aldeyrismarkaðurinn er farinn að líkjast alþjóðlegum mörkuðum en markaðurinn er grunnur þótt umdeilt sé hvort hann hafí orðið fyrir atlögu á * mánudaginn. Steingerður Olafsdóttir ræddi við nokkra sérfræðinga um megin- línur í gi’aldeyrisviðskiptum. Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankinn gerir ráð fyrir hátt í 800 miHjarða heildarveltu á gjald- eyrismarkaði á þessu ári. Veltan á síðasta ári nam 470 milljörðum. FRAMVIRKIR samningar af ýmsu tagi eru orðnir algengir á íslenskum fj ármálamarkaði. Þetta er nýjung sem sérstaklega hefur rutt sér til rúms á síðustu tveimur árum í gjaldeyrisviðskiptum og er meginskýringin á veltuaukningu á millibankamarkaði með gjaldeyri en eins og fram hefur komið er heildarveltan á millibankamark- aðnum það sem af er árinu farin að nálgast heildarveltuna á síðasta ári. Núverandi kerfi, millibanka- markaður með viðskiptavakt, var tekið upp árið 1997. Viðskiptavak- amir og markaðsaðilamir em bankamir fimm og era þeir full- trúar viðskiptavina sinna á mark- aðnum sem aðallega era fyrirtæki, sjóðir og fjársterkir einstaklingar. Gjaldeyrisviðskipti fara í auknum mæli fram í þeim tilgangi að hagn- ast, fremur en að tilgangurinn sé hefðbundin vöraviðskipti, talið er að gjaldeyrisviðskipti í síðamefnda tilganginum sé nú um 10% af heild- argjaldeyrisviðskiptum. Sveiflur í gengi íslensku krón- unnar skapast af framboði og eftir- spurn, eins og markaðslögmálið segir til um, og síðastliðinn mánu- dag kom einmitt fram veraleg eft- irspum eftir erlendum gjaldeyri eða það sem kölluð hefur verið at- laga að íslensku krónunni. Þetta leiddi til inngripa Seðlabankans og sveiflna á gengi krónunnar. Krónan hefur veikst lítillega síð- an á mánudag og veltan á mark- aðnum farið minnkandi. Lokagildi gengisvísitölu íslensku krónunnar var í gær 111,88 og námu viðstóptin 3,2 milljörðum. Veðjað á vaxtamuninn Ektó era allir sammála um að umrædd viðstópti svokallaðra spá- kaupmanna á mánudaginn hafi í raun verið atlaga að krónunni. Þeir sem eigi viðstópti á markaðnum hafi í raun aðeins verið að loka stöðum í krónu, þ.e. selja krónur fyrir gjaldeyri, og minnka þannig áhættu sína. Styrking krónunnar undanfarin ár hefur einmitt orsak- ast af því að spákaupmenn hafa tetóð stöðu með krónu og nýtt sér vaxtamuninn. Ennþá er veðjað á vaxtamuninn en spákaupmönnum þykir sjálfsagt að taka stöðu gegn krónunni ef markaðurinn býður svo. Ektó hafi staðið til að fella krónima heldur einungis að minnka áhættu. Við veikingu krónunnar aukast skuldir í erlendum gjaldmiðlum og ektó er laust við að titrings hafi gætt á markaðnum í þessari viku meðal þeirra fjölmörgu sem era í slfkri stöðu eftir að hafa t.d. tetóð erlent lán á meðan gengi krónunn- arvar semhæst. Mitóll viðstóptahalli er fylgi- fiskur hárra vaxta og gengis og sökum viðstóptahallans hafa sumir markaðsaðilar talið efnahagsfor- sendur fyrir sterkri krónu að bresta. Krónan eigi að endurspegla efnahagsþróun og með verðbólgu- hvetjandi fréttum af minnkandi afla og afnámi á tollum minntó trú- verðugleitó hennar. Menn hafa einnig haft uppi efasemdir um að gjaldeyrisforði Seðlabankans, sem nú er á bilinu 32-34 milljarðar króna sé nægur til að taka við áföll- um af þessu tagi á gjaldeyrismark- aði. Seðlabantónn hefur tetóð þann pól í