Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 13
Lögreglan í Reykjavík tekur nýjan bifhjólaklæðnað í notkun
Sterkari
o g vinnu-
vænni en
leðrið
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
tekið í notkun nýja bifhjólabún-
inga sem framleiddir eru í Finn-
landi. Þeir eru úr þriggja laga
Gore-tex-efni, vatnsheldir og
vindheldir, og með kevlar-hlífar á
álagspunktum en kevlar er sama
efni og notað er í skotheld vesti
og er talið vera slitsterkara en
leður. Einnig eru lögreglumenn á
bifhjólum í nýjum skóm sem eru
vatnsheldir og sérhannaðir fyrir
bifhjólamenn.
Árni Friðleifsson, varðstjóri í
umferðarlögreglunni, segir að
með nýja gallanum falli bifhjóla-
menn nú betur að heildarsvip
lögreglunnar en áður. Víða í
Evrópu hafi lögregluembætti ver-
ið að skipta yfir í svipaða galla
og þessa. Hann segir að fyrir lög-
reglumanninn á bifhjólinu skipti
mestu máli að þessi búningur sé
léttur og þægilegur, efnið hleypi
út raka og í heitu veðri sé hann
því mun þægilcgri en leðrið en
einnig hlýr í kulda. Hann sé því
mun vinnuvænni en leðurgallinn.
Hvað öryggið varðar er hann slit-
sterkari en einnig er meira af
endurskinsmerkjum á honum en
á gömlu búningunum, þannig að
lögreglumennirnir sjást betur.
Þar fyrir utan er hægt að þvo Morgunblaðið/Golli
hann í þvottavél sem ekki var Arni Friðleifsson í nýja bifhjólagallanum sem lögreglan í Reykjavík er
mögulegt með leðrið. byijuð að nota.
Stálu
tóbaki og
kryddi
INNBROTSÞJÓFAR sem brutust
inn í Viðskiptaháskólann á Bifröst í
fyrrinótt uppskáru heldur lítinn
ránsfeng. Einu verðmætin sem þeir
stálu munu hafa verið tóbak af kaffi-
húsi staðarins og krydd úr eldhúsi
nemenda.
I yfirlýsingu frá Runólfl Agústs-
syni, rektor skólans, segir að líklegt
sé að mikil umfjöllun um skólann sl.
daga hafi líklega freistað þjófanna
enda séu fartölvur vinsælar „á mark-
aðnum“ um þessar mundir. í yfir-
lýsingunni segir enn fremur að þjóf-
arnir hafi einkum varið tíma sínum
til að brjóta upp ræstikompur og
önnur slík rými sem jafnan hafa lítil
verðmæti að geyma.
Til Islands
að skoða
Afanga
Emily Pulitzer hefur lengi vel lifað og
hrærst í bandarískum listaheimi. Hún
kom við á Islandi til að skoða verk
Richards Serras í Viðey og sagði Sigriði
B. Tómasdóttur frá því að hún gæti vel
hugsað sér að koma aftur og skoða
meira af landi og list.
ÞAÐ eru sennilega ekki margir
sem hafa tekið sér ferð á hendur
landa á milli til að skoða eitt ákveð-
ið listaverk. Að minnsta kosti erum
við Islendingar ekki sérlega vön
ferðamönnum sem koma í þessum
tilgangi. Emily Pulitzer frá Banda-
ríkjunum, sem dvaldi hér á landi í
sólarhring um síðustu helgi, kom í
þeim tilgangi að skoða verk
Richards Serras í Viðey, Afanga.
Ferðalagið heimsálfa á milli var
þess virði, segir hún. „Verkið er
stórbrotið og vinnur virkilega með
umhverfinu og eykur áhrif þess
eins og reyndar er aðalsmerki
Serras."
Emily, sem er listaverkasafnari
og starfaði lengi vel sem sýn-
ingarstjóri á listasöfnum, fyrst í
Harvard og svo í St. Louis, hefur
starfað í bandaríska listaheiminum
í áratugi. Verk Richards Serras
þekkir hún því út og inn og það var
hann og fleiri listamenn, sem eru
íslendingum kunnir, sem bentu
Emily á að ferðast til Islands.
„Richard Serra, Roni Horn og
fleiri listamenn lýstu landinu sem
mjög spennandi stað og ég hef ekki
orðið fyrir vonbrigðum.
