Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmyndasamkeppni um bestu myndina af aðalbyggingu Háskóla íslands Gamlar myndir urðu kveikja keppninnar VERÐLAUN hafa verið veitt í ljósmyndasamkeppni um bestu myndina af aðalbyggingu Háskóla íslands sem haldin var í tilefni af 60 ára afmæli byggingarinnar. Samkeppnin var á vegum Háskól- ans í samvinnu við Ljósmyndarafé- lag íslands. Fyrstu verðlaun hlaut Anna Elín Svavarsdóttir ljósmynd- ari fyrir samstæðu fjögurra mynda. Að sögn Margrétar S. Björns- dóttur, framkvæmdastjóra sam- skipta- og þróunarsviðs Háskóla Islands, var ljósmyndasamkeppn- in hugsuð til að minnast Guðjóns Samúelssonar hönnuðar bygg- ingarinnar. „Tilgangurinn með keppninni var þó einnig að styrkja vitund starfsmanna Háskólans, stúdenta og annarra sem eiga leið um bygginguna um það lista- verk sem þessi bygging er bæði í stóru og smáu,“ segir Margrét. Margrét segir hugmyndina hafa kviknað við það að skoða myndir Litla ljósmyndaklúbbsins frá árinu 1955 sem voru til sýnis í Þjóðar- bókhlöðunni á síðasta ári. „Mynd- irnar voru teknar af aðalbyggingu Háskólans og sýndu að þessi fal- lega og flókna bygging var upplagt myndefni fyrir ljósmyndara," segir Margrét. Litli ljósmyndaklúbburinn var stofnaður 9. janúar 1953 að frum- kvæði Óttars Kjartanssonar að því er kemur fram í ritinu Ljósmynd- un á íslandi 1950-1970 eftir Guð- rúnu Harðardóttur. Starfsemin var með formlegum hætti þar sem fé- lagsmenn settu sér ákveðin verk- efni fyrirfram sem þeir svo kynntu og ræddu á reglulegum fundum. Litli ljósmyndaklúbburinn hélt sýningu árið 1961 þar sem afrakst- ur 8 ára vinnu var til sýnis. Stuttu síðar skildi leiðir félaga klúbbsins. Fagmennska og traust listræn tök Eins og fyrr segir hlaut Anna Elín Svavarsdóttir fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur. Að mati dómnefndarinnar tókst Önnu að draga skýrt fram byggingar- listarleg einkenni hússins eins og þau birtast í einstökum útfærsl- um, innan húss sem utan, þar sem áhersla er lögð á samleik birtu og efnisáferðar. Myndbygging og tæknileg úrvinnsla myndanna þótti bera vott um fagmennsku og traust listræn tök höfundar á við- fangsefninu. Ónnur verðlaun í samkeppninni hlaut Bragi Þór Jósefsson og þriðju verðlaun Finnbogi Marin- ósson. Anna Elín Svavarsdóttir Kristinn Sigudónsson Kristinn Sigurjónsson tók þessa mynd en hann var einn af félögum Litla ljósmyndaklúbbsins. Höfundur óþekktur Bakhlið aðalbyggingar Háskóla Islands. Myndin er ein af mynd- um Litla ljósmyndaklúbbsins og er hún tekin árið 1955. Anna Elín Svavarsdóttir Anna hlaut fyrstu verðlaun fyrir samstæðu fjögurra mynda af aðal- byggingu Háskólans. Hér gefur að líta tvær þeirra. * Formaður Læknafélags Islands segir félagið ekki styðja opnar heimildir til notkunar á sjúkraskrám Upplýst samþykki orðið nýtt hugtak í breyttu þjóðfélagi SIGURBJÖRN Sveinsson, formað- ur Læknafélags íslands, segir að ekki sé lengur hægt að nota hug- takið upplýst samþykki á sama hátt og gert var fyrir hálfri öld, þegar fortakslaus krafa um upplýst sam- þykki var fyrst gerð. Hann segir jafnframt að ályktanir aðalfundar Læknafélagsins geri ekki ráð fyrir galopnu samþykki til hvers kyns rannsókna, þar sem viðkomandi einstaklingur eigi að geta dregið öll