Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 41
SKOÐUN
FLUTNINGUR
JAFNRÉTTISSTOFU
MIKIL tíðindi ber-
ast af vettvangi jafn-
réttismála þessa dag-
ana og er það vel.
Góðu fréttimar eru
tvenns konar: Rétt fyr-
ir þinglok samþykkti
Alþingi ný jafnréttis-
lög sem boða miklar
breytingar í átt til auk-
ins jafnréttis í samfé-
lagi okkar ef rétt er á
málum haldið og 31.
maí sl. felldi Hæsti-
réttur dóm í afar
merkilegu jafnlauna-
máli. Dómurinn mark-
ar tímamót um það
hvemig túlka beri
ákvæði laga um jöfn laun kvenna og
karla fyrir jafnverðmæt störf. En
tíðindin em ekki öll jafngóð. Áform
um flutning Jafnréttisstofu út á land
stefnir stöðu jafnréttismála í vem-
lega hættu og getur lengt og flækt
leiðina að því að markmiðum nýrra
jafnréttislaga verði náð.
Hvers vegna?
Félagsmálaráðherra hefur sagt að
samkvæmt nýju jafnréttislögunum
verði skrifstofa jafnréttismála form-
lega lögð niður og ný stofnun, Jafn-
réttisstofa, sett á laggirnar. Hún á
sumpart að gegna auknu hlutverki
miðað við skrifstofuna og er í lögun-
um skilgreind sem stjórnsýslustofn-
un. Því hefur verið haldið fram að
ákvörðun um flutning Jafnréttis-
stofu hafi verið tekin með því að fé-
lagsmálanefnd hafi í nefndaráliti
sínu um jafnréttislagafrumvarpið
vísað til samþykktrar þingsályktun-
artillögu um byggðamál, þar sem
mörkuð er sú stefna að leitast skuli
við að staðsetja nýja starfsemi hins
opinbera utan höfuðborgarsvæðis-
ins, enda feli nútímatækni í sér að
„möguleikar á fjarvinnslu [hafa]
margfaldast og fyrirtæki og stofnan-
ir þurfa ekki að vera bundin við
ákveðinn stað á landinu". Þá er líka
vísað til þess að félagsmálaráðherra
hafi kynnt þennan möguleika þegar
jafnréttislagafrumvarpinu var fylgt
úr hlaði á Alþingi.
Er hægt að álykta að í þessu orða-
lagi félagsmálanefndar hafi falist
ófrávíkjanleg ákvörðun? Varla.
Það er athyglisvert að samkvæmt
upphaflegu frumvarpi er gengið út
frá að skrifstofa jafnréttismála eflist
og hún verði færð undir ráðherra í
stað þess að lúta stjórn fjölskipaðrar
nefndar, þ.e. Jafnréttisráðs. Ráðið
verði áfram starfrækt, en dregið úr
hlutverki þess. í greinargerð með
frumvarpinu koma fram þau rök fyr-
ir eflingu skrifstofu jafnréttismála
að stjómvöld hafi tekið á sig auknar
skuldbindingar á sviði jafnréttis-
mála. Einnig er vísað til fram-
kvæmdaáætlunar Sameinuðu þjóð-
anna sem samþykkt var í Peking
1995 og Norrænu samstarfsáætlun-
arinnar í jafnréttismálum, en á þess-
um vettvangi hafa íslensk stjómvöld
undirgengist þá meginreglu að jafn-
réttissjónarmið skuli samþætta allri
stefnumörkun og stjórnsýslu. Því sé
nauðsynlegt að styrkja stöðu skrif-
stofu jafnréttismála innan stjórn-
kerfisins.
Hvorki í frumvarpinu né í grein-
argerð með þvi er getið um að skrif-
stofuna skuli leggja niður og setja
nýja stofnun á laggirnar. Það er
beinlínis sagt í greinargerðinni að
áfram sé gert ráð fyrir að kæm-
nefnd jafnréttismála og Jafnréttis-
ráð samnnýti skrif-
stofuaðstöðu og
vinnuframlag starfs-
manna með skiifstofu
jafnréttismála. í með-
föram félagsmála-
nefndar er hinsvegar
gerð sú veigamikla
breyting að heiti skrif-
stofu jafnréttismála er
breytt og það síðan
túlkað með þeim hætti
að þar með verði ný
stofnun sett á fót, þ.e.
