Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hj dlr eiðastígar í Garðabæ í slæmu ásigkomulagi Morgunblaðið/Arnaldur Frostlyftingar eru víða í hjólreiðastígum í gömlum hverfum. „Eins og að hjóla yfír mólendi“ Garðabær BÆJARYFIRVÖLDUM í Gai’ðabæ barst fyrr í þess- um mánuði bréf frá Önnu Maríu Geirsdóttur, íbúa í Garðabæ, þar sem bent er á að göngu- og hjólreiða- stígar í bænum séu víða í slæmu ásigkomulagi og sárlega vanti stíga frá bænum yflr til nærliggj- andi sveitarfélaga, Hafnar- fjarðar og Kópavogs. Bréf hennar var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 8. ágúst og var meðal annars samþykkt að fela bæjarstjóra Garðabæjar að taka upp viðræður við bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Kópavogs um stíga milli bæjarfélaganna auk þess sem Vegagerðin yrði höfð með í ráðum. Hjólað á malbikinu Anna segir í samtali við Morgunblaðið vonast til að stígar verði fljótlega lag- færðir þar sem ekki ein- ungis sé bagalegt fyrir hjólreiðafólk að hafa enga eða slæma stíga til þess að hjóla á heldur geti gang- andi vegfarendur og fólk með barnavagna og kerrur einnig lent í vandræðum vegna þessa. „Það er eng- inn hjólreiðastígur yfir í Kópavog. Maður hjólar helst á malbikinu vegna þess að úti á kantinum er malarundirlag með grjóti yfir og þar getur verið hættulegt að hjóla, til dæmis ef maður þarf að bremsa og rennur til í möl- inni,“ segir Anna. Hún seg- ir að til Hafnarfjarðar liggi göngustígar en brúnirnar á þeim séu mjög háar og geti það farið illa með gjarðir á hjólum. Frostlyftingar í göngustígum Anna segist einnig hafa vakið athygli á því í bréfi sínu að víða í bænum séu frostlyftingar í göngu- og hjólreiðarstígum en í bréfi frá bænum hafi hún fengið þær útskýringar að stígar hafi verið lagðir án undir- byggingar til þess að hægt væri að nýta fjárveitingu hverju sinni til þess að leggja lengri stíga. ,Að mínu viti eru þessir stígar svo vondir að maður hjólar ekki á þeim, maður hjólar heldur á götunni. Ef ég tek Silfurtúnið sem dæmi þá er hægt að ganga eftir stígun- um þar en á hjóli er þetta eins og að fara yfir mó- lendi,“ segir Anna. Guðjón E. Friðriksson, bæjan-itari í Garðabæ, seg- ir viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma við Vega- gerðina um lagningu stíga milli Garðabæjar og nær- liggjandi sveitarfélaga en skiptar skoðanir séu um það hvort Vegagerðinni beri skylda til þess að sinna lagningu göngustíga. Hann segir þó fordæmi fyrir slíku og nefnir sem dæmi göngustíga yfir Ölfusárbrú og víðar á landsbyggðinni auk stíga fyrir hestamenn. Guðjón segir að í nýjum hverfum sem hafa verið að byggjast upp í Garðabæ hafi göngustígar verið lagðir jafnóðum og þar séu þessi mál í betra horfi en í eldri hlutum bæjarins. Að sögn Guðjóns er unnið að því að lagfæra eldri göngu- stíga í Garðabæ. Umferðarljós sett upp við Hofsvallagötu og Hagamel Fyrsti skóla- dagur án göngu- ljósa Vesturbær UMFERÐARLJÓS verða sett upp á mótum Hagamels og Hofsvallagötu á laugardag að sögn Stefáns Hermanns- sonar borgarverkfræðings. Framkvæmdir við upp- setningu Ijósanna hófust í júní og voru gönguljós yfir göturnar þá tekin niður. Dregist hefur að setja upp ný Ijós og er ástæðan meðal annars sú að fyrir mistök hófust framkvæmdir áður en borgarráð hafði samþykkt uppsetningu nýrra ljósa. Gatnamótin hafa þvf verið gönguljósalaus um nokkra Morgunblaðið/Sverrir Framkvæmdir eru loks hafnar við gatnamót Hagamels og Hofsvallagötu, hríð en nú hafa nýju ljósin verið samþykkt. Að sögn Stefáns