Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNIA.
BJARNASON
+ Bjarni A. Bjarna-
son fæddist á
Sauðárkróki hinn 18.
október 1935. Hann
lést á Akureyri
fimmtudaginn 24.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Helga Pétursdóttir, f.
26. maí 1905, d. 11.
desember 1991 og
Bjarni Anton Sig-
urðsson, f. 23. janúar
1901, d. 14. desember
1935. Systkini Bjarna
eru: Alda, f. 2. maí
1929; Sigrún, f. 26.
september 1930; Guðrún Sigur-
laug, f. 7. desember 1932, d. 8. apr-
íl 1940 og hálfbróðir (samfeðra)
Skúli Bjarnason, f. 19. júní 1927.
Hinn 28. apríl 1962 kvæntist
Bjarni Jónu Bald-
vinsdóttur, f. 28. maí
1940. Þau eignuðust
íjögur börn. 1) Jón
Halldórs, f. 26. sept-
ember 1958. Sambýl-
iskona hans er Halla
Einarsdóttir og eiga
þau tvö börn. 2) Ingi-
björg Elfa, f. 26.
ágúst 1962. 3) Pétur,
f. 22. júní 1964. Eig-
inkona hans er
Ágústa Björndóttir
og eiga þau tvo syni.
4) Lilja Kolbrún, f.
24. júlí 1969. Sam-
býlismaður hennar er Hrafnkell
Reynisson og eiga þau eina dóttur.
Utför Bjarna fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Elsku hjartans pabbi minn.
Það er svo skrýtið að þú sért ekki
lengur heima í Lerkilundinum. Þú
varst mér alltaf svo góður og traust-
ur vinur. Eg hélt að þú og mamma
væruð óijúfanleg eining og gat ekki
hugsað mér að annað ykkar félli frá á
meðan þið voruð bæði svona ungleg.
í þessari miklu sorg er það mér samt
ðíiuggun að ég veit að núna líður þér
vel og þú þarft ekki að kveljast leng-
ur. Ég lofa þér því að hjálpa mömmu
og styðja hana eins vel og ég get,
bæði núna meðan jarðarförin fer
fram og á komandi árum þegar hún
fer að læra að lifa án Bjarna síns.
Þegar ég hugsa um þig þá varstu
alltaf svo kátur og skemmtilegur,
alltaf í stuði og tilbúinn að spauga.
Meðan ég bjó heima bauðstu alltaf
alla vini mína velkomna og þau voru
ófá kvöldin sem ég og vinkonur mín-
eyddum heima í Lerkilundinum
hjá þér og mömmu. Þú bjóst til nöfn
á allar vinkonur mínar sem voru
fyndin en voru samt lýsandi fyrir
persónu þeirra. Eftir að ég flutti að
heiman var alltaf svo gott að koma
Frágangur
afmælis-
ogminning’
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur íylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minning@-
mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fyigi-
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4.
heim til þín og mömmu, um leið og ég
kom inn fyrir dymar komst þú á
móti mér, faðmaðir mig og kreistir
og þá fann ég hvað þú elskaðir mig
óendanlega mikið. Eg fann til svo
mikils öryggis og vellíðan þegar ég
kom til þín og mömmu. Þú varst svo
sanngjarn maður og gerðir alltaf vel
við okkur systkinin, alltaf varst þú
tilbúinn að bakka okkur upp og
styðja okkur, í gleði og sorg.
Á þessum erfiðu tímum hefur Kat-
rín Ynja verið mér og öllum í Lerki-
lundinum mikill styrkur, hún brosir
sínu einlæga brosi til okkar allra og
minnir okkur á léttu lundina þína.
Hún fékk aðeins að kynnast þér en
ég mun segja henni sögur af afa
hennar sem var alltaf að galdra fyrir
barnabörnin sín og tilbúinn að fíflast
hvenær sem var.
Elsku pabbi, við verðum áfram
saman í huga mér, mínum draumum
og minningum.
Þín
Lilja.
Elsku besti pabbi.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Nú skiljast leiðir um tíma, en þú
verður alltaf í hjarta mínu.
