Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 64
>4 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF/FRÉTTIR I DAG Safnadarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Knútur Órn Bjarna- son, óbó og Katalin Lörinczk, org- el. Háteigskirkja. Jesúbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurning. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.00. Orgelleikur í upp- hafi og að stundinni lokinni er létt máltíð í safnaðarheimili. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strand- bergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17- 18.30. Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22. Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2. Eva Nordsten frá Svíþjóð og kafteinn Mariam Óskarsdóttir sjá um samkomuna á Hernum í kvöld kl. 20.30. Verið velkomin. Niðjamót í Elliðaárdal NIÐJAMÓT hjónanna Helgu Haf- liðadóttur og Bergþórs Þorsteinsson- ar verður haldið sunnudaginn 3. sept- ember. Mótið verður haldið í Félagsheimili Rafveitunnar i Elliða- árdal kl. 15. Helga Hafliðadóttir fæddist 17. febrúar 1860 í Gufunesi í Mosfells- sveit en maður hennar, Bergþór Þor- steinsson, skipstjóri, var fæddur 5. september 1854 að Innri Njarðvík. Foreldrar Helgu voru hjónin Hafliði Hannesson, hreppstjóri í Gufunesi, fæddur í Vorsabæ á Skeiðum og Sig- ríður Bjamadóttir fædd að Kirkju- bæjarklaustri. Foreldrar Bergþórs voru Þor- steinn Bergsson fæddur að Hvamms- vík í Kjós og Sigríður Bergþórsdóttir fædd að Gufuskálum í Leiru. Ráðstefna um vímuefnameðferð NORRÆNA rannsóknanefndin á sviði vímuefna, NAD, heldur ráð- stefnu um vímuefnameðferð í Reyk- holti, Borgarfirði, dagana 30. ágúst til 3. september. Slíkar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og flytj- ast á milli landa. Þátttakendur eru um 50 frá öllum Norðurlöndunum og verða fluttir 33 fyrirlestrar auk pallborðsumræðna. Á ráðstefnunni verða einkum fluttir fyrirlestrar um fræðilega, sið- fræðilega og siðgæðilega valkosti meðferðarkerfa, áhrif og árangur meðferðar, meðferð og refsingar - áhrif og þversagnir. Meðal fyrirles- ara er Mariana Valverde, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Tor- » onto, Kanada. Hún flytur fyrirlestur sem hún nefnir „Slavery of the will: alcohol consumption and the liberal subject". Margaretha Járvinen, lektor í félagsfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn, talar um „Moral- ism och veteneskap som faktorer vid utforming av behandlingstil- bud“. Islenskir fyrirlesarar eru Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur, sem fjallar um áfengis- og vímuefna- meðferð meðal fanga og itrekanir, Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur, sem fjallar um hugmyndafræðilegar hindranir í sálfræðilegri meðferð áfengis- og vímuefnaneytenda og Jón Ingjaldsson, frá Sálfræðistofn- uninni við Háskólann í Bergen, um ómeðvituð ferli í áfengisfíkn. Ráðstefna um landa- fundi norrænna manna STOFNUN Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um miðlun þekkingar í hinum enskumælandi heimi á landafundum norrænna manna á miðöldum, vest- urförunum og landnámi Islendinga í Ameríku, Ráðstefnan fer fram í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu 31. ágúst og í Norræna húsinu 1.