Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðardagur fslands haldinn hátíðlegur á Heimssýningunni í Hannover Gestir íslenska skálans nálgast nú þrjár milljónir, en að meðaltali koma um 30 þúsund manns í skálann á dag. Biðröðin á þjdðardeginum var löng en gekk rösklega. Karlakdrinn Heimir úr Skagafirði söng af krafti á Plaza-sviðinu undir stjdm Stefáns Gíslason- ar við undirleik Thomas Higgerson. „Eins og sautjánda • ' píí jum Þjóðhátíðarstemmning ríkti á þjóðardegi íslendinga á Expo 2000 í gær. Fjöldi fólks fylgdist með fjölbreyttum atriðum í blíðviðri að viðstöddum forseta íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Signrbjörg Þrastardóttir var meðal fjölmargra gesta. Ljósmynd/Christian Augustin íslensku hestarnir vöktu mikla athygli viðstaddra. DAGURINN hófst á kröftugum söng Karlakórsins Heimis sem þjónaði sem eins konar forleikur að opinberri opnunarhátíð á Plaza- sviði Heimssýningarinnar. Talsvert af gestum hafði þá þegar tekið sér stöðu á móti sviðinu en ómurinn frá kómum dró að sér enn fleiri. For- seta íslands, herra Ólafí Ragnari Grímssyni, var vel fagnað er hann gekk inn á svæðið og með honum Dorrit Moussaief, menntamálaráð- herra og frú og fulltrúar yfirstjóm- ar EXPO 2000 og þýsku ríkis- stjómarinnar. Par með hófst formleg dagskrá og meðan á henni stóð mynduðu íslenskir hestar og knapar þeirra fánaborg við hlið sviðsins. Reyndar stal einn hest- anna senunni þegar hann hneggjaði hressilega, eins og til að taka undir, þegar kynnir hafði boðið gesti vel- komna. Vakti það mikla kátínu gesta. Fánar íslands og Þýskalands vom dregnir að húni og Karlakór- inn Heimir söng þjóðsöngva land- anna beggja. Víða máti sjá vasa- klútum bmgðið að hvarmi þegar íslenski þjóðsöngurinn náði hæðum, en auk Islandsvina víða að vora í hópi gesta margir íslendingar sem búsettir eru í Þýskalandi. Formaður yfirstjórnar EXPO 2000, Birgit Breuel, ávarpaði sam- komuna og þakkaði íslendingum kraftmikla þátttöku í Heimssýning- unni: „Sýningin hefði orðið fátæk- legri án þátttöku íslands.“ Þá fluttu ávörp þýski heilbrigðisráð- herrann, Andrea Fischer, og forseti íslands. Forseti þakkaði öllum hlutaðeigandi samstarfið við undir- búning vel heppnaðrar íslands- kynningar á Heimssýningunni og sagði slíka kynningu mikilvæga lít- illi þjóð eins og íslandi. Hann bauð gestum einnig að njóta menningar- dagskrár dagsins með þeim orðum að tengsl íslendinga og Þjóðverja mætti rekja aldir aftur í tímann og þeir ættu sameiginlegar rætur í bókmenntum; ljóðum og prósa. „Á okkar tímum höfum við ofið enn frekar þennan vef sem tengir okk- ur, með tónlist, kvikmyndum, mál- aralist og bókmenntum ungra sam- tímalistamanna. Það er von mín að Heimssýningin í Hannover auki áhuga þeirra sem þegar þekkja til íslenskrar náttúra, tækni og menn- ingar.“ Morgundagskránni lauk með ein- söng Bergþórs Pálssonar og fleiri lögum Karlakórsins Heimis, en þá gengu forseti og fylgdarlið til þýska skálans í stutta skoðunar- ferð. Þar næst var ekið til Europa- haus þar sem handþrykk var tekið í keramik af forsetanum og heitkonu hans. Varaformaður yfirstjórnar EXPO, Norbert Bargmann, út- skýrði ástæður gjörningsins og kvað handþrykk varanlegustu að- ferðina sem hægt væri að hugsa sér til þess að varðveita minning- una um heimsókn forsetans. „Höndin er auk þess eitt af því sem skilur manninn frá skepnunni, með höndinni komum við hugsunum okkar á framfæri og án handar væri engin tækni,“ sagði Bargmann og vísaði í einkunnarorð EXPO 2000 „Maður, náttúra, tækni“. í hádegisverði í boði yfirstjórnar EXPO benti herra Ólafur Ragnar Grímsson á að Hannover tilheyrði þeim hluta Þýskalands sem íslend- ingar hefðu í gegnum tíðina heim- sótt einna mest. ,Af þeim sökum er sérstaklega ánægjulegt að vera hér í dag. Við vonum, að þessi mikil- fenglega sýning hafi jákvæð áhrif á Hannover og íbúa hennar og beri hróður borgarinnar víða.