Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 34

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Wiener Opernball-Damenensemble leikur á tónleikum víðsvegar um landið á næstu dögum. Konur halda uppi V ínar stemmningu HLJÓMSVEITIN Wiener Opern- ball-Damenensemble verður á ís- landi dagana 2.-7. september og heldur ferna tón- leika víðsvegar um landið. Hljómsveitin er eingöngu skipuð konum og leikur tónlist frá gull- aldartímabili óp- erettunnar, með- al annars eftir F. Lehár, F. Kreisl- er og Johann Strauss. Hljómsveitin er þekkt í Evrópu fyrir mikla og dæmigerða Vínarstemmningu á tónleikum sín- um og leikur á hverju ári á hinum heimsþekkta óperudansleik í ríkis- óperunni í Vínarborg. Hljómsveitina skipa fimm strengjaleikarar, flautuleikari og píanóleikari, en auk þess er með í för sópransöngkonan Unnur Astrid Wilhelmsen sem er íslensk í móður- ætt. Morgunblaðið hafði samband við Unni og fræddist um ferðalag hljómsveitarinnar á íslandi. „Við ferðumst mikið sem hljómsveit um Evrópu og okkur hefur lengi langað að koma hingað. Móðir mín er ís- lensk og stelpurnar voru komnar með stjörnur í augun við tilhugsun- ina um að koma til þessa lands sem þær höfðu heyrt svo mikið um,“ segir Unnur. „í sumar höfðum við svo loksins tíma til að koma. Ég hef séð um alla skipulagningu sjálf, og fólk hér á íslandi hefur verið mjög jákvætt og opið fyrir þessu.“ Hljómsveitin fær til liðs við sig tvö íslensk danspör, sem dansa við leik hljómsveitarinnar. „Það er gaman að hafa eitthvað til að horfa á Iíka,“ segir Unnur. ,Annað parið er að- eins ellefu ára. Dansararnir fara með okkur í ferðalagið um landið, en við spilum á fjórum stöðum í ferðinni." Hljómsveitin Wiener Op- ernball-Damenensemble var stofn- uð árið 1984 til að spila á vínardans- leik ríkisóperunnar í Vín og er eingöngu skipuð konum. „Það tíðk- aðist stundum á tímum Strauss að konur lékju eingöngu í slíkum hljómsveitum. Fólk vildi hafa eitt- hvað til að horfa á líka, ekki bara hlusta á tónlistina," útskýrir Unn- ur, en sjálf hefur hún sungið með hljómsveitinni í fimm ár. „Stundum er hijómsveitin stærri, allt upp í 35 manns, en það er alltof stór hópur til að ferðast með hingað. Þetta er mjög hæfileg stærð og í líkingu við það sem tíðkaðist þegar tónlistin var samin. Þá var stundum leikið undir borðhaldi og þannig stemmn- ingu ætlum við að reyna að skapa á Flúðum, með kaffi, meðlæti og dansi.“ Sveitin mun leika tónlist sem margir ættu að kannast við, en að sögn Unnar reyna þær að hafa efnisskrána eins fjölbreytta og mögulegt er. „Það verða einleik- sverk og ég syng óperuaríur, auk þess sem hin hefðbundu dansverk verða leikin. Þetta er mjög skemmtileg tónlist fyrir okkur að spila, hún er svo glaðvær og létt.“ Haldnir verða fernir tónleikar á vegum hljómsveitarinnar. Þeir fyrstu eru haldnir í Islensku óper- unni í Reykjavík, laugardaginn 2. september. Aðrir tónleikarnir verða haldnir í samkomuhúsinu á Flúðum hinn 3. september, þeir þriðju í íþróttahúsinu á Isafirði 5. september og þeir fjórðu 7. septem- ber í Stykkishólmskirkju. Unnur Astrid Willielmsen Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 2000 er 30. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 30 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.235,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 2000 til 10. september 2000 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarijárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 2000. Reykjavík, 31. ágúst 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS Sungið á Sal TOJVLIST S a I u r i n n TÍBRÁ Auður Gunnarsdóttir, Sigrfður Aðalsteinsdóttir, Björn Jónsson og Olafur Kjartan Sigurðarson fluttu aríur úr óperum frá ýms- um tímum. Jónas Ingimundarson lék undir á píanó. Höfuðdaginn, 29. ág^st 2000. SALURINN í Kópavogi hóf viðamikla vetrardagskrá sína á Höfuðdaginn. Þá voru haldnir fyrstu tónleikai- Tíbrár, tónleikar- aðarinnar sem Jónas Ingimundar- son píanóleikari hefur haft veg og vanda að. Honum til fulltingis á tónleikunum voru fjórir einsöngv- arar, allir starfandi utan lands, ým- ist á Bretlandi eða meginlandinu: Auður Gunnarsdóttir, sópi-an, Sig- ríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópr- an, Björn Jónsson, tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritón. Auður Gunnarsdóttir var full- trúi þýska skólans á tónleikunum. Hún nam við tónlistarháskólann í Stuttgart og starfar nú við óperu- húsið í Wúrzburg. Tónleikarnir hófust á óvenjuleg- an hátt: Auður byijaði að syngja upphafið að kvartettinum Mir ist so wunderbar úr Fídeh'o eftir Beet- hoven og félagar hennar tíndust síðan inn á sviðið einn af öðrum og tóku undir sönginn. Auður hefur afbragðs góða rödd til óperusöngs og næma tilfinningu fyrir ólíkum stílbrigðum. Hún flutti aríu Evridísar úr óperunni Orfeus og Evridís eftir Gluck með glæsibrag og dúett þeirra Sigríðar úr sömu óperu var ekki síðri. Þá brá hún sér í allt annað gervi í paródíu Herberts: I want to be a Prima Donna og þau Ólafur Kjart- an fóru á kostum í dúett Gershwins úr Porgy og Bess: Bess, you is my woman now. Það kvað jafnframt alveg við nýjan tón í aríunni Ecco: respiro appena úr óperunni Adr- iana Lecouvreur eftir Cilea; arían býr yfir seiðandi laglínu með löng- um hendingum sem krefjast full- komins valds bæði yfir öndun og hendingamótun. Þetta fallega franska lag var sérlega vel sungið af Auði. Sign'ður Aðalsteinsdótth- stund- aði nám við óperudeild tónlistar- háskólans í Vín og hefur nú verið ráðin við Þjóðaróperuna þai- í borg. Sigríður hefur sérlega litfagra mezzósópran rödd og söngur hennar geislar af fínleika og næmni. Þetta varð strax ljóst í saknaðararíu Orfeusar: Che farö senza Euridice eftir Gluck og terzett þeirra Auðar og Ólafs Kjartans úr ópei-u Mozarts Cosi fan tutte: Soave sia il vento, þar sem rósemd og stilling svífa yfu- vötnunum. Sigríður sýndi síðan á sér nýja hlið í dúettinum Dunque io son úr Rakai-anum frá Sevilla eftir Rossini. Sign'ður lék sér þar að flúraðri sönglínunni í kapp við Ólaf Kjartan og bæði skiluðu þau hlutverki sínu af miklum glæsi- brajg. A tónleikunum var skammt stórra högga á milli: Sigríður söng næst litlu vínarfluguna: Wien du Stadt meiner Tráume eftir Sieczin- sky og síðan eftir hlé hádramatíska aríu Dalilu úr óperunni Samson og Dalila eftir Saint-Saéns. Dalila gerir úrslitatilraun til þess að vinna ástir Samsonar án árangurs svo hún sér sig knúna til að láta varpa honum í fangelsi. Sigríði tókst afar vel að magna upp hughrif augnabliksins með góðu atfylgi Jónasar við píanóið. Hendingamar hefjast með ógn- andi sjöundarstökki upp á við og hníga síðan niður í skrefum líkt og þar hljómi fyrirboði þess sem koma skal; Samson fellir súlurnar í musterinu svo þau farast bæði, hann og Dalila og Fílistear allir. Tenór og baritón kvöldsins stunduðu báðii- framhaldsnám í