Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 48

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚST VILBERG GUÐJÓNSSON + Ágúst Vilberg Guðjónsson fæddist 26. ágúst 1914 á Stokkseyri. Hann lést 27. júlí síð- astliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldr- ar Ágústs voru Guð- jón Pálsson og Vil- borg Margrét Magnúsdóttir. Ágúst átti 8 systkini, þar af er einn bróðir á lífi, Guðbergur Óskar. Hans kona er Rósa Vilhjálmsdóttir. Hin eru: 1) Steinunn Sig- ríður, f. 8. okt. 1896, d. 23. ágúst 1926. Maki Jón Steingrímsson. 2) Guðrún Pálína, f. 4. sept. 1887, d. 2. mars 1982. Maki Magnús Sig- geir Bjarnason. 3) Magnús, f. 27. ágúst 1899, d. 19. aprfl 1991. Maki Bjargey Guðjónsdóttir. 4) Magnea Vilborg, f. 6. okt. 1903, d. 2. nóv. 1960. Maki Júlíus Jónsson. 5) Þur- íður Kristín, f. 23. okt. 1906, d. 13. ágúst 1962. Maki Jón Steingríms- son. 6) Bergsteinn, f. 4. júlí 1909, d. 4. des. 1987. Maki Fjóla Blóm- kvist Gísladóttir. 7) Einar Guðjón, f. 15. júní 1912, d. 22. nóv. 1918. Síðan koma Ágúst og Guðbergur. Ágúst kvæntist Astu Margréti Sigurðardóttir, f. 25. september 1924, hinn 27. september 1947. Hún lést 19. nóvember 1995. ^ Sonur Ástu og fóstursonur Ágústs er Sigurður Grétar Egg- ertsson, börn hans eru Ágústa Dröfn, f. 15. aprfl 1973, sonur hennar er Kristján Alexander, f. 26. júní 1993; Hilmir Freyr, f. 17. janúar 1976, og Eva Björg, f. 28. aprfl 1983; fóstursonur Sigurð- ar er Snæbjörn, f. 28. janúar 1967. Sig- urður kvæntist Matteu Pétursdótt- ur, þau skildu. Sam- býliskona Sigurðar er Rósa Helgadóttir, f. 18. ágúst 1949. Börn Ágústs og Ástu eru: 1) Guðjón Vilberg, f. 1. sept- ember 1948, kona hans er Sigurbjörg Ágústsdóttir, f. 2. nóvember 1947. 2) Erna Kristín, f. 20. nóvember 1952, börn hennar eru Ásta Hjördís, f. 15. febrúar 1973, dóttir hennar er Tanja Dögg, f. 17. aprfl 1997; Jón Ágúst f. 6. ágúst 1978, sambýlis- kona hans er Dóra Ragnarsdóttir, f. 27. aprfl 1980. Erna giftist Valdimari Jónssyni, þau skildu. Eiginmaður Ernu er Ólafur Már Magnússon, f. 20. desember 1955. 3) Þuríður Jóna, f. 2. ágúst 1962, gift Valdimari Karli Guðlaugs- syni, f. 5. mars 1962, börn þeirra eru Þorsteinn Ingi, f. 25. mars 1985, Tryggvi Karl, f. 6. október 1987, Kristinn Örn, f. 16. október 1992, og Margrét Ásta, f. 23. febr- úar 1997. Ágúst starfaði allan sinn starfs- ferill hjá Vegagerð ríkisins. Útför Ágústar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13:30. f Nú þegar afi Gústi hefur kvatt okkur langar okkur að minnast hans með nokkrum orðum. Eftir að amma Ásta dó bjó afi Gústi einn í Hólmgarðinum. Alltaf fannst okkur gott að koma til hans og hann var alltaf ánægður að sjá okkur. Afi var voðalega vandvirkur og nákvæmur. Hann kom sér upp verkfæraaðstöðu uppi á hálofti í Hólmgarðinum. Þar dundaði hann sér oft við að smíða ýmsa nytsam- lega hluti. Hann gaf okkur litlar hrífur til þess að við gætum öll rak- að blettinn með pabba sem sló allt- af fyrir hann. Þegar við vorum búin og vorum að drekka kom afi alltaf með pening og gaf okkur fyrir hjálpina. Afi hafði líka gaman af að leika við okkur þegai' við komum í heim- sókn. Heima hjá afa var bílateppi og fullur poki af gömlum bílum. Svo röðuðum við bílunum upp og afi skreið oft með okkur á gólfinu. Þá sagði hann okkur sögur af því þeg- ar hann sjálfur var að leggja vegi í gamla daga úti á landi. Þá vann hann hjá Vegagerðinni og keyrði vörubíl. Hann hafði líka gaman af að sýna okkur myndir af því í myndaalbúminu sínu. Skrýtnast fannst okkur