Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 33

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 33 „ Morgunblaðid/Jim Smart Asgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri íslandsnets, og Björn Bjarna- son menntamálaráðherra sem opnaði Söguvefinn. Söguvefur UwSbeininew j .fwwijfcsðsKntett!***? Nt\A 80KAftlAGlD______________ meá tmoti’jm toards jgiMnrtcn-jsð^. b a i i Esr.-pUíand eá» 6V-J oafri Bl^NHv p U ' , I. heiirte.-vjumh*8»í!r«';an « i ter^aptationri. U»3000 ■ Kr. t«stu perV.r tcv*myrdasóíM«ar »**&saÍG .twfíxfcarrinuosöessu Uppöettisrrfn : Wi&lum «9 nctóri vaSrivorsr '.syMaArQt* tt sxcíu'* »ÍF4»iaáí •' sút/jvi **<*■ y«4Ji$ h*r*. : ‘-jx- •*< rtíir. nCtraSts i t V«raaW»<»*: i atHí: 8« « er. Hér má sjá forsíðu Söguvefjarins. Morgunblaðið/Jim Smart að rafrænu menntakerfi og benti á að það yrði að undirbúa á mörgum sviðum. „Ég tel það merkilegt skref að menn skuli í sagnfræði vera fyrst- ir til að koma fram með nýtt kennslu- efni samkvæmt nýju námskránni og að þeir skuli líka hafa sameinað bæk- ur og Net með þeim hætti sem hér er gert.“ Hann sagðist vonast til að þetta frumkvæði ætti eftir að nýtast sem flestum í skólakerfinu vel. Margt að finna á vefnum sem áður var í kennslubókum Ásgeir Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri Islandsnets veitti við- stöddum leiðsögn um nýja Söguvef- inn sem hann kvað vera með einföldu leiðarkerfi. Söguvefurinn væri unn- inn með hliðsjón af kennslubókinni og því væri uppbygging vefjar og bókar ámóta, þ.e. skipting í fornöld, miðaldir og nýöld. Hann benti einnig á aðra efnisþætti á vefnum eins og námsaðstoð, prófabanka, uppflettis- krá, myndasafn og söguannál. Auk þess verður þar m.a. að finna rit- gerðarefni, sýnishorn listaverka frá fyrri tíð, safn korta og tengla þar sem vísað er á aðra vefi sem geyma upplýsingar sem gagnast áhuga- mönnum í sögu. Að auki nýtast sam- skiptatól Striksins til skoðanaskipta á Söguvefnum og má þar helst nefna spjallþræði þar sem nemendur geta skipst á skoðunum auk þess sem kennarar munu geta átt í samskipt- um við ritstjórn vefjarins. „Ég er sjálfur mjög ánægður með vefinn eins og hann lítur út í dag en þetta er í rauninni bara brot af því sem á eftir að koma inn í framtíðinni. Uppbyggingin á vefnum var ekki mikið verk því við notum hugbúnað sem við áttum fyrir. Mér finnst einn- ig mikilvægt að uppbyggingin var ekki kostnaðarsöm en það ætti að auðvelda okkur enn frekar að bæta vefinn.“ Ásgeir sagði að með samstarfi NB og Islandsnets væru stigin ný skref í samvinnu útgáfufyrirtækis og net- miðils hér á landi og einnig benti hann á að það væri ánægulegt að hér væri ferðinni samstarf skóla við at- vinnulíf. NORRÆNA HUSIÐ Myndskreytingar Edwards Fuglo SYNING á myndskreytingum Fær- eyingsins Edward Fuglp við smá- sögu Williams Heinesens, Vængjað myrkur, verður opnuð í anddyri Nor- ræna hússins á laugardaginn. Fyrir rúmum tíu árum las Edward Fuglo smásagnasafn Heinesens, I töfrabirtu, sem þá var gefið út í fyrsta sinn með smásögunni Det vingede mprke. Edward Fuglo las margar bækur Heinesens og varð eins og margir aðrir heillaður af ótrúlega víðáttumiklum og hug- myndaríkum heimi þeirra, sem er slíkur innblástur fyrir sjónræna tján- ingu í leikhúsum, kvikmyndum og myndlist. Við lesturinn fékk hann hugmynd- ina að myndskreyta eina af smásög- um bókarinnar en þær voru