Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 62

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 c___________ ■■i HBi bbhS wmtm ■hh A ÚTIMÁLNINGU Verð á lítra 399 íúr'. Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti MARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND B, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MáLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFOA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA IWÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVfK. Sími 421 4790 MALHINOARUERSLAIflR UMRÆÐAN Framtíð höfuðborgar 4. ÁGÚST sl. birtist í Morgunblaðinu grein um Reykjavíkurflug- völl. Tilefnið er yfirlýs- ing Samtaka um betri byggð 20. júlí þar sem Flugmálastjóm er vænd um óábyrga af- stöðu, ófagleg vinnu- brögð og óþolandi af- skipti af skipulagi borgarinnar. Samtökin vilja efla umræðu um skipulag- smál. Þau fagna um- fjöllun um málefnið og gera ekki athugasemdir þó farið sé með staðlitla stafl. Um þessa grein gegnir öðru máli því höfundur er for- maður Flugráðs, sem virðist vera mótunaraðili í flugmálum lýðveldis- ins. Athugasemdir samtakanna eiga einnig við um starfshætti Flugráðs. Á höfuðborgarsvæðinu er fjöldi staða fyrir flugvöll. Þeir álitlegustu, Engey, Akurey, Skeijafjörður og Álftanes, eru innan 6 km frá miðborg- inni. Staðarval flugvallar er hreint skipulagsverkefni því aðstæður eru sambærilegar á svæðinu. Fyrst við lokahönnun þarf að beita fagþekk- ingu á flug- og flugleiðsögutækni til að fínstilla stefnur brauta, ákveða legu flugstöðvar, vega o.þ.h. Víða um heim eru flugvellir á land- fyllingum enda kostirnir margir. Fé sparast því á landi þarf einnig að greiða fyrir fimm til tífalt stærra helgunarsvæði. Aðflug er yfir sjó og brautir marflatar, sem er sjaldgæfur kostur á landi. Flugvellir á Akureyri og Isafirði eru á fyllingum. Flugvall- argerð er hagstæð við Seltjamames og Alftanes þar sem dýpi er minna en 10 m á 4.000 ha svæði. Landþörf vallar með 900 og 1.200 metra brautir er 70 ha. í Skeijafirði kostar slík fylling 3.500 m, frágangur 500 m, flugstöð/turn 1.700 m, vegur 300 m, flugskýli 1.000 m, hönn- un, umsjón og ófyrirséð 50%, alls 10.500 m. Fyll- ing við Álftanes, Akur- ey og Engey kostar 20% meira en annar kostnaður er sambæri- legur. Kostnaður við nýjan völl í Vatnsmýri er 4.630 m (brautir 1.530 m, vegur 300 m, flugstöð 1.500 m, flug- skýli 1.000 m, æfinga- völlur 300 m). Sé kostnaður við nýj- an flugvöll hreinn fórn- arkostnaður til að opna fyrir hagfellda þróun byggðar í höf- uðborginni er arðsemin 300% miðað við 5% í Vaðlaheiðargöngum og 25% í Flugvallarmálið Brýnt er að borgar- stjórn ákveði, segir Orn Sigurðsson, að flugrekstri skuli hætt í Vatnsmýri. mótum Miklubrautar/Kringlumýrar- brautar. Víst er þó að einkavæddur flugrekstur á nýjum velli yrði öflugur vaxtarbroddur í samgöngumálum. Sú afstaða yfirvalda að flugrekstur komi aðeins til greina í Reykjavík eða Keflavík er óábyrg, ófagleg og til þess fallin að magna ósætti milli höfuð- borgar og landsbyggðar með það markmið að festa flug í sessi í Vatns- mýri, en þar er nú byggður nýr völl- ur, sem uppfyllir alþjóðlega staðla. Ljóslega er ekld um endurbætur að ræða til að tryggja flugöryggi því á Örn Sigurðsson 4 ára framkvæmdatíma munu 1.600.000 flugfarþegar fara um völl- inn í „ótryggu ástandi“. Væri ástand- ið þó jafnslæmt og sagt er þyrfti að loka honum umsvifalaust. Með bygg- ingu nýs flugvallar á hins vegar að taka af öll tvímæli um að flugrekstur verði til framtíðar í miðborginni. Reykjavíkurvöllur lenti í neðsta sæti í samanburði á 4 flugvallarstæð- um 1965. Sérfræðingar mæltu með velli á Álftanesi, en kostnaður var þá talinn of mikill. Síðan hefur skilning- ur aukist á þeim usla sem völluiinn veldur í byggðinni. Miðað við nýlegar skipulagstillögur í Vatnsmýri er verð- mæti lóða þar 45 - 75 milljarðar króna og áætluð gatnagerðargjöld 12-20 milljarðar. Árlegur ábati vegna slíkrar miðborgarbyggðar nemur 30- 60 milljörðum. Flugmálayfirvöld beita hæpnum aðferðum til að festa flugið í sessi í Vatnsmýri. Það eru óþolandi afskipti af skipulagsmálum höfuðborgarinn; ar. Skýrsla Hagfræðistofnunar HI 1997 er gróft dæmi um pantaða niður- stöðu þar sem vísindalegum aðferð- um er misbeitt með vítaverðum hætti og röng niðurstaða nýtt til að ná fram markmiðum, sem skaða samfélagið. Að kröfu Flugmálastjórnar var reiknað með flutningi flugs