hæðina að segja að um atlögu að krónunni hafi verið að ræða sem hefði getað haft alvarlegar afleið- ingar á efnahagslífið. Markmið Seðlabankans er að spoma gegn verðbólgu, m.a. með því að halda gengi krónunnar háu. Atlaga spá- kaupmanna hafi verið gerð til að ná fram skammtíma hagnaði með því að knýja gengið niður með alvar- legum afleiðingum fyrir efnahags- lífið í heild. Þeir sem kallaðir era spákaup- menn nýta sér tækifærin á mark- aðnum þegar þau gefast. Ef þeir era stórir geta þeir myndað vera- legar gengissveiflur. Undanfarin 4-5 ár hefur það verið stundað að taka lán í erlendum gjaldmiðlum, kaupa rítóspappíra og hagnast á 5-6% hærri vöxtum hér á landi en í viðstóptalöndunum. Vextir á traustustu ríkisbréfum hafa verið hærri en fjármagnskostnaður af erlendri lántöku. Sambærileg við- stóptatækifæri gefast á gjaldeyris- markaðnum þar sem spákaupmað- ur selur t.d. 3 milljarða króna fyrir dollara, eykur framboð af krónu og þegar hún lækkar era dollaramir seldir. Litlar sveiflur í alþjóðlegum samanburði Jóhannes Baldursson, gjaldeyr- ismiðlari hjá Íslandsbanka-FBA leggur áherslu á að sveiflur á gengi krónunnar undanfarið séu mjög litlar í alþjóðlegum samanburði. Að mati Jóhannesar er rangt að telja sveiflur á gengi krónunnar síðasta mánudag árás á krónuna. „Krónan sveiflast í báðar áttir og það að skil- greina það sem árás þegar krónan veitóst frekar en styrtóst er að mínu mati rangt. Eðli spákaup- mennskunnar er að reyna að nýta þau tækifæri sem skapast á mark- aðnum. Spákaupmenn búa til stór- an hluta af markaðnum og skapa aukinn seljanleika með nærvera sinni.“ Viðstópti á gjaldeyrismarkaði fara fram aðallega með þrennum hætti núorðið, að stærstum hluta í svokölluðum stundarsamningum, þ.e. í nútíð, en auk þess með fram- virkum samningum í vaxandi mæli og valréttarsamningum. Einnig er nokkuð um svokallaða stóptasamn- inga. Jóhannes segir veralega hafa færst í vöxt að fyrirtætó geri fram- virka samninga sem lið í áhættu- stýringu. Framvirkir samningar era einnig helsta tætó svokallaðra spákaupmanna. Þeir felast í því að kaup eða sala gjaldeyris er álweðin með afhendingardegi að allt frá þremur dögum liðnum upp í eitt ár. Valréttarsamningar era sams kon- ar nema kaupandi getur ráðið því hvort hann nýtir sér réttinn en greiðir alltaf ákveðna þóknun eða tryggingu. Jóhannes segir að gjaldeyrisvið- stópti, þar sem aðilar hafi verið að nýta sér vaxtamuninn á milli krón- unnar og helstu viðstóptalandanna, vera algeng og við það hafi gengi krónunnar styrkst jafnt og þétt. „Undanfarin 4-5 ár hefur það tíðk- ast að fyrirtætó tató lán í erlendum myntum, selji fyrir krónur og noti í reksturinn í staðinn fyrir að taka lán í krónum. Það era ektó bara út- flutningsfyrirtætó sem beita þess- ari aðferð, heldur líka fyrirtætó sem ektó hafa neinar tekjur í er- lendri mynt. Einnig er mitóð af út- flutningsfyrirtækjum sem selja gjaldeyri framvirkt vegna þess að þau eiga von á tekjum í erlendum gjaldeyri. Þetta er vegna þess að þau fá borgað álag ofan á stundar- gengið í framvirkum samningi vegna vaxtamunarins." Jóhannes útskýrir að bankar séu tilbúnir að kaupa gjaldeyri á hærra verði með afhendingu í framtíðinni en með af- hendingu á stundinni vegna þess að munur á vöxtum á krónu og gjaldeyri sé það mikill. Ef