Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 21
Vetrar
í Kringlunni
opnun
mán.-miö.
10:00- 18:30
fim.
10:00-21:00
fös.
10:00-19:00
lau.
10:00- 18:00
sun.
13:00 - 17:00
Veitingastaðir og Kringlubíó eru með opió
lengur á kvöldin og um helgar.
Nýkaup er opið til 19:00 mán.-miö.
Aukin þjónusta:
Opið á sunnudögum í vetur.
i KvU\Ci(c<)\ Þ fl R 5 E M /h J II R T H fl 5 L fE R
UPPIÝ51NGRV i M 1 5 8 8 / 7 8 0 5 K fll F J I Q f U. S I M l 5 0 8 9 l 0 11
NEYTENDUR
Niðurstöður nýrrar breskrar
rannsdknar á farsímageislun
Handfrjáls
búnaður dreg-
ur úr geislun
Stangast á við fyrri rannsókn
Samkvæmt niður-
stöðum nýrrar breskrar
rannsóknar dregur
handfrjáls búnaður á
farsímum úr áhrifum
geislunar. Stangast
þetta á við rannsóknir
sem bresku neytenda-
samtökin gerðu ný-
verið. Sigríður Dögg
Auðunsddttir veit
ekki hvor rannsóknin
er marktækari.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Sumir hafa keypt handfrjálsan
búnað til að koma í veg fyrir
skaðleg áhrif geislunar.
HANDFRJÁLS búnaður á farsíma
dregur úr örbylgjugeislun við höfuð
notandans, samkvæmt niðurstöðum
úr rannsókn sem styrkt var af
bresku ríkisstjóminni sem birtar
voru fyrir skömmu.
Niðurstöðurnar eru í helberri
mótsögn við skýrslu sem bresku
neytendasamtökin birtu í apríl sl.
og greint var frá í Morgunblaðinu
um sama leyti. Þar kom fram að
handfrjáls búnaður á farsímum
þrefaldi örbylgjugeislun við höfuð
notandans og magni þannig áhrif
geislunar á heilann.
Rannsóknimar sem birtar em nú
draga þessar niðurstöður hins veg-
ar verulega í efa og fullyrða jafnvel
hið gagnstæða.
Skýrsla bresku neytendasamtak-
anna í apríl stuðaði mjög farsíma-
notendur í Bretlandi, sem höfðu í
auknum mæli fjárfest í handfrjáls-
um búnaði til þess að reyna að koma
í veg fyrá skaðleg áhrif geislunar
frá símunum. Hún sýndi að hand-
frjálsi búnaðurinn gerir illt verra og
virkar sem eins konar loftnet og
beinir allt að þrefalt meiri geislum
frá símanum að höfðinu en þegar
talað er í símann án búnaðarins.
Niðurstöðumar voru sagðar
koma verulega á óvart og vöktu þær
mikla fjölmiðlaumfjöllum. I kjölfar-
ið hætti fjöldi notenda að nota hand-
frjálsa búnaðinn og upp vöknuðu
spurningar um almenna skaðsemi
farsíma.
Skýrslan hleypti jafnframt illu
blóði í farsímaframleiðendur sem
töldu hana ekki byggja á áreiðan-
legum niðurstöðum og í kjölfarið
hleyptu bresk yfirvöld af stokkun-
um viðamikilli rannsókn sem skyldi
skera úr um þetta.
Ágreiningur ruglar neytendur
Niðurstöðurnar úr nýju rann-
sókninni ganga þvert á niðurstöður
bresku neytendasamtakanna og
gefa til kynna að handfrjáls búnað-
ur dragi verulega úr geislun við höf-
uð notandans. Samkvæmt niður-
stöðunum nú er hægt að draga úr
geislun með hjálp handfrjáls búnað-
ar með því að snúa símanum þannig
að lyklaborðið snúi að líkamanum.
Enn fremur eiu gefnar ráðlegg-
ingar um frekari varúðarráðstafan-
ir sem felast í þvi að notendur láti
snúruna úr heymartækinu hanga
lauslega niður frá eyranu og reyni
jafnframt að koma í veg fyrir að
snúran snerti loftnet símans.
Nýju niðurstöðurnar hafa komið
af stað mikilli ringulreið og neyt-
endur vita vart hverju þeir eiga að
trúa. Talsmenn yfirvalda segja nið-
urstöðumar „afar áreiðanlegar“ og
að þær séu jafnframt í takt við fyrri
rannsóknir.
Áströlsku neytendasamtökin
birtu í síðustu viku niðurstöður úr
svipuðum rannsóknum og komust
að þeirri niðurstöðu að handfrjáls
búnaður minnkaði áhrif geislunar
frá farsímum um 92%.
Bresku neytendasamtökin neita
hins vegar að draga niðurstöður
rannsóknar sinnar frá í efa og segja
nýju niðurstöðumar nú „ekki endi-
lega lokaniðurstöður".
Samtökin halda því fram að rann-
sóknin sem studd var af ríkisstjóm-
inni hafi upphaflega miðast við að
kanna símana sjálfa fremur en
handfrjálsa búnaðinn og að aðferð-
irnar sem notaðar hafi verið séu enn
fremur nýjar af nálinni.
Þau hafa samt sem áður gefið út
yfirlýsingu um að ætlunin sé að
framkvæma frekari rannsóknir til
þess að greiða úr þessum mglingi.
Ráðleggingar fyrir
farsímanotendur
En hvað eiga farsímanotendur að
gera til þess að koma eftir bestu
getu í veg fyrir skaðleg áhrif far-
símageislunar?
Ef notendur hafa miklar áhyggj-
ur af áhrifum geislunar er besta
ráðið að draga sem mest úr notkun
farsímans eða hætta að nota hann.
Þeir sem þurfa að reiða sig vera-
lega á notkun símans ættu hins veg-
ar að taka eftirfarin atriði til athug-
unar:
► Gangið úr skugga um að snúr-
an úr heymartækinu hangi laus nið-
ur frá eyranu.
► Haldið snúranni frá loftneti
símans.
► Forðist að láta símann vera í
beinni snertingu við líkamann.
► Ef síminn er borinn í vasa eða
á belti, látið takkaborð hans alltaf
snúa að líkamanum.
Alltaf undir hættumörkum
Þrátt fyrir að skaðsemi farsíma
sé afar umdeild núna skal þó bent á
að allir símar sem rannsóknin náði
til gáfu frá sér geislun sem er vel
innan þeirra hættumarka sem al-
þjóða geislavarnaráðið hefur sett
varðandi þetta.
Þótt ekkert þyki benda til þess að
niðurstöður fáist enn um sinn í
þessum efnum em menn sammála
um að alþjóðlega viðurkenndar
rannsóknir þurfi að fara fram ef
komast á til botns í almennri skað-
semi farsíma.