Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
í
Blýantar
KOMNIR eru á markaðinn Faber
Castell Grip 2001 blýantar. f frétta-
tilkynningu frá Andvara ehf segir
að blýantarnir séu þríhyrndir og al-
settir gúmmíörðum sem eigi að
gera það að verkum að þeir renni
ekki til við skrift. Þeir eru fram-
leiddir í 5 blýhörkum og fást í bóka-
og ritfangaverslunum um allt land.
Fingur-
tannbursti
Kominn er á markaðinn einnota
fingurtannbursti. í fréttatilkynn-
ingu frá Húsalind ehf. segir að
flúburstinn sé lítill hringlaga púði
úr nælon-lykkjum og með líman-
legu baki. Flúor-tannkrem er á
burstanum. Púðinn er límdur á
fingurgóminn og þannig notaður til
tannburstunar. Púðinn er seldur á
veitingastöðum, í apótekum, versl-
unum Hagkaups og í íslenskum
markaði.
Skjávarpi
HANS Petersen hefur nú hafið inn-
flutning á og sölu á Kodak V600
Zoom Digital skjávörpum. í frétta-
tilkynningu segir að skjávarpinn sé
hannaður fyrir smærri iyrirtæki og
menntastofnanir. Skjávarpinn er
3,4 kg, 1000 ANSI Lumens, með
aðdráttarlinsu og tengingu fyrir
tölvu, myndbandstæki og DVD-
spilara. Líftími perunnar er 4000
klukkustundir. Taska fylgir með.
Skjávarpinn verður fyrst um sinn á
kynningarverði en hann fæst hjá
Hans Petersen á Laugavegi.
Sveppatiminn er í hámarki um þessar mundir
Furusveppur algeng-
asti matsveppurinn
Sveppir hafa töluvert verið í umræðunni undanfarið, sérstaklega
vegna hins baneitraða svepps viðarkveifar sem nýlega fannst á
skógarstíg í Kjarnaskógi. Hrönn Indriðadóttir slóst í för með
Eiríki Jenssyni líffræðingi í sveppatínsluferð 1 Heiðmörk.
Lerkisveppur
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
„VAXANDI áhugi er á sveppa-
tínslu hér á landi,“ segir Eiríkur
Jensson líffræðingur. „Hér á landi
vaxa þúsundir villtra sveppa en ein-
ungis á milli 10 til 20 tegundir er
vert að tína til matar. Helstu
sveppatínslusvæðin í nágrenni við
Reykjavík eru í Heiðmörk og um-
hverfis Rauðayatn.
Mjög gott er að ganga
göngustígunum í Heiðmörk og
stinga sér aðeins inn í skóginn en
annars þarf yfirleitt ekki að fara
langt því sveppir vaxa gjaman við
stígkantinn.“
Helsti sveppatíminn er í ágúst og
fram í september eða þangað til
frysta tekur.
Hattsveppir eru lang-
mest áberandi í náttúr-
unni og að sögn Eiríks
má skipta þeim í tvennt:
pípusveppi og fan-
sveppi. „Best er íyrir
byrjendur að átta sig á
pípusveppum því auð-
velt er að þekkja þá og
þeir era flestir góðir
matsveppir. Af pípu-
sveppum má til dæmis ~
nefna lerkisvepp, furusvepp og
kúalubba."
Lerkisveppur er svokallaður
þriggja stjarna sveppur sem þýðir
að hann sé mjög góður matsveppur,
að sögn Eiríks. „Hatturinn er gul-
brúnn og mjög slímugur í raka en
annars þurr. Stafurinn er frekar
stuttur. Sveppurinn fylgir lerki-
trjám og best er að tína einungis
unga sveppi.“
Furusveppur er einnig þriggja
stjarna sveppur og algengasti
Hattsveppir
eru mest áber-
andi í náttúr-
unni og má
skipta þeim
í tvennt: pípu-
sveppi og fan-
sveppi
jÉf' *
Eiríkur Jensson líffræðingur lyktar að amssveppi eða dmtreklu sem
lyktar eins og lakkrís og er m.a. notaður í krydd.
Slimstautuli
matsveppurinn
í Heiðmörk.
„Hatturinn er
súkkulaðibrúnn
en upplitast með
tímanum. Það er
eins með furu-
sveppi og aðra
sveppi að ungu ein-
tökin eru betri en
þau eldri því þegar
þeir eldast kemur oft maðkur í
þá. Gott getur þá verið að skera
sveppinn í tvennt til að ganga úr
skugga um það. Hatthúðin á
furusveppnum er seig og slímug.