Bretlandi. Bjöm Jónsson tenór hefur víða starfað sem söngvari, á Bretlandseyjum, Svíþjóð og Þýskalandi. Hann hefúr létta og lýríska tenórrödd sem nýtur sín sérlega vel í ítölskum bel canto söng. Hann flutti nær eingöngu einsöngsaríur á tónleikunum, ólíkt hinum söngvurunum; tók þar hver gullmolinn við af öðmm. Best tókst Birni upp í aríunni Questa o quella úr óperanni Rigoletto eftir Verdi. Þá vora dúettai- þeirra Ólafs Kjart- ans úr Perluköfurum Bizet og La Bohéme eftir Puccini afbragðs vel sungnir og í góðu jafnvægi. Þeir Bjöm og Jónas löðuðu fram fjöl- breytt litbrigði í aríunni Rondine al Nido eftir Crescenzo, mikla mýkt og hi’aðinn var ftjálslega mótaður eins og laglínan krefst. I aríunni Una furtiva lagrima lagði Björn áherslu á innri tilfínningu persón- unnar, horfði niður fyrir sig og líkt og lokaði sig af í eigin hugarheimi. Þetta kann að eiga við á óperasviði en á tónleikum missir slíkt marks og sambandið við áheyrendur glat- ast. Hins vegar náðu þau Auður mjög vel til hlustenda í dúettinum Parigi, o cara úr La Traviata eftir Verdi. Þar fór saman glæsilegur söngur og mikil útgeislun. Reynd- ar átti undirleikarinn þar ekki síst hlut að máli því hann mótaði anda dúettsins strax í forspilinu og gaf þannig söngvuranum byi- undir báða vængi. Ólafur Kjartan Sigurðarson er sá söngvari íslenskur sem getur bragðið sér í allra kvikinda líki á sviði; hann er sem fæddur ópera- söngvari. Sönggleði og tónlistar- gáfa hans er einstök. Raddbeiting Ölafs Kjartans er í ítölskum stfl og það er tilfinning þess sem þetta skrifar að röddin sé enn í mótun í þá átt. Það er sem ætlunin sé að þyngja röddina og gera hana dramatískari; liturinn á neðra- og miðsviði er mjög fallegur en verður of dökkur á efsta sviði með þyng- ingu raddarinnar. Þannig urðu ein- staka efri tónar ekki jafn auðsung- nir og ætla mætti af svo ungri rödd né heldur flúrsöngur jafn léttleik- andi. Ólafui- Kjartan sýndi mikla breidd á tónleikunum; hann söng aríu Don Giovannis: Deh vieni alla finestra úr samnefndri ópera Mozarts með sætlegri mýkt og kú- venti síðan með dramatískum til- burðum í aríu Macbeths: Pietá, rispetto onore úr samnefndri óp- era Verdis svo við lá að áheyrend- um rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Þá vakti Ólafur Kjartan mikla kátínu meðal áheyrenda í ar- íunni Blah, blah, blah úr Porgy og Bess eftir Gershwin með skemmti- legum leik og tvíeggjuðum bend- ingum. Tónleikunum lauk með einum magnaðasta kvartett tónlistarsög- unnar, Un di, si ben rammentomi úr lokaþætti Rigoletto eftir Verdi. Þar fara í raun fram tvær senur samtímis; hertoginn glingrar við sígaunastúlku inni á krá en Rigol- etto og dóttir hans, Gilda, fylgjast með íyrir utan. Gilda er frá sér numin af ást til hertogans en Rig- oletto reynir að opna augu hennar fyrir sviksemi hertogans og flátt- skap. Allar persónurnar syngja á gjörólíkan máta svo sem hugai’- ástand þeirra býður. Kvartettinn var ágætlega fluttur af fjórmenn- ingunum, allir gerðu þeir sér fulla grein lyrir hlutverki sínu í hinum magnaða tónvefnaði þótt stundum skorti nokkuð á að fullt jafnvægi væri milli raddanna. Áheyrendur létu í ljós mikla hrifningu með tónleikana; fagnað- arlætin vora kannski ekki síður blandin þeim fognuði að eiga svo góðan tónleikasal sem Salurinn er. Og efnisskrá vetrarins: hún gefur fyrirheit um fjölbreytta tónlistar- tíð. Gunnsteinn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.