-2. september 2000. Landafunda- nefnd styður ráðstefnuna. Viðfangsefni ráðstefnunnar verða fræðsla í skólum og á Netinu, safna- sýningar, þýðingar á fornbókmennt- um, skáldskapur um landafundi og vesturferðir og Ijósmyndir frá Is- lendingabyggðum og kvikmyndir um landafundi og vesturferðir. Fyrirlesarar verða: Anna H. Yat- es, Böðvar Guðmundsson, Carin Orrling, Daisy Neijmann, David Arnason, Elisabeth Ward, Gísli Sig- urðsson, Guðjón Arngrímsson, Guð- mundur Ingólfsson, Gunnar Karls- son, Haraldur Bessason, Hjörleifur Stefánsson, Inga Huld Hákonar- dóttir, Joan Clark, Joel Berglund, John Tucker, Jóhanna Karlsdóttir, Jón Egill Bergþórsson, Jónas Krist- jánsson, Judith Jesch, Kári Schram, Keneva Kunz, Rafn Rafnsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Sigrid Johnson, Sigurjón Jóhannsson, Val- geir Þorvaldsson og Örnólfur Thorsson. Leikhúsið 10 fingur sýnir Leif the Lucky one eftir Helgu Arnalds í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Yfírlýsing HALLDÓR Runólfsson, yfir- dýralæknir, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftir- farandi yfirlýsingu: „Því er hér með lýst yfir að yfirdýralæknir óskaði eftir því við landbúnaðarráðuneyt- ið þann 8. ágúst sl. að það óskaði eftir opinberri rann- sókn á útflutningi þriggja hesta með norsku víkinga- skipi sem talið er að hafi átt sér stað þann 3. ágúst sl. í áðurnefndu bréfi er nafn Sigurbjörns Bárðarsonar ekki nefnt á nafn og nafn hans var heldur ekki nefnt við fjöl- miðla dagana 9. til 12. ágúst sl. þó eftir væri leitað af fjölmiðlum, samanber út- skriftir úr fjölmiðlum frá þessum dögum. Það er þvi yfirlækni algjör- lega óviðkomandi þó fjölmiðl- ar hafi dregið nafn Sigur- björns Bárðasonar inn í umræðuna um þennan út- flutning." Sumarhátíð Arsels SUMARHÁTÍÐ Ársels verður í dag, fimmtudag, milli kl. 17 og 19. Ætlun- in er að fara saman í leiki, skoða verk barnanna frá því í sumar og börnin verða með skemmtiatriði. Hægt verður að kaupa grillaðar pylsur á sanngjörnu verði. Allir velkomnir. ------------------- LEIÐRÉTT Frá Hnjóti í GREIN Morgunblaðsins „Safnadagur á Hnjóti“ þriðjudaginn 29. ágúst féll niður nafn á einu skóla- barni í myndartexta. Þar láðist að geta Steins Rúnarssonar frá Grunn- skólanum í Örlygshöfn sem veitti viðtöku bréfsefni úr hendi forseta. I sömu grein var rangt farið með þá sem sáu um veitingar á hátíðinni á Hnjóti. Bakarahjónin á Patreksfirði Kristján Skarphéðinsson og Kristín Björnsdóttir sáu um gerð kökunnar sem skreytt var í anda flugminja- safnins og Guðrún Valgerður Einarsdóttir hafði yfirumsjón með kaffiveitingum í flugskýlinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dægrastytting eða matar- skortur ÉG er algjörlega sammála Kristjáni F. Guðmunds- syni sem skrifaði í Vel- vakanda 25.ágúst sl. grein sem heitir „Stoppið þið tætingsliðið". Ég er al- gjörlega mótfallin því að menn fái að drepa sér til dægrastyttingar litlu fugl- ana okkar. Varla getur það stafað af matarskorti að þeir vilja bæta hrossa- gauknum á dauðalistann. Líklegra er að við þjá- umstum af of miklu neysluæði. Það sýna nú best allir afístrunarstað- irnir sem sprottið hafa upp undanfarin ár. Veiði- menn tala um að hrossa- gaukurinn sé skotinn í út- löndum. Ég spyr, þurfum við endilega að apa allt eftir frá öðrum löndum? Ég vona bara að skot- veiðimenn finni sér annað til dundurs en að skjóta mófuglana okkar sem koma um langan veg á hverju vori okkur hér á klakanum til yndisauka. Guðrún Magnúsdóttir. Það er gaman að verða gamall og ríkur UNDIRRITAÐUR hefur verið vistmaður á Hrafn- istu í Reykjavík frá því í ársbyrjun 1997. Áður en ég kom hingað var fjár- hagur minn metinn þann- ig að sú fjárhæð sem mér var áætluð í skatt var endurgreidd mér á álagn- ingardegi. Eftir að ég kom hingað tók fyrir þessar endurgreiðslur og hafa álögur farið hækk- andi síðan og nú í ár er mér gert að greiða kr. 22 þúsund + fyrirfram- greiddan skatt kr.11.478 eða samtals kr. 33.478. Við vistun á Hrafnistu yfirfærðust tryggingabæt- ur mínar á stofnunina og nam sú upphæð síðastliðið ár kr.1.261.075 að meðtal- inni dvalarheimilisuppbót sem er kr. 115.186. Ekki tel ég Hrafnistu ofgreitt með þessu og þó meira værien finnst þó nokkuð ankannalegt að ég skuli þurfa að bæta auknum álögum við það að vistast hingað. Þess ber að gæta að ég hef síðastliðin tvö ár fengið greidda svonefnda vasapeninga frá Trygg- ingastofnun