Ég kveð þig, elsku pabbi, með
söknuði.
Þín dóttir,
Ingibjörg.
Vegurinnheim
Varlegagenginn
vegurinn
semvaldiþig.
Landið hvíslar hausti
og hallast í kletta
flughamrabratt
ogrökkurdimmrautt
uns ársólin rís
úr framréttri hendi fjallsins.
Inn í frið ijóssins
er förinni heitið.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkaerrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
KATRÍNAR SÆMUNDSDÓTTUR.
Sórstakar þakkir til starfsfólks fjórðu hæðar á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun.
Agnes S. Eiríksdóttir,
Guðjón Eiríksson,
Þröstur Eiríksson,
Guðrún K. Eiríksdóttir,
Gísli E. Marinósson,
Bjarki D. Guðjónsson,
Agnes S. Þrastardóttir,
Eiríkur Þrastarson,
Brynjar Jóhannesson.
Marinó Ó. Gísiason,
Ane Holme,
Jóhannes Brynjólfsson,
Bára D. Guðjónsdóttir,
Ingvar ö. Þrastarson,
Hanna Þrastardóttir,
Katrfn Þ. Jóhannesdóttir,
Vegurinn heim
varlegaergenginn.
(NjörðurP. Njarðvík.)
Elsku Bjarni,
Nú hefur fegurð ljóssins umvafið
þig og gefið sál þinni þann frið sem
hún þráði.
Hafðu hjartans þakkir fyrir allt.
Halia.
Elsku Bjarni.
Ég gleymi aldrei þeim degi er ég
sá þig fyrst. Mér hafði þá verið boðið
formlega í mat til þín og Jónu, því þið
vilduð fá að sjá stelpuna sem hann
Pétur sonur ykkar var alltaf að hitta.
Ég man að þú tókst á móti mér, rétt-
ir mér höndina og sagðir: „Blessuð,
Bjarni heiti ég, eldri bróðir hans Pét-
urs.“ Ég gapti og vissi eiginlega ekki
hvaðan á mig stóð veðrið fyrr en ég
leit í augun þín bláu og sá þennan
yndislega og ógleymanlega stríðnis-
neista sem breiddist út um andlit þitt
og endaði í djúpum og innilegum
hlátri. Þetta var þitt aðalsmerki, sem
ég gleymi aldrei.
Þau voru kvíðvænleg fyrstu skref-
in mín þá að Lerkilundi 1 en seinna
urðu þau að mínum mestu gæfuspor-
um í lífinu. Frá okkar fyrstu fundum
umvöfðuð þið Jóna mig með ást og
hlýju og voruð mér, utanbæjarstúlk-
unni, skjöldur og skjól á Ákureyri.
Þú varst frá fyrstu stundu svo stór
hluti af lífi mínu með Pétri, því þið
feðgar voruð svo samrýndir og síð-
ustu ár hefur þú verið okkur ómetan-
leg hjálparhella í lffi og starfi.
Elsku Bjarni, frá okkar fyrstu
kynnum eru liðin næstum 15 ár og
nú þegar þú er horfinn á braut er ég
svo þakklát fyrir að aldrei bar
skugga á okkar samskipti. Þú áttir
ást mína og virðingu og ég þína, slíkt
er ómetanlegt.
Ég þakka þér fyrir að gefa mér
alltaf allt það besta í þér sem tengda-
faðir, vinur, samstarfsmaður og síð-
ast en ekki síst sem afi. Fáir leystu
það hlutverk betur af hendi og þín er
sárt saknað hjá „afaling“ og elsku-
legum eins og þú kallaðir syni okkar
svo oft. Margar spumingar brenna á
vörum þeirra sem erfitt er að svara
:„Mamma, er afi núna bæði engill og
Skagfirðingur? Er ekki til meira af
honum afa? Getur hann afi aldrei
spilað aftur fótbolta?"
Þau era þung sporin sem við eig-
um eftir að stíga án þín en vissan um
að þér líði vel og minningin um
bjarta og blíða ásjónu þína munu
létta hvert skref.
