Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEFÁN
JÓNASSON
+ Stefán Jónasson
fæddist í Vog'uni í
Mývatnssveit hinn 11.
júní 1919. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut þriðju-
daginn 22. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin í
Vogum Jónas Hall-
grímsson, f. 3. desem-
ber 1877, d. 5. desem-
ber 1945 og Guðfínna
Stefánsdóttir, f. 5.
nóvember 1896, d. 8.
janúar 1977. Systkini
Stefáns voru: Ólöf, f.
1916; Jón, f. 1917, d. 1990; Sigur-
geir, f. 1920; Þorlákur, f. 1922;
Friðrika, f. 1924; Kristín, f. 1926;
Hallgrímur, f. 1928, d. 2000; Pét-
ur, f. 1929, d. 1994.
Stefán kvæntist 29. júní 1945
Steinunni Aðalheiði Hannesdótt-
ur, f. 8. aprfl 1924. frá Melbreið í
Fljótum. Foreldrar hennar voru
Hannes Hannesson kennari og
skólastjóri í Fljótum, f. 25. mars
1888, d. 20. júlí 1963, og Sigríður
Jónsdóttir, f. 30. júlí
1900, d. 11. ágúst
1995.
Stefán og Aðal-
heiður bjuggu lengst
af í Eskihlíð 22,
Reykjavík, en síð-
ustu árin að Gull-
smára 9, Kópavogi.
Dætur Stefáns og
Aðalheiðar eru: 1)
Guðfinna Sjöfn, f. 2.
september 1946,
maki Guðgeir Ein-
arsson. Dóttir þeirra
er Aðalheiður, maki
Erlendur Birgir
Blandon. Börn þeirra eru Bjarndís
Sjöfn og Guðgeir Ingi. 2) Sigríður,
f. 5. mars 1955, maki Reynir Ólafs-
son. Synir þeirra eru Stefán og
Gylfi.
Að örfáum árum frátöldum
starfaði Stefán í Mjólkursamsöl-
unni þar til hann lét af störfum í
lokárs 1989.
Útför Stefáns fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Kæri vinur.
Mikil var mín gæfa að fá að kynn-
-*ast þér og hafa þig að samferða-
manni stóran hluta lífs míns. Allt frá
fyrstu stundu þegai’ Sjöfn kynnti
mig fyrir ykkur Heiðu veturinn 1963
tókstu vel á móti mér og mér leið
strax einstaklega vel í návist þinni.
Fljótlega var ég orðinn einn af heim-
ilisfólkinu í Eskihlíðinni og við urð-
um sífellt nánari. Þú fórst að segja
mér frá sveitinni þinni, Mývatni og
æskuárunum í Vogum. Það fór ekki
fram hjá mér hversu vænt þér þótti
um þann stað enda kynntirðu þig alla
*tíð sem værir frá Vogum í Mý-
vatnssveit. Þú sagðir mér einnig frá
veiðiskap þínum sem þér var í blóð
borinn og mikilvægi þess að færa
björg í bú. Þú varst veiðimaður af
guðs náð og því átti ég eftir að kynn-
ast. Þær eru ótaldar ferðirnar sem
við fórum saman tfl veiða og þú
kenndir mér að meðhöndla þau tæki
og tól sem til þurfti. Hápunktur þess-
araferða voru samverustundir okkar
í Vogum er við gengum til rjúpna eða
dorguðum á vatninu, okkur til
ómældrar ánægju og stoltir hvor af
öðrum. Eða að sumri til úti á vatninu
að vitja um netin eða að handfjalla
stangirnar. Þama kynntist ég svo
sannarlega lífi veiðimannsins.
Þú varst frábær fjölskyldufaðir
sem vildir þínu fólki allt það besta
enda dróstu aldrei neitt af þér til að
svo mætti vera. Þitt lífsmottó var að
afla en ekki eyða og hefur það svo
+
Kær vinur okkar og frændi,
TRYGGVI BERGSTEINSSON,
Kirkjubraut 12,
Innri Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju,
Innri Njarðvík, föstudaginn 1. september
kl. 14.00.
