Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 47
MINNINGAR
BJÖRN HÓLM
ÞORSTEINSSON
+ Björn Hólm Þor-
steinsson fæddist
á Akureyri 1. apríl
1980. Hann lést af
slysförum 9. ágúst
síðastliðinn. Móðir
hans er Jámbrá
Hilmarsdóttir, gift
Ómari Matthíassyni
og börn þeirra eru
Einar Sigmundur,
Gunnlaug Hólm,
Birna Hólm, Rosien
Ruth og Matthildur.
Faðir hans er Þor-
steinn Gestsson,
kvæntur Maríu Lilju
Þorkelsdóttur og börn þeirra eru
Brynhildur Ösp og Gestur.
Bjöm ólst upp hjá föðurforeldr-
um sínum, Gunn-
laugu Hólm Hall-
grímsdóttur og Gesti
Þorsteinssyni. Fyrstu
árin bjuggu þau í
Keflavík og fluttust
síðan til Raufarhafn-
ar. Björn fluttist til
Reykjavikur fyrir
fjómm ámm og bjó
þá hjá Jóni Gestssyni,
föðurbróður sínum,
og konu hans, Stellu
Ólafsdóttur. Síðustu
tvö árin bjó hann hjá
móður sinni og Óm-
ari.
Útför Bjöms fer fram frá Selja-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku frændi okkar. Nú er komið
að því að kveðja. Það er ekkert sem
fær því lýst hve sárt við söknum þín,
en minningar um þig eiga alltaf eftir
að lifa í okkur, þó aðallega þegar þú
varst níu ára gamall og bjóst á
Hringbrautinni hjá ömmu og afa og
við vorum að sippa inni í herbergi og
þú sippaðir af svo miklum krafti að
allt hrundi niður um þig og við hlóg-
um og hlógum en þér líkaði það ekki
og varðst alveg brjálaður en sú fýla
var nú fljótt að renna af þér og við
héldum áfram að sippa.
Já, minningamar eru nú margar af
Hringbrautinni, ekki satt?
Og við viljum þakka þér fyrir þær
jafnt sem allar þær stundir sem við
áttum með þér, elsku Bjössi okkar.
Við elskum þig og söknum þín sórt,
og kveðjum þig með þessum orðum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þínar frænkur,
Eva Dögg og Alma Yr.
Elsku frændi.
Þá er komið að kveðjustund.
Á slíkri stund er svo mai'gs að
minnast að það verður ekki skrifað í
fáum orðum. Þegar ég frétti að þú
hefðir látist í þessu hræðilega bflslysi
vildi ég ekki trúa því að þú værir dá-
inn, að guð hefði tekið þig svo fljótt
frá okkur, þú sem varst nýorðinn
tvítugur og áttir allt lífið framundan.
Það er liðinn langur tími frá því ég
hitti þig seinast, en ég mun alltaf eiga
minningar okkar frá barnæsku og
fermingardeginum heima á Raufar-
höfn. Og þær minningar mun ég
geyma í hjarta mínu þangað til leiðir
okkar liggja saman aftur.
Ég sakna þín sárt.
Ég votta fjölskyldu Bjöms Hólms
og öðrum ástvinum innflegustu sam-
úð og bið þeim blessunar. Ég kveð
vin minn og frænda með þessum orð-
um.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín frænka og vinkona,
Berglind Mjöll Tómasdóttir.
Mig langar til að minnast í nokkr-
um orðum yndislega góðs vinar sem
lést af slysförum miðvikudaginn 9.
ágúst. En hvað getur maður sagt?
Maður skilur ekki af hverju ungt fólk
sem á allt lííið framundan er tekið frá
okkur allt í einu.
Ég man eftir svo ótal mörgu sem
við gerðum okkur til skemmtunar,
elsku Bjössi minn, og þegar þið
Bjössi Ragg komuð alltaf til mín í
vinnuna mína og fenguð að borða hjá
mér, það var alltaf svo gaman að
hitta þig. Við skemmtum okkur svo
vel saman um verslunarmannahelg-
ina í fyrra heima hjá mér á Akureyri
og Boysen vinur okkar líka, en hann
lést af slysförum helgina eftir versl-
unarmannahelgina, nú hafið þið ör-
ugglega hist á ný, hver veit?
En elsku Bjössi minn, nú ertu far-
inn frá okkur en kannski hittumst við
einhvern tímann aftur. Ég bið Guð
um að styrkja fjölskylduna þína og
vini og gefa okkur skilning og hugg-
un.
Þín vinkona,
Rakel Jóna.
