Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 55
UMRÆÐAN
Má treysta orðum
þínum, Ingibjörg
Pálmadóttir?
í FRÉTTUM fyrir
fáeinum dögum lýsti
Ingibjörg Pálmadóttir
því yfir að frekari
einkavæðing væri ekki
á döfinni í heilbrigðis-
kerfinu. „Pað stendur
ekki til að einkavæða
frekar í heilbrigðis-
kerfinu," sagði ráð-
herrann í viðtali við
Dag fimmtudaginn 24.
ágúst. Ingibjörg
Pálmadóttir sagði í
sama viðtali að vissu-
lega væru læknar víða
með einkastofur, öldr-
unarþjónusta væri
þegar rekin af sjálf-
stæðum aðilum en „það er ekkert í
dag sem við erum að skoða til við-
bótar þessu í einkarekstri nema
hvað ákveðið var og um það samið
fyrir nokkrum árum að skoða eina
heilsugæslustöð í Reykjavik, sem
rekin yrði í samvinnu við heimilis-
lækna til þess eins að fá saman-
burð“. Samanburður á einkareknu
heilbrigðiskerfi er reyndar fyrir
hendi. Samkvæmt skýrslum OECD
er bandaríska heilbrigðiskerfið það
dýrasta á byggðu bóli en það er að
uppistöðu til einkarekið. Það ís-
lenska kemur hins vegar vel út í
þeim samanburði. Það er illskiljan-
legt að íslenskur heilbrigðisráð-
herra skuli þurfa að prófa mistök
Bandaríkjamanna á íslenskri þjóð á
sama tíma og bandarískir stjórn-
málamenn, pólitískir samherjar
Ingibjargar Pálmadóttur í Banda-
ríkjunum, eru að reyna að brjótast
út úr frumskógi markaðshyggjunn-
ar og feta sig inn á okkar braut, inn í
það kerfi sem kennt er við Norður-
löndin.
Ef til vill er ráðherranum þó vor-
kunn. Alla vega er ljóst að á hann er
þrýst. I morgunútvarpi
Ríkisútvarpsins mánudaginn 28.
ágúst var viðtal við tvo bisnissmenn
sem báðir hafa læknispróf og stunda
lækningar. Þeir voru á því máli að
brjóta þyrfti markaðslögmálunum
leið inn í heilbrigðisþjónustuna hér á
landi í ríkari mæli en þegar hefur
verið gert. Nokkur munur var á við-
horfum þeirra og málflutningi en
báðir voru þeir þó fyrst og fremst að
fjalla um heilbrigðisþjónustuna með
tungumáli verslunar og viðskipta og
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT
svo ákafur var annar
þeirra að hann virtist
rilja innleiða banda-
ríska kerfið með húð
og hári, þar með talið
einkareknum trygg-
ingum enda þótt ritað
sé að slíku kerfi fylgir
félagslegt misrétti að
ógleymdum tilkostnað-
inum. Síðan var talað
fjálglega um að inn-
ræta þyrfti sjúklingum
kostnaðarritund. Og
eitthvað var minnst á
verðbréfamarkaðinn.
Hér er verið að end-
urvekja umræðu sem
við gengum í gegnum
fyrir nokkrum árum. Þá hafnaði
þjóðin þessum lausnum og hefur
reyndar gert það ítrekað samkvæmt
fjölda skoðanakannana þar sem
grafist hefur verið fyrir um hvernig
fólk rildi fjármagna velferðarþjón-
ustuna. Yfirgnæfandi meirihluti Is-
lendinga rill að velferðarþjónustan
sé fjármögnuð úr sameiginlegum
sjóðum landsmanna en ekki með
notendagjöldum og einkareknum
tryggingafyrirtækjum. Það er frum-
stæð hugsun að innræta þurfi sjúku
fólki ritund um hver baggi það er á
samfélaginu. Nær væri að innræta
þeim læknum sjálfum sem svona
tala ábyrgðarkennd og kostnaðar-
ritund, ef þri er að skipta, þegar
þeir tala fyrir amerísku heilbrigðis-
kerfi á Islandi.
