Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 72
72 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ r * i HÁSKÓLABÍÓ HiHOLABIO bMimiA NÝTT OGBETRA' SAGAr Atfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 £ad»o X ★ ★ ★> ★ ★★l/2ft / HAl'SVERK.lS- \ f> *★★★ >. f, HK DV J Trey$tu fáum fj | FÓrðafstu fjötdann 7H JJ X-WIEN r^-3 Misstu ekki af einum magn- aðasta spennutrylii allra tíma. Frá leikstjóra „Ttie Usual Suspects" Sýnd kl.3.50, 5.55,8 og 10.05. B.i.12. Vitnr. 114. ŒEDDKHTAL Sýnd kl. 4, 5.55, 8 og 10.05. Vit nr. 117. ■unGirAL Sýnd kl. 4 og 6. íslenskt tal. Vit nr.t 13. Sýnd kl. 4. Enskt tal. Enginn texti. Vit nr.1 Vrt nr. 95. HK. Syndkl.8og 10.10.bl16 " Vit nr. 104. Sýnd kl. 5.45 og 8. Vit nr. 112. Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is i/rt Hvert lag er lítill leikþáttur Sigríður Eyrún ætlar að syngja valin lög úr söngleikjum í Seljakirkju í kvöld. „ÉG HEF alltaf haldið upp á söng- leiki síðan ég sá Tónaflóð þegar ég var sex ára og átti heima í Dan- ínörku,“ segir Sigríður Eyrún Frið- riksdóttir sem heldur tónleika á í Seljakirkju í kvöld kl. 20.30, og ætlar einmitt að flytja lög úr þrettán söng- leikjum. Sigríður var nemandi í tón- listarskóla FÍH, og er nú nýkomin heim úr árs löngu námi í Guildford School of Acting í London. Hún hefur fengið Davíð Þór Jónsson píanóleik- ara til að sjá um undirleikinn, og vin- kona Sigríðar og samnemandi úr FÍH, Esther Jökulsdóttir, ætlar að taka ein þijú lög með henni. Söngleikir úr öllum áttum „Ég syng fimmtán lög úr þrettán söngleikjum, og svo læðist inn eitt djasslag sem er reyndar úr einhverj- vum söngleik sem ég veit ekki hver er,“ segir Sigríður hlæjandi. „Esther syngur dúett með mér úr söngleik- num „Miss Saigon“ og öðrum sem heitir „Sideshow" og er um símamst- víbura sem starfa í fjölleikahúsi. Við syngjum dúett sem heitir „I Will Never Leave You“,“ segir Sigga og hlær, „og svo líka lagið „Celebrate“ úr söngleiknum „Elegies for Angels, Punks and Raging Queens“. Hann fjallar um eyðnisjúklinga og er byggður á bútasaumsteppinu sem var gert í Bandaríkjunum, þar sem var einn bútur fyrir hvem sem hefur dáið úr eyðni. Þannig er söngleikur- inn margar litlar sögur af ólíku fólki.“ - Hefurðu séð eitthvað af þessum söngleikjum? „Já, ég hef séð „Les Misérables", sem ég syng eitt lag úr. „Lucky Stiff ‘ er söngleikur sem við í skólanum settum upp í vetur, og er súrasti söngleikur sem ég hef heyrt um. Hann fjallar um strák sem fær stór- an arf frá frænda sínum sem hann hefur aldrei hitt, með því skilyrði að hann fari með frænda sinn dauðan í hjólastól til Monte Carlo. Síðan er fullt af furðufuglum sem reyna að hindra hann í framkvæmdunum og ná peningunum. Það eru nokkrir söngleikir sem ég hef séð á myndbandi, einsog „Showboat", „Elegies“ og „Into the Woods" sem er byggður á Grimms ævintýrunum og ég ætla að syngja lagið hennar Rauðhettu. Það er verið að setja hann upp í London en ég náði ekki að sjá hann áður en ég kom heim.“ - Hefurðu farið nýlega á söngleik i London? „Já, ég fór núna síðast að sjá Morgunblaðið/Amaldur Sigríður Eyrún er nýkomin úr námi í Guildford School of Acting. „Chicago" sem er eftir sömu náunga og skrifuðu „Cabaret". Hann var rosalega flottur og er án efa stærsti söngleikurinn í London í dag“. Meira rokk en áður - Hvað með Witches of Eastwick? „Það eru deildar skoðanir um hvemig sú sýning er. Vinkonu minni fannst hún fín, en hún skilur víst ekki mikið eftir sig frekar en mikið af þessum Andrew Lloyd Webber söng- leikjum, alla vega þeir nýjustu. Nú er hann kominn með nýjan söngleik sem nefnist„The Beautiful Game“ sem fjallar um írskar fótboltastjöm- ur, ha, ha, ótrúlega undarleg sam- setning," segir Sigga hlæjandi. - Eru söngleikir að verða dýpri en þeir hafa verið hingað til? „Nei, ætli þeir séu ekki á sama róli. Ég held bara með mig, af því að ég er búin að stúdera þetta meira að ég er kannski farin að „snobba" fyrir flóknari söngleikjum og tónlist. Smekkur fólks er auðvitað misjafn, en í heildina held ég að söngleikir séu þó orðnir rokkaðri eftir vinsældir söngleiksins „Rent“. Fólk vill hafa meiri kraft i þeim en tíðkast hjá Rog- er og Hammerstein eða Gershwin." - Vercfa þínir tónleikar mjög rokk- a ðir? „Nja... Ég valdi lögin aðallega með það í huga að þau gæfu sem mesta möguleika á leikrænni tján- ingu, þannig að hvert og eitt lag sé frekar einsog lítill leikþáttur frekar en aría. Kannski verður eitthvað rokk inn á milli, en þetta verður samt allt mjög vænt og fínasta fjölskyldu- skemmtun," segir Sigga brosandi sínu blíðasta að lokum. Ný haustdagskrá *T2.30 Jay Leno 23.30 Conan 00.30 Topp 20 mbl.is e 01.30 Jóga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.