Með þakklæti og virðingu.
Þín
Ágústa.
Hvað svo sem við eram gömul og
hvað sem við þykjumst vera þroskuð
og mörkuð reynslu; alltaf er það jafn
erfitt að fá fregnir af láti sinna bestu
vina. Bjarni Bjamason vinur minn
var á besta aldri; lifði skemmtilegu
og þægilegu lífi og ég gerði ráð fyrir
að við ættum eftir að njóta samvista
mörg ár enn. Á einu augnabliki er
allt horfið; hann er farinn og við eig-
um ekki eftir að fara í veiðferðina
okkar sem við báðir hlökkuðum til.
Önnur ferð var ákveðin fyrir hann og
í þá ferð fer hann einn.
Það er oft á tíðum tilviljun háð
hverjum maður verður samferða í
lífinu. Menn reynast vera á réttum
stað á réttri stundu og þannig vora
okkar fyrstu kynni. Ég var svo
lánsamur ungur piltur í skóla á Ak-
ureyri að eiga kost á að kynnast hon-
um og hans ágætu eiginkonu. Á
skólaáram mínum leigði ungt fólk í
menntaskóla herbergi í heimahúsum
yfir skólatímann eins og það gerir
vísast enn. Ágætur skólabróðir minn
leigði herbergi hjá þeim og kynntist
ég þá þeim góðu hjónum sem höfðu
þá nýlega stofnað sitt heimili. Ávallt
var okkur félögum vel tekið og jafn-
an komu þau fram við okkur sem
jafningja.
Síðar lágu leiðir okkar Bjarna
saman þegar ég sjálfur var kominn
til manns og lífsbaráttan hafin fyrir
alvöra. Þá hafði Bjami hafið verslun-
arrekstur og stóð í þeim stórræðum
að byggja ásamt öðrum myndarlegt
verslunarhús á einum besta stað á
Akureyri. Starf mitt leiddi til mikilla
samskipta við kaupmenn á Akureyri
og þar var Bjarni einn af þeim sem
voru í forsvari. Síðan hélst samband
okkar sem þróaðist með tímanum
upp í mikla vináttu við fjölskylduna
alla.
Mér og mínu fólki var jafnan tekið
af mikilli gestrisni og þegar ég var
einn á ferð sem ekki var ósjaldan
beið mín uppbúið rúm í „mínu her-
bergi“ eins og þau nefndu það. Und-
anfarin ár höfum við farið eina ferð
norður í Öxarfjörð, þar sem vinur
hans á athvarf, síðsumars sem við
báðir hlökkum jafnan mikið til. Við
höfðum rætt það nokkram sinnum í
sumar hvenær við gætum látið verða
af ferðinni í ár og áætluðum lengi vel
að fara síðari hluta ágústmánaðar.
Þegar líða tók á sumarið var ljóst að
Bjarni gekk ekki heill til skógar og
þegar ekki birti til í veikindunum var
nokkuð ljóst að við myndum tæpast
fara í ár. Ég vissi að Bjarna vora það
mikil vonbrigði að komast ekki.
„Búgarðurinn" í Öxarfirðinum var
hans auðnustaður og yfir honum
hvíldi jafnan ró og gleði þegar við
áttum þar saman stund við veiðar og
náttúraskoðun. Nú fyrir síðustu
helgi kom í mig mikil löngun að drífa
mig norður og á föstudag lyfti ég upp
símtólinu rétt fyrir tólf til að hringja
í hann og freista þess að fá hann með
mér í Öxarfjörðinn. Einhver traflun
kom í veg íyrir að ég hringdi og
skömmu eftir hádegið ætlaði ég að
hringja í annað sinn. Það varð heldur
ekki af því; ég taldi mig vera að
trafla hann í hádegisblundinum
hans. Nokkra seinna hringdi ég og
fékk ekki svar. Ég vissi ekki þá að ég
myndi aldrei framar frá svar frá
Bjarna. Nú naga ég mig í handar-
bökin. Mikið vildi ég gefa fyrir að
hafa átt við hann orð þennan morg-
un. Það var áberandi með Bjarna
eins og oft er með menn á hans aldri
hversu vel var farið með allt og helst
öllu haldið til haga. „Ekki var á þeim
bæ skorið á snærishönkina heldur
hnútar leystir". Honum var það í
blóð borið því uppeldisárin vora ekki
í veröld alsnægtanna. Bjami bjó yfir
þeim mannkostum sem menn meta
hvað mest; glaðlyndi, mannelsku og
heiðarleika í öllum samskiptum.
