Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ skemintír dags- og laugar- dagskvöld Göða kelgí Vel heppnuð Hólahátíð FJÖLMENNI sótti Hólahátíð sem haldin var um liðna helgi í blíðskap- arveðri, en hátíðin stóð að þessu sinni í tvo daga. Hólahátíð hefur verið haldin frá árinu 1950 eða í hálfa öld. Meðal þess sem í boði var má nefna gönguferð að Gvendar- skál með leiðsögn fyrri dag hátíðar- innar og þá var einnig boðið upp á dansatriði. Á Hólahátíð sl. sunnudag flutti Hjörtur Pálsson frumsaminn ljóða- flokk, Ilólaljóð, Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari lék verk eftir Bach. Við messu predikaði séra Dalla Þórðardóttir, en séra Guð- björg Jóhannesdóttir, séra Ragn- heiður Jónsdóttir og séra Bolli Gústavsson þjónuðu fyrir altari. Halldór Blöndal forseti Alþingis flutti hátíðarræðu á Hólahátíð og fjallaði m.a. um nýliðna kristnihátíð á Þingvöllum og fjölmiðlaumfjöllun um hana, hátíðin hefði verið vel heppnuð en hann velti fyrir sér hvort gagnrýni á hana væri heiðar- leg eða byggðist á skemmdarfýsn. Leiðangur að flaki breskrar flugvéiar milli Öxnadals og Eyjafjarðar Sex menn ur breska flughernum og fjórir Islendingar taka þátt Leiðangurinn hefst strax eftir helgi SEX björgunarsveitarmenn úr breska flughemum í Skotlandi eru væntanlegir til Akureyrar á laugar- dag en þeir munu taka þátt í leið- angri að flaki bresku sprengjuvélar- innar sem fannst í jökli á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar í ágúst í fyrra. Fjórir Islendingar munu taka þátt í leiðangrinum og þá verð- ur ljóst á sunnudag hvort breski her- inn hafi tök á að leggja til þyrlu en ef svo verður munu sex menn verða í áhöfn hennar og taka þátt í leiðan- grinum. Vélin sem um ræðir fórst í maí árið 1941 með fjórum mönnum innanborðs. Legsteinar tilbúnir í Fossvogskirkjugarði Hörður Geirsson safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, einn þeirra sem fann flak vélarinnar síðasta sumar eftir 20 ára leit, sagði að stefnt væri að því að hefja leiðangur- inn næsta mánudag, 21. ágúst, og væri áætlað að hann tæki um fjóra daga. Tilgangur leiðangursins er að sækja líkamsleifar mannanna sem fórust með vélinni en þær liggja á yf- irborði jökulsins. Legsteinar mann- anna, þriggja Breta og eins Nýsjá- lendings hafa verið útbúnir í Fossvogskirkjugarði. Vélin flaug frá Melgerðismelum, út Eyjafjörð og yfir Ákureyri þar sem hún hnitaði hringi til að hækka flugið og hvarf hún mönnum sjónum þar í ský. Til vélarinnar heyrðist frá vegagerðarmönnum í Öxnadal og einnig heyrðu hermenn á Melgerðis- melum til hennar skömmu áður en hún fórst. Mikil leit var gerð að vél- inni en hún fannst tveimur dögum síðar. í skýrslu leitarmanna sem höfðu aðsetur á Bakka í Öxnadal kemur fram að ekki hafi verið talið mögulegt að safna líkamsleifum mannanna sem fórust saman en skýrslan varð þó til þess að hægt var að staðsetja flakið á gömlu korti frá breska hernum. Hörður sagði að farin hefði verið leiðangur í byrjun september í fyrra að vélinni en þá var nokkurt snjólag yfir svæðinu og því ekki hægt að leita eins nákvæmlega og skipulagt hafði verið. Þá fannst eitthvað af beinum, brak úr vélinni, fataleifar og fleira sem safnað var saman en farið var með málmleitartæki um svæðið og fannst stór hluti vélarinnar á um 70 sentímetra dýpi í jöklinum. Óvissa um árangur Hörður sagði að vitanlega væri óvissa ríkjandi um árangur leiðang- ursins nú. „Við enim að skipuleggja leiðangurinn en horfum vissulega fram á að brugðið getur til beggja vona. Það getur farið svo að við verð- um þarna uppi á jöklinum í snjó- komu og þá er lítið hægt að gera en við vonum það besta,“ sagði Hörður. Hann sagði að mikill áhugi væri fyrir þessum leiðangri meðal fjöl- miðla í Bretlandi og myndu þó nokkrir þarlendir blaða- og frétta- menn koma til landsins af þessu til- efni til að fylgjast með. Vegurinn í Herðubreið- arlindir fór í sundur Viðgerð hefst í dag STARFSMENN Vegagerðarinnar á Akureyri mun hefjast handa við að laga veginn sem fór í sundur norðan við Herðubreiðarlindir í gærdag, en hann fór í sundur á kafla eftir