Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sala Hótels Valhallar til erlends auðkýfíngs Hótel Valhöll á Þingvöllum Ljósmyn<VHaUkur Snorrason Framsal lóð- arréttinda lík- lega leyfilegt EINS og kom fram í frétt Morgun- blaðsins í gær eignaðist Jón Guð- mundsson, bóndi að Heiðarbæ, leigu- réttindi þau, sem Jón Thorsteinsson, prestur á Þingvöllum, og svonefnd Valhallarnefnd sömdu um árið 1899 vegna byggingar funda- og gisti- heimilisins Valhallar. Segir séra Jón í staðfestingu sinni á afsalinu á leigu- réttindunum til Jóns Guðmundsson- ar að „[ljeigurjettindi þau...er hon- um heimilt framselja og veðsetja, þó með því skilyrði að leigan fyrir lóðina hvíli sem kvöð á henni og gangi á undan öllum veðrjettum“. Eftir þetta hefur Jón heimild til að framselja lóð- arleiguréttindin með húseigninni og öðrum réttindum sem henni fylgja eins og kemur fram í samningi Jóns og Valhallar hf. frá 1944: „Seljandi skuldbindur sig til að selja og kaup- andi til að kaupa Gistihúsið „Valhöll" á Þingvöllum ásamt með lóðarrétt- indum, veiðileyfum og veitingaleyf- um.“ Nýting skilyrðum háð Morgunblaðið innti Jakob R. Möl- ler hæstaréttarlögmann eftir skiln- ingi hans á heimild handhafa lóðar- leiguréttindanna til að framselja þau í ljósi samningsins frá 1899 og yfir- töku Jóns Guðmundssonar á þeim 1918. „Sá sem hefur fengið rétt sinn frá Jóni fær sama rétt og Jón hafði, það er að segja, hann getur líka fram- selt og veðsett með þessari 15 króna kvöð. Þannig að Hótel Valhöli ehf. sem núna virðist eiga húsið og hafa lóðarréttindin getur í sjálfu sér fram- selt sjálft húsið og framselt lóðarrétt- indin en náttúrulega innan marka laga. Þá komum við að spumingunni um hvort hægt sé að selja þetta hveijum sem er og framselja lóðar- réttindin hverjum sem er,“ sagði Jakob. Hann benti einnig á að ekki væri ljóst að hægt væri að selja Val- höll til hvaða nota sem væri. Upp- haflegi lóðarsamningurinn hefði ver- ið gerður um hús sem reisa átti til sérstakra nota, nefnilega sem funda- og gistihús. „Sem þýddi það að ef ein- hver maður ætlaði að fara að reka þama tígulsteinaverksmiðju eða sumarbústað væm hæg heimatökin fyrir byggingaryfirvöld á viðkomandi stað, skipulagsyfirvöld, að stöðva breytingu á nýtingu húseignarinn- ar.“ Mónakó ekki í EES Jakob benti á að ríkisfang kaup- anda hefði einnig þýðingu varðandi gildi sölunnar. Jafnvel þótt kaupandi fasteignar á íslandi væri frá EES- landi væra ýmsar hömlur á þeim við- skiptum. Til að mynda gæti hann þurft að búa á íslandi til að njóta þeirra réttinda sem íbúum Evrópska efnahagssvæðisins era tiyggð með samningnum um Evrópskt efnahags- svæði. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið um kaup- andann og er að finna á kauptilboði hans er hann, þ.e. fyrirtækið Verino Investments, með aðsetur í Mónakó. Hvað þýðir það með tilliti til réttar þess til að kaupa eignir á íslandi? „Mónakó er utan Evrópska efna- hagssvæðisins,“ benti Jakob á. „Þannig að sérstakar undanþágur í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna sem lúta að Evrópska efna- hagssvæðinu, sem sagt þeim sem era búsettir þar og njóta réttar sam- kvæmt reglum samningsins, eiga ekki við um félag sem hefur aðsetur í Mónakó. Ráðherra hefur rétt til að veita undanþágu frá skilyrðum 1. greinar laganna um eignar- og af- notarétt fasteigna," sagði Jakob. Það væri þó fyrst og fremst ef viðkom- andi ætlaði að stunda atvinnurekstur á Islandi og vildi öðlast eignar- og af- notarétt á fasteign til notkunar í at- vinnustarfsemi og í öðra lagi ef ann- ars þætti ástæða til. „En af því að við eram nú að tala um Þingvelli er alveg Ijóst að ráðherra mun ekki sjá sér- staka ástæðu til að veita slíkt leyfi nema honum sé það skylt. Og honum er það ekki skylt.