miðað er við að hann sé 4% er hægt að gera árssamning um sölu á t.d. dollar á 4% hærra gengi eftir ár en á stund- inni. 800 miHjarða króna heildarvelta á þessu ári Yngvi Öm Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Islands, segir að ef fram heldur sem horfir gæti veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri á þessu ári orðið 800 milljarðar króna. Heildarveltan á síðasta ári vora 470 milljarðar. Til saman- burðar var heildarveltan árið 1996 níutíu milljarðar króna. Helsta skýringin á þessu er að sögn Yngva gífurleg aukning á fjármagnsrið- stóptum, m.a. gerð framvirkra samninga í gjaldeyrisviðstóptum. Fjárfestir gerir slíkan samning við lánastofnun og þarf til þess að leggja fram tryggingu sem nemur á bilinu 5-10% af samningsupp- hæðinni. Þetta eykur veltuna og fjármagnshreyfingarnar mjög. „Framvirkir samningar vora sjaldgæfir fyrir fjóram árum en hafa autóst mjög, sérstaklega á síð- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 31 ustu 18 mánuðum. Þetta hefur tíðkast lengi á erlendum mörkuð- um en hér á landi er þetta nýjung,“ segir Yngvi. Hann segir að nú um stundir séu 100 miHjarðar króna í svokallaðri framvirkri stöðu og þar af séu 20-30 milljarðar í opinni stöðu, þ.e. alls ótryggðri. Yngvi segir að mjög hafi fjölgað í hópi fjársterkra einstaklinga sem eiga sjóði til að spila með og slíkir fjár- festar séu margir í hópi viðstópta- vina bankanna. Yngvi Örn segir að líklegt sé að gerð hafi verið atlaga að íslensku krónunni síðastliðinn mánudag. Spákaupmenn hafi komið því þann- ig fyrir að þeir högnuðust á því að krónan féUi með því að breyta eignasamsetningu sinni. Þeir hafi síðan reynt að koma af stað þeirri skriðu sem fær gjaldmiðilinn til að falla, þ.e. keypt erlendan gjaldmiðil og selt krónur og skapað þannig eftirspum eftir erlenda gjaldmiðl- inum en offramboð af krónu. Þetta er hægt að gera með beinum kaup- um eða framvirkum samningum. Þetta hefur neikvæð áhrif á gjaldmiðilinn beint eða óbeint. Yngvi segir að mun fleiri hafi tetóð stöðu með krónunni og spákaup- mennimir sem hugðust hrinda skriðunni af stað hafi ætlað að fá þungann af öllum þeim viðstóptum. Yngvi segir að staðan á mark- aðnum núna sé á þann hátt að fleiri hafi tetóð stöðu með krónunni. „Ef spákaupmönnunum hefði tekist að snúa markaðnum við hefði brostið gífurlegur flótti á þá sem höfðu tetóð stöðu með krónunni. Þessi árás var þannig að lítill hópur ákvað að fara gegn markaðnum og telja honum trú um að væntingar hans væra rangar.“ Aðspurður segir Yngvi vissulega forsendur fyrir háu gengi krónunn- ar og vísar þar til stöðugs fjár- magnsinnflæðis og þess að raun- gengi íslensku krónunnar sé ektó orðið of hátt. Með raungengi er átt við nafngengi krónunnar leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum eða launaþróun. Raungengi krónunnar er nú sambærilegt við meðaltal tuttugu ára tímabils en fer hækk- andi. Yngvi segir þó að ekkert bendi til þess að það sé að nálgast efri mörk um of. Ennframur hafi hagkerfið nokkurt þol vegna um- bóta sem gerðar hafa verið undan- farið þannig að t.d. framleiðni hef- ur aukist. Yngvi bætir við að ekkert bendi til þess að lát verði á flæði fjármagns inn til íslands og það vegi upp á móti viðstóptahall- anum sem hefur verið gagnrýndur. Viss vandræði