Aðstandendur.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og lang-
amma,
BIRNA LÁRUSDÓTTIR THORARENSEN
til heimilis á
Dvalarheimilinu Kjarnaskógi,
Akureyri,
andaðist þriðjudaginn 29. ágúst á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Hrafnhildur B. Gunnarsdóttir Stefán Hermannsson,
Árni S. Gunnarsson, Jóhanna Jóhannsdóttir,
Lárus G. Gunnarsson, Nancy Lee Malcomb,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi ög langafi,
KONRÁÐ GUNNARSSON,
Ólafsbraut 50,
Ólafsvík,
andaðist á Costa Del Sol 25. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Tryggvadóttir.
sannarlega endurspeglast í þeirri
umgjörð sem þú hefur búið fólkinu
þínu á hverjum tíma. Samt hafðir þú
nægan tíma til dægrastyttingar. Þú
unnir landi þínu heitt, hafðir oft á
orði að hvergi væri betra að vera,
ferðaðist um það þvert og endilangt
og varst margfróður þar um, enda
gleymdirðu fáu af því sem þú sást og
gerðir. Það var t.d. með ólíkindum
hvernig þú gast reglulega rifjað upp
lið fyrir lið, Mið-Evrópu-ferðina sem
við Sjöfn og Heiða litla fórum með
ykkur Heiðu 1978, okkur öllum til
mikillar ánægju. Frítímanum þínum
eyddir þú einnig af mikilli ósérhlífni
við að hjálpa okkur Sjöfn við að koma
okkur upp heimili á sínum tíma. Það
sópaði af þér og þú tókst virkan þátt í
því sem við vorum að skapa. Þú varst
óspar við að hvetja og stappa í okkur
stálinu auk þess að sýna öllu mikinn
áhuga sem væri það þitt eigið. Þú
varst gríðarlega sterkur karakter,
trúr þínu, hvikaðir ekki frá eigin
sannfæringu, mikill harðjaxl, lífsgl-
aður og sannur vinur.
Það voru þér erfiðar stundir og þú
varstmjög ósáttur við að þurfa að
tengjast sjúkrarúmi í byrjun ágúst-
mánaðar. Þú áttir svo margt eftir
ógert, varst á leiðinni norður í Voga
með honum nafna þínum á nýja
Lancemum og þú saknaðir sárlega
félaga þinna í Sundlaug Kópavogs;
heilsulindinni þinni til nokkurra ára,
auk þess sem þú vildir hvergi annars
staðar vera nema heima í Gullsmára
9 hjá henni Heiðu þinni. Mér fannst
ég greina það er ég sat hjá þér kvöld-
ið fyrir andlát þitt að þú værir orðinn
sáttur við hið óumflýjanlega.
Elsku tengdapabbi, nú þegar kom-
ið er að leiðarlokum er mér ómetan-
legt þakklæti efst í huga, þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast mæt-
um manni, sem alla tíð sýndi mér
mikla vináttu, ást og hlýju sem end-
urspeglast í kærleika sem við sýnd-
um hvor öðrum með koss á kinn í
hvert sinn er við heilsuðumst og
kvöddumst.
Margserað minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þinn tengdasonur,
Guðgeir.
Við bræðurnir áttum góðan vin. Sá
vinur var afi okkar. Fyrir okkur var
hann meira en bara afi. Hann var
fyrirmynd okkar. Hjá afa leið okkur
alltaf best og með honum eigum við
flestar af okkar bestu minningum.
Okkar fyrstu bemskuminningar
tengjast afa og ömmu í Eskihlíð. Tíð-
ar og oft daglegar heimsóknir þang-
að veittu okkur notalegar stundir.
Alltaf hafði afi nægan tíma fyrir okk-
ur, hvort sem við vildum fara í bfltúr,
spila fótbolta, fara í göngutúr eða
skreppa í bíó. Þú hrósaðir okkur
óspart og studdir fast við bakið á
okkur.
Við áttum sameiginlegt áhugamál,
það var fótbolti og handbolti. Oft
horfðum við saman á leikina. Það
vora skemmtilegar stundir. Afi var
íþróttamaður á sínum yngri árum.