Jafnréttisstofa. Og þá
gildi sú stefnumörkun
að leitast skuli við að
finna nýrri starfsemi
stað utan höfuðborgar-
innar. I meðföram félagsmálanefnd-
ar var einnig gerð sú breytingatil-
laga við framvarpið sem síðan var
samþykkt að ráðherra skuli ákvarða
staðsetningu nýrrar Jafnréttisstofu.
Af þessu er ljóst að áform um að
leggja niður skrifstofuna og stað-
setja nýja stofnun utan höfuðborg-
arsvæðisins lágu alls ekki fyrir þeg-
ar frumvarpið var lagt fram og það
sent út til umsagnar. Hitt er jafn-
ljóst að um það leikur talsverður vafi
hvort það er löglegt að framselja
ákvörðunarvaldið um staðsetningu
stofunnar til framkvæmdavaldsins. í
dómi Hæstaréttar um flutning
Landmælinga íslands kemur fram
að staðsetningu opinberra stofnana
skuli kveða á um með lögum. Það á
eftir að koma í Ijós hvort látið verður
á þetta atriði reyna fyrir dómstólum
eða hjá umboðsmanni Alþingis.
Misskilin
byggðastefna
Líklega geta allir landsmenn tekið
heilshugar undir markmiðið um að
efla beri atvinnu á landsbyggðinni.
Það geri ég. Flutningur ríkisstofn-
ana er undir vissum kringumstæð-
um þarft og gott markmið. Akvörð-
un um staðsetningu stofnunar eða
flutning starfsemi hlýtur þó í hverju
tilviki að þurfa að taka í samhengi
við þá þjónustu sem stofnun á að
veita, starfið sem þar þarf að fara
fram og markmiðin sem henni er
ætlað að ná. Þá koma mönnunar-
sjónarmið einnig til álita. Ef vegur
stofnunar og árangur á að vera sem
mestur, því meira ríður á að þeir
sem hæfastir era á viðkomandi sviði
og sem yfir mestri þekkingu búa
ráðist þar til starfa. Hjá því verður
ekki litið í þessu tilviki að jafnréttis-
mál eru veikur málaflokkur, bæði
hvað varðar aðbúnað að skrifstofu
jafnréttismála hingað til og hvað
varðar raunveralegan pólitískan
vilja stjórnvalda til að láta verkin
tala á sviði jafnréttismála. Að setja
þennan málaflokk í þá viðkvæmu
stöðu sem óhjákvæmilega verður ef
hún flyst út á land, um leið og í orði
kveðnu á að styrkja málaflokkinn,
gefur tilefni til að efast um metnað
stjómvalda á þessu sviði.
Þeir sem kynnt hafa áform um
flutning Jafnréttisstofu og talið þau
eðlileg hafa eingöngu rökstutt flutn-
inginn með tilvísun til hins almenna
markmiðs um eflingu landsbyggðar-
innar. Enginn hefur rætt af alvöra
um þá starfsemi sem fram þarf að
fara innan Jafnréttisstofu eða
markmið sem stofnuninni era sett í
jafnréttislögum og reynt að sýna
fram á að þessum markmiðum verði
jafnvel náð eða hugsanlega betur ef
stofnunin verður flutt. Ein af mögu-
legum ástæðum þessa er vafalaust
Flutningur Jafn-
réttisstofu leiðir til
þess að atvinnulífinu
---T-------------------
á Islandi verður gert
erfiðara fyrir en ella,
segir Þórunn Svein-
bjarnardóttir, að axla
nýjar skyldur á sviði
jafnréttismála.
sú að fáir þekkja vel til starfsaðferða
á sviði jafnréttismála og bera því
takmarkaða virðingu fyrir reynslu
og sérfræðiþekkingu á því sviði.