Eg myndi gjanan vilja koma
hingað aftur og skoða landið og
kynna mér íslenska listamenn en í
dag náði ég aðeins að rölta um mið-
bæ Reykjavíkur og skoða galleríið
i8.“
Giftist inn í
Pulitzer-fj ölsky lduna
Auk þess að hafa sett upp sýn-
ingar og safna listaverkum situr
Emily nú í stjórn Pulitzer-útgáfu-
fyrirtækisins sem gefur út fjölda
dagblaða í Bandaríkjunum. Pulitz-
er-nafnið tengja flestir við sam-
nefnd verðlaun en eiginmaður
Emily, Joseph Pulitzer, sem nú er
látinn, var barnabarn þess Josephs
Pulitzers sem upphaflega stóð að
því að þau voru sett á
laggimar.
Emily hefur sjálf
aldrei setið í úthlut-
unamefnd verðlaun-
anna en eiginmaður
hennar var formaður
hennar í þrjátíu ár,
verðlaunin og útgáfan
em þó algerlega að-
skilin bendir Emily á,
þó að nafnið sé að
sama. Pulitzer-verð-
launin, sem em með
þeim virtustu sinnar
tegundar í Bandaríkj-
unum og víðar um
heim, eru veitt fyrir
listir og skáldskap en ekki síst í
fjölmörgum þáttum blaða-
mennsku.
Joseph Pulitzer hinn fyrsti kom
slyppur og snauður til Bandríkj-
anna um miðja nítjándu öld. Hann
var af ungversku og þýsku bergi
brotinn og ákvað að setjast að í St.
Louis þar sem þýskumælandi
íbúar voru fjölmargir enda talaði
hann sjálfur ekkistakt orð í ensku.
Innan tíðar var hann farinn að
vinna á dagblaði sem gefið var út á
þýsku. Smám saman lagði hann
gmnn að veldi sínu í blaðamennsku
og náði afburðatökum á ensku.
„Hann var gagnrýndur fyrir „gula“
blaðamennsku af sumum og sagt
að hann hefði stofnað til verðlauna
fyrir framúrskarandi blaða-
mennsku til að friða eigin samvisku
en staðreyndin er sú að hann hafði
gríðarleg áhrif á blaðamennsku,
m.a. breytti hann dagblöðum þann-
ig að þau höfðuðu til breiðari hóps
en áður,“ segir Emily.
Pulitzer-fjölskyldan heldur sig
enn í St. Louis, en dagblaðið sem
ættfaðirinn setti á laggirnar, St.
Louis Post-Dispatch, er enn í eigu
fjölskyldunnar sem og fleiri blöð,
dreifð um Bandaríkin, einkum mið-
og vesturríkin. Emily hefur setið í
stjórn útgáfufyrirtækisins frá því
að maður hennar lést en það er
ekki blaðamennskan sem hefur átt
hug hennar um starfsævina.
Þar em ofar á blaði eftirminni-
legar listasýningar sem hún hefur
staðið að í gegnum tíð-
ina. Þegar hún er innt
eftir því hver standi
upp úr nefnir Emily
sýningu sem hún
skipulagði 1967 með
myndhöggvurum sem
vom á barmi heims-
frægðar þá eins og t.d.
Claes Oldenburg.
„Þetta vom listamenn
sem höfðu fæstir sýnt í
St. Louis áður og það
var mjög spennandi að
standa að þessu.“
Richard Serra í
sérstöku uppáhaldi
En listamaður sem er í sérstöku
uppáhaldi hjá henni er áðurnefnd-
ur Richard Serra. Hann hefur hún
þekkt lengi eða í rúm þrjátíu ár.
„Eg tel hann vera einn fremsta
bandaríska myndhöggvara í dag.
Það er einkenni hans hversu vel
hann nýtir sér umhverfi og vinnur
með því. Verkið eins og það í Viðey
er það sem kallast umhverfislista-
verk, það tengist algerlega um-
hverfinu og væri ekki hægt að
flytja það neitt til, ef það væri gert
væri verkið ekki lengur til. Verkið
er mjög áhrifamikið og gerir mann
meðvitaðri um landslagið í kring og
ströndina. Það er mjög innblásið að
mínu mati og hefur að ég tel sögu-
lega skírskotun. Mér skilst að hon-
um hafi fundist verkið vera tíma-
laust, vísa í söguna samhliða því að
vera samtímaverk."
Þar sem Serra er jafn þekktur
og raun ber vitni segir Emily það
hafa komið sér á óvart að verkið
virtist ekki vera sérstaklega vel
kynnt. „Eg var að leita að póstkorti
af því en fann ekkert, kannski hafa
réttu búðirnar ekki verið opnar
vegna þess að það er sunnudagur.
