Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Áhöfnin á Kúrsk. Skipstjórinn, Gennadý Ljatsín, heilsar að hermannasið. Myndin var tekin af sjónvarpsskjá í niaí
er kafbáturinn var í flotabækistöð á Kólaskaga en ekki var greint frá heiti hennar.
Reuters
Móðir og sonur (efst t.v.) eins af skipverjunum um borð í Kúrsk. Þau
komu til Múrmansk á þriðjudagskvöld.
Aðstæður á
Barentshafi
afar erfiðar
BJORGUNARTiLRAUNIR I BARENTSHAFI
Eftir tvær misheppnaðar björgunartilraunir á þriðjudag reyndi rússneski
flotinn að festa björgunarhylki á skrokk Kúrsk í gær og bjarga
þannig sjóliðunum sem fastir hafa verið í bátnum sem
hvílt hefur á botni Barentshafs síðan um helgina.
Hefur breski flotinn sent LR5-
smákafbát áleiðis á slysstað
Ekki er Ijóst hve miklar súrefnis-
birgðir eru eftir í kafbátnum en
áhöfnin er talin hafa slökkt á kjarna-
kljúfunum tveimur er Kúsk sökk
Björgunar-
skip
Kúrsk liggurá um 108 metra dýpi og vísar fram-
stafn bátsins niður á við og er f um 60° halla
BJÖRGUNARHYLK 1 FLOTBYTNUR LR5
Björgunar-
lúgur
Lengd:
Þyngd:
Mesta dýpi:
Köfunargeta
Rými:
9.8 metrar
21 tonn
550 metrar
8 klst.
3 í áhöfn + 16 farþegar
Reynt hefur verið
aðfesta a.m.k. tvö
björgunarhylki við
kafbátinn. Hvort um
sig rúmar 20 sjóliöa.
Tvær 400 tonna flotbytnur Bretar hafa sent áleiðis
gætu lyft Kúrsk af hafs- björgunarkafbát sem
botni á minna dýpi þar
kafarar geta unnið
að björgun.
hugsanlega getur fest
sig við skrokk Kúrsk.
REUTERS#
SJÓLIÐAR sem reynt hafa linnu-
laust að bjarga áhöfn rússneska kaf-
bátsins Kúrsk, sem legið hefur á
hafsbotni í Barentshafi síðan á laug-
ardag, urðu frá að snúa í gær vegna
afar óhagstæðra skilyrða í sjónum.
Sterkir hafstraumar á svæðinu og
aðeins nokkurra sentimetra skyggni
auk slæmra veðurskilyrða ofansjáv-
ar gerðu björgunarmönnum afar erf-
itt um vik og í gær virtust möguleik-
ar á björgun 118 manna áhafnar
Kúrsk fara minnkandi með hverri
klukkustund sem leið.
Heimildum um það hversu miklar
súrefnisbirgðir eru eftir í Kúrsk ber
ekki saman en ljóst er að kafbátur-
inn er sambandslaus við umheiminn
og ekki hefur verið unnt að dæla súr-
efni um borð í kafbátinn. Þrátt fyrir
að sjóliðar hafi gefið frá sér morse-
merki með slætti á byrðing bátsins
er óljóst hvort eða hversu margir eru
á lífi enda hafa fregnir um að um-
fangsmiklar skemmdir hafi orðið á
framenda bátsins orðið til þess að
sérfræðingar telja að allt að tveir
þriðju hlutar áhafnar hafi látist
skömmu eftir slysið.
Mestar Iíkur á
sprengingu
Sérfræðingur hernaðartímaritsins
Jane’s taldi í gær að mestar líkur
væru á því að sprenging í framenda
Kúrsk - flugskeytarýminu - hafi
valdið því að báturinn sökk eftir
flotaæfingar sl. laugardag og að
Veder-flugskeyti hafi sprungið með
þeim afleiðingum að gat hafi komið á
þrýstingsbyrðing. Hugsanlegt er
talið að sprengingin hafi orðið í vetni
er safnast hafi saman í rafgeymum
sem staðsettir eru í fyrsta eða öðru
rými Kúrsk (alls eru tíu rými í bátn-
um). Þetta hefði orðið til þess að sjór
flæddi inn í bátinn og stafnhalli
Kúrsk raskast. Líklegt er að í björg-
unartilraunum skipstjórans, Genna-
dýs Ljatsíns, hafi báturinn skorðast
af með 60° halla eins og skýringar-
myndir hafa sýnt og í sömu andrá
lokast fyrir inntöku kælivatns fyrir
kjamakljúfana tvo fyrir miðjum bát.