samt að heyra hjá honum sögur um álfa sem bjuggu í stórum steinum og hólum víðs veg- ar um landið en hann kunni margar sögur af þeim. Við kveðjum núna hann afa okk- ar og vitum að honum á eftir að líða vel við hliðina á ömmu. Þorsteinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Karl Valdimarsson, Kristinn Örn Valdimarsson, Margrét Ásla Valdimarsdóttir. Elsku afi, nú ertu farinn til ömmu og þér á án efa eftir að líða betur þar heldur en hér, án hennar. Því miður hittumst við ekki allt of oft síðastliðin ár, vegna búsetu okkar í Danmörku en ég man eftir mörgum góðum stundum um ævina sem bæta það upp. Þótt minninu hafi verið byrjað að hraka mundir þú alltaf eftir okkur og talaðir mikið um hana Tönju þína og símtölin ykkar milli land- anna voru yndisleg að hlusta á, þið voruð þau einu sem skilduð þau. Það voru ófáar stundirnar sem ég eyddi í Hólmgarðinum, alltaf var maður velkominn og var dekrað við mann og manni látið líða sem best. Og í Hólmgarðinn er ég svo aftur komin og geri mitt besta í að passa húsið. Ykkar góði andi fylgir því og ég veit að þið eruð þarna einhvers staðar og gerið ykkar besta til að passa upp á okkur. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín mikið og sérstaklega Tanja sem finnst mjög skrítið að hún sjái þig ekki aftur, henni fannst þú ekkert gamall. Þegar fram líða stundir munu fallegar minningar koma í stað sársaukans. Bless, bless, elsku afi og langafi. Ásta Hjördís og Tanja Dögg. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður sest niður til að skrifa minningargrein en mig langar til að kveðja þig með fáein- um orðum. Eg hef nú ekki þekkt rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt ab300 manns. EINNIG LE'ITliíí HADEGISMATUR MEÐKAFFI OG TERTI! A EFTIR - SAMA VERI) G3 . s(íoiii hJ6 °Hur ° «o tinul VEISLAN Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 • 170 Sehjornomes • Sími: 561 2031 * Fax: 561 2008 & VEITIN G AELDHU S www.veislan.is _ _ Cg þig mjög lengi en finnst eins og ég sé búin að þekkja þig alla mína ævi og áður en ég vissi af var ég farin að kalla þig afa ósjálfrátt. Mér fannst þú alltaf svo krúttlegur gamall maður og þú varst alltaf brosandi og komst mér alltaf í gott skap og fór ég alltaf svo glöð frá þér. Þú varst alltaf svo þakklátur þegar ég og Jón Ágúst komum í heimsókn til þín í Hólmgarðinn. Ég man einu sinni þegar við vorum í mat hjá Ernu og Ola og þú líka en þá var ég nýbúin að kynnast þér, svo um kvöldið keyrði ég þig heim og svo nokkrum dögum seinna seg- ir þú við Ernu: „Ja, sú litla er nú klár að keyra.“ Þér fannst það svo- lítið merkilegt. Á föstudögum fórstu alltaf til Begga bróður þíns og fékkst alltaf eitthvað gott og flott hjá honum og varstu oftast í byrjun vikunnar farinn að bíða eftir föstudeginum. I vor fórstu svo á Hrafnistu og fannst þér alltaf hálf- furðulegt að vera þar. Hann Ágúst var víst orðinn full- orðinn maður og hefur átt mörg góð ár og það má þakka fyrir að hann hafi ekki þurft að berjast fyr- ir lífi sínu eða að hafa þurft að standa í veikindum, hann fékk að fara í friði og sátt og er það það besta sem hægt er að óska sér en söknuðurinn er sár og minningarn- ar margar sem lifa með okkur. Elsku afi ég vil þakka þér fyrir árin sem ég fékk að þekkja þig og mun ég aldrei gleyma brosinu og hlátr- inum þínum sem gladdi mig alltaf svo mikið. Ég kveð þig með söknuði og veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum iætur hann mig hvíiast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þín, Dóra. Heiðursmanni