gögn til baka á hvaða tíma sem er. Á aðalfundi Læknafélags íslands um síðustu helgi var samþykkt ályktun sem gerir ráð fyrir heimild stjórnar til að leita nýrra leiða við öflun samþykkis til læknisfræði- legra rannsókna á upplýsingum úr sjúkraskrám. Heimildin taki mið af því, að eftir tiltekinn dag gildi skrifleg heimild sjúklinga til að nota megi upplýsingar úr sjúkra- skrám til læknisfræðilegra rann- sókna. Samtökin Mannvernd hafa mót- mælt harðlega umræðum á aðal- fundi Læknafélagsins og í ályktun frá samtökunum segir að það séu „mikil vonbrigði að verið sé að ræða í fullri alvöru tillögur um gal- opið samþykki sem sjúklingar, sumir fárveikir, yrðu krafðir um þegar þeir þurfa á læknishjálp að halda, heimild sem er í raun óaftur- kræf og gildir óendanlega, um hvers konar rannsóknir sem mönn- um dytti í hug að framkvæma." Sigurbjörn segir að lögð hafi ver- ið áhersla á það, frá því í nóvember í fyrra, að sé samþykkis eða skrif- legrar heimildar krafist frá sjúkl- ingum fyrir því að upplýsingar séu nýttar í fyrirbæri eins og gagna- grunn á heilbrigðissviði, og jafnvel síðar í víðara samhengi, að þá geti ekki verið um upplýst samþykki að ræða í þeirri merkingu sem notuð hefur verið síðustu áratugina í tengslum við rannsóknir, þ.e.a.s. að sjúklingurinn skilji um hvað rann- sóknin nákvæmlega fjallar og hvernig farið verði með gögn og niðurstöður. „Það er alveg Ijóst að um slíkt er ekki að ræða, þannig að við erum að tala um nýtt hugtak og alveg sjálfsagt að viðurkenna það. Eftir sem áður, þá verður upplýsta sam- þykkið til fyrir tilteknar rannsóknir af sama tagi og það hefur gert fram að þessu. Og kannski um ein- stakar rannsóknir út úr gagna- grunnum, ef þar til bær yfirvöld gera sérstakar kröfur um það.“ Að sögn Sigurbjörns á heimildin að vera upplýst að því leyti, að fólk geri sér grein fyrir takmörkunum heimildarinnar í samanburði við það upplýsta samþykki, sem rætt hefur verið um. Hann segir að virða beri ákvörðun einstaklingsins, ef hann vill taka þá áhættu sem því fylgir að heimila óskilgreinda notk- un á sinni sjúkraskrá. í þessu til- viki sé ekki hægt að gera hlutina öðruvísi, og ríki um það almenn sátt í samfélaginu væri það ákveðin forræðishyggja að neita sér um slíka lausn. „Við verðum að horfa á þá stöðu sem er í dag, hálfri öld eftir að hin fortakslausa krafa um upplýst samþykki var gerð. Þjóðfé- lagið hefur breyst, viðhorfin hafa breyst og möguleikarnir hafa breyst. Og það má segja að þetta sé viss aðlögun að því, en um leið fylgir þessu sá ávinningur að við erum að virða betur sjálfsákvörð- unarrétt sjúklinga, í vissu tilliti, heldur en við höfum gert fram að þessu.“ Ekki er hægt að líta á þessa lausn sem galopið samþykki, að mati Sigurbjörns, vegna þess að samhliða samþykki hvers einstaki- ings er gert ráð fyrir að viðkom- andi einstaklingur geti dregið öll gögn um sig til baka á hvaða augnabliki sem er. Þannig sé heim- ildin tímabundin út frá sjónarhóli einstaklingsins sem hana gefur, enda getur hann þá rift samningn- um hvenær sem er. Stjórn Læknafélagsins mun koma saman í næstu viku og ræða þau skilaboð sem komu frá aðal- fundinum og leggja niður fyrir sér hvernig málið verður opnað að nýju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.