“ Helstu dagskrárliðir þjóðardags- ins við sjálfan skála íslands vora hestasýning og lifandi tónlist Guit- ar Islancio, auk þess sem dansverk- in Örsögur úr Reykjavík vora sýnd á tjaldi inni í skálanum nokkram sinnum yfir daginn. Hestasýningin var sýnd í beinni útsendingu á þýsku sjónvarpsstöðinni NDA, en þar komu fram sextán íslenskir hestar. „Við ákváðum að reyna að sýna alla möguleika íslenska hests- ins og völdum hesta og knapa með það í huga,“ sagði Karola Schmeil sem sá um skipulagningu sýningar- innar. Knaparnir voru á aldrinum 10 til 76 ára og inn í sýninguna var felldur fánaburður, fimmgangur, kappreiðar og jafnvel söngur hesta- manna á baki, auk þess sem stúlka í síðu pilsi sýndi hvernig riðið var í söðli á árum áður. „Viðtökur gesta vora mjög góðar, enda er íslenski hesturinn vinsæll. Við gætum í raun haft hér hestasýningu allan sólarhringinn - það kæmu alltáf áhorfendur," sagði Karola. í stjórnstöð íslenska skálans var mikið annríki, en allir starfsmenn- irnir tuttugu vora á vakt í tilefni dagsins. „Undirbúningur þessa dags hefur staðið býsna lengi og allt virðist ætla að ganga eftir áætl- un,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri íslenska skál- ans, glöð í bragði í samtali við Morgunblaðið um miðjan dag. „Menntamálaráðuneytið hefur haft veg og vanda af undirbúningnum og hefur að mínu áliti unnið ómet- anlegt gagn með því að leggja til þessa flottu dagskrá. Og í raun hafa allir hafa lagst á eitt við að gera þennan dag sem bestan, ekki síst starfsfólk skálans og lista- mennimir sjálfir." Aðsóknin að ís- lenska skálanum hefur sem kunn- ugt er verið mjög góð það sem af er heimssýningunni, að meðaltali um 30 þúsund gestir á dag, og á því var engin breyting á þjóðardegin- um. „Hér era alltaf margir, en það er öðravísi bragur í dag. Einhverj- um varð á orði að þetta væri eins og sautjánda júní og það er eigin- lega alveg rétt. Það er sérstök stemmning í dag, íslenski fáninn er alls staðar og fleiri íslendingar samankomnir hér en að öðru jöfnu,“ sagði Sigrún. I Schauspielhaus Hannover var einnig fjöldi fólks, en þar sýndi Þjóðleikhúsið leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrét- ar Guðmundsdóttur á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness í tveim- ur hlutum. Salur leikhússins tekur 650 manns og var hann fullsetinn á báðum sýningum. „Og fólk var ekki bara ánægt, það var himinlifandi!" sagði starfsstúlka í leikhúsinu um viðtökur áhorfenda, en leikið var á íslensku með þýskum texta. „Aldrei fyrr höfum við ráðist í jafnmikið stórvirki við að kynna íslenska leiklist erlendis og með því að koma hingað með uppfærslu Þjóð- leikhússins á Sjálfstæðu fólki," sagði Bjöm Bjarnason, mennta- málaráðherra, í ávarpi fyrir sýning- una og bætti við: „EXPO 2000 er haldin undir kjörorðinu: Maður náttúra, tækni. Efni Sjálfstæðs fólks fellur vel að því, sem í þessum boðskap felst. Átökin í verkinu eru tímalaus, því að þau snúast um mannleg samskipti í greipum nátt- úraafianna og vandann við að horf- ast í augu við nýjar kröfur tækni- aldar. Þótt við búum í hnatt- væddum heimi, stöndum við enn hvert og eitt andspænis sambæri- legum viðfangsefnum og Bjartur." Á sama tíma og leikið var á sviði Schauspielhaus Hannover, sem staðsett er í borginni sjálfri, héldu Kammersveit Reykjavíkur og Karlakórinn Heimir hvor sína tón- leika í sal 25 á sýningarsvæðinu. Þýskalandsframsýning Engla al- heimsins fór fram í útikvikmynda- húsi EXPO og dagskrá þjóðardags- ins lauk svo með þrefaldri listsýningu á Plaza-sviðinu. Dans- leikhús með ekka flutti verkið Ber, tískusýningin Futurice var sviðsett og hljómsveitin Sigur Rós lék fyrir gesti af alkunnri snilld. Allir dag- skrárliðimir voru vel sóttir og ríkti mikil ánægja með dagsverkið í her- búðum íslendinganna á uppskera- hátíð undir miðnætti. Opið á fimmtudögum tíi 21:00 I) P P:L ÝSINSflTtMI 5 8 8 7 7 B fl í K R I F 5 r n f 0 $ I M 1 5EB 9 ? fl II

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.