Hann var í ÍR í fótbolta og keppti í
sundi og glímu.
Eg minnist allra þeiiTa ferða sem
við fóram tveir saman norður í sveit-
ina. Það voru skemmtilegustu tímar
ársins. Sumarið 1999 var síðasta
ferðinokkar norður, þá fóra pabbi og
Gylfi með okkur. Við eigum góðar
minningar úr þeirri ferð. Við minn-
umst oft þeirrar setningar, þegar þú
sagðir við okkur, að þú vildir óska
þess að vera kominn út á Mývatn að
leggja netin. Sveitin var þér svo kær
og allt fram á síðustu daga lágu hugs-
anir þínar þangað. Gunnai’ og Jónas
frændur okkar sáu til þess að þú
fengir fregnir að norðan. Þú vildir
vita hvernig veiðin væri og hversu
margar tófur hefðu náðst.
Afi hafði gaman af veiðiskap og
strax í janúar tók hann til skrínurnar
og veiðarfærin til þess að fara á dorg.
Frá því að við voram litlir snáðar og
þar til í dag munum við eftir öllum
þessum ferðum. Afi hélt dagbók, þar
sem hann skrifaði niður alla þá sil-
unga sem við veiddum og hafði gam-
an af að sýna okkur hver væri „mest
veiðinn" eins og hann orðaði það.
Eins hafði hann mjög gaman af að
fara á gæsa- og rjúpnaveiðar og
þrátt fyrir slæma heilsu og stirðleika
var veiðikrafturinn alltaf til staðar.
Þá yngdist afi um mörg ár og hljóp
um hæðir og hóla sem mest hann
mátti.
Afa fannst gaman að segja eða
hlusta á veiðisögur. Yið munum vel
eftir veiðisögunni um fyrsta refinn
og fyrstu gæsina sem afi skaut.
Þrátt fyrir að hafa staðið í miklum
veikindum fyrir átta árum, var ennþá
til staðar sú sama harka og dugnaður
sem einkennt hefur þig, afi minn, alla
ævi. Kom það glöggt fram þegar
pabbi byggði húsið sitt. Þín aðstoð
var ómetanleg.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
þær yndislegu stundir sem við áttum
saman. Minningin um þig mun Iifa í
hjarta okkar um ókomna tíð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Stefán og Gylfi.
Það var bara einn Stefán Jónasson
frá Vogum. Við erum mörg sem
munum sakna hans, bjartsýni hans
glaðværðar og gamansemi. Hann
sagði skemmtilega frá og með sínum
sérstæða hætti. Hann endaði oft frá-
sögnina, ...Það var gaman þá. Við
kölluðum hann Stebba, stóri frænd-
garðurinn. Nú er hann horfinn af
sjónarsviði okkar, en ekki gleymdur.
Okkur þótti vænt um góðan dreng.
Ungur maður hélt af stað að heiman.
Það var á brattann að sækja. Otrauð-
ur gekk hann sinn veg. Stebbi var
duglegur, ósérhlífinn og hjálpsamur,
vann allt af vandvirkni og trá-
mennsku.
Hann var farsæll, átti langan dag
með Heiðu sinni og samhentri, kær-
leiksríkri fjölskyldu.
Heimili þeirra Heiðu var fallegt,
snyrtimennskan fór saman hjá þeim
úti og inni. Það var gott að koma til
þeirra, þau voru höfðingjar heim að
sækja.
Stebbi lét ekki bugast þótt heilsan
væri honum oft erfið. Fram á síðustu
stundu var hugurinn og viljinn að
verki.
Hann vildi fara heim. Heim til
Heiðu sinnar í Smárann og heim í
Voga.
Þangað leituðu minningarnar,
æskuáranna. Heim í vorið, sem var
svo bjart, blærinn svo hlýr, vatnið
svo slétt og ilmurinn svo góður.
Heyra fuglasöng og flugnasuð, róa út
á vatnið hvíta, heyra gjálfrið og org-
elspil í fjarska. „Nú vagga sér bár-
ur“.
Það er svo margt í minningunni
margs að minnast sem ég unni
hljómhviðan í vorsins veldi
og vörmu mjúku sumarkveldi.