Þegar Rúnar sagði mér að þú
hefðir lent í bflslysi, þið Fjóla væruð
dáin og Helga í lífshættu, hélt ég
fyrst að þú hefðir sett þetta á svið til
að hrekkja okkur krakkana. En það
kom annað í Ijós og ég neyddist tii að
horfast í augu við að þú værir dáinn
og að þetta væri enginn hrekkur. Þú
varst frábær vinur Bjössi, mikill
húmoristi og alltaf tilbúinn að hjálpa
og gera öðrum greiða. Allar stundir
með þér voru góðar, hvort sem við
vorum að skemmta okkur, rúnta í
bænum, glápa á vídeó, stússa í bfln-
um eða bara tala saman í gamni eða
alvöru. Þú varst líka í góðu sambandi
við fjölskylduna þína og það var gott
að koma á Irabakkann þar sem allir
vinir þínir voru velkomnir og gátu
verið eins og þeir vildu. Það er eigin-
lega of erfitt að sætta sig við að eiga
aldrei eftir að hitta þig aftur, en ég
veit að þú ert á góðum stað núna,
betri stað en við erum á, og örugg-
lega að hjálpa öðrum og gera eitt-
hvað frábærlega skemmtilegt. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og fyrir að vera besti vinur
minn þennan alþt of stutta tíma sem
við þekktumst. Ég verð áfram í sam-
bandi við fjölskylduna þína á Ira-
bakkanum sem saknar þín svo sárt
og ég lofa að reyna að sinna litlu
systrunum þínum vel eins og ég veit
að þú myndir vilja. Fjölskyldunni
þinni þakka ég fyrir allan stuðning-
inn sem hún hefur gefið mér þegar
hún syrgir svo sárt sjálf og öllum
sem eiga um sárt að binda vegna
dauða þíns votta ég dýpstu samúð.
Karl (Kalli).
Elsku frændi, þá er komið að
kveðjustund, ég trúi því vart að þú
sért farinn frá okkur. Fréttin af and-
láti þínu kom eins og reiðarslag. Á
þessari stund er svo margs að minn-
ast. Ég gleymi seint okkar fyrstu
kynnum, en þau voru þegar þú varst
þriggja ára og ég var sex ára, þú
komst með ömmu þinni Gullu heim
til mín daginn áður en Alma Yr
frænka okkar var skírð 1983. Svo
fórstu til Keflavíkur eftir áramótin,
en árin liðu og þú fluttir norður til
Raufarhafnai'.
Þegar þú varst orðin fullorðinn
man ég að ég fékk að láni hjá þér
geisladisk. Þegar ég svo ætlaði að
skila honum sagðir þú við mig að ég
mætti eiga hann því þú hlustaðir
aldrei á hann og hann geymi ég eins
og sjáaldur augna minna. Svona
varstu gjafmildur og gafst oft og tíð-
um meira af sjálfum þér heldur en þú
í raun og veru gast, eða ég að
minnsta kosti kynntist þér þannig.
Þetta er aðeins brot af þeim ótal
minningum sem ég á um þig, hinar
minningarnar mun ég geyma í hjarta
mér um ókomna tíð og minnast
þeirra á góðum stundum. Ég þakka
Guði fyrir að fá að kynnast þér og
umgangast af og til í 17 ár.
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku frændi, og bið góðan Guð að
styrkja foreldra þína, systkini, afa og
ömmur og aðra aðstandendur.
Hví var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljáma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með þóssins öndum.
(B. Halld.)
Hugrún Elva Þorgeirsdóttir.
Elsku Bjössi, nú þegar komið er að
kveðjustund hrannast upp allar þær
minningar sem við eigum um þig,
elsku vinur. Það er erfitt að skiifa
þær allar hér en alltaf munum við
vera þakklát fyrir þann tíma sem gaf
okkur og okkar bömum hvað mest,
það eru þau tæpu tvö ár sem þú bjóst V
hjá okkur. Það mun búa 1 hjarta okk-
ar að þrátt fyrir að margt væri erfitt í
þínu lífi þá gastu alltaf fyrirgefið og
reyndir alltaf að gera gott úr hlutun-
um. Við kveðjum þig með mikilli sorg
og söknuði elsku vinur en nú munu
Guð og englarnir passa þig.Við biðj-
um Guð að veita afa þínum og ömmu,
foreldrum, ættingjum og vinum
styrk á þessari sorgarstund.
Komin er nú kveðjustundin,
kistu þinni stend ég hjá.
Miskun guðs og náð er fundin,
Líknar hann og lokar brá.
Hvar er upphaf hvar er endir?
Hvemig fæ ég svar við því?
Eilífðin þó oss á bendir,
að við hittumst öll á ný.
Biðjum því og treystum trúna,
tignum sjálfan skaparann,
hann oss styður yfir brúna,
Beinaleiðíhimnarann.