Hann var með afbrigðum greiðvik-
inn og allt sem hann tók sér fyrir
hendur leysti hann af myndarskap.
Allt stóð sem stafur á bók.
Hann var mjög sjálfstæður per-
sónuleiki, starfaði nánast alla sína
starfstíð sjálfstætt, vildi ávallt vera
sinn eiginn herra, tók áhættur og
honum farnaðist jafnan vel enda allt-
af með hugann við starfið nótt sem
nýtan dag. Þetta fékk ég að reyna af
hendi Bjarna Bjarnasonar, hann var
sannur vinur. Hann var alitaf sá sem
maður gat reitt sig á, var ávallt í kall-
færi og jafnan tilbúinn til hjálpar.
í maí sl. heimsótti ég þau Bjama
og Jónu suður á Spán, m.a. til þess að
samgleðjast þeim á afmælisdegi
Jónu. Þá lék allt í lyndi og ég hefi
sjaldan hitt vin minn svo hressan.
Við Bjarni fóram í langar göngur til
þess að skoða mannlífið og njóta
þess að vera til. Hann hafði dvalist
mjög oft á þessum slóðum og þekkti
vel tO. Ég fann hvað honum var vel
tekið af mörgum þrátt fyrir að hann
talaði ekki málið. Á göngum okkar
kom til hans fólk og fagnaði honum
eins og ættingja. Það hafði fundið
hjartahlýju hans og lífsgleði þegar
hann hafði hitt það í gegnum árin.
Eftir á kom gjarnan skemmtileg
saga um það hvernig hann hefði
kynnst hinum eða þessum og var það
oft góð smásaga sem geymist. Ég
dáðist alla tíð að hinu skarpa minni
Bjarna á mannanöfn, ártöl og at-
burði; hvað hann lagði mikla áherslu
á að fara rétt með. Hann átti til að
leiðrétta í miðri frásögn ef ekki var
farið rétt með. Nú þegar ég kveð vin
minn langar mig að þakka fyrir
ógleymanlegar stundir og þar ber
einna hæst ferð sem við fóram síðla
sumars fyrir tæpu ári. Þá hringdi
Bjarni og spurði hvort ég ætti ekki
eitthvað eftir af sumarfríi og játti ég
því. Hann spurði þá hvort ég gæti
komið norður um helgina. Ég játti
því og spurði hvað stæði tO. „Við för-
um í ferðalag bara tveir og þú færð
að vita það nógu snemma." Ég mætti
norður og snemma á laugardags-
morgni var lagt af stað. Það var farið
að hausta með litadýrðinni við Eyja-
fjörð, sólin skein í heiði. Það var ekki
fyrr en við ókum út Eyjafjörðinn
sem hann sagði mér hvert halda
skyldi. „Við föram á Flateyjardal,
þar er svo fallegt". Þar áttum við vin-
irnir dásamlegan dag í fallegu haust-
veðri. Hann var jafnan fundvís á
hvernig ég var stemmdur og þetta
var ekki í fyrsta sinn sem ég fékk
hringingu að norðan þegar það átti
vel við og er ekki örgrannt um að ég
hafi komið eilítið betri maður til baka
úr þeim ferðum. Bjarni var sannur
vinur vina sinna; það vissu þeir sem
stóðu honum nærri. Sjálfur reyndi
ég eitt sinn hverjir vora vinir þegar á
reyndi og þá brást Bjai'ni ekki. Við
Bergljót vottum Jónu, börnunum og
barnabörnum okkar dýpstu samúð.