Annars hef ég oft á tilfinningunni
að ferðamálayfirvöld skilji ekki
mikilvægi menningarlegrar ferða-
mennsku. Það má t.d. benda á að
Bilbao á Spáni hefur blómstrað í
ferðamennsku í kjölfar þess að
Guggenheim-listasafnið, sem arki-
tektinn Frank 0. Gehry hannaði,
var reist þar.“
Emily Pulitzer
Margir hafa gengið úr
Krossinum í Betaníu
Tekist var á
um stj órn
safnaðarins
ÁGREININGUR um stjóm trúfé-
lagsins Krossins varð til þess að
margir gengu úr Krossinum yfir í
nýtt trúfélag, Betam'u, að sögn Krist-
jáns Rósinkranssonar, forstöðu-
manns Betaníu. Hann hefur nú sótt
um leyfi til dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins um að Betanía, sem var
stofnað síðastliðið haust, fái löggild-
ingu sem tiúfélag.
Kristján segir að meirihluti
skráðra meðlima í Betaníu hafi áður
verið í Krossinum. Þeir hafi ákveðið
að segja skilið við söfnuðinn eftir að
slitnaði upp úr samstarfi Krossins við
Christ Gospel Church í Bandaríkjun-
um. Þessu hafi þeir ekki viljað una og
því stofnað nýtt trúfélag. Kristján
segir að fólk hafi verið að ganga til
liðs við söfnuðinn frá sl. hausti og nú
séu um 115 manns meðlimir. Hann
telur að um helmingur virkra með-
lima Krossins hafi nú gengið í Betan-
íu. Kristján segir að skuldir Krossins
séu miklar og um 250 milljónir hvíli á
húsnæði Krossins í Kópavogi. Skuld-
irnar hafi þó ekki valdið sundrungu í
söfnuðinum heldur hafi hann klofnað
vegna ósættis um stjórn hans.
Ekki náðist í Gunnar Þorsteinsson,
forstöðumann Krossins, en hann er á
ferð erlendis. Kolbeinn Sigurðsson,
safnaðarmeðlimur í Krossinum, segir
að stofnun Betaníu megi rekja til
þess að félagar í Krossinum hafi ekki
viljað gangast undir stjórn Christ
Gospel Church. Hann segir Krossinn
hafa átt í samstarfi við bandaríska
söfnuðinn um langa hríð en þegar
Bandaríkjamennimir hafi ætlað að
hlutast til um stjóm Krossins hafi
samstarfinu verið slitið. Krossinn sé
sjálfstætt trúfélag og svo verði
áfram. Kolbeinn segir að samkvæmt
reikningum sem vom samþykktir á
síðasta aðalfundi nemi skuldir Kross-
ins 50-60 milljónum. Hann telur að
innan við 50 meðlimir í Krossinum
hafi gengið í Betaníu.
Klofningur innbyggður
Að upp komi ágreiningur með þeim
eftirmála að hluti meðlima kljúfi sig
frá hreyfingunni og stofni nýtt félag
virðist einkenna sum trúarsamfélög.
Nærtækt er að minnast þess, að
Krossinn varð til í kjölfar þess að
Gunnar Kristjánsson sagði skilið við
Hvítasunnuhreyfinguna.
Pétur Pétursson, prófessor í kenni-
mannlegri guðfræði við guðfræði-
deild Háskóla íslands, segir að það
hafi í raun mátt búast við því að til
klofnings kæmi í Krossinum. „Þetta
er eiginlega innbyggt í trúarhreyf-
ingar af því tagi, sem Krossinn var
allt frá upphafi," segir Pétur. Hann
segir að kenningarlegur ágreiningur,
sem oft sé frarn settur sem megin
ástæða klofningsins, sé í raun yfirleitt
ekki höfuðorsök vandans, heldur sé
um valdabaráttu að ræða.
Hann bendir á, að það einkenni
trúarhreyfingar á borð við Krossinn,
svonefndar „karismatískar hreyfing-
ar“, að þær hvíli ekki á hefð, heldur
valdi sterks leiðtoga, eins og Gunnar
Kristjánsson er. A meðan hreyfingin
er enn ung og leiðtoginn er að byggja
hana upp eru nýir meðlimir oftast
leitandi fólk, sem verður auðveldlega
fyrir áhrifum af persónutöfrum leið-
togans og samþykkir vald hans. Þetta
gengur þó aðeins í ákveðinn tíma.
Þegar hreyfingin hefur fest sig í sessi
koma inn í þær sterkir einstaklingar,
sem vilja upphefð og áhrif innan
hreyfingarinnar. Þegar þeir finna að
vald leiðtogans kemur í veg fyrir að
þeir öðlist völd og geti haft áhrif, þá
setja þeir fyrir sig kenningarlegan
ágreining og kljúfa hreyfinguna með
því að taka með sér hluta meðlima og
stofna nýja hreyfingu.