(Hjördís Björg Kristinsdóttir.)
Kveðja,
Jón, Stella, Birna,
Ólafur og Birgitta.
SESSELJA JOHANNA
GUÐNADÓTTIR
+ Sesselja Jóhanna
Guðnadóttir fædd-
ist í Reykjavík 21. nóv-
ember 1929. Hún lést á
líknardeild Landspíta-
lans 2. ágúst síðastlið-
inn og fór útfor hennar
fram frá Háteigskirkju
10. ágúst.
Eg sendi þér kæra kveðju,
núkominerlífsinsnótt
Þig umvefji blessun og bænir,
égbið að þú sofir rótt
Þótt svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví.
Þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínverölderbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
éghittiþigekki umhríð,
þín minning er Ijós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Hlýleiki og hóg-
værð einkenndu
framkomu Sessýjar í
samskiptum fjöl-
skyldna okkar á
bemskuárum okkar.
Alltaf var hún
áhugasöm um líðan
okkar og gengi. Hún
reyndist móður okk- *
ar og okkur öllum
einstaklega vel er
faðir okkar lést fyrir
aldur fram og var
okkur stoð og stytta
alla tíð.
Ánægjulegar voru
samverustundirnar ýmist um jól eða
áramót. Minnumst við sérstaklega
vorferðanna um hvítasunnu.
Við þökkum þessari ljúfu konu
samfylgdina og biðjum góðan Guð að
styrkja eiginmann, böm, tengda-
börn og barnabörn í þeirra miklu
sorg.
Ibsen, Bára, Auður,
Haukur, Ólafur og
Guðrún Angantýsbörn.
+ Kristbjörg Jó-
hannesdóttir
fæddist að Hlíð í
Álftafirði við ísa-
fjarðardjúp 26. niaí
1915. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli 6. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hetuiar frani frá
Áskirkju 16. ágúst.
Hún Bogga frænka
var einstök kona, lítil-
lát, ljúf og góð, aldrei
veit ég til þess að hún
hallmælti nokkrum
manni. Börnum systkina sinna var
hún einstök frænka og vildi veg okk-
ar allra sem mestan. Ég veit að
mömmu var það mikill styrkur hve
vel Bogga sinnti Nonna bróður mín-
um sem fór frá fjölskyldunni 16 ára
gamall suður á Kópavoghæli, og hve
hún, að öllum öðrum ólöstuðum,
sýndi honum mikla ræktarsemi og
elsku, en þá var seinfarnara frá
Hnífsdal til Reykjavíkur en nú er. Og
eins og við vitum þá var Nonni alltaf
barn. En þótt Boggu hafi ekki þótt
þetta tiltökumál verður henni seint
fullþakkað.
Kristbjörg, eða Bogga frænka eins
og hún var alltaf kölluð, var ein
systranna úr stóra
barnahópnum frá Hlíð í
Álftafirði, alls voru þau
systkinin 17 en aðeins
11 komust á fullorðins
ár. Ekki þekki ég önnur
systkin sem eru svo
samheldin og náin sem
þau voru, þó þau væru
ekki öll alin upp saman.
Þau systkinin sögðu
aldrei nafnið eitt, held-
ur fylgdi alltaf systir
eða bróðir. Þær voru
þrjár systurnar sem
fóru í fóstur, þeirra á
meðal var móðir mín,
Daníela Jóna, sem fór til Sigurðar
móðurbróður síns og Friðgerðar
konu hans, sem þá bjuggu í Hnífsdal.
Daníela Jóna, dóttir mín, á kort sem
Bogga skrifar mömmu 19. júní 1926
og þar kemur kærleikurinn og vænt-
umþykjan berlega í ljós: „Kjæra
systir nú skrifa jeg þér á þetta kort
að gamni mínu. Jeg hef einlægt ætl-
að að skrifa þér en jeg skrifa svo illa
að jeg kem mér aldrei að því elsku
Dana mín. Jeg bið þig að fyrirgefa
okkur hvað við trössum að skrifa þér.
Mamma biður innilega að heilsa ykk-
ur öllum og pabbi og við öll. Skrifaðu
mér elsku Dana mín þú skrifar svo
vel. Vertu blessuð og sæl þín Bogga.“
Það mætti margur vera stoltur af
skriftinni sinni væri hún eins góð og
hjá þessari 11 ára gömlu stúlku.