ber að fylgja úr hlaði. Það geri ég í örfáum orðum, enda maðurinn aldrei gefinn fyrir orðaflaum. Ágústi Guðjónssyni kynntist ég á hans efri árum, að af- loknum starfsferli hans. Mér hefur verið sagt að þar hafi farið verk- maður góður, handlaginn, vinnu- samur og skilvirkur. Kynni mín af Gústa og hans afkomendum stað- festa þessa mannkosti. Það var bjart yfir Gústa, hann var ávallt glaður. Brosandi er hann klappaði á koll barnabarna sinna. Gleði var honum mikilsverð lífsgjöf. Gústi var hæglátur maður og hafði sig lít- ið í frammi í fjölmenni, en var ein- staklega ljúfur og glettinn og hafði margt fram að færa í tveggja manna tali. Gústi var hófsemdar- maður, en með fallegan glampa í augum þegar hann lyfti staupi í góðra vina hópi. Þannig var allt hans viðmót og þannig mun hans verða minnst. Siguijón Yngvason. Missir er hræðilegur. Minning- arnar hrannast að. Hversu ljúfar, sem þær annars eru, valda þær sársauka, því söknuðurinn er svo sár. Sorgin gleymir engum og við missinn vaknar sjálfsgagnrýni og ásakanir. Gat ég gert betur, var ég nógu góður? Dauðinn er mesti ag- ari lífsins. Ágúst minnti mig alltaf á pabba, mesta ástvin minn og félaga. Ég missti hann á unga aldri, en um- hyggja hans og fordæmi lifr enn þann dag í dag. Báðir voru þeir ein- staklega nærfærnir, traustir og yndislegir. Brosið og hlýr málróm- urinn var sífellt staðfesta þeirrar ástar, sem að baki bjó. Augnaráðið eitt og fasið fékk villta strákaskara til að detta í dúnalogn. Þuríður mín og systkinin hafa nú mikið misst, sem og öll fjölskyldan. Föðurmissir minn varð mér hræðilegt áfall og ég veit, hvað systkinunum líður illa núna. Móð- urmissirinn fyrir nokkrum árum var líka svo sár. Spurningarnar vakna, stoðir lífs og tilveru bifast. Við lítum til barnanna og unga fólksins, sem framtíðin blasir við. I þeim eiu svörin, framtíðin og lífið. Við kyssum litlu glókollana og strjúkum tár af vanga. Ástin streymir til kynslóðanna í drottins náð, þótt veruleikinn geti verið bit- ur. Strax í menntaskóla byrjuðu Valdimar minn og Þuríður að vera saman. Það var stoltur strákur, sem kynnti undurfagra kærustu sína. „Svo fáum við herbergi í Hólmgarðinum." Varla verður sagt að lífið hafi alltaf verið tómur dans á rósum hjá Valdimar í æsku. En nú skein sólin svo sannarlega í heiði. Þuríður og hennar yndislega fjölskylda voru hamingja Valdimars. Hún stækkaði líka. Þorsteinn Ingi kom, Tryggvi Karl, Kristinn Örn og Margrét Ásta. Syngjandi sæl og glöð, alltaf í boltanum og á hestbaki þess á milli. Ágúst fæddist á menningar- staðnum Stokkseyri, þaðan sem þúsund ára leið iá af hafi til al- þingis íslendinga og Skálholts- stjórnsýslu. Ellefu ára fluttist hann með foreldrum sínum og systkina- hópnum til Reykjavíkur. Ólst upp á Nönnugötunni og Ásvallagötunni og byrjaði ungur sem kúskur hjá Vegagerðinni. Honum háði reyndar alltaf fæðingargalli, hann vantaði alla fingurna á hægri hönd. Hann tók meirapróf á bíl og hóf akstur hjá Vegagerðinni, var líka mikið á ýmsum vélum. Hann kynnt- ist stóru ástinni sinni, Ástu Mar- gréti, og hóf búskap á Hverfisgötu 100, leigði hjá systur sinni og mági. Á þessum árum tjölduðu vegagerð- arflokkarnir oft hvítu tjöldunum sínum, þar sem þeir voru að vinna, og komu fjölskyldurnar gjarnan í heimsókn, t.d. var eftirminnilegt fyrir börnin að komast á Þingvöll. Síðustu áratugi sína hjá Vega- gerðinni starfaði Ágúst á lager stofnunarinnar, og nutu þá frábær- ir eðliskostir hans, skarpskyggni og lipurð, sín vel. Fáa