Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Körfuboltabúðir í Grafarvogi og Smáranum að bandarfskri fyrirmynd Morgunblaoið/Halldör Kolbems Verið er að vinna við „vaskafat.ið" sem umlykja mun vatns- geymana á Grafarholti. Hópur áhugafólks um Hörðuvelli efnir til lautarferðar Mikil andstaða við fyrir- hugaðar framkvæmdir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Atli Rafn Hreinsson, 11 ára, hefur lært mikið í búðunum. Það voru greinilega efnilegir körfuboltamenn á ferð Grafarvoginum í gær. Pétur Guðmundsson þjálfar krakkana eftir Rising Star-kerfinu. HÓPUR áhugafólks um Hörðuvelli í Hafnarfírði efnir til lautarferðar á vellina næstkomandi sunnudag klukkan þrjú. Tilefnið er að mótmæla fyrirhuguðum áformum bæjaryfirvalda um byggingu skóla, leikskóla, íþróttahúss og sundlaugar á svæðinu. Hópurinn hefur jafnframt hafíð undirskrifta- söfnun meðal Hafnfírðinga þar sem farið er fram á að Hörðuvallasvæðinu verði þyrmt. I fréttatilkynningu frá hópnum segir að Hörðuvellir skipi sérstakan sess í huga flestra Hafnfirðinga, hraunið í kring sé einstakt og samspil þess við Lækinn og Lækjar- svæðið eigi ekki sinn líka inni í miðjum kaupstað auk þess sem svæðið hafi tilfinninga- legt gildi fyrir flesta Hafn- fírðinga. Þar segir að þær byggingar sem fyrirhugað er að reisa á svæðinu muni eyði- leggja þessa mynd, auk þess sem svæðið beri engan veg- inn aukna bílaumferð sem óumflýjanlega íylgi þeirri starfsemi sem þarna er fyrir- huguð. Hópurinn telur að um allt of stórt og mikilvægt mál sé að ræða til þess að hægt sé að afgreiða það af stjóm- málamönnum og embættis- mönnum án þess að þeir ráð- færi sig við bæjarbúa. Eitt af fáum grænum svæðum í miðbænum Sigrid Foss er ein þeirra sem ekki sætta sig við fyrir- hugaðar framkvæmdir á svæðinu. Hún segir að bæj- arbúar hafi áhyggjur af framgangi mála og fjölmarg- ir hafi bæst í hóp þeirra sem Morgunblaðið/Jim Smart Sigrid Foss og Guðfinna Guðmundsdóttir eru í forsvari fyrir hóp Hafnfirðinga sem berjast gegn skipulagsáformum við Hörðuvelli. mótmæla áformum bæjaryf- irvalda. „Það er ekki aðeins fólk sem býr í grennd við Hörðuvelli sem er á móti þessu. Fólk úr öllum hlutum bæjarins er ósátt við að til standi að byggja á þessu svæði sem er eitt af fáum grænum svæðum sem eftir eru í miðbænum,“ segir Sigrid. Hún segir margar ástæð- ur liggja að baki óánægju fólks með fyrirhugaðar byggingar. „Sumir hafa áhyggjur af því að lífríki lækjarins raskist. Foreldrar í Setbergi eru mjög ósáttir við að þurfa að senda börn sin yfir Reykjanesbrautina til þess að fara í skóla og fólk er almennt ekki sátt við að hafa bamaskóla við stóra stofnbraut. Mörgum finnst einnig að sjúkrahús fyrir aldraða fari ekki saman við skóla, leikskóla og íþróttahús og þann skarkala sem því fylgir. Fólk hefur einnig áhyggjur af aukinni umferð á svæðinu en Lækjargatan þolir varla þá umferð sem myndi fylgja þessari starf- semi,“ segir Sigrid. Hi-ingnr myndaður um svæði sem færi undir byggingar Sigrid segist búast við fjölda fólks í lautarferðina á sunnudaginn. Hún segir að ferðin sé meðal annars farin til þess að efla samstöðuand- ann meðal fólks sem er á móti framkvæmdunum. Fólk geti einnig áttað sig betur á því hvaða svæði sé að fara undir byggingar með því að mæta á staðinn. „Við ætlum að setja niður stikur nokkum veginn þar sem byggingarn- ar verða. Einnig munum við mynda hring um fyrirhugað byggingarsvæði með því að haldast í hendur en þá verð- ur fjöldi fólks á svæðinu auð- vitað að vera nægur,“ segir Sigrid. Hún hvetur fólk til þess að mæta með kaffi og með því á sunnudaginn. Hún segir að fólk muni setjast niður, drekka kaffi saman, ræða málin og syngja hafnfirska söngva enda sé þetta lautar- ferð þótt tilefnið sé ekki ánægjulegt. „Oánægja meðal fólks er mikil og mörgum finnast bæjaryfirvöld hálfpartinn vera að valta yfir íbúa bæjar- ins. Mér virðist sem brunað sé áfram án þess að athugað sé til hlítar hvaða áhrif fram- kvæmdirnar munu hafa á svæðið,“ segir Sigrid. Hún segir að hópurinn verði með fleiri uppákomur fram eftir haustinu og býst við að undirskriftarlistar verði afhentir á næstunni. í Grafarvogi og Smáranum í Kópavogi eru nú upp undir 100 krakkar í körfuboltabúðum þar sem æft er eftir kerfi sem kallast „Rising stars“ eða Rís- andi stjörnur. Búðirnar eru á vegum ÍT-ferða en Pétur Guð- mundsson og Jim Dooley þjálfa krakkana ásamt aðstoð- arþjálfurum. Pétur þarf vart að