Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGU NBLAÐIÐ LISTIR Leikið að Eldur er grunnverkfæri tveggja listgreina, leirlistamanna og eldsmiða. Því sameinast þessar greinar á eldhátíð við Reykjavíkurhöfn, sem verður opnuð í kvöld og stendur yfír helgina. Lista- menn þessara tveggja greina munu sýna þar vinnu sína við opinn eld. Inga María Leifsdóttir ræddi við Bjarna Þór Kristjánsson eldsmið og leirlista- konurnar Guðrúnu Indriðadóttur og -7------------------------- Aslaugu Höskuldsdóttur, sem fræddu hana um listir eldsins. IKVÖLD opnar eldhátíð við Reykjavíkurhöfn. Þar verður leirbrennsla og eldsmíði og munu listamenn greinanna tveggja sýna almenningi vinnu sína um helgina. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun taka þátt í opnunarhátíðinni og taka glóandi leirker út úr 1000 C heitum raku-ofni með töngum. Frumefnin fjögur vinna saman Logandi list er yfirskrift upp- ákomu Leirlistafélagsins á Hafn- arbakkanum, þar sem sýndar verða fjórar frumstæðar leir- og glerbrennsluaðferðir undir berum himni. „Við verðum með fjóra ólíka ofna, raku-, pappírs-, kola- og glerblástursofna. Tvo þeirra byggjum við sjálfar á staðnum, en hinir voru útbúnir sérstaklega fyr- ir tilefnið og fluttir á staðinn,“ út- skýrir Áslaug. „Pappírsofninn er til dæmis þess eðlis, að hann þarf að endurgera fyrir hverja brennslu, þar sem viðurinn sem myndar beinagrind ofnsins brenn- ur í burtu í brennslunni og eftir stendur aðeins mjög þunn og við- kvæm leirskel." Auk pappírsofnsins hlaða lista- konurnar sjálfar kolaofn, gler- blástursofn er fluttur til landsins frá Danmörku og Raku-ofn var smíðaður sérstaklega fyrir tilefnið. „Raku er japanskt orð sem merkir gleði eða ánægja,“ útskýrir Guð- rún. „Það er vel við hæfi, þar sem þetta er ákaflega skemmtileg vinna.“ Úr þessum brennslum koma margvíslegir hlutir með mismun- andi áferð, allt eftir því úr hvaða brennslu þeir koma. Raku- brennslan er sú eina þar sem brennt er með glerungi. „Við erum eiginlega að nota tækifærið til að hrista félagið saman og auka heild- ina í því,“ segir Áslaug. „Svo vilj- um ekki síst gera vinnu okkar sýnilegri fyrir almenning. Það er mjög algengt að svona vinna sé sýnd erlendis og við í félaginu höf- um gert það nokkrum sinnum hér á landi, en aldrei svona margar saman.“ Þrjátíu íslenskar leirlista- konur taka þátt í verkefninu, auk þess sem danskur glerblásari, Bent Hansen, kemur til landsins og sýnir listir sínar ásamt íslensk- um glerblásara. Að sögn Guðrúnar tek- ur vinna við leirmuni yfir- leitt langan tíma, upp und- ir tvær vikur. Því verður aðeins sýndur hluti ferlisins niðri við höfnina og þær aðferðir sem notaðar verða eru fljótlegri en hinar hefðbundnu. „Við komum með gi-ipi tilbúna til að brenna. Annars værum við þarna vikum saman,“ segir Guðrún og hlær. „Venjuleg rafmagnsbrennsla tekur 1-2 sólarhringa, en þessar aðferðir sem við notum hér taka muns skemmri tíma, allt frá einni klukkustund og upp í sólarhring. Svo mun veðrið auðvitað spila eitt- hvað inn í.