Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipverjinn á Guðrúnu SH-235 segist hafa orðið ansi skelkaður þegar það kviknaði í bátnum Morgunblaðið/Ásdís „Hugsaði fyrst og fremst. um að koma mér í burtu,“ segir Heimir Þór ív- arsson, sem var hœtt kominn þegar bátur hans brann. Viðræður Læknafélags Islands og Islenskrar erfðagreiningar Lagabreyt- ing hefur ekki komið til umræðu „Hugsaði fyrst og fremst um að koma mér í burtu“ ÞAÐ að vera einn um borð í brenn- andi báti úti á rúmsjó er mikil lífs- reynsla að sögn Heimis Þórs Ivars- sonar, 28 ára gamals skipverja á Guðrúnu SH-235, en eldur kom upp í bátnum með þeim afleiðing- um að hann sökk norður af Rifl á Snæfellsnesi á sunnudaginn. „Það fór margt í gegnum hug- ann á mér þegar þetta gerðist og ég var dj... skelkaður - ég hugsaði samt fyrst og fremst um að koma mér í burtu enda var 300 lítra ol- íutankur úr plasti í bátnurn," sagði Heimir Þór, sem hefur verið á sjó í flmm ár. „Sem betur fer sprakk tankurinn ekki fyrr en ég var komin um borð í Yri, annan bátinn sem kom mér til hjálpar." Lenti í basli með björgunarbátinn Heimir Þór sagði að allt hefði gerst mjög hratt. „Ég er búinn að leggja sjö bjóð þegar ég verð var við að reyk leggur upp úr stýrishúsinu. Ég rýk strax að hurðinni og ríf hana upp og fæ mikinn og baneitraðan reyk á móti mér. Það logaði inni í húsinu og eldurinn hafði greini- lega kraumað í einhvern tíma því hitinn var það mikill. Ég komst aldrei inn í húsið, en slökkvitækið var þar. Eini neyðar- sendirinn sem ég hafði var í björg- unarbátnum og ég fór því strax upp á þak og henti bátnum út. Maður hefði aldrei trúað því að þetta væri svona fljótt að brenna. Menn hafa svona 10 til 15 mínútur til að koma sér í burtu, það er ekki meira. Um Ieið og olíutankurinn sprakk varð báturinn alelda, stafnanna á milli." Að sögn Heimis Þórs var ágætis veður á miðunum þegar slysið varð, en þó gekk crfiðlega að kom- ast í björgunarbátinn. Ekki búinn að ákveða hvort hann fer aftur á sjó „Ég lenti í smábasli með björg- unarbátinn. Ég henti honum öfug- um megin út þannig að hann fyllt- ist af reyk. Síðan blés báturinn ekki strax út, það var band sem lá þvert yfir hann og hefti það að hann blési út og ég þurfti að skera á það. Ef ég hefði ekki verið með hni'f hefði ég aldrei komist í bát- inn. Það er því alveg Ijóst að það þarf að rannsaka þetta eitthvað nánar.“ Heimir Þór sagði að erfltt væri að gera sér grein fyrir því út frá hverju hefði kviknað. „Það er kabyssa í bátnum og eini eldurinn sem er inni í bátnum er í henni. Það gæti því hafa kviknaði í út frá henni, svo hefði líka geta kviknað í út frá rafmagni - það er ómögulegt að segja.“ Að sögn Heimis Þórs var bátur- inn tryggður, en hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvort hann myndi fara aftur út á sjó. „Maður reynir að slappa af núna enda verð ég hálfblóðlaus í hönd- um og fótum af stressi þegar ég hugsa um þetta atvik.“ Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hefur lögreglan í Ólafs- vík lokið rannsókn sinni í málinu, en sjópróf verða haldin á næstu dögum í Héraðsdómi Vesturlands. INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir ekkert hafa komið sér á óvart í viðræðum Læknafélags íslands og íslenskrar erfðagreining- ar. Viðræðum var slitið fyrir rúmri viku án þess að niðurstaða næðist um helstu ágreiningsmál. Læknafélag íslands hefur beitt sér fyrir því að leita upplýsts samþykkis sjúklinga áður en gögn um þá eru sett í mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. í lögum um gagnagrunninn er hins vegar ekki gert ráð fyrir slíku sam- þykki. Aðspurð hvort komi til greina að breyta lögum um gagnagnmninn segir Ingibjörg lögin skýr. „I starfs- leyfinu eru gerðar miklar og ýtarleg- ar kröfur til fyrirtækisins", segir Ingibjörg. Hún segir ekki hafa kom- ið til umræðu að breyta lögunum. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, segir að til þess að viðræður geti hafist að nýju þurfi íslensk erfðagreining eða Læknafélag Islands að koma inn í umræðuna með nýtt sjónarhom eða skilning og nýjar hugmyndir að lausn. Sigurbjörn segir sátt ríkja milli deiluaðila um að leita eigi samþykkis einstaklinga fyrir þátttöku þeirra í gagnagrunni á heilbrigðissviði. Helsta ágreiningsefnið hafi hins vegar verið hvernig beri að fara með upplýsingar um þann hóp fólks sem svarar ekki beiðni um að taka þátt í gagnagrunninum. „Við viljum að gagnagrunnur af þessu tagi sé grundvallaður á jái frá einstakling- unum“, segir Sigurbjörn. Hann segir það hinn almenna skilning sem legið hafi að baki samþykktaröflunar í vís- indarannsóknum og það eigi að vinna eftir þeim skilningi áfram. Sigur- björn segir ástæðurnar fyrir því að svar einstaklings liggi ekki fyrir geta verið af tvennum toga, annars vegar að ekki náist í viðkomandi en hins vegar að hann telji það mannréttindi sín að þurfa ekki að svara slíkri spurningu. Sigurbjörn segir það næsta skref í málinu að upplýsa fulltrúa félags- manna Læknafélags Islands, á aðal- fundi félagsins í lok mánaðarins, um málið og athuga hvort þeir geti gefið leiðsögn og ráðleggingar. -------------- Verkstjórar samþykkja kjarasamning Á FUNDI í Verkstjórafélagi Reykjavíkur sl. mánudag var ný- gerður samningur við Reykjavíkur- borg kynntur fyrir starfandi verk- stjórum hjá borginni og hann síðan lagður undir atkvæði. Niðurstaða fundarins var sú að samningurinn var samþykktur með 29 atkvæðum gegn 1 atkvæði en 4 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Læknafélag Islands afhendir ríkinu erfðagjöf Jóns Steffensen Bygggarðar 7 keyptir fyrir Nesstofusafn Morgunblaðið/Golli Sigurbjörn Sveinsson (lengst til hægri) afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra (í miðið) og Geir H. Haarde ljármálaráðherra gjafagerning Læknafélags íslands. LÆKNAFÉLAG íslands hefur af- hent ríkissjóði fyrir hönd Nes- stofusafns fasteignina Bygggarða 7 á Seltjarnarnesi auk 10,6 mil- ljóna króna en húsnæðið var keypt fyrir erfðafé Jóns Steffensens sem í áratugi var prófessor í líffæra- fræði við læknadeild Háskóla Is- lands. Er fjárframlagið einnig erfðagjöf Jóns. Kveðið er á um að fasteignina skuli nota fyrir starf- semi og varðveislu muna lækn- ingaminjasafns Nesstofu og fjár- munina skal nota til að endurbæta fasteignina í samræmi við áætlað framtíðarskipulag safnsins. Jón Steffensen arfleiddi Lækna- félag íslands að tilteknum eignum sínum og var gjöfin bundin því skilyrði að fénu skyldi varið ósk- iptu til frágangs og innréttingar á framtíðarhúsnæði fyrir muni Nes- stofusafnsins í þeim útihúsum Nesstofu sem ríkið hafði keypt í þeim tilgangi. Skyldi eignunum að öðru leyti varið til hagsbóta fyrir Nesstofusafn eftir viðhorfum sem fram komu í bréfi Jóns til mennta- málaráðherra árið 1972. Bætir úr bráðri þörf Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Islands, minntist Jóns Steffensens og rakti aðdrag- anda málsins. Skrifaði hann síðan undir gjafagerning ásamt Bimi Bjarnasyni menntamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. I ræðu sinni við afhending- una sem fram fór í Nesstofu sagði Sigurbjörn að eftir ítarlegt samráð