Aðstæður um borð eru þvi afar háð-
ar því hvort tekist hafi að nýta raf-
geyma Kúrsk en í nokkrum frétta-
skeytum ITAR-TASS fréttastof-
unnar hefur því verið haldið fram að
vegna fjárskorts gæti verið að Kúrsk
hafi jafnvel látið úr höfn án raf-
geyma.
Á skýringarmyndum sem frétta-
mönnum voru sýndar í höfuðstöðv-
um rússneska flotans í Moskvu í gær
gaf að líta brak á hafsbotninum í
kringum Kúrsk og sást einnig inn í
skotraufar fyrir flugskeyti sem
bendir til þess að mikil sprenging
hafi þeytt lokum frá. Þá er talið að
slysið hafi átt sér stað svo snögglega
að ekki hafi unnist tími til að senda
merkjabaujur upp á yfirborðið en
samkvæmt öryggisáætlunum kaf-
báta er slíkt gert um leið og nauð
krefur. Hefur það einnig valdið mikl-
um áhyggjum sérfræðinga að svo
virðist sem áhöfnin hafi ekkert reynt
að nota björgunarhylki.
Ónafngreindir heimildamenn inn-
an rússneska flotans sögðu í gær að
allt að tveir þriðju hlutar áhafnar
Kúrsk hefðu, undir venjulegum
kringumstæðum, verið staðsettir í
fremstu rýmunum fjórum sem, eftir
myndum að dæma, hafa líklega verið
lokuð af vegna leka. „Litlar líkur eru
á að um 75 menn af 116 [innsk. 118]
manna áhöfn, séu á lífi og það er við
því að búast að yfirstjóm flotans til-
kynni brátt um þetta,“ segir einn
heimildarmanna netúgáfu rússneska
dagblaðsins Gazeta.
Allar björgunartilraunir til þessa
hafa mistekist og hefur yfirstjóm
rússneska flotans greint frá því að
allt þar til í gær hafi tvisvar sinnum
verið reynt að festa neðansjávar-
hylki, svonefnda björgunarbjöllu
sem rúmað getur 20 manns, við
neyðarlúgur sem staðsettar em ofan
á kafbátnum. Þá hafa tveir rússnesk-
ir björgunarkafbátar, Priz og Best-
er, verið á sveimi í kringum Kúrsk
og reynt að ná festu við útgöngulúg-
ur. En sökum hallans á Kúrsk,
sterkra hafstrauma og afar slæms
skyggnis í sjónum urðu björgunar-
menn frá að hverfa.
Fram að annarri björgunartilraun
höfðu menn heyrt slátt á byrðing
skipsins sem þeir greindu sem SOS
(e. save our souls). í gær hafði ekki
heyrst til þessara sendinga en tals-
menn flotans sögðu að það væri þó
ekki endilega merki um að ekkert
lífsmark væri um borð, aðeins hafi
verið unnt að merkja hljóðin er smá-
kafbátar eða björgunarbjallan hafi
HEITI borgarinnar Kúrsk í suð-
vesturhluta Rússlands, sem kafbát-
urinn á botni Barentshafs er nefnd-
ur eftir, er sveipað sögulegum
dýrðarljóma í huga Rússa. Margir
af skipverjum kjarnorkukafbátsins,
sem er eitt af nýtískulegustu skip-
um flotans, eru frá borginni. Kúrsk
er ein af elstu borgum landsins, er
getið í skjölum frá 1032. Við Kúrsk
háðu hersveitir Sovétríkjanna og
Þýskalands Hitlers mestu skrið-
drekaorrustu allra tíma í júlí og
ágúst 1943.
verið þétt upp að Kúrsk og þá væri
einnig hugsanlegt að áhöfnin væri að
spara súrefni og hvílast.
Að mati rússneskra sérfræðinga
er hugsanlegt að reisa kafbátinn upp
lóðrétt með því að hífa afturendann
upp fyrir yfirborð sjávar. Kúrsk
liggur á rúmlega 100 metra dýpi en
sjálfur er báturinn um 154 metrar á
lengd og ætti slík björgun því að
vera fær, í orði, þótt slíkt hafi aldrei
verið reynt áður. Talsmenn hersins
sögðu að ef björgunarbátar næðu
ekki festu eða ef lúgur opnist ekki
muni þessi leið verða reynd. Hugs-
anlegt er því að slíkt verði reynt í
Ijósi þess að ólíklegt er að veður og
aðstæður á slysstað batni á næst-
unni.