(ÁS.)
Eg þakka Stebba frænda mínum
langa samfylgd og bið góðan Guð að
blessa hann, Heiðu hans og alla fjöl-
skylduna.
Ásdís Sigfúsdóttir.
Ég var aðeins fimm ára er ég sá
Stefán, eða Stebba eins og við kölluð-
um hann, í fyrsta sinn. Þá vora
reyndar enn ekki komin á þau
fjölskyldutengsl sem síðar urðu, að
stjúpi minn og móðir mín hæfu bú-
skap norður í landi, en þeir vora
mágar.
Oöragg feimin stelpa sá bara
mann sem hafði sterka rödd og hisp-
urslausa framkomu. Síðar er ég bjó
og ólst upp norður í Stíflu í Fljótum
þá varð Stebbi, ásamt Heiðu og
dætrum þeirra Sjöfn og Siggu,
helsta tilhlökkunarefni sumarsins
hjá okkur krökkunum. Hann var
óþreytandi við að aka norður og
rækja fjölskyldutengsl sín við
tengdaforeldra og mág í Fljótum, um
leið og hann heimsótti sveitina sína
við Mývatn í sömu ferð.
Engan man ég, sem ók þessa leið
frá Reykjavík á malaivegum þeirra
tíma, þ.e. fyrir og um 1960, sem tók
það jafnlétt. Honum óx ekkert í aug-
um og lífskrafturinn og áhuginn var
óþijótandi. Að komast í silungsveiði
og sveitastörf, að tína ber, allt var
þetta hluti af lífsnautn Stebba eða
jafnvel lífslist. Að fara með honum að
tína ber í Stífluhólunum, fullur Skód-
inn af krökkum og berjafötum, það
var toppurinn á ævintýram sumar-
sins þá. Síðan mátti skemmta sér og
hlæja þegar Stebbi reyndi að finna
fljótvirkustu leiðina til að hreinsa
bláberjalaufið úr afrakstri dagsins.
Ein aðferðin var að setja berin á
grannan bakka og blása á þau af öll-
um kröftum, svo laufin fuku út um
allt. Við skellihlógum og fannst hann
svo sniðugur en „húsmæðram"
fannst þetta kannski skapa óþarfa
óþrif á gólfum. Stebbi var aldrei að
velta sér lengi upp úr smámunum og
vandamálum - það átti bara að fram-
kvæma hlutina.
Nú er þessi kappi genginn á braut
og hans er sárt saknað, sem tryggs
eiginmanns, ástríks föður, tengda-
föður og afa. Þau sem áttu hann að
búa að því að hafa átt fjölskylduföður
sem stóð sem klettur við skyldur sín-
ar, bæði sem fjölskyldufaðir og ein-
staklingur í íslensku þjóðfélagi.
Hann var sannur Islendingur sem
bar áfram til afkomenda sinna merki
kjarks, þrautseigju og heiðarleika.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
honum og fjölskyldu hans og vil enn
fremur bæta hér við sérstöku þakk-
læti fyrir að hafa átt ætíð gott atlæti
og gestrisni vís á heimili þeirra, aðal-
lega í Reykjavík. Þangað var alltaf
gott að koma og Heiða og Stebbi
sannir gestgjafar að íslenskum
sveitasið. Heiða mín, þú hefur misst
yndislegan mann og félaga og ég bið
góðan Guð að hugga þig í þeirri sorg.
Þið áttuð saman sterka fjölskyldu
sem þú nú finnur betur en nokkra
sinni, hve það er mikil guðsgjöf að
eiga slíka að. Það er sárt að skilja við
ástvini en yndislegt að hafa átt svo
góða samleið sem þið.
Guð blessi minningu góðs manns
og gefi líkn og huggun inn í reynslu
+
Ástkær sambýliskona og móðir,
ÁSTA ÁSMUNDSDÓTTIR
frá Bíldudal,
lést þriðjudaginn 29. ágúst að Hrafnistu í Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristján Símonarson,
Bragi Stefánsson.
t
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 1. september kl. 15.
Fósturbörn, systkini og fjölskyldur.