Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 74

Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 74
7 4 FIMMTUDAGUR 17. ÁGtJST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^ á uppleið ^ á niðurleið ■festendur I stað \ nýttálista ■ Vikan 10.08- 16.08 1 Take a Look Around Limp Bizkit t2 *3 Lucky Britney Spears Real Slim Shady Eminem Try Again Aaliyah I Disappear Metallica Rock DJ Robbie Williams Falling Away From Me Korn 8 Oops.J did it again Britney Spears * Ar Ar Ar 9 The one Backstreet boys 10 Ennþá Skítamórall 11 Big in Japan Guano Apes 12 Make me bad Korn 13 Shackles Mary Mary 14 Carmen Queasy Maxim —^ 15 Dánarfregnir og jarðarfarir Sigur Rós 16 Rock Superstar Cypres Hill 17 Ex Girlfriend No Doubt 18 Crushed Limp Bizkit 19 Lets Get Loud Jennifer Lopez 20 Þærtvær Land & Synir Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. © mbl.is skjArsinn FÓLK í FRÉTTUM Hið árlega Mottuhlaup fór fram á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Keppendur voru brattir er þeir lögðu upp í Mottuhlaupið. Hallgrímur Sævarsson sprettur tir spori. Skilyrði að hlaupa ber að ofan HIÐ ÁRLEGA Mottuhlaup var haldið á Seltjarnarnesi síðasta laug- ardag. Petta er áttunda Mottu- hlaupið en það greinir sig frá öðrum hlaupum sem efnt er til hér á landi vegna hinna sérstöku og ströngu reglna sem um það gilda. Grund- vallarreglan er sú að keppendum ber að hlaupa berir að ofan. „Vissu- lega dregur það töluvert úr áhuga kvenpeningsins á því að vera með,“ segir Hallgrímur Sveinn Sævars- son, skipuleggjandi hlaupsins í ár. „Það er þó kannski sumpartinn til- gangurinn því upphaflega var Mottuhlaupið hugsað sem svar við Kvennahlaupinu þar sem karl- mönnum er meinuð þátttaka." Hlaupið er heldur kannski ekki svo íþróttamannlegt í hefðbundnum skilningi því leikreglur kveða m.a. á um að keppendum sé skylt að inn- byrða visst magn af áfengum öld- rykk á leiðinni, eina þrjá lítra í skömmtum þó, sem um leið gerir hlaupið skjóttum erfiðara en mörg önnur. „Það er stranglega bannað að æfa sig fyrir hlaupið. Vegalengd- in sem hlaupin er nemur einum 2.25 kílómetrum og því er hlaupið eins og gefur að skilja þrælerfitt,“ segir Hallgrímur. „Þetta er athöfn sem einungis má iðka einu sinni á ári og þátttaka er þar að auki fjarri því að vera frjáls öllum heldur er mönnum boðin þátttaka." I ár voru einir 12 manns þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þátt í Mottuhlaupinu og var hlaupið frá Áhaldahúsi Seltjarnarness sem leið lá niður að Norðurströnd og út hana upp að Vesturströnd. Öllum að óvörum hljóp Hafsteinn Guð- mundsson fyrstur yfir endalínuna eftir hnífjafnt og tvísýnt hlaup og hlaut farandskjöldinn veglega auk verðlaunapenings en sjö aðrir fengu slíkan um hálsinn fyrir hin ýmsu af- rek eins og besti nýliðinn, mestu vonbrigðin (féll í skaut annars stofnanda hlaupsins, SveinsGuð- marssonar útvarpsmanns, fyrir að skrópa að þessu sinni), kvenlegasti keppandinn o.íl. Þátttakendur í ár voru allir tengdir fyrirtækinu H.P. Optipe og dótturfyrirtækjum þess, hljómsveitinni Nesvinum, V.C.E. og Mottuhlaupinu. Að þessi sinni var Mottuhlaupið háð í tveimur löndum því einn Islendingur innan vébanda H.P. Optime er staddur í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum og hljóp þar ásamt sex öðrum.Að hlaupi loknu var síðan slegið upp veglegri veislu þar sem Nesvinir léku og sungu við góðar undirtektir uppgefínna en sí- kátra keppenda. Nánari upplýsing- ar um Mottuhlaupið má finna á netsíðunni www.mottan.com. Blaðauki í Morgunblaðinu laugardaginn 26. ágúst í blaðaukanum eru kynntir þeir fjölmörgu námsmöguleikar sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám eða sækja námskeið í vetur. Pantið fyrir kl. 12 föstudaginn 18. ágúst! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Simi: 5t>'> llti • Brélasimi: 5WI 1110 • Netíang: augtömbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.