Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 39
38 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 39
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HVALVEIÐAR JAPANA
SÚ ákvörðun Japana að auka
hvalveiðar hefur vakið hörð
viðbrögð víða um heim, ekki
síst í Bandaríkjunum. Bill Clinton
Bandaríkjaforseti hefur mótmælt
þessum áformum en einnig má nefna
forsætisráðherra Bretlands og Nýja
Sjálands.
Japanir hafa um nokkurt skeið
stundað vísindaveiðar á hrefnu en
ætla nú að auki að hefja veiðar á búr-
hval og skorureyð. Búrhvalur er á
lista Bandaríkjastjórnar yfir dýrateg-
undir í útrýmingarhættu og greini-
legt á viðbrögðum Bandaríkjamanna
að líklegt sé að gripið verði til við-
skiptarefsinga, enda lagaheimild fyr-
ir slíku.
I grein sem N orman Y. Minota, við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna, ritar í
Washington Post í vikunni segir hann,
að þau rök Japana að drepa verði
hvali til að safna vísindalegum upp-
lýsingum séu út í hött. „Félagar í vís-
indanefnd IWC hafa margoft gagn-
rýnt forsendurnar fyrir hvalveiðum
Japana. Bandaríkjamenn og sendi-
nefndir fleiri ríkja hafa jafnvel boðið
Japönum vísindalega aðstoð við að
gera rannsóknir og safna gögnunum,
sem sóst er eftir án þess að drepa dýr-
in.“
Ráðherrann segist óttast að
markmið veiðanna sé að færa smám
saman út kvíarnar og að veiðarnar
ógni hinu alþjóðlegu banni við hval-
veiðum í atvinnuskyni. „Bæði Banda-
ríkjamenn og Japanir eiga sér hefð
fyrir hvalveiðum. í fornfrægum hval-
veiðimiðstöðvum okkar hafa hvala-
skoðunarbátar komið í stað hvalveiði-
báta, þetta kemur hvölunum sjálfum
til góða og byggðarlögum sem áður
áttu allt undir veiðunum.
Það er orðið tímabært fyrir Japana
að leyfa þessum stórkostlegu dýrum
að ná sér aftur á strik eftir margra
áratuga veiðar.“
Það er ljóst, að úr því að viðskipta-
ráðherra Bandaríkjanna ritar grein
sem þessa til að leggja áherslu á orð
sín, er Bandaríkjastjórn full alvara
þegar hún hótar að beita viðskiptaleg-
um refsiaðgerðum. Svo virðist einnig
sem almenningsálitið í Bandaríkjun-
um sé með þeim hætti að stjórninni sé
ekki stætt á öðru en að grípa til slíkra
aðgerða, ekki síst á kosningaári.
Þá má nefna að tvö af helstu dag-
blöðum Bandaríkjanna, The New
York Times og Washington Post hafa
á síðustu dögum fordæmt fyrirhugað-
ar veiðar Japana. Er tónninn áþekkur
og í grein ráðherrans. Hvetur The
New York Times Japana til að hætta
að borða hvalkjöt til að vernda megi
þessi „mikilfenglegu“ dýr og Wash-
ington Post hvetur stjórnvöld til að
beita öllum nauðsynlegum ráðum til
að stöðva veiðarnar. Þær séu skref í
ranga átt.
Það verður forvitnilegt og lær-
dómsríkt fyrir okkur Islendinga að
fylgjast með framvindu þessa máls og
sjá hvort Bandaríkjastjórn gerir al-
vöru úr hótunum sínum. Kröfur um að
hvalveiðar verði hafnar á ný skjóta
upp kollinum aftur og aftur. En það
þýðir lítið að veiða, ef markaður er
ekki fyrir hendi, eins og Davíð Odds-
son forsætisráðherra hefur marg-
sinnis bent á.
Greinilegt er að rök um stærð
hvalastofna breyta engu um þessa
umræðu. Hún stjórnast sem fyrr af
tilfinningum og þeirri sannfæringu að
rangt sé að veiða hvali óháð því hvort
þeir séu í útrýmingarhættu eða ekki.