en ekki alvarlegar afleiðingar Gylfi Magnússon, dósent við við- stópta- og hagfræðideild Háskóla íslands, segir að gjaldmiðill hvers lands eigi að endurspegla efna- hagsþróunina og í Ijósi efnahags- þróunarinnar á Islandi sé líklegt að krónan læktó enn frekar á næst- unni. Ef veraleg lækkun hefði orðið á gengi krónunnar í kjölfar atlög- unnar svokölluðu sl. mánudaghefði það að hans mati alls ektó haft þær alvarlegu afleiðingar sem sumir vilja vera láta. „Það hefði valdið vandræðum á vissum sviðum en einnig haft kosti í för með sér,“ segir Gylfi. Hann segir harðar að- gerðir við að halda gengi gjaldmið- ils hærra eða lægra en efnahags- umhverfið réttlætir geta haft harðan skell í för með sér síðar. Hann segir sterkar undirstöður efnahagslífsins forsendu fyrir sterkri krónu. íslenskt efnahagslíf sé aftur á móti ektó í jafnvægi að öllu leyti og því sé krónan við- kvæm. Þannig geti gjaldeyrisvið- stópti nokkurra aðila aldrei haft stórkostleg áhrif á gjaldmiðil stöð- ugs hagkerfis. „Það þarf eitthvað að vera að í hagkerfinu sem rétt- lætir þá keðjuverkun sem fer af stað þegar gjaldmiðfil fellur. Það er einfaldlega ektó hægt að hagnast á því að veðja á að gjaldmiðill sem allt er í lagi með falli. Það þarf eitt- hvað að vera að til að skriða fari af stað en spákaupmennimir gera ekkert einir og sér.“ Gylfi segir að ýmislegt bendi til þess að gengi krónunnar sé of hátt og þá sérstatóega viðstóptahallinn. „Nú er það svo að íslendingar fá u.þ.b. 5 krónur í tekjur fyrir hverj- ar 6 sem þeir eyða í útlöndum og það er helst til lágt hlutfall. Það era ýmis mertó um að krónan sé hærra skráð en stenst til langframa og að mörgu leyti væri það til bóta að hún lækkaði." Markmið hagstjóm- ar era mörg og illa samræmanleg. Með lægra gengi aukast líkur á að ná sumum þeirra, t.d. meira jafn- vægi í utanrítósviðstóptum og bætta stöðu útflutningsatvinnu- veganna. Aftur á móti ýtir gengis- fall undir verðbólgu og veldur enn meiri þenslu á vinnumarkaði. Að mati Gylfa er ektó alveg Ijóst að eðlilegt sé að leggja jafnmikla áherslu á sterka krónu og gert hef- ur verið. Hann segir ekki óeðlilegt að ein- hvetjir aðilar sem veðjað hafa á sterka krónu reyni að losa sig út úr hættulegri stöðu ef blikur era á lofti. „Leiðin til þess er að selja krónur og kaupa gjaldeyri," segir Gylfi. Aftur á móti segir hann að væntingar nokkurra þurfi ektó að vera þær sömu og væntingar markaðarins í heild. Þ.e. ef það er viðtekin skoðun á markaðnum að gengið hjjóti að fara að lækka get- ur farið af stað hrina sem aðgerðir Seðlabankans bíta ektó á. Slíkar væntingar virðast þó ektó fyrir hendi nú. Þeir sem skulda mitóð í erlendum gjaldmiðlum geta orðið skelkaðir og geta jafnvel neyðst til að selja krónur til að koma í veg fyrir að eigið fé þeirra þurrkist út og þeir verði gjaldþrota. Ef allir reyna að selja krónur verður þrýst- ingurinn óþolandi og gjaldmiðillinn getur fallið á örskotsstundu. Gylfi segir að Seðlabankinn ráði við „smátitring" en ektó almennan skort á trausti. Undanfarin ár hefur gengi krón- unnar verið stöðugt og vextir háir einnig. Margir hafa séð sér leik á borði og tetóð lán í erlendum gjald- eyri, flutt til landsins og keypt krónur og lánað þær á hærri vöxt- um. Þama er hægt að hagnast veralega á mismuninum en áhætt- an