Best er að draga hana af um leið
og sveppurinn er tíndur."
Slímstautull nýr hér á landi
Kúalubbi er tveggja stjama
sveppur sem þýðir að hann er góð-
ur matsveppur. Kúalubbi er ýmist
ljósgrábrúnn eða dökkbrúnn. Hold-
Furusveppur
ST0R HUMAR
Glæný laxaflök 890 kr. kg.
Vestfirskur harðfiskur
Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur
Fiskbúðin Vör!
- Gæðanna vegna
Höfðabakka 1
sími 587 5070
Best er að tína sveppi í körfu
eða kassa þannig að loft leiki
um þá. Ef túit er í plastpoka
verða sveppimir að mauki.
Engin ein aðferð er betri en
önnur, að sögn Eiríks, þegar
sveppir eru tíndir, sumir nota
hnífa, aðrir slíta þá beint upp
og enn aðrir snáa upp á stilk-
inn þangað til hann losnar.
ið er hvítt og þétt á ungum svepp-
um en svampkennt á þeim eldri.
Kúalubbi íylgir birkitrjám og
fjalldrapa.
„Þess ber að geta að hann maðk-
ar fljótt og því er gott að skera
hann í sundur til að ganga úr
skugga um það.
Slímstautull er líkt og kúalubbi
tveggja stjama sveppur. Hann er
nýliði í sveppafjölskyldunni en sí-
fellt fleiri sveppir eru að koma fram
á sjónarsviðið eftir að trjá-
tegundum fjölgar hér á landi. Slím-
stautull er dökkgrár og verður
svartflekkóttur. Hann er þakinn
þykku slímlagi og eitt af ein-
kennum hans er að hattur hans
hallast. Margir slímstautlar vaxa
oft saman í hóp og það er hálfgert
rabarbarabragð af honum.“
Loðglætingur er dæmi um óætan
svepp en hann hefur brennandi
beiskt bragð. Sveppurinn er rauð-
bleikur og er hatturinn
loðinn. Holdið er hvítt
og mikið ber á honum í
skógum og kjarri.
Að sögn Eiríks er í
langflestum tilvikum
óhætt að borða bæði
hattinn og stilkinn af
matsveppum en hun-
angssveppur er þó dæmi
um svepp þar sem ein-
göngu hatturinn er
borðaður.
Þrjár verulega eitraðar
tegundir hérlendis
Eiríkur ráðleggur þeim sem eru
byrjendur í sveppatínslu að leita
sér ráða hjá þeim reyndari fyrst.
Gott sé að læra að þekkja nokkrar
tegundir, t.d. nokkra pípusveppi,
og bæta svo fleiri tegundum við
smátt og smátt. Þá er gott að fylgja
þeirri reglu að borða aldrei sveppi
nema að vita nákvæmlega hvað um-
ræddur sveppur heitir.
„Til eru þrjár verulega eitraðar
tegundir á Islandi. Viðarkveif, sem
nýlega fannst í Kjamaskógi, topp-
hæringur og mótrektla. Annars eru
sveppir misjafnlega eitraðir. Sumir
Æfleiri
sveppategund-
ir hafa komið
fram á sjónar-
sviðið eftir að
trjátegundum
hefur fjölgað
hér á landi
hafa áhrif á meltingarfæri fólks,
aðrir verka á miðtaugarkerfið og
enn aðrir eyðileggja nýru fólks.
Lummusveppurinn,
sem er algengur í lim-
gerðum í Reykjavík, er
dæmi um svepp sem
eyðileggur nýru fólks ef
hans er neytt í lengri
tíma.“
Vex best í
votviðri
Sveppir vaxa best í
“votviðri en illa í kulda og
þurrki og það tekur þá einungis í
kringum viku að vaxa.
Aðspurður segir Eiríkur að flest-
ir matsveppir séu bragðgóðir en
þungmeltir og því ekki ráðlagt að
hafa sveppi meirihluta matarins.
Margar góðar aðferðir eru til við
matreiðslu þeirra, gott er að
hreinsa þá vel og steikja í smjöri og
nota þannig í sósur og súpur.
Hvað varðar geymslu er algeng-
asta aðferðin að frysta þá en einnig
er hægt að þurrka þá og salta.
Nokkrar bækur eru ^ til um
sveppi, meðal annars Islenskir
matsveppir og Villtir matsveppir á
Islandi sem gott getur verið að hafa
við höndina til að leita nánari upp-
lýsinga.
I