“ Jakob bendir hins vegar á að ef kaupandi nyti réttinda sem búsettur á Evrópska efnahags- svæðinu ætti hann rétt á að eiga hér fasteign ef hann ætlaði að búa í henni sjálfur eða nota hana í atvinnu- rekstri. Hann gæti því ef svo bæri undir rekið hótel áfram á Þingvöll- um. Útlendingur sem ekki nyti rétt- inda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið gæti feng- ið undanþágu frá ráðherra ætlaði hann sér að reka hótel þar áfram. Núverandi eigandi getur selt Karl Axelsson hæstaréttarlögmað- ur sem sérfróður er um eignarrétt er á sama máh og Jakob um heimild eig- anda Valhallar til að selja húsið og framselja um leið lóðarréttindin. Hann segir lögin um friðun Þingvalla ekki í neinu hefja upp heimild Jóns Guðmundssonar til að framselja leiguréttindin. „Ergo, miðað við þessi gögn fæ ég ekki séð annað en að nú- verandi eigandi Valhallar geti selt mannvirkið og lóðarréttindin sem hann á.“ Karl er þeirrar skoðunar að álit Þingvallanefndar frá 1925 sem kveður á um takmörkun framsals- heimildarinnar við Jón sjálfan og þann sem hann framselur réttinn til dugi ekki til að svipta núverandi eig- anda heimildinni. Með kaupsamn- ingnum 1944 séu þessi lóðarréttindi framseld. „Reglan er sú að eigi að koma í veg fyrir að svona réttindi verði framseld verður að taka skarið afdráttarlaust af um það. Meginregl- an er sú að þau era framseljanleg. Ef þau era það ekki verður heimildin að geta þess sjálf. Hún gerir það ekki, ergo: Þessi réttindi era framseljan- leg.“ Karl er ekki sammála því að samn- ingurinn frá 1899 leggi kvaðir á nýt- ingu Valhallar. „Kvaðir fela í sér íþyngjandi skorður um meðferð eign- ar- og afnotaréttinda og þá getum við spurt: Varð þá ekki að taka það fram að ef að hætt yrði nýtingu á húsinu til þessara nota féllu leiguréttindin nið- ur?“ Hins vegar segir hann ljóst að það sé háð ýmsum öðram leyfum ef breyta eigi húsnæði eða nýtingu þess. Máli skipti einnig hverslenskur kaupandinn er eins og fram hefur komið. „Ef við horfum bara einangr- að á upphaflega lóðarsamninginn sem stofnað er til af Jóni Thorsteins- syni, lögin um friðun Þingvalla og það sem ég hef um þessa eign sé ég ekki að það sé neitt þar sem kemur í veg fyrir að þessi sala geti átt sér stað.“ Karl telur að ekkert geti í sjálfu sér stöðvað mögulegan kaupanda Valhallar í að hætta rekstri hótels þar. Hann gæti, ef hann vildi, hætt rekstri og látið húsið níðast niður. Hins vegar gegndi öðra máli ef hann hygðist breyta húsinu í íbúðarhús- næði eða atvinnuhúsnæði af öðra tagi. Þá þyrfti umsögn byggingar- nefndar og fleiri aðila, því það fæli í sér breytta notkun á húsinu. Karl tel- ur að til þess að sú kvöð sé á húsinu að þar sé rekið gistihús hefði þurft að taka það greiniiega fram í samning- num frá 1944 að ef hótelrekstrinum yrði hætt féllu öll leiguréttindi niður. Einkabústaður útilokaður Sigurður Líndal lagaprófessor treysti sér ekki til að segja af eða á um leyfí handhafa leiguréttindanna til framsals þein-a en sagði að fljótt á litið virtist hann hafa leyfi til þess í Ijósi þess framsalsleyfis sem Jón Guðmundsson fékk árið 1918. Hins vegar væri það ekki ótvírætt og full ástæða væri til