Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
RAGNAR ÞORGRÍMSSON
fyrrv. eftirlitsmaður hjá SVR og ökukennari,
Árskógum 8,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 18. ágúst kl. 13.30.
Margrét Helgadóttir,
Kolbrún Ragnarsdóttir, Egill Hallset,
Guðrún Ragnarsdóttir, Stefán Ingólfsson.
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐJÓN MAGNÚSSON
bóndi frá Hrútsholti,
Ánahlíð 14,
Borgarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
15. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Erla Hulda Valdimarsdóttir.
+
Eiginkona mín,
JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Klængshóli í Skíðadal,
andaðist þriðjudaginn 15. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hermann Aðalsteinsson.
+
Frændi okkar,
POUL SANDVIG PEDERSEN,
Hvidovre, Danmörku,
lést mánudaginn 31. júlí síðastliðinn á heimili sínu.
Jarðarförin hefur farið fram.
Aðstandendur.
+
Ástkær unnusti minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og tengdasonur,
JÓN ANDRÉSSON,
Gyðufelli 16,
sem lést mánudaginn 7. ágúst sl., verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn
18. ágúst kl. 13.30.
Elísabet Lára Tryggvadóttir,
Aron Franklín, Aþena Marey, Brynja Sól,
Andrés Jón Bergmann Ásgeirsson, Valdís G. Jónsdóttir,
systkini og tengdaforeldrar.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON
fyrrv. bóndi
á Grund í Svínadal,
er andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blöndu-
ósi 8. ágúst, verður jarðsunginn föstudaginn
18. ágúst kl. 14.00 frá Blönduóskirkju.
Jarðsett verður í Auðkúlukirkjugarði.
Guðrún Jakobsdóttir,
Lárus Þórðarsson,
Valdís Þórðardóttir,
Ragnhildur Þórðardóttir, Sigurður H. Pétursson,
Þorsteinn T. Þórðarson, Guðrún Atladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HEIÐA BJÖRK
VIÐARSDÓTTIR
+ Heiða Björk Við-
arsdóttir fæddist
í Reykjavík 19. júní
1980. Hún andaðist á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut fimmtu-
daginn 10. ágúst.
Foreldrar hennar
eru Auður Erla Sig-
friedsdóttir, f. 9.3
1940, d. 19.6. 1988,
og Viðar Stefánsson,
f. 20.5. 1947. Stjúp-
móðir Heiðu er Anna
Ólafsdóttir, f. 9.6
1949, dóttir hennar
er Inga Huld Hermóðsdóttir, f.
7.7.1972. Systir Heiðu sammæðra
er Bryndís Scheving, f. 27.10.
1959, maki Haraldur Ólafsson, f.
12.7. 1960. Bræður Heiðu eru
Stefán Fannar Við-
arsson, f. 28.5. 1976
og Ægir Þór Viðars-
son, f. 26.10. 1978.
Unnusti Heiðu er
Björn Líndal
Traustason, f. 7.2.
1978. Foreldrar
Björns eru Dóra Kr.
Traustadóttir, f. 7.1.
1961 og Trausti Ól-
afsson, f. 15.8.1955.
Heiða var nem-
andi í Borgarholts-
skóla. Hún vann með
námi hjá Á stöðinni,
Gylfaflöt og nú í
sumar einnig hjá Hverfisstöð
borgarinnar, Jafnarseli.
Utför Heiðu fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
19. júní 1980, síminn hringir hjá
mér í vinnunni, mamma komin með
hríðir og barnið að fara að fæðast.
Hleyp af stað og á leiðinni út kallar
vinnufélagi minn „veðja við þig að
þetta verður stelpa". Það fannst mér
nú harla ólíklegt þar sem ég átti 5
bræður og hlaut því að verða eina
stelpan áfram. En svo gerðist undr-
ið, litla systir mín fæddist og það
sem meira var, ég var viðstödd fæð-
inguna. Síðan hef ég fylgst með þess-
ari litlu mannveru sem fæddist fyrir
20 árum stækka og þroskast og
verða að ungri, fallegri konu. Minng-
arnar eru margar og allar góðar um
þessa vel gerðu stúlku. Ég var ákaf-
íega stolt af henni Heiðu minni, enda
ekki annað hægt þar sem hún var
eldklár í skólanum og allt sem hún
tók sér fyrir hendur var vel og vand-
lega gert. Elsku Heiða mín, ég veit
að nú ert þú komin á góðan stað og
mamma hefur tekið vel á móti þér.