á allra vörum. Hann valdi smásöguna Veingjaða myrkrið (Vængjað myrk- ur) sem er skrifuð handa börnum. í ár hefur Mál og menning gefið út þessa bók á íslensku og Gyldendal á dönsku. Sýningin Vængjað myrkur er sett upp í tengslum við bókmenntahátíð í Reykavík í september og einnig til að minnast stórskálds Færeyinga, Williams Heinesens. Sýningin Heima á foldu - William Heinesen 100 ára, verður opnuð í sýningarsöl- um Norræna hússins 2. september. Edward Fuglp (fæddur 1965) býr í Færeyjum og starfar sem listamað- ur, sviðshönnuður og búningahönn- uður og myndskreytir bækur. Árin 1985-1991 bjó Edward Fuglo í Kaup- mannahöfn en þar lauk hann prófi frá Skolen for brugskunst 1991. Hann hefur myndskreytt margar bækur en barnabækur eru sérgrein hans. Edward Fuglo hefur haldið nokkrar einkasýningar, þá síðustu í Norður- landahúsinu í Færeyjum nú í sumar. Edward Fuglo hefur unnið mikið við leikhúsið í Færeyjum við sviðs- og búningahönnun og hefur m.a. unnið með íslenskum leikstjónim við uppsetningu á íslenskum og erlend- um leikverkum í Færeyjum og á Ak- ureyri. Þá hefur hann gert sviðmyndir fyrir færeyskar kvikmyndir. Sýningin verður opin daglega kl. 9- 17, sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. Arkitektúr á A Islandi kynntur í Edinborgarhúsinu Raddir Evrópu syngja fyrir starfsfólk Samskipa ISLENSKU ungmennin, sem valin voru í kórinn Raddir Evrópu, sungu fyrir starfsmenn Samskipa, í gær, en Samskip eru samstarfsaðilar menningarborgarinnar. Sungið var fyrri starfsmenn í tveimur mötuneytum, fyrst fyrir skrifstofufólkið og síðan fyrir starfsmenn hafnarinnar. Hópur evrópskra ungmenna á aldrinum 16-23 ára mun á næstu dögum safnast saman í Reykholti í Borgarfjarðarsveit og er það lokaá- fangi undirbúnings að tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst, en þaðan heldur kórinn í tón- leikaför um Evrópu sem stendur til 13. september. BIRGIT Abrecht kynnh’ bók sína, Arkitektúr á Islandi, í Edinborgar- húsinu, Aðalstræti 7 á ísafirði á sunnudaginn kl. 17. Birgit flytur er- indi um íslenska byggingarlist með yfirskriftinni „Frá torfhúsum til nú- tíma byggingarlistar: ferð um ís- lenska byggingarsögu". Þar mun höf- undurinn gefa innsýn í áhugaverðan arkitektúr á Islandi með myndum og teikningum frá ýmsum tímabilum i byggingarsögu landsins. Einnig verður farið stuttlega yfir byggingar- sögu ísafjarðar en þar er að finna dæmi frá flestum tímabilum íslenskr- ar byggingarsögu. Birgit Abrecht er arkitekt að mennt og hefur rekið eigin teikni- stofu í Keltem í Suður-Þýskalandi frá 1989. Hún er tíður gestur á íslandi. Að kynningunni standa Mál og menning, Bókaverslun Jónasai- Tóm- assonar á Isafirði og Menningarmið- stöðin í Edinborg og flytur bæjar- stjórinn í ísafjarðarbæ, Halldór Halldórsson, inngangsorð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Islensku raddirnar í Röddum Evröpu syngja fyrir starfsfólk Samskipa. Hlutabréfarabb Kvöldkaffi með VÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og menningu, Laugavegi 18. í kvöld: 17. ágúst kl. 20:30 - 21:30 Aðallistinn — hvernig er best að velja hlutabréf. Soffía Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri Fjárvörslu einstaklinga hjá VÍB. Sjáumstl VÍB VÍB er hluti af Íslandsbanka-FBA hf. Kirkjusandi • Sími 560-8900 • www.vib.is • vib@vib.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.