Átján ára eignaðist hún einkadótt-
urina Agnesi, sem þau Helena systir
hennar og Jóhannes Jónsson gengu í
foreldra stað, en það var aldrei um
annað talað en að hún Bogga væri al-
vöru mamma hennar Oddu, þó þau
Hella og Jói ættu hana líka. Bogga
fór síðan suður til Reykjavíkur um
tvítugt en Jónína systir hennar var
þá farin suður. Allan sinn starfsaldur
þjónaði hún síðan öðrum. í þrjá ára-
tugi sá hún um heimili Guðbjargar
Bergþórsdóttur kaupkonu á Öldu-
götu 29 en starfaði síðar í mötuneyti
Áburðarverksmiðjunnar meðan hún
hafði aldur til.
Þegar hún hætti störfum á Öldu-
götunni keypti hún sér notalega íbúð
á Vífilsgötu og þar bjó hún meðan
hún hafði heilsu til. Foreldrar mínir
fluttu um svipað leyti á Gunnars-
braut, svo stutt var á milli þeirra
systra og naut mamma þess þegar
hún var ein er pabbi fór aftur á sjó-
inn. Þá var oft talað um að fara til
Boggu systur eða að Bogga systir
væri að koma.
Það er líka Boggu að þakka að
myndir eru til af fjölskyldunni frá
ýmsum tímum því hún eignaðist
snemma myndavél og notaði hana
óspart þegar hún kom í heimsókn
vestur. Og listfeng var hún, fór á tón-
leika og sótti leikhús.
Síðustu árin hennar Boggu
frænku minnar urðu erfið, en þá naut
hún umönnunar á Hjúkrunarheimil-
inu Skjóli. Ég skil nú betur orðin
hennar föðurömmu minnar sem hún
sagði við mig fyrir hart nær fjórum
áratugum, að Guð ætti að taka gamla
fólkið til sín en ekki litlu börnin.
Elsku Adda, Ilelena, Jóhanna og
Svava, við vitum að sárt er að sjá sína
nánustu fara svona illa eins og hún
gerði, en án alls efa er Bogga sæl nú
og áreiðanlega hefur verið tekið vel á
móti henni.
Guð blessi okkur minningu hennar
Boggu.
Fyrir hönd systkina minna,
Diddýjar, Hafsteins og Inga.
Bára Björk.
Það eru um 60 ár síðan Kristbjörg
Jóhannesdóttir, Bogga, kom inn í líf
okkar, þá ung kona, en við börn.
Hún gerðist ráðskona hjá frænku
okkar, Guðbjörgu Bergþórsdóttur,
kaupkonu. Hjá henni starfaði hún,
það sem Guðbjörg átti eftir ólifað, en
hún lést 1968. Hún reyndist henni af-
ar vel, ekki síst þegar Guðbjörg var
orðin gömul og farin að heilsu og
kunnum við henni miklar þakkir fyr-
ir það.
Heimili Guðbjargar að Öldugötu
29 var sannkallaður miðpunktur fjöl-
skyldunnar, þangað komu allir og
voru alltaf velkomnir á hvaða tíma
sólarhrings sem var. Vissulega lenti
þessi gestagangur ekki síst á Boggu.
Oft hlýtur hún að hafa verið þreytt á
þessum fyi-irferðarmiklu gestum. En
aldrei, ekki í eitt einasta skipti, sýndi
hún okkur nokkuð annað en elsku-
legt viðmót og vinsemd.
Við krakkarnir komum okkur
saman um, að Bogga gæti ekki orðið
reið, og okkur þótti vænt um hana.
Það var svo notalegt að vera í eldhús-
inu hjá henni og rabba um heima og
geima, og kökurnar hennar voru
heldur betur vinsælar og þeim gerð
góð skil.
Svo urðum við fullorðin, eins og
lög gera ráð fyrir, og við bættist
næsta kynslóð, sem sótti ekki síður í
að koma í eldhúsið til Boggu, opna
neðstu skúffuna, sem hafði að geyma
alls konar dót, t.d. sleifar, kökukefli,
kleinujárn, allt mjög spennandi fyrir
fólk, sem nýlega var farið að ganga
Já það var oft glatt á hjalla að Öldu-
götu 29 og mikill söknuður, þegar
það tímabil leið undir lok. En minn-
inguna eigum við, og hana bjarta.
Eftii- lát Guðbjargar keypti Bogga
íbúð að Vífilsgötu, þar sem hún bjó
meðan heilsan leyfði. Þangað var líka
gott að koma, hún hafði lag á að láta
fólki líða vel í kring um sig.
Við þökkum Boggu innilega fyrir
allt, sem hún gerði fyrir okkur, en
hún reyndist okkar heimili ákaflega
vel í veikindum móður okkar.
Það verður seint fullþakkað.
Agnesi dóttur hennar, dóttur-
dætrum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Kristbjargar
Jóhannesdóttur.
Helga B. Sveinbjömsdóttir,
Jón Sveinbjömsson.
KRISTBJORG
JÓHANNESDÓTTIR