Allt það sem ég vildi segja og gera
með þér verður bara að bíða þar til
ég hitti þig aftur. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að vera með þér fram
á síðustu stundu þína hér á jörð og
bið og vona að Guð gefi okkur öllum
styrk til þess að takast á við lífið á
ný.
Þóaðkaliheiturhver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei raun ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Bless engillinn minn.
Þín systir
Bryndís.
Elsku Heiða mín. Það er eflaust
alltaf sárt að kveðja þá sem manni
hefur þótt vænt um. Mér finnst
næstum óbærilegt að sætta mig við
brottför þína þar sem hana ber allt of
brátt að. Þú hefðir orðið yndisleg
móðir Heiða, það sá ég á því hvernig
þú varst við son minn, sem þú kallað-
ir alltaf litla frænda. Þú kunnir á
honum lagið en það gera alls ekki all-
ir. Hafsteinn hitti þarna jafnoka
sinn, því eins og þú sagðir ef hann
var frekur þá varst þú bara frekari.
En ef hann var góður við þig, þá fékk
hann það margfalt til baka. Þannig
var það bara með þig, þú vildir allt
fyrir alla gera. Sólarhringurinn var
bara einfaldlega ekki nógu langur til
þess að þú gætir sinnt öllum eins og
þú hefðir viljað. Þú áttir líka svo
marga vini sem er alls ekki skrítið,
það vilja allir vera nálægt fólki sem
er svona opið og innilegt og þar að
auki alltaf í góðu skapi. Þegar móðir
mín kynntist föður þínum þá tókst
þú okkur báðum með opna arma og
þó að það væru átta ár á milli okkar
þá gátum við talað saman um hvað
sem er. Mér þótti ótrúlega vænt um
þegar þú fórst að kalla mig stjúp-
systur, því þú varst systirin sem mig
dreymdi alltaf um að eiga. Ég vildi
bara að ég gæti sagt þér hversu
miklu máli samband okkar skipti
fyrir mig. Ég vildi líka að ég hefði
haft tækifæri til þess að gera eins
mikið fyrir þig eins og þú gerðir fyrir
mig.
Lífið allt mun léttar falla.
Ljósið vaka í hugsun minni.
Ef ég má þig aðeins kalla.
Yndið mitt í fjarlægðinni.
(Friðrik Hansen.)
Við ætluðum að hittast eftir helgina
örlagaríku. Ég ætlaði að koma til þín
og Bjössa og færa ykkur innflutn-
ingsgjöf. Þú varst svo ánægð með
nýju íbúðina og vildir að ég sæi
hversu vel þið höfðuð komið ykkur
fyrir. Ég er nú búin að fara til Bjössa
og fá að skoða og sá að þú hafðir rétt
fyrir þér. Þú hafðir náð að hreiðra
svona vel um þig á skömmum tíma.
Hvers vegna svona ungt fólk í blóma
lífsins er tekið frá okkur fæ ég lík-
lega aldrei skilið. Ég þakka bara fyr-
ir að ég og þínir nánustu fengum að
vera hjá þér þína síðustu stund og
kveðja þig í ró og friði. Þú komst eins
og engill inn í líf mitt og ég kvaddi
þig líka sem slíkan.
Þín mun verða sárt saknað Heiða
mín og þú skilur eftir þig stórt tóma-
rúm sem aldrei verður fyllt en þú
munt lifa áfram í hjörtum okkar sem
þótti vænt um þig.
Ég þakka fyrir þann tíma sem ég
fékk að þekkja þig og kveð þig með
þessum orðum sem koma upp í hug-
ann er ég hugsa til þín. Þú varst svo
einlæg, opin og fögur og hafðir svo
margt að gefa. Skildir eftir þig hvert
sem þú fórst margar góðar sögur.
Nú tími okkar hér ásamt þér hefur
tekið enda. Því kveð ég þig nú, en
kveðjan er full af sorg og trega.
Þín stjúpsystir,
Inga.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýjug
og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður og sonar,
SIGURÐAR RAGNARS
GUNNLAUGSSONAR
lýtaskurðlæknis,
Ránargötu 30a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkirtil hjúkruarfólks deildar 11-E
á Landspítalanum.
Jóhanna Kristín Tómasdóttir,
Unnur Svava Sigurðardóttir,
Sigríður L. Sigurðardóttir.
Elsku Heiða mín. Að þú skulir
vera farin frá okkur er óbærilega
sár staðreynd, öllum sem elska þig.