ER ÓKEYPIS AÐGANGUR STYRKUR?
s
ISÉRBLAÐI Morgunblaðsins um
sjávarútveg, Úr verinu, í gær,
birtist viðtal við Grím Valdimarsson,
forstöðumann fiskiðnaðarsviðs FAO
í Róm. í viðtalinu er hann spurður
eftirfarandi spurningar: „Hvernig
eru niðurgreiðslur eða ríkisstyrkir
metnir? Telst ókeypis aðgangur að
auðlindinni til dæmis ríkisstyrkur?“
Svar Gríms Valdimarssonar er
svohljóðandi: „Þetta er umræða, sem
er kannski gott dæmi um þá þrætu-
bókarlist, sem nú er stunduð um
mörg mál, sem tengjast sjávarút-
vegi. Er menntun sjómanna styrkur,
er uppbygging samgangna og hafn-
argerð styrkur, rannsóknir og svo
framvegis.
Það heyrist sú skoðun, að ókeypis
aðgangur að auðlindinni sé hreinn
ríkisstyrkur. Þessi umræða er að
mínu mati á byrjunarreit og það mun
taka langan tíma að komast að niður-
stöðu. Ég tel hins vegar að FAO sé
rétti vettvangurinn til þess að ná
fram sameiginlegum skilningi á
þessum málum, því það er afar mikil-
vægt í nýju alþjóðlegu viðskiptaum-
hverfi.“
Umræður sem þessar fara fram
hér. Margir eru þeirrar skoðunar, að
í sérstökum skattafslætti fyrir sjó-
menn sé fólginn ríkisstyrkur til út-
gerðar. Hins vegar er fráleitt að
halda því fram, að menntunarkostn-
aður sjómanna sé ríkisstyrkur til út-
gerðar en menntunarkostnaður lög-
fræðinga ekki ríkisstyrkur til að
reka lögfræðiskrifstofur. Frá sjónar-
hóli þeirra, sem aðhyllast greiðslur
fyrir réttinn til þess að nýta auðlind
á borð við fiskimið er hins vegar eðli-
legt að líta á rannsóknir á auðlind-
inni sem kostnað eigandans við að
viðhalda henni.
Það er áreiðanlega útbreidd skoð-
un, að ókeypis aðgangur að auðlind á
borð við fiskimið jafngildi opinberum
stuðningi. En það er bæði eðlilegt og
nauðsynlegt að slíkar spurningar séu
ræddar, bæði hér og annars staðar.
Sú skoðun Gríms Valdimarssonar að
FAO sé rétti vettvangurinn til þess
að ná fram sameiginlegri niðurstöðu
um það mál kann vel að vera rétt.
Alla vega er ljóst, að slík sameigin-
leg niðurstaða er æskileg.
Mismunandi skilningur manna á
ýmsum efnisþáttum fiskveiðistjórn-
unar stuðlar að því að flækja umræð-
ur um þessi málefni úr hófi. Ekki er
ólíklegt, að skoðanamunur sé minni
en af er látið, sem mundi koma í ljós,
ef sameiginlegur skilningur væri til
staðar á því, hvað felist í einstökum
orðum og hugtökum.
Auka mætti framleiðslu á raforku um 400 til 500 gígavatnsstundir með því að veita Skaftá í Langasjó og inn á miðlunarsvæði Tungnaár
V ötn hættu að
rása og sandar
VATNAJOKULL
Tungnaár-
jökull
y“ Skaftár-
fell^
Síðujökull
Kálfafells-
helði
.Skahárdalur A
DHRAUN
\ Eldvati
MEÐALLANDSBUKT
myndu gróa upp
UMRÆÐUR um að veita
Skaftá í Langasjó hafa
kviknað á ný eftir hlaup-
ið í Skaftá fyrr í þessum
mánuði. MiMð tjón varð á ræktuðu
landi í hlaupinu og auk þess má gera
ráð fyrir að bændur hafí misst fé.
Gísli Halldór Magnússon, bóndi á
Ytri-Ásum í Skaftártungu, sagði í
liðinni viku að bændur í Skaftár-
tungu vildu nú hreinlega losna við
Skaftá og hlaupin í henni með því að
veita henni í Langasjó.
Freysteinn Sigurðsson, jarðíræð-
ingur hjá Orkustofnun, hefur kann-
að þessi mál og segir að slík ráðstöf-
un hefði marga kosti og fáa ókosti í
för með sér. Ami Jón Elíasson odd-
viti segir að skiptar skoðanir séu um
málið og það þurfí að athuga gaum-
gæfílega áður en tekin verði ákvörð-
un. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að með því að veita ánni í Langasjó
og inn á miðlunarsvæði Tungnaár
megi auka raforkuframleiðslu um
400 til 500 gígavatnsstundir með því
til dæmis að bæta við vél í Sigöldu.
