Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 37

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 37 LISTIR í Loki, hið myrka afl, sem girnist allt sem Baldur stendur fyrir. Ást Baldurs og Nönnu á sér enga von í heimi þar sem myrk öfl eru ríkjandi. hættur tónninn um salinn, vart greinan- legur en nógu lengi til þess að hlust- andinn hætti að veija sig með því að nú sé Jón nokkuð væminn. Tilfinning Jóns Leifs fyrir því sem er fagurt og gott í manni og náttúru á sér ekki takmörk frekar en tilfinning hans fyrir öðrum þáttum. Kannski höfum við átt erfitt með verk Jóns Leifs vegna þess að hann er ekki bara að skrifa tónlist. Hann er að krefja hlust- anda sinn um reikn- ingsskil. Það sem í okkur býr er í verkum hans - líka það sem við viljum ekki sjá eða vita af sem lifum á þannig tímum að það er betra að blekkja sjálfan sig og aðra, lifa aðeins að hluta og láta allt líta vel út. Þannig tímar hafa reyndar lengi fylgt manninum. Jón Leifs fann hvorki upp þá tíma né aðra. Hann sá þá bara; sá þetta tvö- falda eðli og skrifaði verk sem er nógu sterkt og nógu veikt til að afhjúpa það. Það er aðcins ein leið til að horfa á uppfærsluna á Baldri. Hún er sú að njóta hennar til fulls, leyfa tóniistinni og dansin- um að þenja hvern streng sem bærist í mennsku hjarta, gangast inn á myrkrið og ljósið vitandi að það sem gerist á sviðinu og í tónlistinni er hvorki goðsagna- kennt, yfirskilvitlegt né dular- fullt. Það er allt innra með okk- vissan tíma af birtu og visst magn af raka og svo skiptir samkeppnin í kringum þær miklu máli. En hver jurt bíður eftir besta and- artakinu til að blómstra. Nótur eru hins vegar mjög sveigjanlegar í tíma. Þær er hægt að færa til, halda aftur af þeim, gefa þeim rými. Ef við tökum sem dæmi hljómsveitarkaíla upp á þrjár mínútur, þá geta málmblásturs- hljóðfæri alveg beðið í eina og hálfa mínútu á meðan óbóið leikur einleiks- kafla...“ Og hér birtist hin fræga glettni hljómsveitarstjórans, þegar hann bætir við: „Þótt þú sért málm- blásturshljóðfæri þarftu ekkert endi- lega að drepa litla óbóið.“ Trúr sínum eigin tíma, sem Leif skiptir á milli ferðalaga um heiminn á vetuma og kyrrlátra sumardaga þar sem hann situr að skriftum, hefur hann verið í fríi frá hljómsveitarstjómun frá því í vor, þegar hann fór með Hljómsveit Síbelíusar akademíunnar til Turku, þeirri sömu og hann mun eftir helgi leggja af stað með í tónleikaferð til Berlínar, Hannover, Frankfurt, heim til Helsinki og síðan á Síbelíusarhátíð- ina í Járvenbee. Nú er hann kominn til íslands til þess að stjóma Baldri eftir Jón okkar Leifs. Jón Leifs er að sýna íslandi lotningu Það hefur margt verið sagt um tónlist Jóns Leifs, meðal annars, að hún sé dálítið frumstæð. Hvað segir þú um það? „Jón Leifs er einfari í tónsköpun - og jú, vissulega getur hann verið frumstæður. Hins vegar getur það verið mikill kostur vegna þess að þeg- ar hann fer að skrifa um eins stór átök og eiga sér stað í Baldri era engin boð og bönn að þvælast fyrir honum. Hann finnur sinn eiginn ryþma og hefur engar áhyggjur af því að vera grófur. Ef hann þarf að skrifa níst- andi bræði, dýrslega eyðileggingu eða banvænt afl, þá er það til staðar; hann leyfir sér að framkvæma þetta allt og tónlistin er eini staðurinn þar sem þú getur leyft þér það vegna þess að ef þú leyfðir þér að hegða þér svona í líf- inu yrðir þú tekin úr umferð. Við skulum ekki heldur gleyma því að þetta tónverk er sótt í söguna af Baldri, þar sem kristallast öll þau átök sem eiga sér stað í ykkar nátt- úra. Mér finnst Jón Leifs vera á sinn hátt að sýna menningu Islands, sögu og náttúru lotningu með þessu verki og öðram sem hann skrifaði. Hann er ykkar Síbek'us. I auðmýkt sinni gefur hann allt sem hann hefur fengið frá íslandi til baka á sinn persónulega hátt. Og hann gef- ur af fullum krafti. Það