að Jök- ulsá á Fjöllum flæddi yfir hann. Guðmundur Svafarsson, umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, sagði að veginum hefði verið lokað í gærmorgun eftir að áin braut úr honum. Gert verður við veginn til bráðabirgða nú, að sögn Guðmund- ar, gerð slóð við hlið hans, en hann gerði ráð fyrir að varanlegar endur- bætur yrðu gerðar næsta sumar. Hann áætlaði að tjónið næmi um einni milljón króna. Meðal skemmtiatriða voru þjóðdansar. MorgiinblaðuWalgeir Bjarnason Á Hólahátið var m.a. boðið upp á gönguferð að Gvendarskál. Úrskurður skipuiagsstjóra um áframhaldandi kísilgúrvinnslu úr Mývatni Fjórar kærur bárust umhverf- isráðherra FJÓRAR kærur höfðu borist til um- hverfisráðherra vegna úrskurðar skipulagsstjóra ríkisins um áfram- haldandi kísilgúrvinnslu úr Mý- vatni, en kærufrestur rann út í gær. Sigríður Auður Arnardóttir, deild- arstjóri lögfræðideildar umhverfis- ráðuneytisins, sagði að verið gæti að fleiri kærur bærust, en póststimpill gildir. Þeir sem þegar hafa sent inn kær- ur vegna úrskurðar skipulagsstjóra eru Náttúruvernd ríkisins, Náttúru- rannsóknarstöðin við Mývatn, Kári Þorgrímsson og Gylfi Ingvarsson sendu inn sameiginlega kæru og fjórða kæran er frá Ingólfi Ásgehá Jóhannessyni. Sigríður sagði að kærurnar yrðu sendar út til umsagnar til þeirra sem lögum samkvæmt eiga um þær að fjalla og þá yrði kærendum gef- inn kostur á að tjá sig að nýju eftir að umsagnir um kærurnar lægi fyr- ir. Að sögn Sigríðar Auðar hefur ráðuneytið 8 vikur til að kveða upp úrskurð sinn, þannig að gera mætti ráð fyrir að hann félli 12. október næstkomandi. Féllst á efnistöku á nýju svæði með skilyrðum Skipulagsstjóri féllst í júlí síðast- liðnum á efnistöku Kísiliðjunnar á nýju námasvæði á Bolum í Syðri- Flóa, en þar er svæði sem talið er geta séð fyrirtækinu fyrir hráefni í ríflega 30 ár. Hráefni á núverandi námasvæði Kísiliðjunnar í Ytri-Flóa mun að líkindum ganga til þurrðar eftir um tvö ár, þannig að forsvars- menn verksmiðjunnar óskuðu eftir því að fá að hefja námavinnslu á hinu nýja svæði. Skýrsla um mat á áhrifum þess að hefja töku kísilgúrs á nýjum svæð- um á náttúru Mývatns og byggð við vatnið var lögð fram í september á síðasta ári. I kjölfarið úrskurðaði skipulagsstjóri að frekari rannsókn- ir þyrftu að fara fram á áhrifum vinnslunnar á lífríki vatnsins. Skýrsla um frekara mat lá fyrir síð- asta vor og var hún lögð fyrir skipu- lagsstofnun. Skipulagsstjóri kvað um miðjan júlí upp þann úrskurð að Kísiliðjunni væri heimilt að hefja vinnslu á umræddu svæði, en taldi að enn skorti upplýsingar um náma- vinnslu á núverandi námasvæði verksmiðjunnar. Ýmis skilyi'ði voru þó sett í úrskurði skipulagsstjóra fyrir námavinnslunni. Lögum samkvæmt er heimilt að kæra úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra og sem fyrr seg- ir rann kærufrestur út í gær. Gera má ráð fyrir að endanleg niðurstaða fáist í málinu eftir 8 vikur eða fyrir miðjan október. Djass á heitum fímmtudegi Robin Nolantríó leikur HIÐ víðþekkta Robin Nolan tríó leikur á áttunda Tuborg- djassi á heitum fimmtudegi sem verður í Deiglunni á veg- um Listasumars á Akureyri í Deiglunni í kvöld, fimmtudags- kvöldið 17. ágúst, og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Heimsókn tríósins til Akur- eyrar er liður í djassgítarhátíð á Listasumri en þeir félagar í tríóinu, Robin Nolan, Rune Gustafsson og Odd-Arne Jak- obsen, leiðbeina einnig á dan- jodjassgítarnámskeiði í Tón- listarskólanum. Á föstu- dagskvöld leika þeir Rune Gustafsson og Odd-Arne Jak- obsen í Deiglunni og loks verða tónleikar á laugardagskvöld á sama stað með nýrri efnisskrá Aðgangur er ókeypis á tón- leikana í kvöld sem þakka ber þeim fyrirtækjum sem styrkja og kosta þessa starfsemi, en þau eru: Olgerð Egils Skalla- grímssonar, Karolína-restaur- ant, Akureyrai'bær, KEA, Sparisjóður Norðlendinga, VSÓ-ráðgjöf á Akureyri og Kristján Víkingsson. Aðgangur að tónleikunum föstudags- og laugardagskvöld er 1.000 krón- ur. Fólki er bent á að koma tím- anlega til að ná sér í sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.