Einhver ódýrasta virkjunar-
aðferð sem völ er á
Freysteinn Sigurðsson, jarðfræð-
ingur hjá Orkustofnun, segir að hug-
myndin sé sú að taka Skaftá í tvennu
lagi, svokallaða vesturkvísl, sem
hlaupin koma í, og austurkvíslina
með stíflugerð og göngum upp í
Langasjó á móts við Kamba.
„Með því móti væri hægt að ná
jökulvatninu í Langasjó,“ segir
hann. „Síðan er hugmyndin að veita
vatninu um göng yfir í svokallaðan
Lónakvísladal eða Lónakvíslalægð í
fjöllunum norðan við, eftir þeim til
Tungnaár og síðan í gegnum Sig-
ölduvirkjun, Hrauneyjarvirkjun,
Búðarhálsvirlqun þegar hún kemur,
Sultartangavirkjun og Búrfellsvirkj-
un og virkjanir við Neðri-Þjórsá
þegar og ef þær koma. Það vatn nýt-
ist líklega í yfir meira en 400 metra
fall þegar allt er komið og þetta er
raunar einhver ódýrasta virkjunar-
aðferð, sem völ er á á landinu.“
Freysteinn segir að með því að
fýlgjast með og sýna fyrirhyggju
verði einnig hægt að nota Langasjó
sem miðlun til að taka við hlaupum í
Skaftá.
Vatnsborð Langasjávar yrði
lækkað áður en hlaup kæmu
„Þá lækka menn í Langasjó áður
en hlaupin koma og veita hlaupvatn-
inu þangað inn í staðinn," segir hann.
„Við þetta gerist það að Langisjór
verður aftur jökulvatn eins og hann
var fram til 1965 til 1967 og meðan
Skaftárkvíslar áttu greiða leið í hann
hafa verið einhverjar vatnsborðs-
sveiflur þar þannig að tala mætti um
endurheimt fyrra ástand ef menn
vilja hafa það þannig.“
Skaftá yrði engu
síður vatnsmikil
Freysteinn segir að verði látið af
þessu muni sandburður allur hætta í
Skaftá, en hann getur verið gífur-
lega mikill í Skaftárhlaupum. Einnig
hyrfi jökulgormurinn eða svifaurinn,
sem er mjög fínn og skríður ekki
með botninum.
„Þetta þýðir að Skaftá neðan
Kamba verður bergvatnsá,“ segir
hann. „Það hefur þó ekki alveg verið
fjallað um það til síðustu hlítar hvort
eitthvert yfirfall verður á jökulvatn-
inu.“
Hugmyndir um að veita Skaftá að nýju í
Langasjó eru komnar til umræðu á ný. Við
það yrði Langisjór miðlunarlón fyrir
Skaftárhlaup, en Skaftá neðan Kamba
breyttist í bergvatnsá og gæti með tíð og
tíma orðið vænleg til silungaveiði. Karl
Blöndal kynnti sér þessar hugmyndir.
Freysteinn segir að Skaftá yrði
engu síður töluvert vatnsmitól vegna
þess að mitól vötn kæmu af heiðun-
um beggja vegna árinnar. Vestan
megin væru Nyrðri- og Syðri-
Ófæra, en Hellisá austan megin.
Einnig væri Ijóst að talsvert lindar-
rennsli væri neðan núverandi vatns-
borðs Skaftár inn í farveg hennar.
„Þá benda allar líkur til að það
renni grunnvatnsstraumur ofan frá
Vatnajökli undir farvegi Skaftár - í
gömlum hraunuppfylltum farvegum
hennar - alla leið niður í byggð og
komi upp í hraununum í Landbroti
og Meðallandi," segir hann. „Þetta
vatn er metið að sé 15 til 20 rúm-
metrar á sekúndu. Til samanburðar
má benda á að Skaftá við Sveinstind,
sem er uppi á hálendinu, fer niður í
kringum 10 rúmmetra á sekúndu að
vetrarlagi, en sjaldan niður fyrir 40
rúmmetra við Skaftárdal. Það bæt-
ast því milli 20 og 30 rúmmetrar á
sekúndu á þessum kafla og oft meira
og þetta vatn verður áfram í Skaftá.“
Freysteinn segir að við þetta
myndi ýmislegt breytast. í þessu
séu ýmsir verulegir kostir, en sér
sýnist ókostimir vera annaðhvort
spuming um smekksatriði eða óljós-
ir.
