Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig lýsingin á Berginu í Reykjanesbæ kemur fyrir sjónir eftir að ljósin hafa verið tendruð.
Bergið upplýst
á Ljósanótt 1
Reykjanesbæ
KVEIKT verður á sérhannaðri lýs-
ingu við Bergið í Reykjanesbæ á
laugardagskvöld, þegar haldin
verður svokölluð Ljósanótt í bæn-
um. Þar er um að ræða fjölskyldu-
og menningarhátíð sem ákveðið
var að halda í kjölfar þess að verið
er að ljúka við uppset ningu lýsing-
arinnar á Berginu, en hugmyndina
fékk Steinþór Jónsson fyrir nokkr-
um árum.
Steinþór, sem er formaður und-
irbúningsnefndar Ljósanætur,
segist hafa fengið hugmynd að því
fyrir nokkru að gera umhverfis-
listaverk með því að lýsa upp
Bergið. Hann fékk hönnuði hjá
iGuzzini á Ítalíu til að hanna lýs-
inguna, og eftir að tölvumynd Iá
fyrir af væntanlegri lýsingu ákvað
bæjarráð að leggja fram fé í verk-
ið, en að sögn Steinþórs kemur þó
stærsti blutinn frá fyrirtækjum í
bænum.
Fyrir tveimur vikum, þegar
styttist í að lýsingin yrði að raun-
veruleika, var ákveðið að nota
tækifærið og halda menningar-
hátið um leið og kveikt yrði á lýs-
ingunni við Bergið. Hlaut hátfðin
nafnið Ljósanótt og er skemmti-
dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Hátfðin hefst klukkan tvö á laugar-
dag og stendur fram á nótt. Kveikt
verður á lýsingunni við Bergið kl.
22, en áður verður bryggjusöngur
undir stjóm Árna Johnsen, Einars
Arnar og Bróa. Eftir að Ijósin hafa
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Iljörleifur Stefánsson rafvirkjameistari sá um uppsetningu ljósanna við
Bergið í Reykjanesbæ sem tendruð verða formlega á laugardagskvöld.
verið tendruð verður flugeldasýn-
ing og fólki síðan boðið í siglingu
með fram Berginu.
I tilefni af Ljósanótt munu versl-
anir, söfn, gallerí og veitingastaðir
verða með ýmis tilboð í gangi og
fjölbreytt dagskrá verður allan
daginn víðs vegar um bæinn.
„Við viljum líka hvetja fólk af
höfuðborgarsvæðinu til að koma.
Við lofum góðri dagskrá, fallegri
lýsingu og góðu veðri, ég lofa því
prívat og persónulega,“ segir
Steinþór.
Sífellt erfiðara að ráða starfs-
fólk til umönnunar fatlaðra
ERFITT hefur verið að ráða starfsfólk í þjónustu
við fatlaða undanfarin misseri, og segir Þór Þórar-
insson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu fatl-
aðra á Reykjanesi, að vandamálið fari versnandi. f
frétt í Morgunblaðinu í gær lýstu foreldrar íbúa á
sambýlinu Einibergi í Hafnarfirði yfir áhyggjum
vegna skorts á starfsfólki og sögðust óttast um ör-
yggi og velferð bama sinna sökum þessa.
Að sögn Þórs hefur Svæðisskrifstofa fatlaðra
þurft að eiga við mikinn starfsmannavanda á þessu
ári. „Við höfum verið að glíma við starfsmanna-
vanda allt þetta ár, eins og önnur þjónustukerfi
sem eru að sinna fotluðum, öldruðum og heima-
þjónustu og slíkri þjónustu. Mér finnst þetta hafa
farið versnandi. Þegar litið er á stöðu atvinnu-
markaðarins sést að það er mikill skortur á vinnu-
afli á höfuðborgarsvæðinu, sem því miður kemur
niður á okkur.“
Þór telur að þenslan í samfélaginu sé stór or-
sakavaldur þess hve illa gengur að ráða fólk til
starfa, enda megi lesa í atvinnuauglýsingum tilboð
frá ýmsum aðilum um utanlandsferðir og bónusa
til starfsfólks, komi það til starfa. „Við erum í raun
ekki almennilega samkeppnisfær í þessari bar-
áttu,“ segir Þór.
Hann segist hins vegar telja, að þegar allt sé
skoðað, t.d. gagnvart launakjörum fyrir ófaglærða,
þá standi starfsstöðvar á vegum svæðisskrifstof-
unnar ekkert verr að vígi en aðrir vinnustaðir.
Foreldrar íbúa sambýlisins Einibergs sögðu
vaktafyrirkomulagið fæla starfsfólk frá og væri
það ein helsta ástæða þess að illa gengi að fá
starfsfólk. Þór segir að þarna virðist gæta ein-
hvers misskilnings.
„Vegna þess hvemig atvinnuástandið er al-
mennt höfum við einmitt reynt að bjóða upp á
sveigjanlegan vinnutíma. Ef við byðum ekki upp á
slíkt væri ástandið mikið verra. Starfsfólk tekur
ákvörðun um vaktafyrirkomulag í samráði við sinn
forstöðumann, ólíkt því sem lýst hefur verið.“
Leitað eftir aðstoð foreldra
í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að á
Einibergi ættu að vera 7,5 stöðugildi, en að aðeins
fengist starfsfólk í 4,2 stöðugildi. Þór segir það
nokkuð breytilegt hversu vel hefði tekist að manna
sambýlin og staðan gagnvart sambýlinu í Eini-
bergi væri þannig að þar væru nú 5,5 stöðugildi, og
því vantaði þar í tvö stöðugildi í dag.