Við spyrjum af hverju, af hverju þú
svona ung, falleg og góð. Þú og
Bjössi voruð búin að taka á leigu
íbúð og hreiðra fallega um ykkur
þar. Það gladdi mig að fylgjast með
ykkur. En eftir tveggja vikna sam-
búð dundi ógæfan yfir. Flugslys, og
þú, elskan mín, farþegi, stórslösuð.
Við tók tími sorgar og kvíða, þú
lifðir í tvo sólarhringa en þá kom
kveðjustundin svo þungbær okkur
öllum. En við vissum að þó þú lifðir
værir þú farin frá okkur í þeirri
mynd sem við þekktum þig.
Einhvern tímann þegar mér leið
illa þá flugu mér þessi orð í hug: „í
sárustu kvölinni og í svartasta
myrkrinu sé ég þrjá ljósa punkta."
Þessir ljósu punktar eru börnin mín
og allar mínar stundir og minningar
með þeim. Nú lýsa minningarnar
um þig, Heiða mín, upp þetta myrk-
ur sem við erum öll í sem elskum
þig;
Ég man eitt kvöld í Laufrima. Við
vorum að borða saman. Ég horfði á
þig og Bjössa, írenu og Gest og
Steinar Trausta. Ég fylltist stolti og
gleði yfir því að þessi fallegi hópur
var börnin mín og tengdabörn.
Ég lít svo á að nú kveðjum við
Heiðu í bili. Ég bið guð að hjálpa
Viðari og Önnu sem nú sjá að baki
yndislegri dóttur og stjúpdóttur.
Einnig bið ég almættið að vera með
bræðrum hennar, Stefáni og Ægi.
Ég bið guð að styrkja Bryndísi syst-
ur hennar og fjölskyldu. Einnig
Ingu og Hafstein. Guð hjálpi þér,
Rannveig mín, svo og öllum öðrum
vinum hennar Heiðu.
Björgunarmönnum, starfsfólki
gjörgæsludeildar Landspítalans og
séra Maríu Ágústsdóttur þakka ég
ómetanlega hjálp undanfarna daga.
Við þig, elsku Bjössi minn, vil ég
segja þetta. Þú ert búinn að reyna
mikið undanfarna daga, Heiða þín
tekin frá þér, verra getur það ekki
orðið.
Nú tekur við erfiður tími söknuðar
og ég á svo fá ráð. Þegar þú og Irena
voruð lítil sögðuð þið „mamma redd-
ar öllu og getur allt“ en það er orðið
langt síðan þið gerðuð ykkur grein
fyrir því að svona einfalt er lífið ekki.
En ég geri allt sem ég get til að
milda þetta högg. Bjössi minn, þú átt
frábæra systur og vini sem standa
með þér nú sem fyrr. Svo bið ég guð
að hjálpa þér og vera með þér alltaf.
Nú er Heiða hjá mömmu sinni
sem hún missti svo ung. Megi minn-
ingin um ást hennar og bros vera þér
hjálp á erfiðum tímum.
Elsku Heiða mín, þakka þér fyrir
allt, þú hjálpaðir mér oft og ég sakna
þín og gleymi þér aldrei.
Ég bið guð að geyma þig, yndið
mitt. Þegar ég hugsa um engla,
hugsa ég til þín.
Þín tengdamamma,
Döra Kr. Traustadóttir.
Elsku besta Heiða mín. Ég á
margar góðar minningar um þig og
þá sérstaklega þegar við vorum litlar
og þú komst oft til okkar og gistir hjá
okkur og ég kom líka stundum til þín
og gisti hjá þér. Mér fannst alltaf svo
gaman að vera með þér því þú varst
3 árum eldri en ég og ég leit mjög
mikið upp til þín. Svo þegar árin liðu
og þú varðst unglingur þá minnkaði
samband okkar mikið, þú varst svo
mikil pæja. En þó að sambandið hafi
minnkað gátum við alltaf spjallað um
allt milli himins og jarðar þegar við
hittumst. En ég hitti þig síðast í apríl
í fermingunni hennar Ernu systir
minnar. Þú varst svo dugleg og lífs-
glöð stelpa, alltaf brosandi og í góðu
skapi. Eg sakna þín mjög mikið,
Heiða mín, og á mjög erfitt með að
trúa því að ég eigi aldrei eftir að hitta
þig og tala við þig aftur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blesssun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Viddi, Bjössi og fjölskyldur ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
vona að guð styrki ykkur á þessari
sorgarstund.
Þín frænka,
Hrefna.