Það er sorglegt ef gráðugasta
Einkarekstur
Bisnissmenn sem báðir
hafa læknispróf og
stunda lækningar, segir
Ogmundur Jdnasson,
voru á því máli að
brjóta þyrfti markaðs-
lögmálunum leið inn í
heilbrigðisþjónustuna
hér á landi.
fólkið í læknastétt nær tökum á
stefnumótun fyrir stéttina í heild
sinni - það væri sorglegt ef lækna-
stéttin sem nýtur mikillar virðingar
og velrildar ætlar að fara að nálgast
sjúklinga sína á nýjan hátt - sem
fulltrúi fyrirtækja á verðbréfamark-
aði. Nú kemur til kasta heilbrigðis-
yfirvalda, að þau standi í fætuma
fyrir hönd sjúklinga og skattborg-
ara gagnvart fjárgróðamönnum með
læknispróf. Þess vegna eru nú fest-
ar á blað yfirlýsingar heilbrigðisráð-
herrans um að einkavæðingin verði
stöðvuð. En jafnframt er spurt
hvort treysta megi tilritnuðum orð-
um ráherrans.
Höfundur er alþing-ismaður
og formaður BSRB.
E
o
o
ai
ZJ
g-
c:
I
srrrjr- «■*»*
CLINIQUE
100% llmefnalaust
CLINIQUE
Clinique tryggir:
Fallega húö
Svo mikla trú hefur Clinique á 3ja
þrepa kerfinu.
( þremur fljótlegum þrepum,
tvisvar á dag fær það allar húð-
gerðir á öllum aldri til að líta vel út.
Það er þróað af húðlæknum,
sniðið til að uppfylla sérstakar þarf-
ir húðar þinnar og er 100% ilmefna-
laust.
Þrep 1. Facial Soap.
Hreinsar á mildan hátt.
Þrep 2. Clarifying Lotion.
Fjarlægir dauðar
húðfrumur.
Þrep 3. Dramatically Different
Moisturizing Lotion.
Gefur raka.
Með reglulegri notkun 3ja þrepa
krefisins - tvisvar á dag, á hverjum
degi - mun húð þín líta betur út.
Það tryggir Clinique.
Facial Soap frá kr. 1.160,-
Clarifying Lotion frá kr. 1.055,-
Dramatically Different Moi-
sturizing Lotion frá kr. 1.426,-
Snyrtitaska með 3ja þrepa
kerfinu frá Clinique á kr. 1530.-
Ráðgjafi frá Cliniqe verður í
Lyfju Lágmúla í dag
fimmtudag frá kl. 13-18
og föstudag frá kl. 13-18.
ClLYFJA
Fyrir útlitið
Lágmúla, Setbergi, Hamraborg
Ögmundur
Jónasson
Verndaðu heimili þitt
fyrir óboðnum gestum!
á sérstöku tilboðsverði
til korthafa VISA
MánaBarlegt þjónustugjald
kr. 4.365,-.
Elnungis er greitt fyrir f O mánuði á ár/,
þ.e. ekk/ þarf aS greiða fyrir júlí og
desember sam jafngildir um það bil
17% afslœtti aða kr. 3.638,- á mánuðl.
Innlfallnn í tllboði er allur búnaður,
uppsetnlng og þjónusta.
f heimagæslu er innifalinn búnaður sem nægir
flestum íslenskum heimilum en auðvelt er að
móta kerfiö aö hverju heimili fyrir sig eftir
óskum og þörfum viðskiptavina.
í heimagæsiu er heimilið undir eftirliti allan
sólahringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring.
öryggiskerfið er tengt viö Öryggismiðstöö
íslands sem sér um útkallsþjónustu.
Sími 533 2400
ðryggismlftstöð fslands • Knairarvogi 2 • 104 Rvk. • Fax: 533 2412
©
KE>!
[BODGREIÐSLUR!