Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 31
Bylgjandi form og’
samruni við umhverfið
Arkitektinn Zaha Hadid
var búin að vinna tii
verðlauna og koma með
margar athyglisverðar
hugmyndir áður en farið
var að byggja eftir
teikningum hennar. Nú
spretta byggingar henn-
ar upp víða um heim
eins og Sigrún Davíðs-
dóttir sá á sýningu
hennar í ICA í London.
HÚN er þekkt sem arkitektirm er
vann hverja keppnina á fætur annarri
fyrir stórbrotnar hugmyndir sínar
sem enginn vildi síðan byggja eftir.
Sumir héldu því jafnvel fi'am að það
væri ekki hægt að byggja eftir þeim.
En það er ekki rétt. Nú rísa bygging-
ar Zaha Hadid í gríð og erg. Hún er
ein fárra í hópi kvenna, sem hafa náð
alþjóðlegri frægð. Á fyrstu stóru sýn-
ingunni á verkum hennar, sem stend-
m- yfír í Institute for Contemporary
Art, ICA, í London til 11. september
má sjá hvers vegna verk hennar vekja
oft svo sterkar tilfinningai'.
Hadid er sannarlega kona sem
dregur að sér athygli hvar sem hún
birtist og reynir heldur ekkert að láta
fara lítið fyiir sér. Þegar hún hélt fyr-
irlestur hjá The Royal Geographical
Society í London í sambandi við opn-
un sýningar hennar sást glöggt að sá
kraftur sem geislar af verkum hennar
er í raun endurskin af þeim krafti og
styrk sem skín af henni sjálfri.
Hrafnsvart, grásprengt háriö niður á
axlir þyrlast um á svörtum, þunnum
og víðum opnum Issey Miyake frakka
yfir svörtum nælonsamfesting. Hún
er mikil um sig og bylgjandi form
hennar fljóta yfir háhæluðum skón-
um. Augnaráð hennar er gætt skop-
skyni, en flugbeitt, umkringt skörpu
arabísku andlitsfalli.
Hadid fæddist í Bagdad og sem
dóttir stjómmálaleiðtoga fékk hún
uppeldi markað forréttindum og vest-
rænum áhiifum. Hún var heilluð af
kortagerð frá því hún var barn, teikn-
aði kort af borgum og stöðum og frá
því hún var tíu ára var hún ákveðin í
að vera arkitekt. Hún lagði stund á
stærðfræði við Bandaríska háskólann
í Beirút áður en hún fór í nám í bygg-
ingarlist við The Architectural
Association í London. Hún vann í þrjú
ár með hollenska arkitektinum Rem
Koolhaas á Office of Metropolitan
Architecture í Amsterdam, en hefur
rekið eigin stofu í London frá miðjum
níunda áratugnum.
Endurómur frá svifgörðum Bab-
ýlon og persneskum teppum
Sýningunni er skipt 1 tvennt, skiss-
ur og myndbönd niðri, málverk og
módel uppi. Það er strax hið hadiska
rými sem blasir við gestinum, því
salnum er skipt í tvennt með bylgj-
andi formum til að marka af rými þar
sem sýndar eru teikningar hennar
eins og teiknimyndir á vídeói. Það er
skiljanlegt að einhverjfr hafi álitið
ómögulegt að byggja nokkurn skap-
aðan hlut eftir kvikum línum hennar,
hvað þá hús sem standa. En vídeó-
myndirnar, sem streyma í sífellu yfir
einn vegginn, sýna að línur hermar
eru í raun skissur, sem hægt er að
leiða áfram yfir í áþreifanlegan heim
byggingarefna og haldbærra bygg-
inga.
Formin sem Hadid er upptekin af
vísa í margar áttir. Hún hefur sjálf
sagt frá því hve upptekin hún var sem
bam af mynstrunum á persnesku
teppunum sem hún ólst upp á. Hug-
urinn leitar einnig til svifgarðanna í
Babýlon, sem til foma töldust eitt af
Nútímalistasafnið í Cincinatti.
sjö mestu furðuverkum heims. Það er
oft eitthvað svífandi yfir byggingum
Hadid, þar sem það era frekar lárétt-
ar línur er fanga athyglina en lóðrétt-
ar jarðtengdar línur.