„Það er verið að reyna að láta starfssemina
ganga á þessum stöðugildum og það hefur því ver-
ið leitað til foreldra að aðstoða okkur í þessum
mikla vanda. Það er eina leiðin til þess að halda
þjónustunni gangandi eins og sakir standa. Við bú-
um ekki til starfsfólk, ef það er ekki til. Vegna
ástandsins í þjóðfélaginu er víða verið að draga úr
þjónustu og slíkt viljum við forðast eins og frekast
er unnt. Því höfum við óskað eftir samvinnu við
foreldra á meðan þetta ástand varir.“
Að sögn Þórs er ástandið misjafnt á þeim stöð-
um sem heyra undir svæðisskrifstofu fatlaðra á
Reykjanesi. Sums staðar eru starfsmannamál í
jafnvægi, á öðrum stöðum vantar lítillega upp á, og
síðan á enn öðrum er ástandið þannig að það vant-
ar 2-3 stöðugildi.
„Og það telst í raun og veru slæmt í mínum
huga. Við erum líka að reyna að halda uppi ákveðn-
um gæðum í þessari þjónustu, þannig að það er
mjög erfitt að þurfa að draga úr.“
1 þvi að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
®BÚNAÐARBANKINN
HEIMH.ISLÍNAN
Traustur banki
wwwM.lt
Alþjóðlegt málþing um
framtíð öryggismála á
Norður-Atlantshafí
Þekktir
áhrifamenn
meðal
fyrirlesara
FJÖLMARGIR þekktir áhrifamenn
í stjórnmálum og virtir sér-
fræðingar á sviði öryggismála frá
Norður-Ameríku og Evrópu verða á
meðal fyrirlesara á alþjóðlegu mál-
þingi um framtíð öryggismála á
N-Atlantshafi sem fram fer í Borg-
arleikhúsinu 6.-7. september nk.
Efnt er til málþingsins á vegum
ríkisstjórnar Islands og yfirmanns
Atlantshafsherstjórnar Atlantshafs-
bandalagsins (SACLANT). Er það
helgað framtíð öryggismála á Norð-
ur-Atlantshafi undir heitinu: „Fut-
ure of North Atlantic Security: Ew-
erging Strategic Imperatives".
Meðal fyrirlesara á málþinginu
eru Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, Robertson lá-
varður, framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, William J. Perry,
fyrrverandi varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, Richard Danzig,
flotamálaráðherra Bandaríkjanna,
dr. Jamie Shea, talsmaður Atlants-
hafsbandalagsins, dr. Aleksei G.
Arbatov, formaður varnarmála-
nefndar rússneska þingsins, Charl-
ene Barshefsky, sendiherra og við-
skiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar og
Hans Haekkerup vamarmálaráð-
heira Danmerkur.
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað
um Atlantshafstengslin, Atlants-
hafsbandalagið á tímum aukinnar
hnattvæðingar og framtíð öryggis-
mála á norðurvæng bandalagsins.
Búist er við að um 350 gestir sæki
málþingið, þ.á m. eru stjórnmála-
menn, yfírmenn herja og fræðimenn
frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins,
Rússlandi, Eystrasaltsríkjunum og
öðrum samstarfsríkjum NATO.
Bráðabani á
Skákþingi Islands
Jón Viktor
vann Stefán
BRÁÐABANI í undanúrslitum
í karlaflokki á Skákþingi ís-
lands var tefldur í gær. Jón
Viktor Gunnarsson vann báðar
skákir sínar gegn Stefáni
Kristjánssyni en þeir höfðu áð-
ur gert jafntefli í báðum skák-
um sínum í undanúrslitum.
Urslitaeinvígið um íslands-
meistaratitilinn milli Jóns Vikt-
ors og Þrastar Þórhallssonar
hefst í dag kl. 17 en tefldar
verða fjórar skákir. Jón Viktor
hefur hvítt í fyrstu skákinni.
Keppnin fer fram í félagsheim-
ili Kópavogs.
Ekkert var teflt í kvenna-
flokki í gær en 5. umferð hefst á
morgun.
Fjöldi innbrota
í Reykjavík
Milljónum
stolið
BROTIST var inn í fyrirtæki við
Stangarhyl í fyrrinótt og þaðan
stolið verðmætum fyrir um þrjár
milljónir króna.
Þjófarnir spenntu upp hurð á
vesturhlið hússins sem er við
Stangarhyl 6. Þaðan fóru þeir upp
á aðra hæð þar sem þeir létu greip-
ar sópa. Meðal þess sem þeir höfðu
á brott með sér var peningaskápur
sem í voru peningar, ávísanhefti og
víxlar. Auk þess tóku þeir reiðufé
af skrifborði og a.m.k. tvær dýrar
borvélar. Innbrotið var tilkynnt til
lögreglu um kl. 8 í gærmorgun.