“ En er mögulegt að vinna með þessum aðferðum ef veðrið verður slæmt? „Það verður ekkert slæmt,“ segja listakonurnar hlæj- andi. „Við erum búnar að panta gott veður. En að öllu gamni slepptu þarf mikið að gerast til að ekki sé hægt að vinna. Helst ef það væri mjög mikið rok og demba. Vatn og vindur eru auð- vitað hin tvö frumefnin sem koma að gerð hlutanna. Við erum að vinna fyrst og fremst með eld og jarðefni, en hin elementin tvö þurfa auðvitað að koma inn líka.“ Listakonurnar þrjátíu skipta með sér vöktum að fylgjast með ofnunum. „Við þurfum að vera á staðnum allan sólarhringinn," seg- ir Guðrún. „Það verður að vakta ofnana, bæði upp á skemmdarverk að gera, en ekki síður út af slysa- hættu. Það er svo mikill hiti í ofn- unum og þeir kólna ekkert um leið. Ef fólk er ekki á varðbergi getur það slasast mjög illa.“ Þúsunda ára gömul iðn Eldur í afli er heiti sýningar eld- smiðanna. Eldsmíðin er stundum kölluð móðir annara iðna og stafar það af því að gegnum tíðina hafa eldsmiðir framleitt verkfæri til nota fyrir aðrar iðnir. „Það varð eldi Dagskrá Logandi listar Föstudagur 18. ágúst kl. 14.00 -18.00 Kola- og pappírsofnar byggðir ogfylltir. kl. 16.00-22.00 Raku-brennslur. kl. 16.00-22.00 Glerblástur. kl. 18.00 - 24.00 Brennsla í pappíi'sofnum. Laugardagur 19. ágúst kl. 14.00-16.00 Pappírsofnar byggðir. kl. 16.00-24.00 Raku-brennslur. kl. 18.00-24.00 Glerblástur. kl. 19.00-04.00 Brennsla í kolaofni. kl. 20.00 - 02.00 Brennsla í pappírsofnum. Sunnudagur 20. ágdst kl. 14.00 -16.00 Kolaofn opnaður og tæmdur. Dagskrá Elds í afli Föstudagur 18. ágúst kl. 16.00 - 24.00 Eldsmiðir að störfum. Laugardagur 19. ágúst kl. 16.00-24.00 Eldsmiðir að störfum. Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Þór Kristjánsson og Thomas Norgaard hita járn í eldinum. viljum við því líka setja eldsmíðina í sögulegt samhengi, þar sem þessi aðferð hefur verið notuð hérlendis síðan land byggðist.“ Að sögn er hefðin nú deyjandi og haldið á lofti af áhugamönnum um greinina, eins og honum sjáfum. Iðnin er ekki lengur kennd sem fag á Is- landi, en hægt er að sækja stutt námskeið í henni. „Þangað til fyrir stuttu voru einungis örfáir íslend- ingar sem kunnu þetta, sem unnu að mestu við skeifusmíðar," segir hann. „Nú erum við hins vegar nokkrir sem höfum verið að læra fagið. En þó að greinin sé á und- anhaldi breytir það því ekki að hún er jafn nytsamleg. Það er til að mynda miklu fljótlegra að berja til járn en að slípa það til, sem er önnur aðferð við mótun þess. En þetta er auðvitað handiðn, sem hefur orðið að víkja fyrir vélvæð- ingunni." Eldsmiðir frá ýmsum löndum munu vera við vinnu um helgina við Reykjavíkurhöfn undir yfir- skriftinni Eldur í afli. „Ég hef áð- ur sýnt eldsmíði á menningarnótt," segir Bjarni Þór. „Nú verðum við nokkur saman, frá Islandi og öðr- um nágrannalöndum. Fólki er vel- komið að prófa að taka í. Ég hef boðið fólki það áður, en margir óttast eldinn og hitann. Það er lík- legast það sem gerir þetta spenn- andi.