Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 53 --------------------------‘C MINNINGAR KJARTAN DAVIÐ HJARTARSON + Kjartan Davíð Hjai-tarson fædd- ist á Hornafirði 9. mars 1994. Hann lést af slysförum 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 12. ágúst. Elskulegur frændi og vinur er allur. Hljóðlátt hvísl um hugann fer, hræðir ungu blómin mín, þegarsólinsælastskín, sækir að mér daga og nætur. Pegar jörð og himinn hlær, hvíslar einhver dapur blær: Alltaf er einhver sem grætur. Hvenær þagnar þetta hvísl, þetta ömurleikamál? Er það máski einhver sál, sem alein vakir dimmar nætur ogvill minnamigáþað, að margur guð til einskis bað og alltaf er einhver sem grætur? Viðkvæmt eins og hörpuhljóð Huldunnar í klettaborg hvíslar dagsins dulda sorg um draum sem hvergi festi rætur. Himinninn er hreinn og blár. Hrynja samt um gluggann tár, þvi alltaf er einhver sem grætur. (Jakobína Sigurðardóttir.) Elsku Hjörtur, Nanna, Hjördís Klara og aðrir ástvinir. Megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við þessa þungu sorg. Pálína, Grétar og fjölskylda. Elsku Hjörtur, Nanna og Hjördís mín. Þegar stór er sorgin eru fá orð- in en hugur okkar er með ykkur er við kveðjum litla Kjartan Davíð sem var svo stutt með okkur. En minn- ingin mun lifa með okkur um ókomna tíð. Nú er hann kominn til Gunnu ömmu og fær að kynnast kleinunum hennar og skonsunum sem við þekktum svo vel. Ég hitti Kjartan Davíð oft á hjólinu sínu og alltaf veifaði hann til mín og brosti sínu einstaklega fallega brosi og þótt Birting afmæl- is- og minning- argreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rítstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðn- ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Við bmtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. við værum að hittast í fjórða eða fimmta skipti sama dag var kveðjan alltaf jafn inni- leg. Sú minning er greipt í huga minn og hana mun ég alltaf varðveita. Um leið og við kveðjum Kjartan Davíð með miklum söknuði biðjum við al- góðan Guð að styrkja ykkur og hugga og blessa góða og bjarta minningu okkar um dá- samlegan dreng. Þungt er um ykkar hjarta, Hjörtur, Nanna og Hjördís Klara, fölnuð eru blómin og söngur- inn er hljóður. Minningamar lifa þó margt sé við að stríða. Mikið var hann fagur, hann Kjartan Davíð, ljúfi vinur. Þinn frændi. Gunnar Ingi og fjölskylda. Elsku Kjartan Davíð minn. Það hefur komið stórt skarð í hjartað mitt núna þegar þú ert far- inn. Þú varst á leikskólanum Löngu- hólum sem ég vann. Það var alltaf gaman að sjá þegar þú komst, þú varst alltaf svo glaður og mjög ánægður á leikskólanum. Þú áttir marga vini, þó voru það sérstaklega tveir, Sævar og Eiður Tjörvi, þið voruð alltaf saman. Það var gaman að hafa þig á leik- skólanum og þú varst í mínum hópi, Kisuhópi, þú varst mjög duglegur í einu og öllu. Ég man hvað þér fannst gaman að gera skólaverkefnin, þú varst að undirbúa þig fyrir skólann þar sem þú áttir að byrja haust og hlakkaðir svo mikið til. Ég man þegar við á Blómadeild, elstu krakkarnir eða skólabörnin vorað þið kölluð, fórum með ykkur í útskriftarferð í sumarbústaðinn Arasel og þið þrír voruð varla komn- ir út úr rátunni þegar þið byrjaðir í' fótbolta eins og þið voruð í á leikskól- anum. Svo um kvöldið þegar allir áttu að fara að sofa þá varst þú í miðjunni á milli tveggja bestu vina þinna. Elsku Kjartan Davíð, nú ert þú kominn til Gunnu ömmu. Guð varð- veiti þig um alla eilífð. Ég votta Hirti, Nönnu og Hjördísi Klöru og öllum ástvinum mína dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Þín frænka, Jenný Víborg og fjölskylda. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ.virstmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Þín nýjasta vinkona, Auður Guðmundsdóttir. Ég fékk ekki tækifæri til að kynn- ast Kjartani litla mjög vel. Ég gleymi þó aldrei þegar ég sá hann fyrst - nokkurra vikna eða mánaða gamlan. Hann var svo ótrálega sæt- ur og áberandi brosmildur. Þessum eiginleikum hélt hann og voru ófáar skemmtisögumar sem ég heyrði af honum frá ættingjum mínum, oftast pabba sem fannst hann alveg meiri- háttar - eins og reyndar öllum sem kynntust drengnum. Það að hann sé strax farinn frá okkur er ótrálegt. Sorgin í mínu hjarta og hjörtum allra sem tengd- ust Kjartani Davíð er óbærileg. Elsku Hjörtur, Nanna og Hjördís Klara, ég vona að þrátt fyrir þetta áfall séuð þið eins og tréð sem bogn- ar en brestur ekki. Sannfæring mín er að dauðinn er ekki endalok, heldur fyrst og fremst nýtt upphaf. Okkar dýpstu samúðarkveðjur, Inga Rún og íjölskylda. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Klambraseli, sem lést laugardaginn 12. ágúst, verður jarðsungin frá Grenjaðarstaða- kirkju iaugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Jóhannes Kristjánsson, Kristján Jóhannesson, Kolbrún Friðgeirsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón ísaksson Ragnheiður Jóhannesdóttir, Gunnar Hallgrímsson, og barnabörn. + ÞÓRARINN FJELDSTED GUÐMUNDSSON, Ásvallagötu 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 18. ágústkl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans látið Hjartavernd njóta þess. Rannveig Sveinsdóttir. + Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur, ÞÓRHALLUR BENEDIKTSSON frá Beinárgerði, Miðgarði 5b, Egilsstöðum, lést 12. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Egils- staðakirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Elín Björg Valdórsdóttir, Ingibjörg Helga Þórhallsdóttir, Bjami Broddason, Sigurveig Benedikta Þórhallsdóttir, Jóna Sigurbjörg Þórhallsdóttir, Helga Bjarnadóttir. + og Unnusti minn, sonur okkar, fóstursonur, bróðir, BJÖRN HÓLM ÞORSTEINSSON, írabakka 12, Reykjavik, sem lést af slysförum 9. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, fimmtudag- inn 17. ágúst, kl. 13.30. Edith Oddsteinsdóttir, Járnbrá Hilmarsdóttir, Ómar Matthíasson, Gunnlaug Hallgrímsdóttir, Gestur Þorsteinsson, Þorsteinn Gestsson, María Þorkellsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJÁLMAR KRISTIANSEN, Álftarima 3, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 19. ágúst kl. 13.30. Guðrún Steindórsdóttir, Gunnar Svanur Hjálmarsson, Guðrún Katla Kristjánsdóttir, Margrét Anna Hjálmarsdóttir, Jón Rúnar Gíslason, Dóra Kristin Hjálmarsdóttir, Magnús Hafsteinsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, KRISTINN HALLUR JÓNSSON frá Dröngum, Strandasýslu, sem lést miðvikudaginn 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd bama okkar og annarra aðstandenda, Anna Jakobína Guðjónsdóttir. + Jarðarför VILHJÁMS H. JÓHANNESSONAR, elliheimilinu Grund, áður Freyjugötu 3b, sem lést 4. ágúst, hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfókls B.V.2. Vandamenn. + Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför dr. BENJAMÍNS H. J. EIRÍKSSONAR. Kristbjörg Einarsdóttir, Þórunn Benjamínsdóttir, Magnús K. Sigurjónsson, Eiríkur Benjamínsson, Einar Benjamínsson, Erla Indriðadóttir, Sólveig Benjamínsdóttir, Árni Páll Jóhannsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Gunnar Harðarson og fjölskyldur. Lokað Vegna jarðarfarar GUNNARS VIÐARS ÁRNASONAR verður verslunin lokuð frá kl. 14.00 f dag. HllB Bæjarlind 6, sími 554 6300.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.