Annað sem einkennir Hadid einnig
er hvemig byggingai- hennar eins og
renna saman við jörðina. Þær eiga
ekki að vera eins og límdar inn í um-
hverfið, heldur eiga að renna inn í
það. Það er eins og hún flái yfirborð
jarðar frá því sem undir er og snúi því
og vefji svo úr verða hús. Sjálf hefur
hún sagt að byggingum hennar megi
líkja við appelsínubörk, sem flett sé af
í einu lagi. Samskeytalaus form sem
era snúin og undin.
Skissumar era innblástur og úr-
vinnsluefni fyrir samstarfsfólk Hadid.
Sjálf gei-ir hún gjai-nan grín að því að
það sé ekki auðvelt að vinna með
henni og því er auðvelt að trúa. Það er
engin lognmolla í kringum hana.
Henni finnst hópvinna of flókin, en
hún undirstrikar að verk hennar verði
til í náinni samvinnu við samstarfs-
menn hennar. Þeir koma skissunum á
þrívítt form, þannigað þæe fá yfirborð
og áferð og verða að lokum áþreifan-
legar byggingar.
Málverk hennar era af öðram toga.
Á þeim bregðm- fyrir sýn hennar á
Berlín, London og aðrar borgir. Á þá
staði sem hún hefur í huga sem bygg-
ingarstaði málar hún inn byggingar
ætlaðar þeim stöðum. Það er hins
vegar ekki svo að málverk hennar séu
natúralískar myndir í ætt við póstkort
af þeim byggingum sem hún hefur í
huga. Málverkin era sýn Hadid á það
hvemig byggingamar gætu virkað á
viðkomandi stöðum. Byggingarlist
hennar hefur verið lýst sem frosnum
dansi og málverkin styrkja þá skynj-
un. Þau endurspegla þann kraft og
hreyfingu sem byggingar hennar
gætu fært umhverfinu og minna mest
á rússneska framúrstefnumálara í
byrjun síðustu aldar eins og Malev-
itsj.
Skissumar og myndbandsverkin
sem sýnd era gefa glögga mynd af
formhugsun Hadid. En það era mál-
verkin hennar sem bræða formin og
umhverfið saman. Hún sér bygging-
amar greinilega ekki sem einingu er
takmarkast af útlínum sínum, heldur
sér hún fyrir sér það samhengi sem
hún skapar með því að setja bygging-
ar í samhengi við umhverfið. Þá sam-
bræðslu og orkusvið sem þá verður til
tjáir hún í málverkum með sprengi-
krafti, þar sem yfirborð rifnar, þýtur í
burtu og þyrlast út í loftið eins og
splundrað gler.
Margar byggingar í bígerð
Eftfr að hafa unnið í mörg ár að
verkefnum sem ekki náðu því að vera
byggð virtist tækifærið til að koma nú
loksins fram á sviðið með stórbrotna
byggingu vera nærri þegar Hadid
vann samkeppni um byggingu ópera-
húss í Cardiff 1994. En þó hún fengi
verðlaunin þóttu hugmyndimar of
Brúin í Abu Dhabi.
djarfar og bæjarstjómin valdi á end-
anum annan arkitekt til að teikna hús,
sem enn er ólokið.
En byggingar Hadid era famar að
rísa, mest á meginlandi Evrópu. Tvö
af þekktustu verkum hennar era
Vitra slökkviliðsstöðin frá 1993 í Weil
am Rhein í Þýskalandi, þar sem ýmsir
aðrir þekktir arkitektar hafa verið
fengnir til að byggja, og bæjaríbúðir í
Berlín sem voru byggðar eftir teikn-
ingum Hadid árið 1993. I hinni um-
deildu Þúsaldarhvelfingu í London
hefur hún teiknað eitt sýningarsvæð-
ið, The Mind Zone. Hún hefur einnig
hannað sýningar í Guggenheim safn-
inu í New York og Hayward Gallery í
London, gert innsetningai’ fyrir
tvíæiinginn í Feneyjum og Villa
Medici í Róm, sviðsmynd fyrh- hljóm-
sveitina Pet Shop Boys og hannað
húsgögn.