era miklir kraftar að verki í tónlist Jóns Leifs og ég er viss um það að við flutninginn á Baldri verður það ekki tónlistin ein sem mun hríslast um æðar áheyrenda. Það verða ekki síður þær myndir sem Jón Leifs er að bregða upp. Ég hef orðið var við for- dóma gagnvart tónlist hans hér og finnst það undrum sæta. Ég held að áheyrendum yrði mjög hollt að hlusta vel og leyfa þeim miklu kröftum sem tónlistin býr yfir að leysast úr læðingi. Því hvað er tónlist? Svarið við því hefst á neitun: Tónlist er ekki það sem hljómar, heldur hvers vegna það sem hljómar, hljómar eins og það hljómar, þegar það hljómar. Sé þessi skilningur hafður í huga verður tónlist aðeins að hávaða þegar þeir sem flytja hana láta hana ekki hljóma eins og hún ætti að hljóma þegar hún hljómar. Ef þeir vita ekki hvemig hún á að hljóma geta þeir ekki komið kraftinum og myndunum sem i henni felast til þeirra sem á eiga að hlýða. Leyfið ykkur að vera hluti af þess- um mikla krafti Ég er sannfærður um að þið íslendingar eigið eftir að hríf- astaf Baldri. Þið skLljið þessa tónlist vegna þess að þið þekkið eldsumbrot og ég skil hana vegna þess að ég er tónlistar- maður. Þetta era þær forsendur sem við þurfum. Þegar þið hlustið, þá ver- ið frjáls. Leyfið ykkur að vera hluti af hinu mikla hraunflæði, þessum mikla krafti. Það hefur tekið hljómsveitina tíma til að finna þetta frelsi en það er að koma og verður öragglega tH stað- ar á frumsýningunni. Það má auðvitað ekki gleyma því að í Baldri er líka mikil sorg og þar er Jón Leifs langt á undan sinni samtíð í tónsköpun, vegna þess að þar ríkir naumhyggjan í skrifum hans. Það er ekki fyrr en á seinustu áratugum sem naumhyggjutónskáldin verða fræg. Það minnir mig á það að í þessu verki er mjög margt sem fólk getur fundið hjá Mahler og kannski finnst einhverjum hæpið að fá að láni frá öðram tónskáldum. Það er hins vegar misskilningur. Tónar era náttúra- auðlind og það er hverjum frjálst að ganga í þá auðlind. Það á hana enginn. Hvað tónasambönd varðar era þau ekki heldur einkaeingn. Ef svo væri hefði tónlistin í heiminum verið skrif- uð í eitt skipti fyrir öll. Það sem er spennandi við að vísa í verk eldri mestara, með því að nota tónasam- bönd frá þeim, er að sjá hvemig menn vinna á ólíkan hátt úr þeim, allt eftir því á hvaða tíma þeir eru uppi. Jón Leifs túlkar þessi tónasambönd, þar sem hann vísar í Mahler, á sinn hátt. Það getur enginn gert það eins og hann. Hann er svo óttalaus. Hann er ekkert hræddur við að tjá viðkvæmni. Hann er ekki heldur hræddur við straumana sem felast í myrkum rödd- um. Hann er ekkert feiminn við að gera yfirskilvitlega þætti að raunsæi og á sama hátt verða þeir sem hlusta á verkið að vera tilbúnir að vera opnir fyrir öllum þessum þáttum. Það er hlutverk mitt sem stjórnanda að tímasetja hvem tón þannig að áhorf- andinn sé tilbúinn að gangast inn á þann heim sem verkið fjallar um með óvæntum viðbrögðum og ofsafengn- um hljómum sem kunna að virðast þungir. En einu get ég lofað: Á morg- un munu sprengikraftur og hugljóm- un verða leyst úr læðingi.“ 7 '$0 £ Gyðjan Nanna, tákn hreinleikans, er tignuð af öllu sem lifir. Stökktu til Costa del Sol 31. ágúst 29.955 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 31. ágúst, en vinsældir þessa staðar hafa aldrei verið meiri. Hér finnur þú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golfvelli Evrópu, glæsilegar snekkjubátahafnir, tívolí, vatnsrennibrautagarða, glæsilega íþróttaðstöðu og spennandi kynnisferðir í fríinu. Þú getur nú tryggt þér ótrúlegt tilboð í sólina, þú bókar núna, og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verðkr. 29*955 Verðkr. 39*990 M.v. hjón meö 2 böm, 2-11 éra, vika. M.v. 2 í stúdíó, vikuferð. 31. ágúst, 31. ágúst, stökktu tilboð. flug, gisting. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.