Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 39 LISTIR Taka mið af þörfum hinnar fróðleiksfúsu og jákvæðu konu Lengi hefur það verið skoðun þeirra Hildar Hermóðsdóttur og Þóru Sigríðar Ingólfsdóttur að konum sé ekki gert nógu hátt undir höfði í bókaútgáfu. Það leið hinsvegar stuttur tími frá því að þær ákváðu að taka málið í sínar hendur þar til þær höfðu sett á stofn bókaforlag sem leggur áherslu á bókmenntir eftir konur og fyrir konur. Eyrún Baldursdóttir ræddi við þær stöllur. Morgunblaðið/Sverrir Hildur Hermdðsdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir leggja áherslu á að þð að þær séu sjálfstæðir útgefendur sé náin samvinna milli Bjarts og Sölku. BÓKAFORLAGIÐ Salka er á Bræðraborgarstíg 9, í sama húsnæði og bókaforlagið Bjartur. Þær Hildur Hermóðsdóttir og Þóra Sigríður Ing- ólfsdóttir keyptu nýverið hlut í Bjarti og stofnuðu Sölku sem hliðarbóka- forlag við Bjart og munu þessi forlög eiga í nánu samstarfi. Á síðustu mán- uðum hafa þær komið sér upp að- stöðu og hófu rekstur fyrir skömmu. Bókaforlagið Salka mun „taka mið af þörfum hinnar fróðleiksfúsu og já- kvæðu konu“, eins og Hildur kemst að orði, en í þeim kristallast markmið forlagsins. Áhersla verður lögð á bækur sem falla að áhugamálum kvenna og einnig verða kvenhöfund- ar í brennidepli. Þóra og Hildur hafa lengi verið þeirrar skoðunar að konur fái ekki viðunandi athygli á bókamarkaðin- um. „Það er alkunna að konur eru í meirihluta lesenda og því fínnst okk- ur sjálfsagt að gera eitthvað sérstak- lega fyrir þær,“ útskýrir Þóra. „Við viljum samt leggja áherslu á að þrátt fyrir að við höfum starfsemina kvenmiðaða, þá ætlum við að vera óháðar þeim feminísku kenningum sem tekist er á um. Ætlunin er bara að gera góða hluti og hafa gaman af því um leið.“ Báðar hafa þær langa reynslu af bókaútgáfu hjá Máli og menningu. Þar sá Hildur um barnabókaútgáf- una í tólf ár og Þóra var aðstoðar- maður útgáfustjóra í rúm sex ár. Skáldsögur, bökaseríur, hand- bækur og barnabækur Bókaforlagið Salka mun gefa út skáldsögur, bókaseríur, handbækur og örfáar barnabækur. Stefna þeirra er að gefa út tíu bækur nú fyrir jólin. Af þeim bókaseríum sem forlagið mun gefa út má nefna Mynd af konu en það eru að sögn Hildar viðtals- bækur við áhugaverðar konur. „Fyrsta bókin í seríunni kemur út um jólin og það er engin spm-ning að hún mun gleðja marga,“ segir Þóra kímin og bætir við að ekki sé hægt að segja að svo stöddu um hvaða bók ræðir. Önnur sería á þeirra snærum eru sígildar bækur eftir gengna kvenhöfunda, íslenska og erlenda. „Það eru höfundar sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi," segir Hildur. „Og við munum bytja á hinum umtöl- uðu Þórubókum Ragnheiðar Jóns- dóttur. I haust kemur líka út hjá okk- ur umtöluð bók byggð á átakanlegri lífsreynslu Kathelyn Harrison sem er ung amerísk skáldkona. Einnig má nefna að væntanleg er fyrir jólin bók eftir danska höfundinn Marianne Eilenberger sem fjallar á skondinn hátt um það hvernig er að vera á lausu á markaðnum." Bókaforlagið Salka mun gefa út handbækur sem miðaðar eru við þarfír kvenna og allrar fjölskyldunn- ar. Þar á meðal er bók um sjálfs- styrkingu og einnig um heilsufar kvenna. Hvað varðar bækur fyrir bömin er ýmislegt efni í deiglunni, bæði íslenskt og þýtt. Þetta nýja bókaforlag mun sér- staklega hafa augun opin fyrir ís- lenskum kvenrithöfundum og segist Þóra vona að tilurð bókaforlagsins hvetji kvenhöfunda til dáða. „Konur era svo frábærar og era mjög næmar þegar kemur að bókmenntum,“ segir hún. „Stundum mættu þær bara vera aðeins framfærnari.“ Þær Hildur og Þóra vonast til að bækur, fyrir og eftir konur, verði sýnilegri á markaðnum með tilkomu útgáfunnar. Til að svo megi verða ætla þær að auðvelda aðgengi að bókunum og til dæmis dreifa þeim víðar en í bókabúðir. Þær stöllur hafa kynnt sér kven- miðaðar útgáfur annars staðar og hafa til dæmis verið í sambandi við Women and Publishing í Bretlandi og einnig við útgáfu í Kanada. „Reynsla þeirra sýnir að það gengur mjög vel að hafa útgáfu sem hefur konur í brennidepli," segir Hildur og Þóra bætir við: „Það er mjög upp- örvandi að heyra af bókaforlaginu í Kanada. Tvær konur stofnuðu það fyrir nokkram áram en nú er það orðið eitt stærsta bókaforlagið þar í landi. Þeim virðist hafa tekist að stýra því af skynsemi og hitt mjög vel inn á markaðinn." Það mun vera litið um konur í stjómunarstörfum hjá bókarforlög- um, bæði hér heima og ytra. „Ég hef tekið eftir því á alþjóðlegum bóka- messum að konur eru í meirihluta þeirra sem vinna við bókaútgáfu, þeir sem stjórna era aftur á móti karl- menn,“ segir Hildur. „Það sýnir að áhugi á bókmenntum og vinnan við útgáfuna hvílir að mjög miklu leyti á herðum kvenna. Hví ættu konur þá ekki að taka ákvarðanirnar líka?“ „Við hugsum mjög stórt,“ segir Þóra og Hildur samsinnir því. „Við geram okkur auðvitað grein fyrir því að við eram lítið forlag í samkeppni við stóra risa. En þegar allt kemur til alls þá kaupir fólk ekki bækur eftir því hver gefur þær út heldur er það rétta efnið sem skiptir máli.“ Skráðu þig $ / vefklúbbinn www.husa.is afsláttur af Ice-Lux frystikistuiu Verð frá Kr.23.995,- 240 Ktra kr. 23.995.- 320 Ktra kr. 28.995,- 39t99Q 370 Ktrakr. 31.995,- ^990. 460 Ktra kr. 35.995,- ^9^90. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.