er aðallega fólgin í að gengi krónunnar læktó. Ef gengið helst stöðugt eða hækkar verður hagn- aðurinn sem nemur vaxtamuninum eða meiri ef gengið hækkar á tíma- bilinu. Talað hefur verið um áhlaup, árás eða atlögu gegn íslensku krónunni í viðstóptum eins og vora í byijun vikunnar. Gylfi segir að fá dæmi, ef nokkur, séu um saman- tekin ráð spákaupmanna til að fella gjaldmiðil. „Það hefur hins vegar oft komist af stað atburðarás þar sem hver reynir að bjarga eigin skinni og það getur virst stópulagt áhlaup. Það er hæpið að einn aðili geti gert eitthvað sem stóptir sköp- um á mörkuðum með helstu gjald- miðla heims en þó kannstó ektó loku fyrir það skotið að það sé hægt með íslensku krónuna vegna þess hve fáir eiga viðstópti með hana. Það er oft þannig að einn aðili er áberandi, kemst í fréttimar og er jafnvel kennt um allt en yfirleitt virðast þetta ektó samantekin ráð.“ Að sögn Gylfa hefði rúmlega 30 milljarða króna gjaldeyrisforði Seðlabankans og lánaloforð hans að autó ektó dugað til ef stórfelld söluhrina hefði farið af stað. Að mati Gylfa má segja að gjaldeyris- forðinn sé í lægri kantinum og það minntó möguleika bankans á því að veijast. Hann segir þó ektó rétt- lætanlegt að nota allan forðann til að veijast eins og dæmi era um meðal erlendra seðlabanka. „Ef slík tilraun seðlabanka mistekst hefur hann selt erlendan gjaldeyri á útsöluverði og neyðist til að kaupa hann aftur á fullu verði síðar með tilheyrandi tapi fyrir seðla- bankann og þar með ríkiskassann." Vaxtahækkanir era stjómtætó seðlabanka og Gylfi nefnir dæmi af sænska seðlabankanum snemma á tíunda áratugnum sem hækkaði vexti um 1,4% á dag eða 500% á ári til að minnka lánamöguleika og verja sænsku krónuna. Þessar að- gerðir dugðu þó skammt þar sem undirstöður sænsks efnahagslífs vora orðnar fúnar. Gylfi segir Ijóst að íslenska krónan heldur ennþá trú manna og eigi talsvert inni. Ef vaxtamunurinn helst má krónan lækka hægt og sígandi sem honum nemur á ári án þess að það verði þó hagkvæmara að selja krónur og veðja á gengisfall en að halda krón- um og veðja á vaxtamuninn. agbókarblöð SPANN....... „Merkilegt að skoða gömul hús og rústir; engu líkara en ein öld vaxi afannarriu "teifigiíiíssfg 29. apríl, laugardagur Sama fóltóð í Sevilla og síðast. Ekkert hefur breytzt, nema við. Alcázar-kastali í Sevilla 1. Blómin gular sólir fikrasig upp eftir pálmatrjám, það er leið þeirra til himins. 2. Hvítar dúfur í garðinum, nýflognar úr málverkum meistaranna, samtalslausar eru þessar myndir, Sókrates! 3. Blómin anga í opinni skel fínlegar fléttur og fikra sig inní hugann. Merkilegt að skoða gömul hús og rústir; engu líkara en ein öld vaxi af annarri. Þannig bregður öld við aðra eins og segir í Velleklu (þ.e. gull- skortur) Einars skálaglamms. Eftir- minnilegt að sjá þessa smágerðu list máranna, bæði á gólfi, veggjum og í lofti. Þetta fólk hafði fínlegan smekk. Ef eftirkomendur þeirra hefðu rækt- að þennan smekk væra færri hryðju- verkamenn á meðal okkar. „Múhammeðsmenn gætu talið upp allaþávaldhafa, listamenn, skáld, vísindamenn ogheimspekinga,“ segja Durant-hjónin í ritinu I ljósi sögunnar, „sem lögðu undir sig og settu svip sinn á vænan hluta af ver- öld hvíta mannsins frá Bagdad til Cordova meðan þjóðir Vestur- Evrópu stauluðust um í daufri miðaldaskímu (u.