„Við þetta myndi aur meðal ann-
ars hætta að berast með ánni út í
hraunið. Þar sem það yrði enginn að-
burður lengur af aur er mjög líklegt
að Skaftá og raunar hin kvíslin líka,
Ásaeldvatn, fari að grafa sig niður í
þá aura sem þær hafa verið að hlaða
upp með jökulsetinu," segir hann.
„Það er að vísu ektó eins víst með
Flögulón því að Hólmsá og Leirá
bera gífurlega mitónn aur út í Kúða-
fljót, sem myndast þar sem Hólmsá,
Tungufljót og Ásaeldvatn koma
saman. Það er því ektó víst að það
verði eins mikill gröftur í Flögulóni.
En í svokölluðum Landbrotsvötnum
austan við Kirkjubæjarklaustur
gæti hæglega orðið einhver gröftur í
farveginum þannig að hann yrði
stöðugri en hann hefur verið og þau
vötn hættu mitóð til að rása um
sandana, sem myndu þá væntanlega
gróa upp og sandfok frá þeim hætta.
Sandfok út í Eldhraun myndi hætta
og þar sem um yrði að ræða berg-
vatn, sem yrði minna að vöxtum,
yrði miklu viðráðanlegra að veita því
út á hraunið þar sem menn vilja. Þá
myndi hætta að fylla í þetta ein-
stæða náttúruundur og það myndi
varðveitast. Eins myndu sandamir,
sem þegar eru komnir út í hraunið
ofanvert gróa upp og væntanlega lít-
ið mál að koma þar upp birkiskógum
eins og voru í hrauninu fyrir
Skaftárelda. Þannig gætu menn
fengið mjög fallegt sýnidæmi af því
hvemig náttúruleg uppgræðsla ger-
ist á svona hraunum án þess þó að
þurfa að skemma þessa náttúm-
perlu, sem Eldhraunið er, meira en
nú þegar er orðið. Þá hefðu menn
tök á því að halda uppi sumarvatni í
sjóbirtingslækjum eins og Tungu-
læk, Grenlæk, Jónskvísl og raunar
Eldvatninu líka.“
Viðbúið að sjóbirtingur
gangi upp eftir Skaiftá
Freysteinn segir að við þessar
breytingar á Skaftá sé viðbúið að
sjóbirtingur gangi upp eftir henni og
sama eigi við um Ásaeldvatn. Þama
gætu því myndast merkileg veiði-
vötn.
Hann segir að deila megi um það
hvort því fylgdu einhverjir ókostir
að veita Skaftá í Langasjó.
„Það er smekksatriði hvort menn
vilja endurheimta jökulvatn í
Langasjó eða ektó og hvort þeim
finnst fallegra að hafa 20 kílómetra
jökullón, sem stundum á sumrin yrði
blátt á lit þótt það sé grátt í því þoku-
veðri sem þama er ríkjandi, lang-
leiðina inn undir jökul,“ segir hann.
„Um það geta menn deilt lengi.
Þá minnkar eitthvað aurburður út
í haf og menn hafa verið að velta fyr-
ir sér hvort það hafi áhrif á lífrító í
Meðallandsbugtinni, en með Skeið-
ará, Hverfisfljóti, Skálmhólmsá og
öllum þessum vötnum er það nú ekki
nema lítil breyting. Ektó er hins
vegar alveg séð fyrir endann á því.“
Hann segir að einnig hafi menn
óttast nokkuð að vatn í lindunum í
Landbroti myndi þverra, en hins
vegar væri auðveldara að ráða við að
veita ánni þegar hún væri orðin
bergvatnsá.
„Eg held að með viðeigandi veit-
ingum væri hægt að tryggja að vatn
yrði í bæði fistó- og rafstöðvarlækj-
um, þótt þær séu orðnar fáar,“ segir
hann.
Ekki virðist hafa verið vitað af
Langasjó fyrr en seint á 19. öld
Freysteinn segir að þessi vafamál
hafi meðal annars valdið drætti á því
að veita Skaftá í Langasjó. Þá lægi
ekki ljóst fyrir hver ætti að sjá um
þessar veitur og önnur fram-
kvæmdaatriði og ektó ljóst hvaða
lagaákvæði gilti og hvaða stjómvald
ætti að sjá til þess að afgreiða málið.
