Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 49
JÓHANNES
SIGFÚSSON
+ Jóhannes Sigfús-
son fæddist í
Sandholti í Tjöm-
eshr. S-Þing. 6. febr-
úar 1923. Hann lést 7.
ágúst síðastliðinn.
Faðir hans var Sigfús
Jóhannesson, af-
greiðslumaður hjá
Kaupfélagi Þingey-
inga á Húsavík, f. 22.
júní 1890, d. 9. maí
1951. Móðir hans var
Sigurlaug Björns-
dóttir, húsfreyja á
Ilúsavík, f. 8. júní
1897, d. 30. jan. 1934.
Jóhannes kvæntist 10. mai 1946,
Kristínu Sigurðardóttur, hús-
freyju, f. 24. mars 1927.
Börn þeirra: 1) Sigríður Val-
gerður, f. 1. febrúar 1946, maki
Stefán Baldursson. 2) Sigfús, f. 12.
nóvember 1952, maki Guðbjörg
Ámadóttir. 3) Sigurlaug Jakobína,
f. 8. júlí 1955, maki Sigurður Þ.
Karlsson. 4) Sigurður Gunnar, f.
26. október 1958, maki Yvonne
Williams. 5) Sigþór Ogmundur, f.
3. október 1963, maki Gíslína G.
Hinriksdóttir. 6)
Sigrún Ósk, f. 20.
ágúst 1967, maki Ól-
afur Kr. Sigurðsson.
Barnabörnin em
18 og bamabarna-
börnin 9.
Jóhannes varð
stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1945. Hann var skrif-
stofumaður á
skömmtunarskrif-
stofu ríkisins í
Reykjavík 1947-51.
Bókhaldari hjá Raf-
magnsveitum ríkis-
ins og sá um bókhald fyrir Laxár-
virkjun II í S.-Þing. 1951-54.
Bæjarstjóri á Seyðisfirði 1954-58.
Framkvæmdastjóri fyrir togarafé-
lagið Austfirðing hf. á Eskifirði
1958-59. Bókhaldari hjá Sjóla-
stöðinni hf. (útgerð) í Hafnarfirði
1974-78 og hjá Sæfinni hf. (tog-
araútgerð) í Reykjavík frá 1978-
88. Bílstjóri hjá BSR til 1998.
Utför Jóhannesar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Okkur langar að minnast pabba
okkar og tengdapabba með nokkrum
orðum.
Hann andaðist 7. ágúst. Hann var
fæddur á Húsavík 6. feb. 1923 og ólst
þar upp. Síðan lá leiðin til Akureyrar
í menntaskólann, þaðan sem hann
útskrifaðist sem stúdent 1945.
Á Akureyri kynntist hann mömmu
og voru það hans gæfuspor, síðan
eru liðin 54 ár.
Við minnumst hans sem íslensku-
manns og ósjaldan leiðrétti hann rit-
að og mælt mál. Pabbi stytti aldrei
nöfn barna sinna eða tengdabarna,
allir í fjölskyldunni voru nefndir full-
um nöfnum. Hann fylgdist vel með
skólagöngu barna sinna og barna-
barna. Pabbi var höfðingi og gott var
að leita ráða hjá honum. Hann vildi
allt fyrir okkur gera sem hann gat.
Fyrir tveimur árum greindist hann
með illkynja sjúkdóm og hafa síðustu
mánuðir verið honum erfiðir en hann
var ekki tilbúinn að gefast upp. Fyrir
tveimur mánuðum fóru hann og
mamma til Afríku að heimsækja Sig-
urð, þessa ferð ætlaði hann að fara
og ekkert gat stöðvað hann. Hann
naut þess að ferðast og eru okkur
minnisstæðar hinar mörgu ferðir til
Hjalteyrar, þá var pabbi í essinu
sínu, með yfirfullan bíl af börnum,
dýrum og farangri. Ferðin tók oftast
tvo daga og þetta fannst honum á sig
leggjandi til þess að geta gert það
sem honum fannst einna skemmti-
legast að dorga og nálgaðist það að
vera eina tómstundagaman hans.
Vegna þess hve mikið pabbi vann
voru þessar stundir okkur mjög dýr-
mætar. Pabbi var mikið snyrtimenni
en hann var líka sérvitur Þingeying-
ur, hann varð ævinlega að nota sömu
hnífapörin og sama bollann og hann
varð að vera þunnur annars kólnaði
kaffið, helst þurfti að hita diskana.
Pabbi tók mjög nærri sér að vera
orðinn veikur, það var frekar hans að
hjálpa öðrum en þiggja aðstoð.
