Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 43 + Jóhanna Sigur- björg Guðmunds- dóttir fæddist á Teygingalæk á Brunasandi í Vestur- Skaftafellssýslu 21. aprfl 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal 23. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarna- son, f. 1891, d. 1964, og Emilia Pálsdóttir, f. 1888, d. 1964. Börn þeirra voru: Sigurð- ur, f. 1914, d. 1962, Páll, f. 1917, d. 1983, Jóhanna, f. 1918, Rannveig Jónína, f. 1922, d. 1996, Hjalti f. 1924, d. 1986, Pálína, f. 1926, d. 1997, Þuríður, f. 1929, d. 1962, Halla, f. 1930, d. 1932, og Dag- björt, f. 1931. Hinn 27. júní 1936 giftist Sigur- björg Sigurjóni Björnssyni, f. 9. sept. 1909 í Svínadal, d. 26. apr. 1995. Eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Björn Hallmundur, fv. bankaútibússtjóri í Vík, f. 17. aprfl í dag kveðjum við ömmu okkar, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur. Hún hafði glímt við erfið veikindi að undanförnu og við vissum að kallið nálgaðist. Við systurnar eig- 1940, kvæntur Krist- ínu Ragnarsdóttur. Dætur þeirra eru Ragna, f. 1971, og Sigurbjörg, f. 1978. 2) Elín Hafdís, skrif- stofúmaður, f. 28. aprfl 1945. Dætur hennar með Kára Guðmundssyni eru: Margrét, f. 1964, Sigrún, f. 1965, og Katrín María, f. 1972.3) Guðmundur, f. 5. júlí 1958, verk- fræðingur. Sigurbjörg dvald- ist á Hofi í Öræfum og Sandfelli til 1920. Eftir það á Orustustöðum til 1926. Á Efri-Steinsmýri var hún 1926-1935 og í Hólmi og á Kirkju- bæjarklaustri 1935-1937. Frá 1937-1995 bjó Sigurbjörg ásamt Sigurjóni eiginmanni sínum á Uppsölum í Vík. Eftir það dvaldi hún á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Útför Sigurbjargar fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. um margar fallegar minningar um ömmu, ekki síst frá uppvaxtarár- um okkar í Vík. Hún bar mikla umhyggju fyrir okkur og við mun- um marga matmálstímana í litla eldhúsinu hennar. Amma hugsaði vel um heimilið og það var alltaf snyrtilegt hjá henni og hver hlutur á sínum stað. Það var alltaf til- hlökkunarefni að koma til ömmu og afa á jólum og eiga stund með þeim. í æsku var heimili þeirra sem okkar annað heimili. Þeir tím- ar sem við áttum hjá þeim, m.a. við leiki með Guðmundi frænda, skoða smíðarnar hans afa, hlusta á frásagnir frá fyrri tímum og þiggja heilræði er nokkuð sem við búum að alla tíð. Stutt var í brosið hennar ömmu og var hún oft glettin í tilsvörum. Hún fylgdist alla tíð vel með líð- andi atburðum og hafði oft ákveðnar skoðanir á málum og alla tíð var hún mjög minnug. Afi vann hjá kaupfélaginu mestan sinn starfstíma en amma hugsaði um börnin og heimilið. Þau voru einstaklega samhent hjón sem studdu hvort annað. Afi Sigurjón féll frá fyrir fimm árum.Við dáðumst að hugrekki ömmu við andlát hans. Við þökkum guði fyrir að hafa fært okkur ömmu Sigurbjörgu og biðjum að hann blessi minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margrét, Sigrún og Katrín Káradætur. SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR HOLMFRIÐUR ELIN HELGADÓTTIR + Hólmfríður Elín Helgadóttir fæddist á Ánastöð- um í Svartárdal hinn 14. janúar 1900. Hún lést á hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðár- króki 22. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkróks- kirkju 30. júní. Elsku amma mín er dáin eftir langa ævi. Amma mín, þú fórst ekki varhluta af sorginni á fyrstu búskaparárum þínum, þeg- ar afi dó frá þér og sex börnum ykkar. Þá varst þú aðeins 32 ára. Þú lést ekki deigan síga og hélst ótrauð áfram með elju og dugnaði sem einkenndi þig alla tíð. Ég sest nú niður og fer að rifja upp öll árin sem ég man eftir þér, sitjandi við saumavélina að sauma kjóla og íslenska búninga á kon- urnar í bænum, og alla fallegu kjólana sem þú saumaðir á okkur systurnar. Ég var svo stolt af að eiga svona duglega ömmu sem gat gert allt sjálf. Ég minnist svo vel hvað garðurinn þinn var fallegur, þú lagðir rækt við að allt væri fallegt í kringum þig. Þegar þú tókst þér frí frá saumavélinni sastu ekki auðum höndum, heldur bróderaðirðu og heklaðir dúka sem þú gafst okkur afkomendum þínum. Svo kom að því að heilsan bilaði og þú fórst á dvalarheimilið og þáðir alla hjálp frá stelpunum eins og þú sagðir svo oft við mig, þegar ég kom til þín. Það var svo gott að sjá þig, þeg- ar þú réttir út hendurnar og brost- ir til mín er ég kom eftir gangin- um. Þú hafðir ekkert breyst þau rúmu fimmtíu ár sem ég fékk að njóta samveru þinnar. Eg á eftir að sakna þín um ókomin ár. Elsku amma, ég kveð þig nú með söknuði og geymi minningu um þig í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín, kveðja og þakklæti. Ólína. Elsku langamma. Ég kveð þig í dag með söknuði, þú ætlaðir þér alltaf að verða 100 ára og stóðst við það, takmarki þínu var náð. Þú sagðir alltaf við mig að þú næðir þessum aldri af því að þú hefðir aldrei reykt eða drukkið. Aldrei gleymi ég því þegar ég kom í heimsókn á Suðurgöt- una og skoðaði það sem þú varst að gera, iðulega að sauma út, hekla eða sauma á saumavél. Ég dáðist alltaf að þér, þú með krumpuðu hendurnar gast gert svo margt. Ég hélt að ég myndi aldrei geta gert eins vel og þú, en ég veit það samt að þú kenndir mér margt, ég erfði allavega áhug- ann á dúlleríinu. Elsku langamma, þú heklaðir handa mér kraga sem ég ætla að varðveita vel. Þú varst alltaf svo sæt og fín, amma mín. Mér er mjög minnisstætt þegar ég átti mitt fyrsta barn. Þú gerðir þér lítið fyrir og komst til mín af dvalarheimilinu þegar Harpa Kat- rín var aðeins þriggja daga gömul. Þú hélst á henni og það var ótrú- legt hvað þú varst hress, tæplega 97 ára að aldri. Ég á alveg yndis- legar myndir af þér með ömmu, mömmu, mér og Hörpu Katrínu. Elsku langamma mín, þú varst algjör hetja að koma öllum börn- unum þínum upp alein, því þú misstir manninn þinn aðeins 32 ára gömul. Núna ertu búin að mynda stóra fjölskyldu og það sem meira er að þú fórst fyrst af öllum til langafa, sem ég veit að hefur beðið þín og tekur nú vel á móti þér. Elsku besta langamma, bros þitt hefur gefið mér mikið. Þú fylgdist alltaf með mér í gegnum Dóru ömmu, á milli þess sem ég kom í heimsókn til þín. Alltaf gafstu þér tíma til að tala um það sem ég var að gera. Þú varst alltaf svo stolt af mér, þegar ég fór í Hússtjómar- skólann og kom svo norður og sýndi þér skírnarkjólinn sem ég saumaði og bróderaði í. Alltaf mundir þú eftir stelpunum mínum, Hörpu Katrínu og Sól- veigu Birnu, meira að segja með nafni. Ég er stolt af ömmu, hún var yndisleg kona, takmarki hennar var náð og ætla ég að geyma minningarnar í hjarta mínu og leyfa stelpunum mínum að njóta þess, allra fallegu myndanna af þér, sérstaklega þar sem þú held- ur á stelpunum mínum 97 og 98 ára gömul. Elsku amma, hvíl þú í friði. Þín Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Blómabúðín öaiAðskom v/ Fossvogsl<it*kjMgai*ð Símii 554 0500 Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undh' greinunum. ARNDÍS SIG URÐARDÓTTIR + Arndís Sigurðar- dóttir fæddist á Geirmundarstöðum í Selárdal 21. ágúst 1905. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík 7. júní síð- astliðinn, á nítugasta og fimmta aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Sig- urður Gunnlaugsson sem bjuggu á Geir- mundarstöðum. Þau eignuðust ellefu börn, tvö dóu mjög ung, en hin komust öll upp. Amdís giftist rúmlega tvítug Magnúsi Hanssyni frá Hrófbergi, f. 29. september 1899, d. 10. október 1985. Hann var sonur hjónanna séra Hans Hallgríms Hoffmanns Jónssonar sem var prestur á Stað í Stein- grúnsfirði, og konu hans Ragn- heiðar Helgu Magnúsdóttur frá Hrófbergi. Dísa og Magnús skildu. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Pét- ur Hoffmann, f. 15. ágúst 1928, d. 23. mars 1970, bam- laus. 2) Ragnheiður Hanna, f. 28. septem- ber 1929, dóttir hennar er Amdís Helga Hansdóttir, gift Gunnari Jó- hannssyni frá Hólmavík, nú búsett í Reykjavík, eiga tvö böm. 3) Sigrún Hulda, f. 25. nóv. 1930, býr í Reykjavík (ekkja), var gift Magnúsi Ingimund- arsyni, á Hólmavík, áttu þrjú böm, Maríu Sigurbjörgu, á mann og 3 böm, býr í Reykjavík, Magnús Hans, á konu og 4 börn, býr á Hólmavík. Gunnlaug Ragnar, á konu og 4 böm, býr í Mosfellsbæ. 4) Sigur- karl Ellert, f. 19. janúar 1932, d. 21. apríl 1998, bjó síðustu árin í Reykjavík, átti dóttur búsetta í Vestmannaeyjum, Ragnheiði Hönnu, hún á mann og þrjú böm. Utför Amdísar fór fram frá Hólmavíkurkirkju 15. júni. Dísa, eins og hún var kölluð, var mjög tengd okkur hér á Hrófbergi. Maðurinn minn er bróðursonur hennar og ég bróðurdóttir mannsins hennar. Börnin þeirra, Pétur og Ragnheiður, ólust upp hér á Hróf- bergi með mér sem þetta ritar, en við ólumst upp hjá föðurömmu okk- ar. Móðir þeirra fluttist 1934 að Geirmundarstöðum til foreldra sinna sem bjuggu þar, og með henni fylgdu Sigrún og Sigurkari, en svo komu þau 1943 hingað að Hrófbergi, þegar mamma þeirra flutti að Stakkanesi en foreldrar Dísu voru þá búnir að byggja þar nýbýli. Þar var hún til 1950. Þá fluttist hún með sonum sín- um að Bólstað og þar bjuggu þau í fimm ár, er þau fluttust til Hólma- víkur 1955 og þar átti hún heimili upp frá því, en hún bjó þar með son- um sínum. Á Bólstað tók hún dóttur Ragnheiðar Hönnu, Arndísi Helgu Hansdóttur, og ól hana upp, sem er gift kona og á tvær dætur. Ég sem skrifa þetta átti engin systkini, en ég get ekki hugsað mér elskulegri systkini en börnin hennai', en þau voru mér og okkur öllum mjöggóð. Bæði ég og maðurinn minn þekkt- um Dísu frá því við munum eftir okk- ur og hún var alla tíð mjög góð við okkur og börnin okkar, og hún var sérstaklega trygglynd og traust kona. Hún var mjög lagin í höndum og saumaði. Var allt mjög snyrtilegt og fallegt sem hún bjó til og lék allt í hennar höndum. Dísa var alveg framúrskarandi þrifin kona í einu og öllu. Þegar ég var fimm ára gaf hún mér fallegan kjól sem hún saumaði á mig, og á ég mynd af mér í kjólnum og var mjög fín í honum. Dísa og Magnús frændi byrjuðu að búa hér á Hrófbergi. Svo fluttu þau að Vatnshorni í Þiðriksvallardal og bjuggu þar eitt ár, komu síðan aftur að Hrófbergi 1929 og voru þar til 1932 en fluttu þá til Hólmavíkur. Dísa söng mjög vel, hafði gaman af söng og fallegri músík og hún átti litla harmóniku um tíma og spilaði á hana. Ég man vel eftir þegar hún var að spila. Ég var ekki margra ára þá. Ég hef eflaust verið síðan harmón- ikuunnandi. Elsku Dísa mín, við kveðjum þig með hjartans þökkum íyrir allt gott og elskulegt, sem og fyrir allt sem þú varst, og gerðir fyrir okkur í gegnum árin. Guð launi þér og blessi í Jesú nafni. Þín vina, Svava Pétursdúttir, Hrófbergi. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eimrsson útfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ——.......... ■ ■ ..................- t Ástkær eiginkona mín og móðir, . jif? ^'HIK ■ • :. ÞÓRDÍS VIKTORSDÓTTIR, Laufásvegi 47, Reykjavík, * ' Ær er látin. Þorsteinn Þorsteinsson, jHL ' ■ Haraldur Ragnarsson. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.