Einnig er nærtækt að spyrja sig
hvort metnaður fyrir hönd jafnrétt-
ismála sé nægur. Starf að markmið-
inu um fullt jafnrétti karla og
kvenna er afar sérhæft og krefst
mikillar innsýnar inn í flókinn vera-
leika á flestum sviðum mannlífs og
atvinnulífs, stjómsýslu, hefða
o.s.frv. Mörg rök hníga að því að
flutningur muni veikja Jafnréttis-
stofú. Eg mun reyna að tíunda þau
helstu.
Hverjum á Jafnréttis-
stofa að þjdna?
í jafnréttislögunum er gert ráð
fyrir að samstarf Jafnréttisstofu við
stjómsýsluna verði mun meira og
nánara en gilt hefur um skrifstofu
jafnréttismála. Jafnréttisstofa á
samkvæmt lögunum ma að: *hafa
eftirlit með framkvæmd laganna,
*sjá um fræðslu og upplýsingastarf-
semi, *veita stjómvöldum, stofnun-
um, fyrirtækjum, einstaklingum og
félögum ráðgjöf, *koma ábending-
um og tillögum um aðgerðir um
jafnréttismál á framfæri við félags-
málaráðherra, Jafnréttisráð og önn-
ur stjómvöld, *veita jafnréttis-
nefndum, jafnréttisráðgjöfum og
jafnréttisfulltrúum sveitarfélaga,
stofnana og fyrirtækja aðstoð, *og
einnig að auka virkni í jafnréttismál-
um og fylgjast með þjóðfélagsþróun-
inni með upplýsingaöflun og rann-
sóknum.
Ef Jafnréttisstofa verður flutt út
á land er ljóst að leiðin til hennar
lengist fyrir yfirgnæfandi meirihluta
þeirra sem hún á að þjóna,
stjómsýsluna sjálfa og ekki síst at-
vinnufyrirtæki landsins. Þeir sem
stofan á að þjóna þurfa að eiga kost
á hvatningu, leiðsögn og skapandi
samskiptum og þeim verður ekki
komið á með tölvupósti eingöngu.
Því miður tel ég ástæðu til að óttast
að lunginn af atvinnufyrirtækjum
landsins, stjórnsýslustofnanir og fé-
lagasamtök laðist síður að samstarfi
við Jafnréttisstofu ef af flutningi
verðim. Það vinnur gegn markmið-
um jafnréttislaga.
Meiri skyldur
á fleiri herðar
Samkvæmt lögunum á að setja á
laggimar störf jafnréttisfulltrúa
innan hvers ráðuneytis. Þessir
starfsmenn eiga að starfa í tengslum
við Jafnréttisstofu, sækja þangað
ráðgjöf og aðstoð og skila þangað
skýrslum. Eigi þeir að fá raunvera-
legt liðsinni og þjálfun til starfa inn-
an málaflokks sem þeir hafa ekki
gegnt ábyrgð á áður er nauðsynlegt
að aðgangur að starfsfólki Jafnrétt-
isstofu sé greiður. Annars er hætta
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
á einangran sem dregur úr skil-
virkni og metnaði.
Eitt veigamesta ákvæði nýrra
jafnréttislaga og um leið það metn-
aðarfyllsta felur í sér að öll atvinnu-
fyrirtæki í landinu með 25 starfs-
menn eða fleiri eiga að setja sér
jafnréttisáætlanir. I þeim skal kveða
á um markmið og aðgerðir sem
varða launajafnrétti kynja, jafnrétti
við ráðningar, starfsþjálfun og end-
urmenntun, samræmingu fjölskyldu
og atvinnulífs og ráðstafanir til að
koma í veg fyrir kynferðislega
áreitni. Þetta þýðir að hundruðum ef
ekki þúsundum fyrirtækja sem,
hvort sem okkur líkar betur eða
verr, era flest á suðvesturhomi
landsins, hafa verið lagðar nýjar
skyldur á herðar á sviði þar sem fáir
búa yfir praktískri reynslu, þar sem
sáttin um markmiðin getur verið
blendin og lítil kunnátta um leiðir að
markmiðunum. Ef af flutningi Jafn-
réttisstofu verður er þessum fyrir-
tækjum gert erfiðara en ella að
sækja ráðgjöf til eina aðilans í land-
inu sem samkvæmt lögum hefur það
hlutverk að veita hana. Flutningur
Jafnréttisstofu snýst því ekki aðeins
um hana sjálfa ef svo má að orði
komast, hann leiðir til þess að at-
vinnulífinu á íslandi verður gert erf-
iðara fyrir en ella að axla nýjar
skyldur á sviði jafnréttismála.