Hins vegar væri Ijóst að þessi kostur
hefði fengið talsverða umræðu og
því ektó hægt að tala um óðagot í
stjórnsýslunni í þessu tilfelli eins og
oft væri gert vegna annarra mála.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
iuui guuumuiu/ uuuao
Skaftá gekk á gamalgróið land þegar hún hljóp fyrr í mánuðinum og gekk einnig mikið á f Eldvatninu. Hér sjást verksummerki í Eldvatninu við
Ytri-Ása og er barðið nokkrir metrar á hæð. í Eldvatninu mældist rennslið 700 rúmmetrar á sekúndu þegar hlaupið var í hámarki og sagði Gísli
Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, að nokkrir hektarar af túni hafi orðið ánni að bráð.
hjá Orkustofnun, segir að Langisjór
hafi ektó uppgötvast fyrr en seint á
19. öld.
„Fyrr virðast menn ekki hafa vit-
að af honum,“ segir hann. „Þá var
Langisjór jökullón, Tungnaáijökull
stóð úti í vatninu og jökulá rann út í
vatnið. Langisjór var því gmggugt
jökulvatn fram til 1965 þegar Skaftá
náði sér norður fyrir Fögrufjöll og
síðan hefur hann smám saman orðið
tærari.
Hann er enn ektó alveg laus við
þennan grængolandi lit, sem er á
jökulvötnum, en næstum því alveg
þannig að nú er hann tært vatn.“
Oddur segir að þegar talað sé um
að veita jökulvatni aftur út í Langa-
sjó sé verið að tala um að hann verði
eins og hann var fyrir 1965.
„Síðan geta menn alltaf velt vöng-
um yfir því hvort þetta sé í samræmi
við náttúruna eða gangi þversum á
hana,“ segir hann. „Mér hefur virst
tilfinning manna fyrir náttúruvemd
ektó vera sú að þeir komi á einhvem
stað og sjái að þar hafi mannshöndin
verið að vertó heldur að fólk vilji
ektó vita af því að maðurinn hafi fikt-
að við náttúruna."
Oddur segir að augljóslega fylgi
nokkur vandi Skaftá.
„Hún hleypur reglulega og skilur
eftir sig dmllu og aur út um alla
bakka sem síðan fykur,“ segir hann.
„Það er alltaf til leiðinda þegar sand-
ur fer að fjúka. Spumingin er hvort
menn eigi að vera að firra sig þeim
vanda. Þetta er náttúrulega stað-
bundinn vandi, en það er ósköp eðli-
legt að þeir sem þama búa hafi
áhyggjur af því og vilji hafa um-
hverfið þægilegra.“
Oddur segir að umræðunni um að
veita Skaftá yfir í Langasjó fylgi
hugmyndir um að veita henni áfram
yfir í Tungnaá og virkjanirnar.
„Þá kemur upp annað dæmi þar
sem búið yrði að flytja vatn milli
landshluta og það kæmi óhjákvæmi-
lega til með að breyta einhveiju um
vatnafar í Skaftárhreppi," segir
hann. „Hvað nákvæmlega veit ég
ektó, en menn hafa reynt að átta sig
á því.“
Kemur reglulega upp
þegar Skaftá hleypur
Oddur segir að vitaskuld muni
halda áfram að koma hlaup í Skaftá
þó að hún rynni í Langasjó. Hann
bendir á að hlaupið fyrr í þessum
mánuði hafi allt komið út um eitt gat
rétt vestan við Skaftárfell. Hug-
myndin væri til dæmis að stífla milli
Skaftárfells og Fögrufjalla og veita
vatninu þannig inn í Langasjó að öll
hlaup sem kæmu vestan við Skafta-
fellið færu þangað. Langisjór myndi
drepa niður stærsta flóðþáttinn,
taka í sig mitóð af aumum og breyta
heilmiklu um hlaupin.
Hann segir að þetta mál komi
reglulega upp þegar Skaftá hlaupi,
en einnig sé þessi hugmynd alltaf
vakandi þar sem gífurlegt vatnsafl
sé við suðvestanverðan Vatnajökul.