að spyrja hvort hand- hafi leiguréttindanna þyrfti ekki að fá leyfi leigusala, í þessu tilfelli ríkis- ins, fyrir framsali réttindanna. Eins þyrfti að athuga hvort kaupanda væri heimilt að stunda þar aðra starfsemi en þá, sem verið hefur í heila öld, ef lóðin var upphaflega leigð í þeim til- gangi, þ.e. undir funda- og gistihúsið Valhöll. „Ég býst við að það sé Ijóst að það sé ekki sama hvaða starfsemi fer þarna fram. Nú, gisti- og funda- hús, það er komin hundrað ára hefð fyrir því og það er mjög eðlilegur rekstur í sambandi við Þingvelli en einkasumarbústaður útlendra eða innlendra manna ... ég held að það samrýmist alls ekki þeim kvöðum sem þama era.“ ESA gerir athuga- semd við ný lög um kvikmyndir EFTIRLITSSTOFNUN ESA hefur gert ýmsar athugasemdir við ný lög varðandi framleiðslu kvikmynda, sem samþykkt vora á Alþingi vorið 1999. Þeim var ætlað að ýta undir kvik- myndaframleiðslu hérlendis með ákvæðum um endurgi’eiðslu á tilfölln- um kostnaði við kvikmyndagerðina, en lögin hafa ekki ennþá komist til framkvæmda vegna athugasemda ESA Að sögn Þóra Hjaltested, deildar- sérfræðings á sviði vátrygginga- og viðskiptamála hjá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, gerði ESA fljót- lega athugasemd við ákveðin atriði í lögunum og heíúr verið beðið talsvert lengi eftfr niðurstöðum frá eftirlits- stofnuninni. Nú hefur ráðuneytið fengið bráðabfrgðaniðurstöður og hefur frest til loka september til að koma með athugasemdfr. Þegar þær hafa verið sendar má búast við loka- niðurstöðu eftirlitsstofnunar ESA í október. Lögin gera ráð fyrir að kvikmynda- framleiðendur fái 12% endurgreidd af útlögðum kostnaði, og skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi fyrirtæki er ís- lenskt eða útlenskt. Eftirlitsstofnunin hefur helst gert athugasemd við það ákvæði í íslensku lögunum að hlutfall- ið sem fæst endurgreitt af kostnaði má aðeins reikna af áfóllnum kostnaði hérlendis, en að engin endurgreiðsla komi til sem hlutfall af tilfallandi kostnaði erlendis. Samkvæmt túlkun ESA má hins vegar allt að 20% endur- greiðanlegs kostnaðar falla til í öðru EES-ríki, en það er atriði sem íslensk stjómvöld vora ekki tilbúin að fallast á í upphafi. Breytir ekki upphaflegum tilgangi laganna Þóra segir að þetta séu ákveðin við- mið sem séu að myndast í sambæri- legum lögum í öðram ríkjum, og að þetta ákvæði standi því út af í íslensku lögunum. Hún segist hins vegar ekki reikna með að þetta breyti upphafleg- um tilgangi laganna, en að eftir sé að taka ákvörðun um hvort og þá hvaða breytingar verði gerðar á lögunum. „Við þurfum væntanlega að gera breytingar á þeim og þá aðallega varðandi þessi 20%, en hinar athuga- semdimar vora ekki stórkostlegar og ætti ekki að vera mikið mál að útfæra. Hins vegar hefur ekki verið tekin endanleg afstaða um það hvers konar breytingar verða gerðar eða hvort að farið verður í breytingar á lögunum. Við höfum verið að bíða eftir endan- legri niðurstöðu frá ESA áður en farið verður í slíka vinnu.“ Kaup sendiráðsins á bflskúrum við Laufásveg samþykkt eftir að slík sala varð óheimil Salan kemur í veg fyrir að íbúar geti losað sig við sorp DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ samþykkti kaup bandaríska sendi- ráðsins á bílskúrum á baklóð Lauf- ásvegar 19 eftir að ný lög um fjöl- eignarhús tóku gildi en skúranum fylgja lóðarréttindi og því taka lóð- arréttindi íbúðareigendanna við Laufásveg 19 einungis til þess lóð- arskika sem íbúðarhúsið stendur á. Af þessum völdum geta þeir ekki sett upp sorptunnur við húsið og hefur verið meinaður allur um- gangur um baklóðina en þó opnast bakdyr hússins út í bakgarðinn. Ibúðareigendurnir hafa leitað til lögmanns Húseigendafélagsins, Sigurðar Helga Guðjónssonar, til að fá lausn sinna mála. Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum er óheimilt að selja bflskúrsréttindi til annarra en eigenda í húsinu. Hjá þinglýsingardeild sýslu- mannsins í Reykjavík fengust þær upplýsingar að dómsmálaráðuneyt- ið hefði samþykkt sölu á níu bfl- skúram við Laufásveg 19 til banda- ríska sendiráðsins hinn 19. janúar 1995. Ennfremur var frá því greint hjá þinglýsingardeild að ekki þyrfti að taka fram að lóðarréttindi fylgdu. Ný fjöleignarhúsalög tóku gildi 1. janúar 1995 en í 22. gr. þeirra segir: „Bílskúrar, hvort sem þeir eru innbyggðir í húsið, sambyggðir því eða standa sjálfstæðir á lóð þess, skulu jafnan fylgja ákveðnum séreignarhlutum í húsinu og er sérstök sala þeirra eða framsal bfl- skúrsréttinda til annarra en eig- enda í húsinu óheimil." Ekki sótt um leyfi fyrir breyt- ingu á hagnýtingu húsnæðis Ekki mun hafa verið sótt um breytingu á hagnýtingu húsnæðis til byggingarfulltrúans í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum skrif- stofu borgarverkfræðings hefur bflskúrum, sem bandaríska sendi- ráðið keypti af fyrram eigandum Laufásvegar 19, verið breytt í skrifstofuhúsnæði. Hjá skrifstofu byggingarfulltrúa fékkst það enn- fremur staðfest að sækja ber um sérstakt leyfi standi til að breyta hagnýtingu húsnæðis. Fasteignareiganda skylt að sjá til þess að sorpílát séu við fasteign Samkvæmt upplýsingum Arnar Sigurðssonar, skrifstofustjóra í heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, kveða reglugerðir um sorp á um að fasteignareiganda sé skylt að sjá til þess að það séu nægilega mörg og hæfilega stór sorpílát við hverja fasteign til þess að það sé hægt að losna við sorp. Það sé svo sveitar- félagsins að sjá um sorphirðuna. Hann segir ennfremur að bygging- areglugerð geri ráð fyrir því að hægt sé að koma sorpílátum við fasteignir. Vegið að friðhelgi einkalífs íbúanna Örn segir að heilbrigðiseftirlitið grípi ekki til aðgerða inni í híbýlum fólks nema um það sé beðið sér- staklega af nágrönnum sem verða fyrir ónæði eða óþægindum eða að leigjendur í húsnæði kvarti undan heilsuspillandi húsnæði. Að öðru leyti sé heimilið friðhelgt fyrir af- skiptum heilbrigðiseftirlitsins. Sigurður Helgi sendi erindi til dómsmálaráðuneytisins 15. þ.m. þar sem bent er á að afsal fyrir sölunni á bílskúrunum hafi verið gefið út eftir að nýju fjöleignar- húsalögin tóku gildi og því hafi ráðstöfunin farið í bága við lögin. Þá segir í erindinu að með söl- unni sé komið í veg fyrir að íbúum sé unnt að losa sig við sorp með greiðum og eðlilegum hætti, slíkur möguleiki sé skilyrði fyrir því að húsnæði geti talist íbúðarhæft. Loks kemur fram að það verði að teljast með öllu óviðunandi og óþolandi að öryggisþarfir sendi- ráðsins byggi út lögmætum hags- munum íbúanna og eðlilegri og sjálfsagðri hagnýtingu þeirra af eignum sínum. Margháttuð óþæg- indi stafi af nábýlinu við sendiráð- ið, s.s. fyrirgangur á næturnar við sprengjuleit, gangsetningu bif- reiða, umferð á næturnar í portinu og að myndatökuvélum sé stöðugt beint að bakhlið hússins og með því vegið að friðhelgi einkalífs íbúanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.