Reykjavíkurborg er einn fárra
aðila í íslensku atvinnulífi sem hefur
raunveralega reynslu af slíkri vinnu.
Með samþykkt jafnréttisáætlunar
Reykjavíkurborgar 1996 var öllum
borgarstofnunum og fyrirtækjum
borgarinnar gert að setja sér starfs-
áætlanir í jafnréttismálum sem lýstu
fyrirhuguðum aðgerðum þeirra til
að ná markmiðum sem lýst er í jafn-
réttislögum og jafnréttisáætlun
borgarinnar. Þar er reynslan af-
dráttarlaust sú að til þess að stofn-
anir geti axlað þessa ábyrgð þarf öfl-
uga ráðgjöf og virk tengsl við fólk
með sérfræðiþekkingu. Ráðgjöfin
þarf að vera borin uþpi af miklum
metnaði og eiga öflugan pólitískan
stuðning. Nú er þörf á að bæði Jafn-
réttisstofa og ráðherra jafnréttis-
mála sýni slíkan metnað og stuðning
í verki.
Jafnréttið
úti á landi
Vissulega er brýnt að efla jafn-
réttisstarf á landsbyggðinni. Hingað
til hafa sveitarfélög sem sinnt hafa
jafnréttismálum með skipulögðum
hætti verið teljandi á fingram sér.
Með jafnréttislögunum nýju er
sveitarfélögunum gert skylt að hafa
jafnréttisnefndir starfandi og setja
fram jafnréttisáætlanir.
Með því hefur landsbyggðinni nú
gefist einstakt tækifæri til að efla
stöðu jafnréttismála í héraði, byggja
upp þekkingu á því sviði og axla
meiri ábyrgð en hingað til. Með
þessari nýju lagaskyldu er því
ástæða til að vænta þess að út um
land skapist með tíð og tíma hag-
stæð skilyrði til þess að hýsa stofn-
un á borð við Jafnréttisstofu og
skapa henni frjótt starfsumhverfi.
Með góðum stuðningi Jafnréttis-
stofu við jafnréttisstarf á sveitar-
stjómarstigi og greiðum aðgangi
sveitarfélaganna að ráðgjöf hennar
gæti sá tími rannið upp fyrr en var-
ir.
Höfundur er þingkon a Sumfylkmg-
arinnar ( Reykjan eskjördæm i.
r Merkingar O
föt og skó
j?ögn
Laugalækur 4 • S: 588-1980
▲ 8RAV0 150S - 150x100x35 • 500 kg -Kr. 89.000,-
▲ BRAVO 205E • 202x112x35 • 500 kg -Kr. 119.000,-
▲ BRAVO 225 • 225x145x30 • 746 kg -Kr. 145.000,-
A Ál 1205 NýlT • 203x128x30 • 500 kg • Kr. 158.000,-
▲ BRAVO 310TB • 310x168x30 • 1.600 kg • Kr. 295.000,
▲ €-750 stór og stcrk • 260x130x40 • Kr. 189.000,-
▲ AlhliSa flutningsvagn • 400x180x24 • 2.400 kg
A Ekta bílaflutningavagn • 2.500 kg
A Mótorhjólavagn fyrir 1-2 hjól
IA Drátrtarbeisli fyrir flestar gerðirjeppa og fólksbfla
DALVEGUR 16B • KÓPAVOGI
SÍIVII 544 4454
Slðttuorf ^im
Þekkt varahlutaþjónusta Slábu í gegn og erfihib verdur leikur einn - Útsölusta&ir um allt land hamraborg i-3* S 564Í864
Sfáðu í gegn og erfibib verbur leikur einn - ÚtsSlustabir um allt land