Þar sé úrkoma mitól, jöklar miklir
og fallhæð dijúg, allt frá 600 metr-
um uppi við Vatnajökul og niður
undir sjávarmál: „Þama er mitóð
vatn, mikil fallhæð og mikil orka og
þetta er vissulega gimilegt svæði til
virkjana að mörgu leyti.“
Oddur segir að ákveðin verk-
fræðileg vandamál þurfi að leysa til
þess að veita Skaftá í Langasjó á
borð við ís í jörð: „En það þarf ektó
stórkostleg mannvirtó til að koma
Skaftá þarna inn, þau yrðu ekkert í
lítóngu við það sem menn era til
dæmis að hugsa við Jökulsá á Brú.“
Þegar maðurinn tekur sig tO og
fer að breyta gangi mála í náttúr-
unni kemur í hugann dæmi á borð
við Aralvatn, sem breyttist í líflaus-
an saltpoll eftir að Rússar veittu án-
um, sem í það mnnu, á akra.
„Það er náttúrlega aftakadæmi
um hversu hrapallega tekst t0,“ seg-
ir hann. „En að sjálfsögðu þarf að
sjá fyrir endann á svona fram-
kvæmdum, Kka þegar þær em í
smáum stfl hér á landi. Sú umræða,
sem kviknaði aðallega upp úr Lax-
árvirkjunardeOunum í kringum
1970, hefur verið að smáaukast og
auðvitað er mjög gott að að þessi
umræða skuli vera uppi. Þjóðin þarf
að ganga í gegnum þetta stríð. Mér
finnst sjálfsagt að menn hugsi sinn
gang. Þetta er ektó aUt einfalt og
sjálfsagt, á hvomgan veginn."
Oddur segir að hugmyndin um að
breyta farvegi Skaftár sé ektó ný af
nálinni.
„Ég kortlagði þetta svæði fyrir
þremur áratugum og þá var verið að
áætla annars vegar að koma vatninu
inn í Langasjó með ýmsum aðgerð-
um og hins vegar hvar ætti að taka
það út úr Langasjó," segir hann.
„Þetta er því meira en 30 ára gömul
hugmynd og eflaust enn þá eldri.“
Hluti af virkjunarhugmyndum
Sigurðar Thoroddsen
Hugmyndir um að veita Skaftá í
Langasjó ná vitaskuld ektó lengra
aftur en til þess tíma, sem farvegur
árinnar breyttist og hún hætti að
renna í vatnið um 1965. Hins vegar
em hugmyndir um að taka vatn úr
Langasjó og flytja yfir í Tungnaá
eldri. Sigurður Thoroddsen verk-
fræðingur gerði skýrslu um virkjun-
armöguleOta á hálendinu árið 1954
og hafði verið unnið að henni árin
þar á undan. Samkvæmt upplýsing-
um, sem fengust hjá Sigurbimi Guð-
mundssyni, verkfræðingi á Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, er
þar fjallað um þann kost að flytja
vatn úr Langasjó í Tungnaá. Sagði
Sigurbjöm að hugmyndin gæti þó
verið eldri og vísaði tO þess að Jón
Þorláksson hefði gert hliðstæða
skýrslu í kringum 1920. Verkfræði-
stofan gerði síðan skýrslu 1996 þar
sem ijallað var um flutning Skaftár
yfir í Langasjó tO þess að ná vatninu
yfir í Tungnaá.
Þriggja kílómetra göng
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að þessi hugmynd sé vel þekkt, en
ektó hefði verið hraðferð í þessu
máli.
„Við höfum verið að skoða þessi
mál í rólegheitunum undanfarin ár,“
segir hann. „Um er að ræða að fá
ána inn í Langasjó með stíflu og
skurði upp við jökulinn. Þá færi hún
nokkurn veginn sömu leið og hún
gerði áður. Við hinn endann á
Langasjó myndum við þurfa að gera
um þriggja kílómetra göng yfir í
vatnasvið Tungnaár. Þetta er talinn
geta verið mjög góður orkufram-
leiðslukostur og gæti stólað ágætum
arði ef markaður er fyrir orkuna.
Við byggjum vitaskuld ektó virkjan-
ir nema tíl að anna ákveðinni eftir-
spum og þetta þyrfti því að falla inn í
aukna eftirspum eftir orku.“
Gæti gefið milli 400 og
500 gígavatnsstundir
Þorsteinn sagði að vinnslan á
þessu væri á svokölluðu forhönnun-
arstigi, sem þýddi að farið væri að
leggja almennt mat á verkið, en ektó
byrjað að útfæra það nákvæmlega.