Magnús É. Finnsson.
Genginn er góður maður. I gegn-
um hugann leita ótal minningabrot
þegar ég hugsa til brotthvarfs þessa
vinar míns. Vinsemd og hlýja era
fyrstu orð sem koma í hugann. Þegar
söknuður er mestur er gott að eiga
ljúfar minningar frá samvistum við
hann. I nágrenni við hann var gott að
vera.
Mér finnst að lífsviðhorf hans hafi
einkennst af því takmarki í lífinu, að
verða megnugur þess að hlúa að vel-
ferð sinna nánustu og veita þeim ör-
yggi og skjól, svo líf þeirra fengi þá
sterku undirstöðu, sem veitti þeim
gleði og kraft til að takast á við lífið
sjálft. Á heimili Bjarna vora dægur-
málin oft rædd eða sagðar sögur lið-
inna tíma. íþróttir áttu hug hans og
ekki síst knattspyman. Þórsari var
hann af lífi og sál og keppnisskap
hans gerði hann að keppnismanni á
knattspyrnuvellinum á sínum tíma.
Ungur hóf hann störf og fylgdi alla
tíð grundvallartrú sinni á mátt
einkaframtaksins og sjálfstæði.
Hvort sem hann starfaði sem bíl-
stjóri í eigin atvinnurekstri, kaup-
maður í Brekku eða Kaupangi, eða
fasteignaeigandi, stóð lífsskoðunin
óbreytt.
Sjálfstæðisflokknum fylgdi hann
að málum og var ötull baráttumaður
í þágu flokksins og í kosningum í
áraraðir. Barátta hans fyrir breytt-
um verslunarháttum, með frjálsræði
í viðskiptum og fjölbreytt vörafram-
boð að leiðarljósi var ekki einföld í
þann tíð er hann hóf uppbyggingu
verslunarmiðstöðvarinnar Kaup-
angs í lok sjötta áratugarins. Þrátt
fyrir það tókst honum það markmið
sitt, sem ýtti veralega undir breytta
verslunarhætti á Akureyri á þeim
tíma. Það sem einkenndi hann meir
en margt annað var greiðvikni og
hjálpfýsi. Ætíð var reynt að leysa
hvers manns vanda. Heimili þeirra
hjóna hefúr ætíð staðið opið öllum
sem þangað leituðu og ætíð var tími
til að eiga stund með vinum. í upp-
eldi barnanna var markmiðið að vera
félagi og vinur og styðja þau til
þeirra verkefna sem þau vildu glíma
við. Sama viðmót ríkti gagnvart
tengdabörnum og síðan barnaböm-
unum er þau fóra að koma inn á
heimilið. I lífinu náði hann þeim
markmiðum, sem ef til vill era þau
mikilsverðustu fyrir okkur öll, að
leggja rækt við það góða sem í mann-
inum býr og verk sem hafa gildi fyrir
aðra.
Fjölskylda mín þakkar honum af
heilum hug ljúfa samfylgd, vináttu
og traust í gegnum árin. Við biðjum
góðan Guð að styrkja Jónu og fjöl-
skylduna alla í þeirra miklu sorg.
Blessuð sé minning Bjama A.
Bjarnasonar.
Sigurður J. Sigurðsson.
Bjarni A. Bjarnason kaupmaður
er til moldar borinn í dag. Með hon-
um er horfinn af velli einn af mínum
gömlu vinum og samheijum á Akur-
eyri. Á góðum stundum höfum við oft
rifjað upp gamla daga og var okkur
einkar kær sumarferð Varðar í
Kelduhverfi og Mývatnssveit sem
farin var á miðjum sjöunda áratugn-
um. Þá var höfðinginn Björn Þórar-
insson í Kílakoti fyrir sjálfstæðis-
mönnum í sýslunni. Greindur maður
og eftirminnilegur öllum þeim sem
honum kynntust. í þessari ferð sáum
við snæuglu skammt vestan við veg-
inn í Hólmatungum. Það er sjón sem
maður gleymir aldrei.
Bjarni var kallaður „Moggi“ á sín-