Elsku pabbi, kannski skaparinn
hafi verið að hlífa þér við frekari
þrautum er hann hreif þig frá okkur.
Þú hafðir átt mjög góðan dag, keyrt
upp í Borgarfjörð í sumarbústaðinn.
Þennan bústað byrjaði hann að
byggja fyrir 11 árum ásamt Sigfúsi
og Arna tengdaföður hans. Pabbi
hafði mjög gaman af að dvelja þarna
og á hverju vori var gróðursett nýtt
tré fyrir það sem kindurnar höfðu
gætt sér á en engar voru lúpínurnar.
Pabbi minn, nú ert þú leystur frá
þrautum. Við munum hugsa vel um
mömmu og halda áfram að hittast á
jóladag.
Hvíl í friði.
Börn og tengdaböm.
Við Jóhannes Sigfússon hittumst
fyrst í 3. bekk Menntaskólans á Ak-
ureyri haustið 1941. Hann hafði ver-
ið í skólanum veturínn áður en ég
ekki. Veturinn eftir bjuggum við
saman í kjallarakompu í heimavist
skólans sem nefndist Undirveggur
ef ég man rétt. Það herbergi telst
ekki mannabústaður í dag. í dag eru
kröfurnar allt aðrar heldur en á okk-
ar tíma. Þá var nálega allt gert til að
komast í skóla. Þeir, sem á heima-
vistinni bjuggu, áttu að vera komnir í
skólahúsið kl. 10 að kvöldi, nema á
laugardagskvöldum, þá kl. 11.30. Við
kvörtuðum ekki. Við töluðum ekki
saman um þetta en besti vitnisburð-
urinn um það hvemig okkur líkaði
vistin og ófrelsið er það, að haustið
1943 vorum við báðir búnir að útvega
okkur einstaklingsherbergi úti í bæ
og vorum þar uns við lukum stúd-
entsprófi 17. júní 1945. Við höfum
haft nokkurt samband allar götur
síðan og rifjað upp atburði frá liðinni
tíð okkur til óblandinnar ánægju.
Jóhannes Sigfússon var manna
fríðastur, vel vaxinn og meðalmaður
á hæð. Hann hafði mikið ljóst, liðað
hár. Jóhannes hafði rólega og aðlað-
andi framgöngu og bar sig vel. Hafði
stundað nokkuð íþróttir. Var m.a.
talinn góður bakvörður í knatt-
spyrnu. Hann fór stundum á fætur
kl. 8 á sunnudagsmorgnum, þegar
við vorum í 4. bekk, til þess að iðka
þessa íþrótt sína. Ég skildi þetta
aldrei. Jóhannes bar aldurinn vel
fram á síðustu vikur.
Jóhannes kunni að velja sér falleg
föt og gerði það óspart. Hann eign-
aðist á þessum tíma okkar mjög fal-
legan bláan frakka sem fór honum
vel. Ég hefi ekki í annan tíma séð
bláan frakka sem nálgaðist meir bláa
frakkann hans Jónasar Hallgríms-
sonar, skálds, sem hann stikaði í um
götur Reykjavíkur áður en hann hélt
til háskólanáms í Kaupmannahöfn.
Það vantaði að vísu logagyltu hnapp-
ana á frakka Jóhannesar en það
breytir þessu ekki. Þá má ekki
gleyma fallegu brúnu jakkafotunum
sem Jóhannes notaði í 5. og 6. bekk.
Enginn var í eins vel burstuðum
skóm í M.A. og Jóhannes og eru
kennarar þá ekki undan skildir.
Eftir að við Jóhannes vorum laus-
ir úr heimavistinni í M.A. fórum við
að líta í kringum okkur í mannlífinu.
Við fórum á skemmtistaði á Akur-
eyri og nágrenni. Verður það ekki
rakið nánar hér. Ekki fór það á milli
mála, að hinn myndarlegi og vel búni
Jóhannes vekti talsverða athygli
kvenna á góðum aldri. Afleiðingarn-
ar af þessum skemmtiferðum okkar
urðu þær, að við vorum báðir orðnir
ábyrgir fjölskyldumenn innan til-
tölulega skamms tíma. Ekki þurftum
við aðstoðar Bakkusar gamla til þess
að skemmta okkur. Ekki lutum við
heldur svo lágt, að troða upp í okkur
sígarettum með eld i öðrum endan-
um.
Jóhannes fékkst við margvísleg
störf um dagana. Á skólaárunum
vann hann t.d. í síldarverksmiðju.
Eitt sumarið vann hann hjá amer-'
íska hernum við þýðingar, m.a. á því,
sem sagt var um herinn í fjölmiðlum
á íslandi. Þetta leiddi til þess, að
hann varð vel mæltur á enska tungu.
