Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 31
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 31
F8RÐAMALARAÐ K y N NIR
A1 Gore tekur formlega við leiðtogahlutverkinu í Demókrataflokknum
Reynt að róa frjálslynd-
ari öflin í flokknum
Hvað er
að gerast9
í landinu.
Dagskrd vikuna
17. - 23. ágúst
Skömmu eftir að Clinton hafði með táknrænum hætti falið Gore leiðtogahlutverkið í Demókrataflokknum fóru
forsetahjónin og fengu sér bita á McDonalds-veitingastað. Clinton sagði að á meðan hann hefði verið almennur
borgari, áður en hann varð forseti, hefði hann jafnan fengið sér að borða á McDonalds. „Svo að kannski fer
maður að gera meira af þessu aftur,“ sagði hann. „Eg bara stóðst ekki mátið.“
AL GORE tók á þriðjudag formlega
við hlutverki leiðtoga Demókrata-
flokksins í Bandan'kjunum úr hendi
Bill Clintons forseta. Skilaboð for-
setaefnisins Gores til kjósenda eru
þessi: „Þetta á enn eftir að batna.“
Samkvæmt áætlun átti Gore í gær-
kvöldi að fá formlega þann atkvæða-
fjölda fulltrúanna á landsþingi
flokksins sem dugar til að hljóta út-
nefningu sem forsetaframbjóðandi.
En áður en að því kæmi átti Jos-
eph Lieberman að hljóta formlega
útnefningu sem varaforsetaefni og
taka við henni í ávarpi til þingfull-
trúa. í ræðunni ætlaði hann að
kynna sig fyrir bandarísku þjóðinni,
að því er fréttastofan AP hafði eftir
honum, og „tala um þann A1 Gore
sem ég þekki og held að margir
Bandaríkjamenn hafi enn ekki
kynnst" og vara við því að sigur
repúblíkana í forsetakosningunum 7.
nóvember nk. muni snúa landinu af
þeirri gæfubraut sem það nú er á.
Skiptu um hlutverk
Gore var væntanlegur til Los Ang-
eles í gær, en þar fer landsþing
flokksins fram. Því lýkur í kvöld með
ávarpi Gores, sem tekur þá formlega
við útnefningunni sem forsetafram-
bjóðandi flokksins. Gore og Clinton
komu fram á útifundi í Monroe,
skammt suður af Detroit, á þriðju-
dag, þar sem þeir skiptu um hlutverk
á táknrænan hátt með löngu faðm-
lagi og lofsyrðum um hvorn annan.
,jUlt það sem vel hefur gengið,
það sem stjórn okkar hefur áorkað
undanfarin átta ár, Gore gegndi þar
lykilhlutverki," sagði Clinton.
„Bandaríkjunum hefur vegnað vel,“
sagði Gore, „en ég get sagt ykkur
það, að þetta á enn eftir að batna. Við
stefnum fram á við til enn betri tíð-
ar.“
Fréttaskýrandi The New York
Times segir í gær að á landsþinginu
á þriðjudag hafi verið reynt að róa
frjálslyndari öfl innan flokksins, sem
hafi haft auknar áhyggjur af þeirri
áherslu sem hafi verið lögð á að
höfða til miðjusinnaðra kjósenda.
Hafi Lieberman í þessu augnamiði
fundað með blökkumönnum meðal
þingfulltrúa og lýst skilyrðislausum
stuðningi sínum við jákvæða mis-
munun.
Ræðumenn á þinginu á þriðju-
dagskvöldið voru allir af frjálslynd-
ari væng flokksins, þ. á m. tveir for-
setar launþegasamtaka, tveir kunnir
umhverfisverndarsinnar, leiðtogar
samkynhneigðra og fylgjenda rétt-
inda til fóstureyðinga, auk blökku-
mannaleiðtogans Jesse Jacksons.
Fjórir meðlimir Kennedy-fjölskyld-
unnar ávörpuðu þingið.
Óánægja frjálslyndra
Fréttaskýrandi The New York
Times segir að erfitt sé að átta sig á
því hversu djúpstæð óánægjan sé
meðal svartra kjósenda, félaga í
launþegasamtökum og annarra
traustra kjósenda flokksins. Val
Gores á Lieberman í hlutverk vara-
forsetaefnis kann að hafa auldð
óánægjuna, því Lieberman hefur
lýst sig eindreginn miðjusinna í ýms-
um grundvallaratriðum á borð við já-
kvæða mismunun, hernaðarútgjöld
og almannatryggingar.
Þessi viðhorf kunna að vera tals-
verð ógn við Gore vegna þess að
svartir kjósendur og samtök laun-
þega eru á meðal stærstu og dygg-
ustu stuðningshópa flokksins. Sumir
þessara kjósenda kynnu að veita
flokki græningja liðsinni og greiða
framjóðanda hans, Ralph Nader, at-
kvæði, en meiri hætta er þó á því fyr-
ir Gore að þetta fólk haldi sig ein-
faldlega heima á kjördag, og þá
verður erfiðara fyrir demókrata að
hafa betur í ríkjum á borð við
Michigan og Arkansas, þar sem bar-
áttan milli stóru flokkanna tveggja
er jöfnoghörð.