„Þetta gæti gefið milli 400 og 500
gígavatnsstundir," segir hann. „Þá
yrði væntanlega um aukna orku-
framleiðslu að ræða í þeim virkjun-
um sem fyrir eru. Virkjanimar í
Tungnaá, Sigalda og Hraun-
eyjarfossvirkjun, em hannaðar
þannig að það em möguleikar á að
bæta við íjórðu vél í hvora stöð og
menn hafa nefnt að væntanlega yrði
hagkvæmt að gera þetta í Sigöldu.“
Þorsteinn tekur fram að allt sé
þetta háð frekari rannsóknum og
hönnun, mati á umhverfisáhrifum og
heimOdum frá Alþingi, en bætir við:
„Þetta væri hins vegar hægt að gera
á tiltölulega skömmum tíma. Fram-
kvæmdatími gæti verið tvö ár.“
Þorsteinn sagði að lengi hefði ver-
ið vitað af þessum möguleikum. Fyr-
ir sjö ámm hefði Landsvirkjun
kynnt þessar hugmyndir fyrir
heimamönnum, þótt ektó vfldi hann
eigna fyrirtækinu allt þar sem Orku-
stofnun væri ábyrg fyrir almennum
rannsóknum og lengi hefði verið vit-
að af þessum möguleika.
„Hins vegar er ektó langt síðan
menn gerðu sér grein fyrir því að
breytt tækni og annað hefur gert að
verkum að gangagerð er auðveldari
á íslandi en menn bjuggust við,“
segir hann. „Menn fengu náttúrlega
góða reynslu í Blönduvirkjun, sem
var tílbúin 1991. Reynslan af ganga-
gerðinni þar leiddi tíl þess að menn
fóra að horfa ákveðnar á gangagerð
á ýmsum öðmm stöðum. I framhaldi
af því hafa menn farið að horfa á það
sem raunsærri kost að grafa göng út
úr Langasjó."
Stórtækar breytingar
og skoðanir skiptar
Ami Jón Elíasson, oddviti í Skaft-
árhreppi, segir að í sveitarstjóminni
séu menn hlynntir því að sá mögu-
leOd að veita Skaftá í Langasjó verði
skoðaður.
„En þarna er um mjög stórtækar
breytingar að ræða ef til kæmi og
það þarf að rannsaka mjög ítarlega
hvaða áhrif þetta kynni að hafa,“
segir hann. „Það er auðvitað ljóst að
þetta myndi leysa ákveðinn vanda, í
það minnsta tímabundið, en menn
verða að gera sér grein fyrir því
hvaða afleiðingar þetta hefur áður
en þeir em tObúnir að taka afstöðu
tO þess hvort í þetta skuli ráðist.“
Ámi Jón segir að með þessum
orðum sé hann ektó að hugsa um
neinn ákveðinn þátt. Hins vegar sé
það svo að þegar vatn sé fært yfir
vatnasvið muni áhrifanna gæta
beggja vegna. Áhrifin séu fjölþætt.
Huga beri að vatnsbúskapnum á
báðum stöðum, gmnnvatnsstöðu og
lífríki vatnakerfisins auk áhrifa á
uppblástur lands.
Hann segir að hlaupið í Skaftá
fyrr í mánuðinum hafi sennOega ver-
ið það 35. í röðinni og því sé ekkert
írafár út af því í sveitarstjóminni.
Um það hvemig bmgðist skuli við
séu mjög stóptar skoðanir í hreppn-
um og það undirstritó þörfina á því
að málið verði rannsakað nógu ítar-
lega.
Árni Jón situr í svokallaðri Skaft-
ámefnd, sem skipuð varl998 og hef-
ur það hlutverk að fjalla um þau
vandamál sem upp hafa komið í
Skaftárhreppi á síðustu áram og""
tengjast annars vegar ágangi árinn-
ar og hins vegar vatnsþurrð i lækj-
um í Landbroti og MeðaOandi. Hann
segir að sú nefnd hafi ekki fjallað um
Langasjávarmálið, en það myndi
hafa áhrif á vatnakerfið í Eldhrauni
ef ákveðið yrði að veita Skaftá í
Langasjó.