Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 71
FÓLK í FRÉTTUM
MYNPBÖND
Mannlegt
vélmenni
Tveggja alda maðurinn
(Bicentennial Man)
Fjölskylrtumynd
★★
Leikstjóri: Christ Columbus. Hand-
rit: Nicholas Kazan. Aðalhlutverk:
Robin Williams, Sam Neill, Oliver
Platt. (127 mín) Bandaríkin. Skífan,
1999. Myndin er öllum leyfð.
Rokkkóngsins minnst
ÁRLEGA safnast aðdá-
endur rokkkdngsins
Elvis Presleys saman
fyrir utan fyrrverandi
heimili hans í Grace-
land í Memphis til að
minnast hans á dánar-
degi hans, 16. ágúst, en
nú eru liðin 23 ár síðan
hann hélt yfir móðuna
miklu. Meðal þess sem
hinir Qölmörgu aðdá-
endur gera til að minn-
ast goðsins síns er að
tendra kertaljöma og
heimsækja grafreit
hans.
X-Men-
æðið
breiðist út
OFURHETJUMYNDIN X-
Men sem tröllriðið hefur
Bandaríkjunum undanfarnar
vikur hefur hafið innreið sína í
Evrópu. Myndin var frumsýnd
með látum á þriðjudagskvöld í
Lundúnum og mættu til sýn-
ingarinnar allar helstu stjörnur
myndarinnar auk annarra
nafntogaðra einstaklinga úr
skemmtanabransanum breska.
Reuters
Halle Berry úr X-Men mætti kát
og hress á Lundúnasýninguna.
MYNDIN hefst árið 2005 þar sem
efnuð fjölskylda fær nýjustu heimils-
hjálpina, fullkomið vélmenni sem þau
kalla Andrew. I
fyrstu er Andrew
álitinn vera eins og
hver annar hlutur á
heimilinu en þegar
eldri dóttirin fær
hann til að stökkva
út um glugga á ann-
arri hæð setur fað-
irinn þær reglur að
framvegis eigi að
koma við Andrew eins og lifandi
manneskju. En við fallið breytist eitt-
hvað í fari Andrews því hann byrjar
að hugsa skapandi og brátt kvikna
hjá honum spurningar um mannseðl-
ið og hvemig hann sem sem ódauðleg
vera passar inn í mannlegt samfélag.
Það eru tvær mjög ólíkar hliðar til á
Robins Williams þessa dagana, ann-
ars vegar eru það metnaðarfullar
myndir eins og „Fisher King“ og
„Good Will Hunting“ og hins vegar
ofurvæmnar fjölskyldumyndir eins
og „Patch Adams“ og þessi. Þættim-
ir „Star Trek: The Next Generation“
spurðu sömu spurninga sem þessi
mynd leitast við að svara og komu
með margfalt betri svör. Það sem
lyftir þessari mynd upp í meðal-
mennskuna er leikur Neills og Platts
en Williams er slappur.
Ottó Geir Borg
s
Ohugnanlegt
morðmál
...þetta verður þú að sjá
Brjálað verðhrun
á Laugaveginum
Vafasamt hjúskaparheit
(Lethal Vows)
S p e n n u in y n d
Leikstjóri: Paul Schneider. Hand-
rit: Michele Sanit og Eric Edson.
Aðalhlutverk: John Ritter og Marg
Helgenberger. (90 mín.) Banda-
ríkin, 1999. Skífan. Bönnuð
innan 12 ára.
ÞÆR era ófáar sjónvarpsmynd-
imar sem byggðar era á „sannri
sögu“. Misjafnt er hversu mikið er
hæft í því, en ef það
er rétt í tilfelli
þeirrar sem hér um
ræðir er hér sann-
arlega um óhugn-
anlegt mál að ræða.
Myndin segir frá
Ellen, fráskilinni
konu og tveggja
bama móður á fert-
ugsaldri sem um-
gengst manninn sinn fyrrverandi
mjög reglulega. Um fimmtán ár eru
liðin frá skilnaði þeirra Davids og
kennir Ellen erfiðum veikindum sín-
um um skilnaðinn sem aldrei hefur
tekist að sjúkdómsgreina. Þegar Ell-
en síðan kemst að því að seinni eigin-
kona eiginmannsins fyrrverandi hef-
ur veikst af sams konar sjúkdómi fer
hana að gruna David um að hafa eitr-
að fyrir þeim báðum. Hér er þessu
óhugnanlega máli lýst, sem jafn-
framt verður morðmál, þai- sem eitr-
unin varð bæði seinni eiginkonunni
og Ellen sjálfri að fjörtjóni. Myndin
er alveg sæmilega gerð á mælikvai'ða
sjónvarpsmynda en er þó fyrst og
fremst áhugaverð vegna sögunnar.
á frábærum vörum
þessa helgi
Allt að 80% afsláttur
Allra síðustu dagar
Nýtt kortatímabil
Konur
• Kookai
• Imitz
• Diesel
• Tark
• All Saints
• Tara Jarmon
Menn
. Paul Smith
• Van Gils
• 4-you
• French/
Connection
• DKNY mens
• Lloyd
Skór
• Billi Bi
• Shelly’s
• Bull Boxer
• Vagabond
• Fornarina
• Kookai Shoes
gallerisauTján
Laugavegi 91,511 1717
Heiða Jóhannsdóttir
i