Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 28
28' FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000’
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ár liðið frá blóðbaðinu í Austur-Tímor
Þj óðaratkvæða-
greiðslimnar minnst
Dili, Jakarta. AP, AFP.
ÍBÚAR Austur-Tímor minntust þess í gær að
ár var liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem
samþykkt var að ríkið skyldi hljóta sjálfstæði
frá Indónesíu, og óeirðunum sem fylgdu í
kjölfarið. Mikil öryggisgæsla var vegna hátíð-
arhaldanna og vöruðu Sameinuðu þjóðimar við
því að uppreisnarliðar, sem hlynntir voru
Indónesíustjóm, hefðu aukið ofbeldisaðgerðir
sínar.
Efnt var til bænastundar í stærstu dóm-
kirkju Dili, höfuðborgar Austur-Tímor, og báðu
þúsundir fyrir þeim hundrað sem létust í óeirð-
um síðasta árs. Það var friðarverðlaunahafinn
og biskupinn Carlos Belo sem stjórnaði athöfn-
inni og sagði hann þetta ekki bara gleðistund,
heldur einnig tíma til að minnast þeirra sem
drepnir vora í 24 ára stjómartíð Indónesa. „Við
unnum sigur - ég vona að fólk láti ranglæti for-
tíðar ekki endurtaka sig,“ sagði Belo og hvatti
íbúa Austur-Tímor til að fyrirgefa óvinum sín-
um og hefjast handa við uppbyggingu landsins.
Jose „Xanana" Gusmao, einn helsti leiðtogi
þeirra sem barist hafa fyrir sjálfstæði Austur-
Tímor, tók einnig til máls. Auk kirkjugesta biðu
þúsundir fyrir utan og vora sumir uppáklædd-
ir, aðrir bára blóm og enn aðrir sungu. „Við
munum sýna öllum að hér ríkir lýðræði," sagði
Gusmao sem hafði stuttu áður verið endurkjör-
inn leiðtogi bandalags sjálfstæðissinna.
Uppbygging mikil
Talið er að um 1.000 manns hafi látið lífið í
óeirðunum sem fylgdu í kjölfar þjóðaratkvæða-
greiðslunnar í fyrra. í henni kusu fjórir fimmtu
hlutar íbúa sjálfstæði ríkinu til handa, en Aust-
ur-Tímor hafði þá verið undir stjóm Indónesíu
frá því her þeirra síðamefndu réðst inn í landið
árið 1975. Úm 200.000 manns era sagðir hafa
farist á þessu 24 ára tímabili — ýmist sökum
hungurs, sjúkdóma eða vegna undirokunar
hersins. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í
Austur-Tímor frá því alþjóðlegar friðarsveitfi-
stilltu til friðar í september í fyrra og segir
fréttastofa BBC töluverða bjartsýni nú ríkja
meðal íbúa. Skólastarf hefur hafist á nýjan leik,
byggingar era reistar og unnið er að því að
koma á lýðræðislegri stjóm með aðstoð Sam-
einuðu þjóðanna.
Jose Ramos-Horta, sem deildi friðarverð-
launum Nóbels með Belo árið 1996 flutti í gær
tölu í Santa Craz-kirkjugarðinum í Dili, þar
sem blóðbað varð árið 1991. „Við eram við
hvflustað þeirra sem létu lífið svo Austur-Tímor
gæti öðlast sjálfstæði," sagði Ramos-Horta.
Mikil öryggisgæsla var í Austur-Tímor í gær
af ótta við að uppreisnarliðar myndu reyna að
trafla hátíðarhöldin og í Kupang í Vestur-
Tímor mótmæltu um 2.000 uppreisnarliðar fyr-
ir utan skrifstofur Sameinuðu þjóðanna af-
skiptum stofnunarinnar.
AP
Austur-tímoríski sjálfstæðisleiðtoginn
Jose Ramos-Horta, t.v., og bandaríski öld-
ungadeildarþingmaðurinn Tom Harkin
fylgjast með dansskemmtun í Dili í gær.
íslandsbanki óskar Strákunum á Borginni hjartanlega til hamingju
með frábæra frumsýningu og gríðarlega aðsókn á sýninguna
Vegna metaosoknar og fjöWa askoranna mun
"Tveir fyrir esnr" tíiboð isíandsbanka giida a
skemmtunína 5 oktober og 19. oktober, Nánari
uppíýsinqar má finna á www.isfcank.is
1. Sept. Uppselt
2. sept. Uppselt
8. Sept. Uppselt
9. Sept. Hótel KEA
16. Sept. Uppselt
21.Sept. Uppselt
22. Sept. Uppselt
28. Sept. Uppselt
30. Sept. Uppselt
14.
19.
20.
21.
26.
27.
28
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
Okt.
nokkur sæti laus
Uppselt
Hótel KEA
nokkur sæti laus
Uppselt
nokkur sætl laus
örfá sæti laus
örfá sæti laus
nokkur sæti laus
nokkur sæti laus
nokkur sæti laus
ÍSLANDSBANKI
- hluti af Íslandsbanka-FBA
BOSS
HUOO B O 8 8
Ósóttar pantanir eru seldar á sýningardag milli 19:00 og 22:00 á Hótel Borg slmi 551 1247
Suu Kyi
enn
haldið
í herkví
Rangoon. AP.
AUNG Suu Kyi, leiðtogi lýð-
ræðissinna í Burma, var enn í
gær staðráðin að halda áfram
ferð sinni um
landið, en
herforingja-
stjórn Búrma
hefur hindrað
för hennar sl.
viku. Herfor-
ingjastjórnin
meinar Suu
Kyi að ferð-
ast út fyrir
Rangoon,
höfuðborg Búrma, og hefur
frá því sl. fimmtudag haldið
Suu Kyi og föruneyti hennar í
eins konar herkví á vegi við
smábæinn Dala. Stjórnvöld
krefjast þess að Suu Kyi haldi
aftur til Rangoon og saka
hana um að stefna hagsmun-
um þjóðarinnar í hættu til að
hljóta samúð erlendra ríkja.
„Lýðræðishreyfing hennar
ætti að sýna samvinnu á
ábyrgan hátt til að vinna að
hagsmunum þjóðarinnar í
stað þess að vera með tákn-
rænar athafnir sem ekki era
til annars gerðar en að draga
að athygli,“ sagði í yfírlýsingu
stjórnarinnar.
Annan áhyggjufullur
Fred Eckhard, talsmaður
Sameinuðu þjóðanna, sagði í
gær Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, hafa lýst yfir
áhyggjum vegna málsins.
Herstjórn Búrma hefur einn-
ig verið gagnrýnd fyrir her-
kvína af stjórn Taflands og þá
hafa utanríkisráðherrar Norð-
urlandanna sent frá sér álykt-
un þess efnis að brotið sé á
lýðræðislegum réttindum Suu
Kyi.
Talsmenn Suu Kyi, sem
hlaut friðarverðlaun Nóbels
árið 1991 fyrir lýðræðisbar-
áttu sína í Burma, segja hana
hins vegar ekki munu gefa
eftir. Suu Kyi hefur átt í bar-
áttu við herstjórnina frá því
hún stóð fyrir uppreisn gegn
henni árið 1988.