Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUD AGUR 31. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðni reynir á Ég elska þig enn, ég elska þig ekki enn, ég elska þig enn, ég elska... Sauðfjárslátrun að hefjast á Húsavík Stefnt að slátrun 70.000 dilka í haust SAUÐFJÁRSLÁTRUN fer nú senn í fullan gang við sláturhúsið á Húsa- vík. Að sögn Jóns Helga Björnsson- ar aðstoðarframkvæmdastjóra er nú verið að slátra fyrir Bandaríkja- markað, en þangað er flutt út ferskt kjöt og er það áframhald á þróunar- verkefni síðustu ára. Hin hefð- bundna sláturtíð hefst síðan 4. sept- ember og stendur til loka októbermánaðar. Engin sauðfjárslátrun fer nú fram á Akureyri og slátra bændur af því svæði á Húsavík. Þar er nú slátrað mun fleiri dilkum en undanfarin ár. „Eg myndi segja að aukningin væri s ky n d i b i t as t að u r til sölu 18 lítra og 800 watta, nettur örbylgjuofn býðst nú á góðu verði. Fínn í upphitun, prýðilegur f samlokugerð.góður fyrir ýmsa smárétti og pottþéttur poppari. Staðsetning er mjög miðsvæðis og opnunartfmi sveigjanlegur. Verði þér að góðu um 60%,“ sagði Jón Helgi. Að hans sögn hefur gengið heldur erfiðlega að manna allar stöður í sláturhúsinu og hefur ástandið verið þannig und- anfarin ár. „Ástandið er kannski heldur skárra núna ef eitthvað er. Sláturtíðin hefur lengst um tvær vikur, þannig að nú bjóðum við vinnu í lengri tíma. Einnig er um aukin af- köst að ræða og því á starfsfólkið von á hærri bónus,“ sagði Jón Helgi. Tíu útlendir starfsmenn Hann kvað ekki vera á stefnuskrá að slátra færra fé á dag, reynt yrði að halda fullum afköstum. „Við erum einnig að fá 10 starfsmenn erlendis frá. Þeir koma frá Norðurlöndunum og Bretlandi. Sumir þeirra voru einnig hjá okkur á síðasta ári og reyndust vel. Það er samt sem áður stefna okkar að ráða helst heima- fólk, enda hefur það ætíð reynst okkur vel,“ sagði Jón Helgi. Samhliða sláturtíðinni mun verða unnið og flutt út ferskt kjöt á Banda- ríkjamarkað. „Þetta er samstarfs- verkefni við Goða og munu um tíu starfsmenn hjá okkur vinna við þetta verkefni. Við höfum verið að flytja út til Bandaríkjanna á síðustu árum og þetta er áframhaldandi þró- un á því markaðsstarfí.“ -------------------- Héraðsdómur Landssíminn gegn Sam- keppnisráði HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur tók á þriðjudag fyrir mál Lands- símans gegn Samkeppnissráði. Landssíminn vill hnekkja úrsk- urði Samkeppnisráðs sem bannaði fyrirtækinu að veita stórnotenda- og magnafslátt af GSM-símtölum. Búist er við að dómur falli innan tveggja mánaða. Skotveiðar á íslandi Holl og nytsöm útivist Sigmar B. Hauksson SKOTVEIÐAR hafa verið í brennidrepli að undanförnu eftir að fréttist af hugmyndum Skotveiðifélagsins um veið- ar á hrossagauk. Sigmar B. Hauksson er formaður Skotveiðifélags íslands. Hann var spurður hvaða fuglategundir væru þegar veiddar á Islandi? „Vinsælasti veiðifugl okkar er rjúpan, jólamat- urinn sjálfur. Það er talið að um 5.000 íslendingar stundi rjúpnaveiðar. Við veiðum tæplega 150 þús- und rjúpur á ári að meðal- tali. Það fer nokkuð eftir því hvað stofninn er sterk- ur, hann sveiflast upp og niður á'tíu árum. Segja má að heildarneysla á rjúpum sé svipuð, við borðum um 100 þús- und rjúpur á ári. Fyrir utan hefð- bundnar sveiflur stofnsins hefur veðurfar mikil áhrif á gang veið- anna. Það er athyglisvert við rjúpnaveiðina að mjög fáir veiði- menn veiða margar rjúpur, talið er að 12% veiðimanna veiði 50 rjúpur eða fleiri, sem er um 50% heildar- veiðinnar. Þetta leiðir hugann að því að þær raddir hafa heyrst að nauðsynlegt sé að spoma við at- vinnuveiðum á ijúpu.