Fréttaskýrandi The Washington
Post bendir á að það sé líka eitt
helsta verkefni flokksforystunnar
núna að brúa kynslóðabil sem sé að
koma í ljós í flokknum. Á þinginu sé
mestri athygli beint að „gamla frjáls-
lyndinu“ með áherslu á launþega-
samtök, borgaraleg réttindi, rétt til
fóstureyðinga, kynhneigðarvíðsýni
og Kennedyfjölskylduna. Jesse
Jackson og Edward Kennedy öld-
ungardeildarþingmanni hafi verið
fagnað gífurlega.
En dagskránni á þriðjudagskvöld-
ið lauk með ávarpi Harolds E. Fords
yngra, þrítugs þingmanns frá Tenn-
essee. Hann er talsmaður viðskipta-
frelsis og hátækniiðnaðar, sem er
kjarninn í hinni nýju demókratahug-
sjón hinnar komandi - ekki hverf-
andi - kynslóðar.
Fréttaskýrandi The Washington
Post segir gömlu og nýju demókrat-
ana eiga margt sameiginlegt, en að
hagsmunir þeirra séu ekki að öllu
leyti þeir sömu. Líta megi á komandi
forsetakosningar sem prófstein á
það hvort nokkur nema Bill Clinton
geti haldið þessum tveim kynslóðum
saman.
17. ágúst fimmtudagur
Reykjavík
Tónleikar. Bjartar Nætur. Odd-Arne Jacobsen
(NOR) og Rune Gustafsson (SVÍ) gítar-
leikarar. Norræna húsið.
18. ágúst föstudagur
Reykjavík
Tónleikar. Baldur eftir Jón Leifs.
Sinfóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi er
Leif Segerstam. Laugardalshöll. Reykjavík
Menningarborg Evrópu 2000.
Reykjavík
Sýning. Opnun Safnahússins við Tryggvagötu
sem hýsa mun Borgarskjalasafnið,
Skjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn
Reykjavíkur.
Reykjavík
Sýning. „Stafrófið stórkostlega11.
www.rvk.is/bokasafn. Borgarbókasafnið.
Reykjavík Menningarborg Evrópu 2000.
18.-20. ágúst
Stykkishólmur
Hótíð. Danskir dagar. Fjölskylduhátíð með
dönsku ívafi.
Vestmannsvatn Þingeyjarprófastdæmi.
Lifandi kirkja í Ijósi sögunnar. Æskulýðsmót
haldið við Kirkjumiðstöðina við
Vestmannsvatn. Kristnihátíðarnefnd.
Reykjavík
Sýning. „Logandi list". Keramikbrennsla,
stórkostleg sýning á samspili elds, lofts,
vatns og reyks. Miðbær Reykjavíkur og
hafnarsvæðið. Reykjavík Menningarborg
Evrópu 2000.
18. ágúst - 17. september
Reykjavík
Sýning. Edvald Fuglö, Færeyjum.
Det vingede marke. Myndskreytingar við
skáldsögu Williams Heinesens. Norræna
húsið.
19. ágúst laugardagur
Reykjavík
íþróttir. Reykjavíkurmaraþon. Arlegur
viðburður með þátttakendum hvaðanæva
að úr heiminum.
Reykjavík
Menningarnótt í miðborginni. ýmsir menn-
ingarviðburðir í miðborginni fram á nótt.
Reykholt
Borgarfjarðarprófastdæmi. Trúarbókmenntir
miðalda. Málþing í Snorrastofu Reykholti.
Kristnihátíðarnefnd.
19.-27. ágúst
Fljótsdalshérað
Hátíð. Ormsteiti. Uppskeruhátíð þar sem
gefur að líta fagurt handverk og listiðnað
frá svæðinu. Utimarkaður og menningarlegir
viðburðir af ýmsu tagi. Matur og skemmtun.
19. ágúst - 10. september
Reykjavík
Sýning. „Grasrót 2000". Sýning 7 útskriftar-
nema úr Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Umsjón: Osk Vilhjálmsdóttir og Ráðhildur
Ingadóttir. Nýlistasafnið.
20. ágúst sunnudagur
Reykjavík
Tónleikar. Sumarkvöld við orgelið. Jaroslav
Tuma, Prag. Hallgrímskirkja.
Stykkishólmur
Tónleikar. Sumartónleikar í
Stykkishólmskirkju. Trio Islandica.
Hekla
Rangárvallaprófastdæmi. Pílagrímsganga á
Heklu. Messa á Heklutindi.
Kristnihátíðarnefnd.
21. -25. ágúst
Roykjavík
Sýning. RauSa plánetan. Önnur alþjóðlega
ráðstefnan um athuganir á Mars og skoðuð
gögn frá geimferðum til Mars. Reykjavík
Menningarborg Evrópu 2000.
I Listinn er ekki tæmandi.
~ LeitiS nánari upplýsinga
* áupplýsingamiÍstöSvum
§ sem er að finna víða
i umland.
www. icetourist.is