Ríkisins og nam sú greiðsla kr. 18.278 fyrir árið 1998 og kr. 54.548 síðastliðið ár. Fagnaði ég að sjálfsögðu þessu örlæti hins opin- bera en bjóst ekki við að þeir yrðu skertir með auknum álögum. Já, það er vissulega ánægjuleg tilfinning að verða gamall og þar með færari um að leggja sitt af mörkum til þjóðarbúsins (þótt í litlum mæli sé) og þess marg- rómaða velferðarkerfis en samt síast inn i vitund manns sú tilfinning að það sem hin örláta hægri hönd þess réttir og ber að þakka þá finnst mér sú vinstri nokkuð aðgangs- hörð í að ná því til baka, a.m.k. þegar aldraðir og aðrir sem höllum fæti standa eiga í hlut. Eyjólfur Valgeirsson, kt.120414-2919. Þakkir til Kristjáns F. Guðmundssonar MIG langar til að þakka Kristjáni F. Guðmunds- syni fyrir grein í Velvak- anda 25.ágúst sl. sem heitir „Stoppið þið tæt- ingsliðið". Þetta eru orð í tíma töluð sem ég tek heilshugar undir. Ari V. Ragnarsson, Garðabæ. Rusl, rusl og aftur rusl HVER á að hreinsa rusl á almannafæri, t.d. á bíla- stæðum, göngustígum að verslunum, meðfram girð- ingum innan þeirra í trjá- gróðri o.s.frv. Ég hef yndi af að ganga á sólardegi í kyrru veðri milli Austur- bergs og Vesturbergs. Þar eru grænir reitir, blóm og bekkir til að hvíla sig á og horfa á dýrðina og láta sig dreyma um bjarta daga. En stundum þarf að ég að fara eftir meðulum í apótekið, bein- ustu leið austur Norður- fellið. Á þessari leið var mér eitt sinn litið yfir græna girðingu meðfram gangstéttinni og sá þar ljóta sjón. Þar úði og grúði af alls konar drasli. Á hverju sumri hef ég at- hugað hvort ekki væri eitthvað af þessu hreinsað en alltaf bætist bara við ruslið og arfmn er kominn sums staðar hálfa leið upp í grenitrén. Ég hef aldrei séð neitt ljótara í nokk- urri borg. Verra er þó annað svæði og er það nær mér. Ég hef séð lítil börn leika sér, nánar til- tekið í rennunni við leigu- bílastöðina milli Drafnar- fells og Eddufells svo leigubílstjórar á þeirri stöð sjá þetta eflaust. Það þýðir ekki að sópa þar, heldur þyrfti að skafa upp þykka drullu, sand og grjót. I leysingum á vetr- um fyllist þarna af vatni, því ræsið er að sjálfs- sögðu stíflað og verður áhugavert fyrir börn að leika sér í því svaði sem myndast. Svo ef frýs eftir leysingarnar verður stór- hættulegt að ganga yfir planið. Á hverju ári er ég að búast við einhverjum hreinsunarmönnum því þarna er vissulega þörf á að hreinsa. I fyrra var auglýst að allir í Breið- holtinu færu út að hreinsa bílastæði og garða en ekkert gerðist með þessi svæði og ekki heldur í vor. Þarna er göngustígur upp að fyrirtækjum og verslunum sem aldrei er sópaður og liggja þar þús- undir vindlingastubba og alltaf bætist við. Þetta sjá þeir sem hlaupa ekki upp í bíl og kæra sig kollótta. Það skal tekið fram að mjög snyrtilegt er bak við húsin og þar er stundum hreinsað. Nú á tímum hendir fólk alls konar rusli út í loftið. Til hvers? Getur fólk ekki stungið bréfum í vasa sína og hent svo í næsta rusla- dall eða bara farið með heim? Ég ætla að ráð- leggja fólki sem reykir úti að hafa meðferðis blikk- dós með loki svo þeir geti látið stubbinn frá sér í hanafrekar en að fylla götur og biðskýli með stubbum. Ég hef séð log- andi stubb á gangvegi og lítið barn að ná í. Finnst fólki þetta í lagi? Hvenær fáum við hreina borg? Pálína Magnúsdóttir, Asparfelli 12 Reykjavík. Hver samdi vísuna? HUN amma mín hefur óskað eftir því að ég komi eftirfarandi fyrirspurn á framfæri. Amma er fædd árið 1917 á Blönduósi og bjó þar til 16 ára aldurs. Sem ung stúlka lék hún sér oft í nágrenni Blöndu, og einhverntíman í æsku lærði hún þessa vísu, sem skrifuð var á brúarstólpa: Sólarandans ljúfust ljóð/ lætur gjalla tíðum./ Glymur Blanda ástaróð/ undir fjallahlíðum. Nú langar hana að komast að því hvort ein- hver viti hver samdi vís- una, og einnig hvort rétt sé haft eftir. Þeir sem geta gefið upplýsingar vinsamlega hafið samband á netfang- inu: aingolfs@hi.is Með fyrirfram þökk, Auður H Ingólfsdóttir. 