til Kefla- víkur en ekki miðað við ákjósanlega staði á höfuðborgarsvæðinu. Höfund- amir gera alvarlega fyrirvara við þessa forsendu og gefa skýrt til kynna að skýrsluna megi ekki nota við ákvarðanir því samanburður á flugvöllum í Reykjavík og Keflavík „ getur hæglega leitt til villandi niður- staðna". Nánar er rætt um mikilvægi þess að finna bestu kosti fyrir staðarval flugvallar: „í þessu efni er okkur hins vegar talsverður vandi á höndum. T.a.m. hefur athugun á hagkvæmri (hvað þá hagkvæmustu) staðsetningu utan Reykjavíkur á þeirri starfsemi sem nú er á Reykjavíkurflugvelli ein- faldlega ekki verið gerð. Á hinn bóg- inn liggur fyrir að ekki er unnt að framkvæma fyllilega marktæka kostnaðar-/ábatagreiningu á núver- andi staðsetningu nema á grundvelli slíkrar athugunar". Formanni Flug- ráðs og öðrum ráðamönnum sam- göngumála er bent á að lesa skýrsl- Frumþörfin framseld öðrum þjóðum SÚ spurning leitar við og við upp á yfir- borðið hvort ekki sé rétt að leggja íslenskan landbúnað af og flyta landbúnaðarafurðir al- farið inn erlendis frá. Alla tíð hefur hluti landbúnaðarafurða verið innfluttur, hrís- grjón, hveiti og ávextir, svo eitthvað sé nefnt, en nú hafa mál skipast svo að innflutningur mjólkurvara hefur auk- ist verulega. Þessa dagana eru landsmenn sem óðast að venja sig og sína á neyslu áður óþekktra erlendra vörumerkja í osti, jógúrt og viðbiti. Á sama tíma vinna íslenskir kúa- bændur að háleitum markmiðum sem stefna að hagræðingu, gæðum og náttúruvænni mjólkurframleiðslu fyrir íslenska neytendur. Spurning- in er: Til hvers er barist? Til hvers eru kúabændur að ganga til mjalta sérhvern morgun og sérhvert kveld? Er ekki miklu auðveldara fyrir þá að flytja á mölina og sækja staðlaða dagvinnu í nútíma tískufyrirtækjum eins og verslun eða banka. Eg verð að segja að sem betur fer er ákaflega auðvelt fyrir mig sem kúabónda að finna tilgang með því starfi sem ég hef kosið mér. Ég veit hvaða markmið ég hef sett mér í starfinu og geng til þess af stolti og ánægju. Við, íslenskir kúabændur, vinnum ekki aðeins að því að halda landinu í rækt og nýta það til hag- vaxtar fyrir þjóðina, eða að því að til séu blómlegar íslensk- ar sveitir en ekki ein- göngu malbikuð stræti borganna. Nei, þessi hlekkur í samfélaginu, kúabóndinn, vinnur fyrst og síðast fyrir ís- lenska neytendur, það er markmið númer eitt. Sjálf er ég að sjálf- sögðu neytandi og geri þær kröfiir að aðgengi mitt að fjölbreyttri úr- valsvöru sé sambæri- legt við það sem al- mennt gerist í hinum vestræna heimi. Þar erum við á grænni grein og alþjóðlegt vöruval hérlend- is vekur athygli erlendra gesta. Því er ég sannfærð um að það er ekki eitt af mikilvægari verkefnum sem unnin eru fyrir íslenska neytendur að breyta íslandi enn frekar í mark- aðstorg erlendra atvinnurekenda. Sem neytandi geri ég fleiri kröfur, meðal annars þær að þjóð mín hafi á að skipa eigin vörum sem eru eftir- sóknarverðar og færa henni sér- stöðu. Að hún glutri ekki niður eigin framleiðslugetu og vöruvali. Rétt eins og nútímafyrirtæki þurfa að geta boðið upp á sérstöðu, kosti um- fram keppinautinn, þurfum við ís- lendingar að geta boðið upp á vörur sem eru okkar í alheimsflórunni. Þar liggur mikilvægasta hlutverk kúabænda. Við framleiðum matvöru, dagvöru sem er hluti af hversdagslífi hverrar einustu fjölskyldu í landinu. Það er mitt, bæði sem neytanda og kúabónda, að vinna að því að Islend- Kristín Linda Jónsdóttir Landbúnaðarafurðir Við verðum að krefjast þess, segir Kristín Linda Jónsdóttir, að svo vel verði búið að íslenskri matvæla- framleiðslu að börn framtíðarinnar geti með stolti bæði lesið íslenskt mál og snætt íslenskan mat. ingar framtíðarinnar geti boðið fjöl- skyldunni og erlendum sem innlend- um gestum upp á íslenskar mjólkurvörur. Eða óskum við þess virkilega að eyjan okkar í hafinu verði flött svo út í markaðshyggju al- þjóðavæðingarinnar að við getum aðeins borið á borð framleiðsluvörur annarra þjóða? Við neytendur verð- um að krefjast þess að svo vel verði búið að íslenskri matvælafram- leiðslu að börn framtíðarinnar geti með stolti bæði lesið íslenskt mál og snætt íslenskan mat. Að þau þurfi ekki að vera algjörlega ofurseld öðr- um þjóðum hvað varðar þá frumþörf mannsins að afla sér fæðis. Höfundur er formadur Félags þingeyskra kúabænda og situr í stjóm Landssambands kúabænda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.