Hann átti kunningja í hemum sem
ég hitti. Haustið 1947 kom mikil og
óvænt síld í Hvalfjörð. Þar var mikill
fjöldi skipa að veiðum. Á einu þeirra
var Jóhannes og eignaðist góðan
hlut.
Jóhannes Sigfússon lærði
snemma að rita óvenjulega fallega
rithönd. Hann hafði glöggt auga fyr-
h- smekklegri uppsetningu á skjöl.
Hann vann margvísleg skrifstofu-
störf um ævina og munu þessir hæfi-
leikar bera honum glöggt vitni þar.
Jóhannes vann á skömmtunar-
skrifstofunni í fjögur ár. Þar hitti
hann fyrir skólafélaga okkar, Björn
Baldursson. Vel fór á með þeim.
Hann var bókhaldari hjá þessum fyr-
irtækjum: Rafmagnsveitum ríkisins
vegna Laxárvirkjunar II, Sjóla-
stöðinni hf. og Sæfinni hf. Hann var
bæjarstjóri á Seyðisfirði 1954-1958,
framkvæmdastjóri togarafélagsins
Austfirðings hf. á Eskifirði um tíma,
leigubifreiðastjóri á BSR.
Jóhannes var hörkuduglegur
maður til allra stafa. Hann þurfti á
því að halda því að hann eignaðist
stóra fjölskyldu. Segja má, að hann
hafi oft unnið tvöfaldan vinnudag.
Fyrst á skrifstofunni og síðan við
akstur.
Þann 10. maí 1946 kvæntist Jó-
hannes eiginkonu sinni, Kristínu
Sigurðardóttur frá Hjalteyri. Þau
hittust ung. Hjónaband þeirra var
langt og farsælt. Þau eignuðust sex
mannvænleg börn sem öll eru fjöl-
skyldufólk. Þau eru: Sigríður Val-
gerður, húsfreyja, Sigfús, forstjóri,
Sigurlaug Jakobína, húsfreyja, Sig-
urður Gunnar, vélvirki, Sigþór Ög-
mundur, bakari og Sigrún Ósk,
gæslukona. Kristín og börnin þakka
góðum og umhyggjusömum fjöl-
skylduföður.
Ég vil ítreka þá skoðun mína, að
hér er ekki um neinn dauða að ræða
heldur aðeins vistaskipti. Hún er
reist á frábænim fundum aðallega
hjá Hafsteini Bjömssyni, svo og á
mörgum bókum sem ég á. I viðtali
við mig minntist Kristín mikilvægrar
hjálpar Einars á Einarsstöðum þeg-
ar mikið var í húfi hjá henni.
Að lokum þakka ég Jóhannesi
löng og góð kynni. Kristínu og af-
komendum þeirra votta ég samúð
mína. Hér hefir aðeins skeð hið óhjá-
kvæmilega.
Ámi Stefánsson.
Frágangur af-
mælis- og
minningar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Blómabwðin
Öa^ðskom
v/ Fossvo0sUi»*!<jwgar3
Símii 554 0500
SÖLSTEJNAR
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
t
Elskulegur, indæll sonur okkar, bróðir, bama-
barn, mágur og ástkærfrændi,
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON,
er látinn.
Vilhjálmur Ketilsson,
Garðar Ketill Vilhjálmsson,
Margeir Vilhjálmsson,
Svanur Vilhjálmsson,
Vala Rún Vilhjálmsdóttir,
Ólafur Björnsson,
Ketill Vilhjálmsson,
Ásgeir Elvar,
Brynjar Freyr
Sigrún Ólafsdóttir,
Kristín Jóna Hilmarsdóttir,
Guðmundur K. Steinsson,
Hrefna Ólafsdóttir,
Valgerður Sigurgísladóttir,
ktor Thulin,
I Katla Rún.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓNAS INGVARSSON,
Þóristúni 5,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn
15. ágúst.
Ingveldur Kristmannsdóttir,
Ingvar Jónasson,
Örlygur Jónasson, Rannveig Þórðardóttir,
Guðrún Jónasdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJARNIINGIMAR JÚLÍUSSON,
Hagamel 30,
Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 16. ágúst.
Áslaug Stefánsdóttir,
Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir,
Hildur Sveinsdóttir,
Júlíus Bjarnason,
Stefán Ingimar Bjarnason,
Rannveig Júníana Bjamadóttir,
Bjarni Þórður Bjarnason,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
I
Vesturhlíð 2
Fossvogi |
Sími 551 1266
www.utfor.is
í
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
1
/
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Eimrsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is