kynna en hann hefur einn Islendinga spilað í bandarísku NBA deildinni og í dag er hann þjálfari Vals og Fjölnis í körfubolta. Jim Dooley þjálf- aði IR og íslenska landsliðið í körfubolta á árunum 1982 til 1983. Hann býr nú í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum þar sem hann rekur sínar eigin körfu- boltabúðir. Þar er æft eftir sama kerfi og gert er í búðun- um hér á landi og hefur Dooley hannað kerfið. Áhersla lögð á að allir fái að njóta sín Krakkarnir sem sækja búð- imar á Islandi em á aldrinum 9 til 16 ára og að sögn Péturs era þeir misjafnlega langt komnir í körfubolta. „Búðirnar em bæði fyrir byijendur og lengra komna. Það era þó nokkrir hér sem aldrei hafa æft körfubolta en aðrir hafa spilað með félagi sínu í nokkur Baldur Ragnarsson og Eyþór Almar Sigurðsson era allh- miklir áhugamenn um körfu- bolta og skemmta sér vel á námskeiðinu. Þeir era keyrðir til Reykjavíkur á hverjum morgni og að loknu námskeiði fara þeir aftur heim til Þor- lákshafnar þar sem við taka fótboltaæfingar fram á kvöld en strákarnir era að æfa með ungmennafélaginu Þór. Þeir segjast oft vera ansi þreyttir eftir daginn en það sé vel þess virði. „Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt og við eram búnir að læra mikið. Það er líka dálítið gaman að hafa bandarískan þjálfara," segja strákarnir en þeir segjast ekki eiga í vandræðum með að skilja enskuna. Leikjum er blandað saman við æfingarnar ár. Við geram þetta þannig að allir fá að vera með. Við eram með stöðvaæfingar og síðan fá krakkarnir að spiia, annað- hvort þrír á móti þremur eða fjórir á móti fjóram. Allir fá að snerta boltann og nota það sem þeir hafa verið að læra hjá okkur,“ segir Pétur. Að sögn Péturs nær Dooley vel til krakkanna. „Þetta er skemmtilegur og hress karl. Hann er 56 ára gamall og hef- ur aldrei haft jafn gaman af þessu og nú. Krakkamir hafa mjög gaman af honum enda gerir hann þetta skemmtilega og blandar til dæmis leikjum inn í æfingarnar,“ segir Pétur. Island eins og mitt annað heimili Dooley segh- krakkana standa sig mjög vel og honum finnst skemmtilegt að fá að þjálfa aftur á íslandi. „Ég á marga góða vini hér og nýt þess að koma hingað. Börnin mín gengu í skóla á íslandi á sínum tíma og mér finnst land- ið vera eins og annað heimili mitt. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að margir jieirra sem era hér í búðunum eiga feður sem ég var að þjálfa á sínum tíma. Það er gaman að fá að fylgjast með nýrri kyn- slóð sýna hvað í henni býr,“ segir Dooley. Atli Rafn Hreinsson er úr hópi þeirra sem eiga feður sem Dooley hefur þjálfað en faðir Atla er Hreinn Þorsteinsson körfuboltamaður. Atli, sem er 11 ára, er nemandi í Villinga- holtsskóla og er því kominn um nokkuð langan veg til þess að sækja námskeiðið. Hann hefur æft körfubolta í 2 til 3 ár og er líka að æfa frjálsar. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ segir Atli en hann varð þó fyrir því óláni að meiðast á ökkla og þurfti því að sitja á bekknum í gær. Atli á fleiri áhugamál en körfubolta og fijálsar en hann gerir með- al annars mikið af því að fara á hestbak með föður sínum enda eiga þeir feðgar hesta. Fjórir vinir úr Þorlákshöfn mæta á hverjum inorgni Þeir Hjörtur Ragnarsson, Heiðar Snær Magnússon, Vaskafat utan um vatnsgeyma Grafarholt MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir í Þúsaldar- hverfinu í Grafarholti þar sem nýjasta hverfi höfuð- borgarinnar er að rísa. Orkuveita Reykjavíkur er meðal þeirra aðila sem þar standa í stórræðum. Að sögn Tómasar Hans- sonar, forstöðumanns áætl- anadeildar á framkvæmda- sviði, er fyrirtækið með þijú verk í gangi í Grafarholti. í fyrsta lagi er verið að selja svokallað „vaskafat" utan um hitaveitugeymana efst á holtinu. Vaskafatið er um það bil metra hár veggur, sem umlykur geymana og er öryggismannvirki til að hindra að vatn flæði yfir byggðina gefi heitavatns- geymir sig. Tómas sagði að vegna þessa mannvirkis mundi ásýnd geymanna breytast nokkuð en ekki væru aðrar útlitsbreytingar ráðgerðar á þeim að svo stöddu. Einnig er Orkuveitan að lækka Nesjavallaæðina, sem liggur um Reynisvatnsheiði og upp í holtið og er í þær framkvæmdir ráðist til að greiða fyrir gatnagerð í nýja hverfinu. Loks er verið að byggja upp dreifíkerfi orku- veitunnar í holtinu og Ieggja lagnir fyrir kalt og heitt vatn, rafmagn og sfma. Grafarvogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.