13 tungla ár HELGI Pálmarsson hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri fyrirspurn um hvenær væri næst 13 tungla ár? Var honum kennt sem barni að ef það væri 13 tungla ár væri mikið um slysfarir. Dýrahald Orðsending til kattareigenda ÞAÐ er óvenju mikið af óskilaköttum í Kattholti. Eigendur geta vitjað katt- anna á milli kl.14-17 virka daga eða haft smaband í síma 567-2909. Víkverji skrifar... FLESTIR kannast við sögur af iðnaðarmönnum sem láta við- skiptavini sína bíða eftir sér eða svíkja gefin loforð. Margir hafa slíkar sögur að segja þessi misser- in vegna þess að eftirspurn eftir iðnaðarmönnum hefur verið afar mikil. Víkverji er ekki viss um að iðnaðarmenn geri sér í öllum tilfell- um grein fyrir því hversu miklum óþægindum þeir valda fólki sem bíður vikum og mánuðum saman eftir að þeir ljúki þeim verkefnum sem þeir tóku að sér. Víkverji þekkir fullorðna konu sem hefur allt þetta ár verið að berjast við að fá smið til að gera við lekan glugga. Lekinn í gluggan- um hefur verið smám saman að aukast og er nú svo komið að kon- an verður stöðugt að vera á verði og þurrka upp bleytu frá gluggan- um svo að hún skemmi ekki park- etið. Það tók konuna nokkum tíma að fá smið til að laga gluggann, en eftir að hann hafði lofað að taka verkið að sér lofaði hann að koma einn tiltekinn miðvikudag. Konan beið allan daginn og allt kvöldið en ekki kom maðurinn. Hún beið allan fimmtudaginn og föstudaginn, en ekkert bólaði á smiðnum. Á mánu- deginum vogaði konan sér að hringja og spyrja hvort hann ætl- aði ekki að koma. Jú, hann ætlaði að koma, en það hefði komið ýmis- legt upp á sem hefði tafið hann. Á endanum kom maðurinn og leit á gluggann og sagðist síðan ætla að koma í næstu viku og skipta um gluggann. Sú vika leið hins vegar án þess að smiðurinn léti sjá sig. Onnur vika leið og enn önnur. Á endanum tilkynnti smið- urinn að hann kæmist bara ekki í þetta verkefni, en sagðist hins veg- ar geta bent á annan smið sem gæti skipt um gluggann. Nýi smiðurinn þurfti að sjálf- sögðu að skoða aðstæður áður en hann hóf verkefnið. Hófst nú sami leikurinn. Maðurinn sagðist ætla að koma á mánudaginn, en ekkert ból- aði á honum. Konan beið heima og þorði ekki að fara út í búð af ótta við að smiðurinn kæmi á meðan. Eftir margra vikna og mánaða bið enduðu samskiptin við þennan smið á sama veg. Hann tilkynnti að hann gæti ekki lokið verkefninu. Nú er konan að bíða eftir þriðja smiðnum. XXX NN bíður konan. Líf hennar þetta árið hefur meira og minna snúist um að bíða eftir smið- um og vaka yfir glugganum og passa að leki frá honum valdi ekki enn meira tjóni á íbúðinni en orðið er. Nóg var að gera hjá henni í gær og fyrrinótt þegar hellirigndi. Konan hefur yfirleitt farið í ferða- lög á sumrin, en þetta sumar hefur hún ekki þorað að yfirgefa íbúðina nema stutta stund í einu, bæði af ótta við rigningu og eins er hún sí- fellt að vona að smiðir birtist og skoði gluggann eða jafnvel geri við hann. Nú er haustið og veturinn í nánd og konan er alvarlega farin að ótt- ast að ekki náist að ljúka glugga- viðgerðinni áður en veður fer að versna. Þessi saga konunnar, sem er sjálfsagt ekki einsdæmi, sýnir hvernig skortur á tillitsemi getur farið með fólk. Af hverju geta iðn- aðarmenn ekki sagt: „Ég kem á miðvikudaginn", og staðið síðan við það? Þeir gætu líka sagt: „Það er svo mikið að gera hjá mér að ég kemst ekki fyrr en í fyrsta lagi eft- ir þrjár vikur. Ég hringi eftir tvær vikur og læt vita hvernig staðan er hjá mér.“ Slík svör geta skipt miklu máli fyrir fólk, ekki síst full- orðið fólk sem þarf á þjónustu iðn- aðarmanna að halda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.