Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 73 FÓLK í FRÉTTUM U mferðar öngþ veiti KVIKMYNDAKLUBBURINN Filmundur sýnir í kvöld myndina „Trafic“ frá árinu 1971 eftir Jacq- ues Tati. Myndin var sú síðasta sem hann gerði áður en hann dó árið 1981. Eins og í svo mörgum myndum eftir Tati fylgjumst við með ævintýrum Monsieur Hulot sem mætti líkja við teiknimyndasögu- persónuna Viggó viðutan hvað hegðun og uppátæki varðar. I þessari mynd hefur Hulot hannað sérstakan útileigubíl sem hann verður svo ásamt fylgdarliði sínu að koma frá París til Amsterdam á bílasýningu. Á leiðinni lenda þau í hverjum vandræðunum á fætur öðrum og reynist þessi barátta við tímann og bílaumferðina erfiðari biti að kyngja en þau bjuggust við í upphafi. Það sem er sérlega skemmtilegt við myndina er hversu vel Tati tekst að gera sam- töl sögupersóna að algjöru auka- atriði, enda tala þær í sumum til- vikum ekki einu sinni sama tungumálið. I myndinni hleður Tati hverri spaugi- legri senunni ofan á aðra sem eru oft á köflum sérstaklega sjónrænar. Það ætti því að vera sér- stakt ánægjuefni fyrir kvikmynda- áhugamenn að fá færi á því að sjá myndina á breiðtjaldi því auðvelt er að ímynda sér að á níðþröngum ramma sjónvarpsskjásins verði myndin eins og fugl í búri. Á bak við allan ærslaganginn má þó greina uppsafnaðan pirring leikstjórans á tækjaþróun sam- tíma hans - þá sérstaklega á bílum og því óargadýri sem getur mynd- ast þegar margir þeirra eru saman komnir. í myndinni nýtur hann þess t.d. að fínna sameiginleg ein- kenni bíla og eigenda þeirra og einnig eru atriði í myndinni sem sýna hvað mannfólkið getur verið undarlegt á bak við stýri. Myndin verður sýnd í Háskóla- bíói klukkan 22.30 í kvöld og á mánudagskvöld. Strákarnir á leiðinni á Borgina Mætumst á miðri leið Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kjartan Valdimarsson, Bergþór og Helgi vel heitir fyrir kvöldin á Borginni. Leið Strákanna á Borginni liggur frá Italíu til New York. Þeir koma víða við og rifja upp marga af gullnustu slögur- um aldarinnar Hildi Loftsdóttur til ánægju og yndis- auka. AÐ eru kröftugar raddir og engar smámelódíur sem mæta blaðamanni í æfingahúsnæði Strák- anna á Borginni, eins og þeir kalla sig nú. Það eru stórsöngvararnir Berg- þór Pálsson og Helgi Björns sem eru að hita sig upp fyrir næstkom- andi vikur þar sem þeir munu leiða gesti Gullna salarins á Hótel Borg um kunnugar slóðir klass- ískra slagara, fram og tilbaka í tíma og minningum tengdum þess- um gullnu lögum. Þeir standa saman á sviðinu og rúlla upp úr sér Volare, My Way, Sole Mio, New York, New York og fara létt með. Þeir eru greinilega í góðum gír, og ekki spillir kröftug- ur píanóundirleikur Kjartans Valdimarssonar fyrir, en kontra- bassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og trymbillinn Pétur Grétarsson munu svinga með þeim á Borginni nk. laugardagskvöld þegar söngskemmtunin verður frumfíutt á sjálfri menningarnótt. Helgi og Bergþór eru ólíkir töff- arar, það fer ekki á milli mála. Og áreiðanlega ekki sjálfgefið fyrir flesta að rokkarinn hrjúfi og óperusöngvarinn fágaði syngi sam- an. Helgi: Við fundumst hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. Bergþór: Skemmtanastjórum þar datt í hug að leiða okkur sam- an. Helgi: Þetta er nefnilega utan- aðkomandi hugmynd sem gekk svona vel upp. í framhaldi af því hefur síminn ekki stoppað og við höfum mikið verið að syngja á árs- hátíðum og í alls konar veislum síðan. Bergþór: En okkur langaði svo, og fannst tími til kominn, að víkka þetta út og búa til heila tónleika- dagskrá. - Hvernig veljið þið lögin? Helgi: Ég hef valið lög sem mér hafa fundist skemmtileg í gegnum tíðina, svona uppáhaldslögin mín. - Þú ert dálítíð í aðaIgæjunum: Tom Jones, Frank Sinatra, Dean Martin. Helgi: Já, þetta eru mjög skemmtileg lög og ég hef allaf hugsað með mér að einhvern tim- ann ætti ég eftir að syngja þau og nú er það að gerast og mér finnst það alveg rosalega gaman. - Hvaðan koma þín uppáhalds- lög, Bergþór? Bergþór: Þau koma svona úr ýmsum áttum, allt frá safaríkum stórum ítölskum sönglögum, sem allir þekkja, til Memory. Helgi: Saman erum við t.d. með ítalska nýklassík, ítölsk sönglög sem hafa orðið vinsæl á síðustu árum, eins og Boccelli-lögin. Allt mjög falleg lög sem passa líka mjög vel í tvísöng og fyrir okkur því við mætumst svona... Bergþör: ...á miðri leið. Helgi: Hráleikinn sem ég kem með og bel canto-söngurinn hans Bergþórs steypast í skemmtilegt form. Höfðar til margra kynslóða - Var ekki skrýtin tilhugsun að vinna saman, þar sem þið eruð svo ólíkir? Bergþór: Jú, mér fannst það rosalega skrýtin tilhugsun, en ég vildi það samt alveg. En svo kom það bara í ljós að við styrkjum hvor annan, því fólk hefur gaman af þessi blöndu. Hún er jafnvel svolítið skondin, eins og í sumum ítölsku lögunum. - Mér fínnst þið í meira stuði þegar þið syngið dúett, en einir. Helgi: Það er mjög skemmtilegt samband sem myndast, enda er rosalega gaman að syngja með Bergþóri, og alltaf stuð hjá okkur strákunum. - Fylgja einhver gamanmál lög- unum? Helgi: Ja, ef okkur dettur eitt- hvað skemmtilegt í hug þá látum við það flakka, annars er þetta söngskemmtun. En þar sem við erum tiltölulega opnir getur ýmis- legt gerst á sviðinu ef við erum í stuði, sem við erum yfirleitt!! Bergþór: Fyrst þegar við vorum að æfa þá var Helgi svo alvarlegur yfir þessu og ég hugsaði: „Vá, hann ætlar að vera eins og spýtu- karl,“ en svo opnaðist sviðið og gæinn bara fór hamförum! Nýr maður. Stundum hef ég misst hann upp á borð! - Það verður stuð? Bergþór: Við sjáum til með það í hvert skipti, það verður allt að fara eftir stemmningunni. - Hverjir munu hafa mest gam- an af skemmtuninni? Bergþór: Ég held að það sé al- veg rosalega breiður hópur. „Það hafa allir hlustað á Frank Sinatra, Tom Jones, Dean Martin og þessi nýju ítölsku lög, þetta eru allt standardar og höfða til margra kynslóða og bara allra sem hafa gaman af því að heyra skemmtileg lög,“ segir Helgi Björns að lokum, og snarar sér upp á svið fyrir næsta lag. BRUNKA AN SOLAR! [ TAN WIPE brúnkuklútar Fljótlegt og einfalt YX' í notkun. Jafn litur - engir flekkir. Utsölustaðir: Lyf og heilsa og helstu snyrtivöruverslanir HeildsÖludreifing: ‘SfeCosmic ehf. Sími 588 6525 skifanJé AUK k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.