Nokkur þeitra verkefna sem hún
vinnur að um þessar mundir og sem
kynnt eru á ICA sýningunni era tvö
söfn fyrir nútímalist, annað í Róm,
hitt í Cincinnati. I Abu Dhabi er verið
að reisa brú eftir Hadid og í byijun
september verður opnuð bflageymsla,
sem hún hefur teiknað í Strassborg.
Af framtíðarverkefnum má nefna vís-
indamiðstöð í Wolfsburg í Þýskalandi
og ferjuhöfn í Salerno á Suður-Ítalíu.
Þar sem sýningin beinist að verk-
efnum sem enn era á teikniborðinu er
þai' ekki mikið af myndum frá húsum,
sem hafa þegar verið reist. Það er
nokkur missir að þeim, því myndfr af
þeim húsum Hadid, sem hafa þegar
verið reist, sýna hve mikið líf bygg-
ingamar fá í samspili byggingarefna
og Ijóss. Formin eru aðeins upphaf að
heilu ævintýri skynjana. En sýningin
gefur glögga mynd af því að djarfleiki
Hadid og hugmyndaflug eiga sér fáar
hliðstæður.
Nýjar bækur
• Hvað ungur nemur...Fróðleikur
fyrir foreldra til að örva þroska og
námshæfni barna frá fæðingu til
skólaaldurs er eftir Dorothy Einon.
í bókinni er útskýrt hvað það er
sem barnið tileinkár sér á hverju
þroskastigi. Rætt er hvernig það
skynjar umhverfi sitt á ólíkan hátt
eftir aldri og sýnt hvernig það
rannsakar umheiminn. Bókinni er
ætlað að hjálpa foreldrum til að öðl-
ast sjálfstraust til áð hjálpa barninu
til að þroska hæfileika sína eftir
megni. Stungið er upp á leikjum og
alls kyns athöfnum. Skilningur á
hlutverkum leikjanna hjálpar til við
að örva barnið til dáða.
Dorothy Einon kennir sálfræði við
University College í London og hef-
ur sérhæft sig í þroska barna. Hún
lærði námssálfræði við Columbia
University í New York og hefur
kennt og numið barnasálfræði á
ýmsum menningarsvæðum, allt frá
Japan til Kanada.
Útgefandi er Mál og menning.
bókin er 239 bls., unnin í Portúgal.
Bókin er bók mánaðarins í septem-
ber og kostar 3.130 kr.
Ný tímarit
• Axið, tfmarit Krýsuvfkursam-
takanna, er komið út. Meðal efnis í
blaðinu má nefna greinar eftir Sig-
rúnu Aðalbjarnardóttur prófessor
og Helga Gunnlaugsson dósent,
kvæði eftir Þórarin Eldjárn og þýð-
ingu Gyrðis Eliassonar á bréfi sem
bandaríski rithöfundurinn Raymond
Carver skrifaði vini sínum um aftur-
batann frá alkóhólismanum. Þá eru
þar viðtöl við starfsmenn stofnunar-
innar og greinar eftir Pálma Bene-
diktsson meðferðarfulltrúa, Þorgeir
Ólason, forstöðumann í Krýsuvík og
Ólaf R. Eggertsson hjá Lions-
klúbbnum Fjölni, sem skrifar um
hitaveituframkvæmdir á staðnum.
Þá birtist skýrsla um starfið í Krýsu-
vík fyrir árið 1999 eftir Sigurlínu
Davíðsdóttur, lektor og formann
samtakanna.
Útgefandi er Takmark ehf., Eitt N
sá um umbrot og hönnun og Odd
Stefán tók myndirnar. Ritstjóri er
Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Blaðið,
sem er litprentað, er 48 blaðsíður og
prentað í Isafoldarprentsmiðju.
mbl.is
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Flokkur Lokagjalddagi Innlausnarverð* á kr. 10.000,00
1985-2.fl.B 10. 09. 2000 kr. 31.727,20
* Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.
Reykjavík, 31. ágúst 2000
SEÐLABANKIÍSLANDS