“ - Hvað u m aðrar tegundir? „Þar næst er vinsælasta bráðin gæsir. Aðallega er um að ræða heiðagæsir og grágæsir. Það eru rúmlega 3.000 manns sem stunda gæsaveiðar. Segja má að lauslega áætlað sé meðalveiði á hvern veiði- mann um fimm gæsir. Þar er það sama upp á teningnum og með rjúpuna, fáir veiðimenn veiða margar gæsir, sem dæmi má nefna að veiði 424 veiðimenn meira en tuttugu gæsir, þá eru það 13% veiðimanna. Þessi 13% veiði- mannanna veiddu meira en helm- ing grágæsanna 1995, eða rúmlega 19 þúsund gæsir. Hin 87% veiði- mannanna veiddu 16 þúsund gæs- ir, í stuttu máli: helmingur veiði- manna veiðir um eina til fimm grágæsir. Skotveiðifélagið hefur nokkrar áhyggjur af stórfelldum atvinnuveiðum og telur nauðsyn- legt að spornað verði við þeim á næstu árum með einhveijum hætti? -Afhverju? „Það er engin þörf á að stunda atvinnuveiði á villtum dýrum í dag, veiðar á dýram eiga að vera tóm- stundaiðja, ekki atvinna. Þótt ekk- ert sé í vegi fyrir því að menn selji eða gefi nokkra fugla ef svo ber undir. Önnur bráð er endur, sem tiltölulega lítið er veitt af. Þá er mikið veitt af ýmsum tegundum svartfugla hér við land og mætti í því sambandi nefna lunda, langvíu og skarf.“ -En hvað um nýjar tegundir, hvaða hugmyndir eru þar uppi aðrar en að veiða hrossagauk? „Við teljum að það mætti leyfa skotveiðar á súlu. Súlan er nú veidd þannig að hún er rotuð á vai-pstöðum. Það má segja að önn- ur sú tegund sem kem- ur til greina sé, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, hrossa- gaukurinn, sem er vin- sæl veiðibráð erlendis. Stofninn er firna sterkur, 900 til ein milljón fugla að hausti. Mikið drepst af fugli, um 80% á ári. Ef við gæfum okkur að 5.500 veiði- menn veiddu að meðaltali 5 hrossagauka hver, sem að líkind- um er of há tala, þýddi það 27.500 fugla, sem væri um 6% af því sem drepst af hrossagauk. Veiðar hér myndu því engin áhrif hafa á stofninn, teljum við. Hins vegar ► Sigmar B. Hauksson fæddist 1950 í Reykjavík. Hann lauk sænsku stúdentsprófi og stund- aði nám í blaðamennsku 1968 til 1970 í Svíþjóð og var við nám í félagsfræði og félagssálfræði við Háskólann í Gautaborg 1972 til 1976, starfaði við sænska útvarp- ið og sjónvarpið 1974 til 1977. Starfaði við Ríkisútvarpið og sjónvarp um langt árabil. Hefur rekið eigið fyrirtæki, al- mannatengslafyrirtækið Miðlun og menningu frá 1984. Verkefn- isstjóri heilsuborgarinnar Reykjavíkur frá 1999. Sigmar er kvæntur Helgu Thorberg kaup- manni, samtals eiga þau þrjá syni. virðum við fullkomlega tilfinning- ar fólks, þeirra sem era á móti því að leyfa veiðar á hrossagaukum, við skiljum það sjónarmið. Ef þessar veiðar yrðu hins vegar leyfðar myndi það létta veiðiálag á öðram tegundum.“ -Eru þetta allt sambærdega góðir matfuglar? „Það er smekksatriði, þótt segja megi að rjúpan sé vinsælasti mat- fuglinn hér hjá okkur.“ - Heldur þú að verði af hrossa- gauksveiðum ? „Ekki á næstu áram.“ - Hvað getur þú sagt okkur um hreindýraveiðar íár? „Nú, það er nýbúið að breyta lögum um veiðar á hreindýrum og var það breyting til batnaðar. Þó teljum við það mikinn galla að skotveiðimenn skuli ekki eiga full- trúa í hreindýraráði. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á að fá áheymarfulltrúa í ráðið.“ - Nú eru víða efnameiri menn farnir að greiða fyrir veiðisvæði, hefur það áhrif á möguleika hinna efnaminni veiðimanna? „Þetta er töluvert áhyggjumál. Stór svæði hafa verið leigð veiði- mönnum sem allténd hafa efni á að leigja svæðin. Þau era þá ekki að- gengileg öðram. Við teljum brýnt að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að landinu til veiða. Við væntum okkur því mikils af hinum nýju lögum um þjóðlendur. Einnig telj- um við mikilvægt að tryggja að landlausir íslendingar geti stund- að veiðar á jarðnæði sem er í eigu ríkisins, svæði sem á era ríkisjarðir, skógrækt og land- græðsla. Skotveiðar era holl og nytsöm útivist. Félagsmenn í Skotvís eru um 3.000 og leggur fé- lagið mikla áherslu á ýmis baráttu- mál skotveiðimanna, auk fræðslu. Þá gefur félagið út tímaritið Skot- vís, heldur fræðslufundi og nám- skeið. Framkvæmdastjóri félags- ins er Hjördís Andrésdóttir.“ Margir veiði- menn veiða fáa fugla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.