Annar möguleiki sem greint hefur
verið frá er að reynt verði að hífa
bátinn allan upp í um 30-50 metra
Þjóðverjar reyndu að ná aftur
frumkvæðinu í stri'ðinu á austur-
vígstöðvunum eftir að hafa tapað
við Stalíngrad um áramótin og
söfnuðu saman nær milljón manna
liði við Kúrsk 5. júlí til að taka
borgina. Alls munu um 6.000 skrið-
drekar, 4.000 flugvélar og allt að
tvær milljónir manna hafa tekið
þátt í orrustunni. Sovétmenn gerðu
gagnárás 12. júlí og stöðvuðu sókn
Þjóðveija. Orrustan við Kúrsk
markaði þáttaskil í heimsstyrjöld-
inni síðari. Eftir hana voru Þjóð-
dýpi með aðstoð tveggja flotbytna
sem vega 400 tonn hvor. Myndi þetta
gefa köfurum færi á að athafna sig
betur og líkur á björgun aukast.
Sérfræðingar telja að samkvæmt
lýsingum á skemmdum og líklegum
viðbrögðum áhafnar við þeim megi
gera ráð fyrir því að þrýstingur um
borð hafi hækkað verulega sem get-
ur reynst mönnum hættulegt. Þá er
mikil hætta á að sjór komist í tæri
við rafgeyma bátsins en við það
myndast gastegundir. Spár rúss-
neska flotans um að súrefnisbirgðir
muni duga þar til á morgun, í það
minnsta, benda þó til þess að um
borð sé búnaður sem hreinsar gas.
Óvíst er þó hvort sá búnaður virkar.
Telja sérfræðingar að það sé ekki
skortur á súrefni sem sé áhöfninni
bráðhættulegur heldur fremur hitt
að mesta hætta stafi af auknu magni
veijar stöðugt í vörn á austur-
vígstöðvunum og stríðinu lauk
síðan með falli Berlínar og ósigri
nasista vorið 1945.
Kúrskhérað er með um hálfa
aðra milljón íbúa og héraðsstjóri er
nú Alexander Rútskoj. Hann var
um árabil varaforseti Rússlands en
gerðist einn helsti leiðtogi þingsins
er það gerði uppreisn gegn Borís
Jeltsín forseta haustið 1993. Lauk
þeim deilum með því að Jeltsín lét
herinn ráðast með skriðdrekum á
húsakynni þingsins.
koltvísýrings í lofti sem leiði til að
menn missi meðvitund. Þá er talið
víst að lítið sem ekkert ljós sé um
borð í Kúrsk og gæti aðstaðan verið
enn veni ef t.a.m. mikill sjór hefur
flætt inn í þau rými sem ekki eru lek.
Þá er öruggt að hitastig um borð í
Kúrsk hafi fallið verulega á undan-
fömum sólarhringum og ekki vitað
hversu vel sjóhðar eru búnir.
Örvæntingartilraunir?
Aftenposten greinir frá því að
rússneski flotinn hafi ætíð talið að
Kúrsk og aðrir kafbátar af Oscar II-
gerð séu svo fullkomnir að í þeim
hafi ekki þurft að koma fyrir björg-
unarbúnaði, s.s. björgunarhylkjum
eins og títt var um eldri báta og hægt
var að nýta í miklu hættuástandi.
Einar Inge Skorgen, yfirmaður í
hernum, segir í samtali við blaðið að
Rússar hafi áður tjáð sig um að
ómögulegt sé að Kúrsk geti sokkið
og því engin ástæða að koma björg-
unarbúnaði fyrir um borð.
Þá er ótalinn sá möguleiki að skip-
stjóri Kúrsk reyni í öi'væntingu, ef
allt annað þrýtur og súrefni er að
þrotum komið, að gangsetja annan
kjarnakljúfa bátsins. Er þetta eina
vísa leiðin til að „hreinsa" loftið og fá
súrefni fyrir áhöfnina. Gangsetning
sem slík myndi þó ekki þýða að
Kúrsk gæti komist upp á yfirborðið
fyrir eigin vélarafli í ljósi þess að
íjögur af tíu rýmum bátsins eru full
af sjó að mati Skorgen.
Björgun áhafnar Kúrsk er kapp-
hlaup við tímann og í Ijósi afar
slæmra aðstæðna á slysstað eru
sérfræðingar vonlitlir um árangur.
Rússneski flotinn hefur sagt að eina
vonarglætan sé fólgin í því hversu
grunnt báturinn liggur.
Mesta skriðdrekaorrusta stríðsins var háð við Kúrsk
Sveipuð sögulegum ljóma