stóð til að ljúka uppsetningu ljósanna fyrir 1. september þegar skólarnir hefjast en því mið- ur getur ekki orðið af því fyrr en degi síðar. Biður hann fólk að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir göt- unum þennan fyrsta skóla- dag. Hofsvallagata og Haga- melur eru innan skólahverfis Melaskóla og þurfa börn sem búa vestan Hofsvallagötu að fara yfir þá götu þegar þau ganga í og úr skólanum. Þróunarverkefni Hafnarfjarðarbæjar í upplýsingatækni Skólatorg í Oldutúnsskóla Hafnarfjörður Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leifur Garðarsson í tölvukennslustofu Öldutúnsskóla en þar eru um 20 borðtölvur. í ÖLDUTÚNSSKÓLA er nú unnið að því að setja upp svo- kallað skólatorg á Netinu. Skólatorgið tekur við af heimasíðu skólans en að sögn Leifs Garðarssonar, forstöðu- manns skólatorgs, verður þar hægt að nálgast sérhæfðari upplýsingar en á hefðbundinni heimasíðu. „Torgið mun þjóna foreldrum, kennurum og nem- endum með gagnvirkari hætti en hefðbundin heimasíða ger- ir. Til dæmis verður hægt að skrá foreldra og nemendur á póstlista, foreldrar geta farið inn á torgið og náð í stunda- töflur bamanna og ef til vill í framtíðinni, þegar við erum komin yfir þessa hræðslu við upplýsingar, verður hægt að fylgjast þarna með mætingu og öðru slíku,“ segir Leifur. Upplýsingatækni fyrir alla Uppsetning skólatorgsins er hlutiaf þróunarverkefni sem Hafnarfjarðarbær hleypti af stokkunum í vor og nefnist Upplýsingatækni fyrir alla en verkefnið er unnið í samvinnu við Icecom, Opin kerfi og Skýrr. Flensborgar- skóli hefur einnig tekið þátt í verkefninu og fengu nemend- ur þaðan afhentar fartölvur með þráðlausri nettengingu í fyrradag. Annar angi verkefn- isins var tenging fjölbýlishúss í Hafnarfirði við LoftNet Skýrr í sumar en íbúar gátu þá verið í sítengdu netssambandi án þess að það hindraði símtöl þeirra. Fleira er í bígerð, m.a. uppsetning allsherjar upplýs- ingavefjar fyrir Hafnfírðinga og stofnun sérstaki-ar mið- stöðvar upplýsingatækni í nýju bókasafni bæjarins. Verkefnið tekið upp í öðrum skólum Að sögn Leifs verður skóla- torgið að öllum líkindum tekið inn í aðra grunnskóla Hafnai’- fjarðar með einhverjum hætti ef reynslan af því verður góð hjá Öldutúnsskóla. „Við ætl- um að gefa okkur tíma til ára- móta til þess að koma skóla- torginu upp í Öldutúnsskóla. Næstu vikur og jafnvel mán- uðir fara í að hlaða inn sér- hæfðum upplýsingum um okk- ar skóla og þá höfuðþætti sem við viljum hafa á torginu," seg- ir Leifur. Að sögn Leifs munu kenn- arar í skólanum verða með heimasíður sínar inn á torginu og geta þeir sent frá sér upp- lýsingar sem gagnast nem- endum og foreldrum þeirra beint inn á torgið. Leifur segir starfsfólk skólans vera já- kvætt gagnvart tölvuvæðing- unni. „Það tekur þó tíma fyrir starfsfólk að koma sér inn á þessar vinnuaðferðir,“ segir Leifur. Að sögn Leifs er verið að safna netföngum foreldra um þessar mundir til að koma upp öflugum póstlista. „Þannig geta foreldrar fengið allar upplýsingar frá skólanum í sína tölvu, hvort sem það er í vinnunni eða heima. Einnig geta þeir haft samband við kennara í gegnum tölvu ef vandamál koma upp,“ segir Leifur. Auk Hafnai’fjai'ðarbæjar, Icecom, Opinna kerfa og Skýrr hafa Strik.is, Ismennt og Tæknival einnig styrkt uppsetningu skólatorgsins. Selásskóli í Reykjavík er um þessar mundir að hefja sams konar verkefni og Öldutúns- skóli og munu þeir vera einu skólarnir á höfuðborgai-svæð- inu sem setja upp skólatorg á Netinuívetur. rzasff