fyrir Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, Þjóðminjasafn og menntamálaráðuneytið hafi það orðið niðurstaðan að kaupa hús- eignina við Bygggarða. Það myndi bæta úr bráðri þörf lækninga- minjasafnsins fyrir viðunandi geymsluhúsnæði, starfsaðstöðu og að nokkru leyti sýningaraðstöðu. Sigurbjörn sagði menn gera sér grein fyrir að hér væri ekki verið að leysa húsnæðismál lækninga- minjasafnsins til frambúðar. „Við ríkjandi aðstæður er þetta skref hins vegar óhjákvæmilegt. Það er mín skoðun að draumurinn um veglegt og sæmandi lækninga- minjasafn í Nesi við Seltjörn verði að veruleika í fyllingu tímans og verði ævintýri komandi kynslóðum til andlegrar næringar,“ sagði Sig- urbjörn undir lok ræðu sinnar. Læknafélagið bætir við tveimur milijónum Læknafélag íslands keypti fast- eignina Bygggarða 7 á 33 milljónir króna og eru eftirstöðvar erfða- fjárins 10,6 milljónir króna. Læknafélag íslands bætir nú við tveimur milljónum króna við þá fjárhæð en á aðalfundum félagsins hefur verið rætt um málefni Nes- stofusafnsins og komið fram vilji félagsmanna í ályktunum um að fé- lagið legði fram skerf til byggingar lækningaminjasafns. Nauðsynlegt þykir að endur- bæta fasteignina Bygggarða 7 til að hún fullnægi því hlutverki sem henni sé ætlað. Áætlaður kostnað- ur við að koma fasteigninni í viðun- andi ástand er 15 milljónir króna og að 10 milljónir til viðbótar kosti að koma upp sýningaraðstöðu, vinnuaðstöðu safnvarðar og að- stöðu til fræðiiðkunar. í gjafagern- ingnum er kveðið á um að endur- bæturnar hefjist þegar í haust. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra þakkaði Læknafélaginu fyrir framtak sitt í málinu og vott- aði minningu Jóns Steffensens virðingu sína. Hann minnti á sam- keppni um nýtt hús fyrir lækna- minjasafn á Seltjarnarnesi sem haldin var fyrir tveimur árum en sagði ekki unnt á næstunni að ráð- ast í byggingu þess vegna annarra verkefna. Sagði hann hins vegar hvergi nærri horfið frá þeim hug- myndum. Taldi hann kaupin á Bygggörðum 7 skynsamlega ráð- stöfun og sagði hann ríkisstjórnina hafa samþykkt 11. júlí að leggja til fjármagn til að ljúka framkvæmd- um við húsnæðið. Ráðherra afhenti síðan Margréti Hallgrímsdóttur gjafagerninginn en Þjóðminjasafnið fer með for- ræði safnsins fyrir hönd mennta- málaráðuneytis. Er safnið deild í Þjóðminjasafninu og deildarstjóri hennar er Kristinn Magnússon. Endurbótum ljúki sem fyrst Margrét Hallgrímsdóttir sagði marga starfsmenn Þjóðminjasafn- ins þakkláta fyrir að hafa kynnst Jóni Steffensen sem aðstoðað hefði á ýmsa lund við margs konar rann- sóknir. Hann hefði starfað daglega að málefnum safnsins eftir að starfi hans hjá læknadeildinni lauk. Margrét sagði þjóðminjaráð hafa samþykkt ályktun í fyrradag þar sem segir meðal annars: „Með þessu hefur verið stigið mikilvægt skref í að tryggja varðveislu muna Nesstofusafns en ástand núver- andi geymsluhúsnæðis og starfs- aðstöðu þess er mjög bágborið og nýja húsnæðið því afar kærkomið. Þjóðminjaráð fagnar því að Nes- stofa fái hér að gjöf húsnæðið að Bygggörðum 7 sem nýtast mun sem geymsluhúsnæði og starfsað- staða fyrir Nesstofusafn. Þjóð- minjaráð mun beita sér fyrir því að unnt verði að ljúka endurbótum á húsnæðinu sem fyrst. Halldór Baldursson læknir er formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Hann sagði Jón Steffensen hafa haft forgöngu um stofnun félagsins og verið fyrsti formaður þess. Hann sagði lækna og forráðamenn sjúkrahúsa vera vakandi fyrir því að senda safninu muni sem hefðu sögulegt gildi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.