Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Island og 01-
ympíuleikarnir
NÚ FER að styttast
í Ólympíuleikana í
Sydney í Astralíu.
Flestir íslensku þátt-
takendanna halda utan
um mánaðamótin
næstu og setning leik-
ana fer fram 15 sept.
Alls munu átján ís-
lenskir íþróttamenn
keppa á leikunum en
þeim til aðstoðar verða
sautján þjálfarar,
flokkstjórar og farar-
stjóri.
Við val á keppendum
og rétt til þátttöku hef-
ur alþjóðaólympíu-
nefndin sett lágmörk
sem íslensku sundmennirnir
og
frjálsíþróttafólkið hefur náð. Rúnar
Alexandersson fimleikamaður hefur
unnið sér þátttökurétt með árangri
sínum í alþjóðamótum og skotmað-
urinn og siglingamaðurinn fara á
svokölluðu „wild card“, er m.ö.o.
boðið að taka þátt í samræmi við
kvóta sem viðkomandi íþróttagrein
fær á leikunum.
Olympíuleikar
Enginn vafí er á því
að hugsanleg þátttaka
---7------------------
á Olympíuleikum, segir
Ellert B. Schram, er
mikill hvati fyrir æsku-
fólk sem leggur stund
á íþróttir.
Nokkur umræða spannst vegna
vals á þátttakendum okkar í sundinu
þar sem Sundsamband Islands setti
hærri og strangari viðmiðanir en al-
þjóðaólympíunefndin gerði en féll
svo frá þeim kröfum þegar í ljós kom
að eingöngu tveir sundmenn náðu
þeim lágmörkum.
Sú afstaða SSI setti íþrótta- og
ólympíusambandið í nokkurn vanda
en mat framkvæmdastjórnar ÍSÍ
var að lokum það, að ekki væri stætt
á því að hafna beiðni SSÍ um að láta
alþjóðalágmörkin gilda í Ijósi þess
að sú regla hefur gilt um þátttöku
frjálsíþróttafólks og ÍSÍ hefur þegið
boð í öðrum íþróttagreinum um
þátttöku einstaklinga sem ekki hafa
náð neinum tilsettum skilyrðum öðr-
um en þeim að vera bestir hér á
landi í sínum íþróttum.
Það skal og tekið fram að íslenska
sundfólkið hefur allt með tölu sett
Islandsmet í sínum greinum og
margbætt árangur sinn á undan-
förnum misserum. Er vonandi að
ágreiningi um þátttöku þessa glæsi-
legu ungu sundmanna og -kvenna
hafi linnt og þeim fylgi góður hugur
allra þeirra sem íþróttum unna.
Sannleikurinn er líka sá, að þátt-
taka íslands í Ólympíuleikum snýst
ekki einvörðungu um að vinna til
verðlauna, heldur og að senda fram-
bærilegt lið sem gerir sitt besta og
er landi og þjóð til sóma. Við getum
öll verið stolt af því unga fólki sem
keppir undir fána íslands og mætir
til Sydney í nafni lands og þjóðar.
Ef markmiðið er það eitt að kom-
ast á verðlaunapall er
hætt við því að landslið
íslands verði fáliðað á
slíkum íþróttahátíðum
í framtíðinni. Raun-
ar er ástæða til að hafa
áhyggjur af þeirri þró-
un að í krafti atvinnu-
mennsku, vísinda og
yfirburða líkamsburða
verði hinir bestu í
heiminum sífellt betri
og fjarlægist hinn
breiða fjölda íþrótta-
fólks sem við Islend-
ingar erum hluti af.
Ellert B. Það væri dapurleg
Schram stund ef og þegar ís-
land gæti ekki teflt
fram íþróttafólki á Ólympíuleikum
vegna þess hve aftarlega við værum
á merinni. Ólympíuleikar eru
íþróttahátíð, mesta íþróttahátíð ver-
aldar og það er og á að vera keppi-
kefli allra þjóða að eiga sér þar full-
trúa í nafni sjálfstæðs og fullvalda
ríkis. Jafnvel þótt sigurvon sé engin.
Það væri lítið varið í þá íþrótta-
keppni þar sem þeir einir tækju þátt
sem geta gert sér vonir um fyrsta
sætið.
Enginn vafi er á því að hugsanleg
þátttaka á Ólympíuleikum er mikill
hvati fyrir æskufólk sem leggur
stund á íþróttir. Unga fólkið í sund-
inu hefði aldrei lagt á sig þrotlausar
æfingar um margra ára skeið nema
vegna þess möguleika að eiga von
um að komast til Sydney. Það var og
er hápunktur ferilsins.
Einmitt í ljósi þess sem hér hefur
verið tíundað hef ég reifað þá hug-
mynd við samstarfsmenn mína og
aðra áhrifamenn, að íþróttahreyf-
ingin eigi að ýta undir áhuga ungs
fólks á íþróttaiðkun og -afrekum
með því að styrkja og styðja sér-
staklega þá einstaklinga sem þykja
framúrskarandi efnilegir í sínum
íþróttagreinum. Með því að halda
þeim við efnið og undirbúa jarðveg-
inn fyrir Ólympíuleika framtíðarinn-
ar; með því að örva þá til dáða og
sýna stuðning í verki. Það er góð
fjárfesting, ekki aðeins fyrir þá
sjálfa, ekki aðeins fyrir íþróttirnar,
heldur og fyrir þjóðina sem vill og
verður að eiga verðuga fulltrúa á al-
þjóðavettvangi í samfélagi þjóðanna.
íslenski hópurinn í Sydney sam-
anstendur af ungu fólki sem hefur
lagt sig fram í íþrótt sinni, sem lofar
engu öðru en að gera sitt besta. Við
reisum enga loftkastala né heldur
gerum við óraunhæfar kröfm-. En
þetta æskufólk og aðrir sem með eru
í för strengja þess heit að vera sér
og þjóð sinni til sóma innan sem ut-
an vallar.
Höfundur erforseti Iþrótta-
og ólympíusambands íslands.
SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR
jáfa PLÖTUR í LESTAR
, fTk SERVANT PLÖTUR
I I I I I SALERNISHÓLF
BAÐÞILJUR
ELDSHÚSBORÐPLÖTUR
Á LAGER-NORSK
HÁGÆÐAVARA
PP
&co
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚIA 29 S: S53 >640 > S68 6100
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 57
Samkvæmt nýjum kjarasamningi VR og SA eiga
félagsmenn VR að fá greidda orlofsuppbót kr. 9.400 miðað
við fullt starf é orlofsárinu, annars hlutfallslega.
Orlofsuppbót skal greiða fyrir 15. ágúst.
eflir
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
haustlitirnir
NOKIA 321Q
Ásamt aukahlutapakka
Handfrjáls búnaður með gormasnúru
og svarhnappi, taska, bílhleðslutæki
og mælaborðsfestíng.
16 .980
eru komnir
NOKIA 511Q
Asamt aukahlutapakka
Handfijáls búnaður með gormasnúru
og svarhnappi, taska, bilhleðstutæki
og mælaborðsfesting.
14 .980
kr. stgr.
Hallarmúla 2, Rvík.
Austurstræti 18, Rvik.
Strandgötu 31, Hfj.
Bókval, Hafnarstræti 91-93, Ak.