Reykjavíkurborg hyggst bæta æfíngaaðstöðu KR við Suðurgötu og Fylkis við Viðidal ™“ KR fær varanlega æfinga- aðstöðu við Suðurgötu BORGARRÁÐ Reykjavíkur fjallaði á þriðjudag um æf- ingaaðstöðu knattspyrnu- deilda KR og Fylkis og sam- þykkti að leggja 6,6 m.kr. í að láta ganga frá grasflöt fyrir sparkvelli milli Starhaga og Suðurgötu fyrir KR og að láta gera áætlun um æfingasvæði fyrir Fylki þar sem gerð voru sérstök bílastæði vegna landsmóts hestamanna í Víði- dal í sumar. KR hefur haft æfingavelli til bráðabirgða á svæðinu milli Suðurgötu og Starhaga síðan í fyrra en samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að þar hjá fari væntanlegt götu- stæði framlengingar á Ægi- síðu að Suðurgötu. í sam- þykkt borgarráðs er gert ráð fyrir að heimilað verði að skipuleggja æfingar fyrir yngri flokka félagsins á svæð- inu þótt það verði að öðru leyti nýtt sem almennt leik- svæði og sparkvöllur í umsjá Reykj avíkurborgar. Takmarkaðir möguleikar Samþykktin var gerð í sam- ræmi við tillögu borgarverk- fræðings en forsvarsmenn KR höfðu skrifað borginni er- indi þar sem rætt var um að nauðsynlegt væri að bæta úr æfingaaðstöðu félagsins til að það gæti þjónað íbúum vest- urbæjarins þar sem 13,9% Reykvíkinga undir 19 ára al- dri búa. „Aðstaða sú sem knatt- spyrnudeild KR hefur til æf- inga er mjög takmörkuð, hvort sem litið er til þeirra þarfa sem fyrir eru, eða til samanburðar við önnur félög. Möguleikar KR til að þróa starfsemina og bæta við iðk- endum í greininni eru mjög litlir eins og staðan er í dag,“ segir í bréfinu. „Það ástand sem knattspyrnudeild KR býr við gerir það að verkum að grasvellir félagsins eru undir miklu yfirálagi með til- heyrandi skemmdum. Þegar litið er til möguleika á æfing- um fá yngri flokkamir sáralít- ið að æfa á almennilegum grasvöllum og félagið getur ekki beitt sér í því að þjóna börnum og unglingum á svæðinu sómasamlega,“ segir ennfremur. Forsvarsmenn félagsins föluðust eftir því að fá til um- ráða svæðið milli Starhaga og Suðurgötu við enda flugvall- arins þar sem félagið fékk bráðabirgða æfingavelli í fyrra. Þetta svæði ásamt grasflötinni við Sundlaug Vesturbæjar gæti að nokkru komið til móts við allra brýn- ustu þarfir yngri flokka. Skipulags- og umferðar- nefnd borgarinnar hafði sam- þykkt að heimila að gengið yrði frá grasflöt fyrir spark- velli við Suðurgötu. Svæðið yrði nýtt sem almennt leik- svæði og sparkvöllur í umsjá Reykjavíkurborgar en lagt til að heimilað yrði að skipu- leggja æfingar fyrir yngri flokka KR þar. Kostnaður er áætlaður 6,6 m.kr. Þessa áætlun samþykkti borgarráð. Fylkir vill tyrfa bílastæði Jafnframt var á fundinum fjallað um erindi frá Fylki um að lagt yrði torf yfir hluta bif- reiðastæðanna sem gerð voru vegna landsmóts hestamanna í Víðidal í sumar og að félagið fengi þar æfmgaaðstöðu fyrir knattspyrnudeild sína. „Æf- inga- og keppnissvæði Fylkis er um 22.000 m2 en þörf fé- lagsins er trúlega þrefalt meiri eða um 60.000 m2,“ segir í bréfi félagsins þar sem fram kemur að það er líklega ein af þremur fjölmennustu knatt- spyrnudeOdum landsins. Fé- lagið segir nauðsynlegt að fá við bílastæðin um 100x100 metra svæði og að með þessu fái félagið m.a. nauðsynlega aðstöðu fyrir mikið og öflugt bama- og unglingastarf og nýti fjármuni betur. Borgarráð samþykkti til- lögu borgarverkfræðings um að heimilt verði að láta gera áætlun um æfingasvæði fyrir Fylki þarna þannig að unnt verði að veita fé til fram- kvæmda á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.