menn hef ég þekkt meiri fjölskyldumenn en Ágúst. Kona hans, Ásta Margrét Sigurðardóttir, var einstök, ein af burðarásum kvenfélags Bústaðakirkju og forkur dugleg. Hún lést fyrir fimm árum. Fyrir fimmtíu árum festu þau kaup á lítilli tveggja herbergja íbúð, tilbúinni undir tréverk, í Hólmgarði 13 og skiptu henni síðar fytir stæiri í sama húsi. Þetta var hið heilaga vé Ágústs. Þarna var hann öllum stundum, þegar hann var ekki að vinna. Hann var ein- staklega laghentur, þrátt fyrir fötl- unina, smíðaði jafnvel þvotta- klemmur fyiir konu sína og sköft á borðhnífa barnanna. Eftir lát Ástu bjuggu börnin hon- um yndislegt heimili áfram í Hólm- garðinum. Skipt var liði og voru daglegar heimsóknir, jafnvel oft á dag. Ekkert breyttist, þótt hann flyttist á Hrafnistu síðustu mánuð- ina. Kynni mín af Ágústi og allri þessari yndislegu fjölskyldu og líf Valdimars míns með henni hefur skilið mig eftir djúpt snortinn. Að leiðarlokkum þakka ég Ágústi ynd- islega samfylgd. Ég votta börnun- um, barnabörnunum, ættingjum öllum og vinum mína dýpstu sam- úð. Guð ástar og hlýju taki Ágúst minn sér í faðm og veiti honum frið sinn. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. GUÐRUN ARNALDS + Guðrún Arnalds fæddist í Reykja- vík 28. júlí 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 15. ágúst. Þegar ég kom til starfa hjá föður mínum Bernhard Petersen haustið 1942 voru fyrir á skrifstofunni tvær stúlkur, fósturdóttir hans, Arndís Skúla- dóttir, og tók ég við af henni sem bókhaldari og gjaldkeri, hin var Guðrún Arnalds og áttum við eftir að eiga áratuga samstarf. Hún hraðritaði fyrir föður minn og sá um allar bréfaskriftir, sem þá voru kall- aðar korrespondance. Það fór ákaf- lega vel á með þeim, sem best kom fram í frábærri minningargrein er hún reit um hann látinn. Meðan hún starfaði hjá okkur var hún allta tíð mín hægri hönd. Fljót- virk og jafnframt vandvirk og ákaf- lega vel að sér í íslensku máli. Á ein- hverju starfsafmæli hennar reyndi ég að gera mér grein fyrir afköstum hennar og komst að raun um að bréf og skjöl er hún hafði vélritað hjá okkur skiptu tugum þúsunda. Það var ekki vélakostinum fyrir að fara á skrifstofunni, tvær gamlar ritvélar og handsnúin reiknivél. Auk þess áttum við gamla samlagningar- vél með rússnesku letri, hvaðan sem hún hefur nú komið. Þetta bjargaðist, enda ekki völ á öðru þessi fýrstu ár. Það var þvf mikil bót er við eignuðumst IBM-rafmagnsritvél og FACIT-reiknivél. Öll viðskipti við út- lönd fóru fram með skeytasendingum og bréfaskriftum og voru margar ferðir daglega með skeyti út á sím- stöð. Það var því mikil framför er við fengum telex 1963 og síðar faxtæki. Ég saknaði Guðrúnar mjög er hún hætti störfum hjá okkur 1988. Þetta var auðvitað slæm eigingirni en ég var orðinn svo vanur þeim góða anda og áhrifum sem henni fylgdu að ég leiddi hjá mér þá hugsun að sam- starfi okkar lyki meðan bæði lifðu. Ég var alla tíð dálítið montinn af að hún skyldi starfa hjá okkur því inn á við sem út á við var hún tákn um traust og reglusemi og kjölfesta í okkar skrifstofuhaldi. Það var aldrei þrot á umræðuefni í kaffitímum þar sem Guðrún var annars vegar og hafði ég lítið í hana að segja þegar við vorum ekki sam- mála, en allt var þetta í mesta bróð- erni og samstarf okkar alla tíð sem best varð á kosið. Ég kveð mína elskulegu sam- starfskonu með þökk og virðingu. Gunnar Petersen. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargi'einum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.