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðrún Indriðadóttir og Áslaug Höskuldsdóttir leirlistakonur hafa unn- ið lengi að undirbúningi Logandi listar. heilmikil bylting með járnöldinni, en þá hófst eldsmíðin," útskýrir Bjarni Þór. „Það breyttist margt þegar fólk gat skorið í tré með beittum járnáhöldum, í stað steina eða mjúkra bronsáhalda." Líkt og með leirinn koma frum- efnin fjögur að vinnu eldsmiða. Þeir vinna þannig, að blásið er með físibelg í kol, þar sem járn er hitað, sem er svo barið með hamri á steðja. „Aðferðin hefur ekkert breyst í þúsundir ára,“ segir Bjarni Þór. „Með þessari sýningu Sorglegir steinaldarmenn KVIKMYJVDIR Háskólabfó THE FLINTSTONES - FJÖRíROKKVEGAS Leikstjóri: Brian Levant. Handrit: Harry Elfont og Deborah Kaplan. Aðalhlutverk: Mark Addy, Jane Krakowski, Stephen Baldwin, Kristen Johnson og Alan Cumming. Universal Pictures 2000. ÞEIR eru ástfangnir félagarnir Fred og Bamey í þessari mynd um Flintstonesfólkið. Og þær heppnu eru, auðvitað, þær Vilma og Betty, þar sem myndin segir frá kynnum þeirra fyrir tíma sjónvarpsþáttanna. Vilma er rík stelpa sem strýkur að heiman og kynnist Betty sem vinnur á hamborgarastað, og þær fara á stefnumót við strákana tvo sem finnst eitthvað vanta í líf þeirra; námagröfturinn getur orðið inni- haldslaus þótt góður sé. Þetta er önnur leikna myndin um Fred Flintstone og félaga sem allir þekkja úr teiknimyndaþáttaröðun- um úr sjónvarpinu. Sú fyrsta þótti ekki góð og naut lítilla vinsælda þrátt fyrir vinsældir þáttaraðarinnar og fína leikara sem prýddu þá mynd. Af einhverjum dularfullum völdum hefur framleiðendum þótt ástæða til að endurtaka leikinn, og það með sama leikstjóra. Leikurunum hefur þó ekki fundist ástæða til að gera slíkt hið sama og eru nýir leikarar í öllum hlutverkum. Mark Addy, sá þybbni úr Með fullri reisn, leikur Fred ágætlega, hvort sem hann líkist honum eða ekki, þá er hann mannlegur og vina- legur í hans meðförum. Vilma og Betty eru sæmilega túlkaðar af Kristen Johnson og Jane Krakowski (úr Ally McBeal) en aumingja Barn- ey hlýtur þau sorglegu örlög að lenda á höndunum á Stephen Baldwin, sem gerir hann að svo mikl- um bjána að hann á næstum heima á hæli. Sagan er útþynnt. Hún hefur ekki boðskap, er alltof langdregin og er algerlega fyrirsjáanleg. Geimveran Gazoo er ágætis persóna, leikin af þeim fína leikara Álan Cummings, en hún er því miður með öllu ónauðsyn- leg í framgangi mála. Húmorinn er yfir höfuð á lágu plani; fyrir krakk- ana prumpa risaeðlur og fyrir full- orðna eru það kynlífsbrandarar, og það er spurning fyrir hvern myndin er gerð. Þegar Betty tekur þá áhrifa- ríku ákvörðun að yfirgefa Barney, er það af því að hún heldur sig hafa séð hann káfa brjóstunum á annarri konu. Ég held að börnin skilji ekki þessa mynd, og auk þess er hún ekki talsett, og ég veit ekki hvort ungl- ingar fíla barnalegt útlit myndarinn- ar (sem er ekki einu sinni flott!) eða detta á rassinn brandarana. Ég verð að segja að mér finnst þetta frekar lágkúruleg mynd, þar sem Bandaríkjamenn reyna enn og aftur að mergsjúga heljartökin sem sjónvarpið hefur haft á landanum í gegnum tíðina, og það án nokkurs metnaðar. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.