þ.b. 565- u.þ.b. 1095).“ Kvöldið Fóram í listasafnið hér í Sevilla, að mörgu leyti ágætt safn, ektó sízt vegna þess ég hef hvergi séð fleiri myndir eftir Zurbarán. Kristsmynd hans er óviðjafnanleg. Hef verið að lesa I ljósi sögunnar eftir Durant-hjónin. Það leiðir hug- ann að aðstæðum heima á íslandi: , Að sögn Plutarkosar var málum svo komið í Aþenu 594 f.Kr. að „mun- S ÉÐyfir Gvadalkívír-ána og Sevilla. ur ríkra og fátækra hafði náð há- martó svo að borgin virtist í hættu stödd og engin úrræði til að forða henni frá ógöngum... virtust tiltæk nema harðstjórn." Hinir fátæku fóra að ráðgera uppreisn, af því að þeir sáu stöðu sína versna með hveiju ár- inu sem leið - yfirstéttin hafði töglin og hagldimar í þjóðfélaginu og spillt- ir dómstólar dæmdu fátæklingunum öll mál í óhag. Hinir ríku bragðust ókvæða við er þeir sáu hagsmuni sína í hættu og bjuggust til að veija hendur sínar. Heilbrigð skynsemi fékk að ráða; hófsemdaröfl í þjóðfé- laginu tryggðu kosningu Sólons, kaupsýslumanns af höfðingjaættum, og var hann kjörinn arkon. Hann felldi gengi gjaldmiðilsins og létti þannig byrðar allra sem skuldugir vora (þótt sjálfur væri hann lánar- drottinn). Hann lækkaði allar einka- skuldir og batt enda á fangelsun vegna skulda. Hann lét strika út van- goldna skatta og vexti af veðlánum og kom á stighækkandi tekjuskatti er gerði hinum auðugu að greiða tólf sinnum hærri skatt en hinir fátæku. Hann endurstópulagði dómkerfið á skaplegri hátt og gerði ráðstafanir til þess að synir þeirra sem fallið höfðu í stríði fyrir Aþenu yrðu aldir upp og fræddir á kostnað stjómarinnar. Hinir ríku mögluðu og töldu aðgerðir hans blábera eignaupptöku; hinir róttæku kvörtuðu yfir því að hann hefði ektó stópt jarðeignum upp að nýju, en áður en mannsaldur var lið- inn vora flestir á einu máli um það að endurbætur hans hefðu forðað Aþenu frá byltingu.“ Einar Magnússon kenndi okkur vísu um Sólon og Krösos kóng hinn auðuga, hún er einhvem veginn svona: Við Krösos unga sagði Sólon er sá hann allt hans veldi: Ævi manns er eins og ryk allt til loka. - Ágætt til íhugunar! Kannstó er þessi vísa hið eina sem ég lærði utanbókar í MR! Hún á lík- lega rætur 1 frásögn Herodótusar um samtal Sólons og Krösosar, en það átti sér áreiðanlega aldrei stað, því að Krösos var eins árs þegar Sólon lézt áttræður að aldri, 559 f.Kr. Sagnfræðilegur sannleitó hangir oft á þjóðsögulegum bláþræði. í listasafninii í Sevilla i. Kristsmynd Zurbaráns áveggnum sjálflýsandi kross í umhverfisvænu myrkri, garðurinn finkaður til undir flæðandi geislum. 2. Hvaðværiaðsjá efKristurhefði ektó fæðzt engar kirkjur engin málverk ekkert nema andlitslausa mergð í graggugum spegli tímans. 3. Blaðgrænir skuggar vatnsins gárast við appelsínurauða ugga. 4. Trén breyta jörðinni í sítrónugular sólir. 5. Þjófurinn hvarf með tösku hollenzku konunnar, grátandi sagði hún, Gleraugun vora í töskunni hann hefur stolið frá mér sjóninni! 6. Trén hafa ekkert takmark, vaxa þó upp fyrir húsin þar sem fuglamir skríkja fyrir guðina. 7. Finkan baðar sig í gosbranni, það er þvottdagur. 8. Þögnin veðraður finkugrár steinn dómkirkjunnar. 9. Hugsa til hennar sem sagði, Ég er aldrei einmana hugurinn er félagi minn. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.