Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ RUV kannar kostun veður- fregna AÐ sögn Þorsteins Þorsteinssonar, forstöðumanns markaðssviðs Ríkis- útvarpsins, er það til skoðunar hjá Sjónvarpinu hvort af kostun veðui- fregna verður eða ekkj en ákveðnir auglýsendur hafa sýnt þvi áhuga. Þorsteinn sagði engar reglur hamla þvi að kosta veðurfregnir, svo fremi sem þær væru ekki hluti af fréttatíma sjónvarpsstöðva. Sem kunnugt er kostar Tal veðurfregnimar á Stöð 2. Sjónvarpið hefur verið að auka kostun á dagskrárliðum sínum og þannig var í fyrsta sinn sýnt erlent skemmtiefni, kostað af auglýsendum, þegar ný syrpa af Bráðavaktinni fór í gang í vikunni í boði lyfjafyrirtækis. Aðspurður hvort kostun sé fyiTr- huguð á fleiri erlendum dagskrárlið- um sagði Þorsteinn svo ekki vera. Þetta með Bráðavaktina væri ákveð- in tilraun. Þorsteinn sagðist ekki sjá neinn mun á kostun eða auglýsingum í sjónvarpi. Allt efni mætti fá kost- unaraðila nema fréttatímar. „Við erum fyrst og fremst að reyna að afla aukinna tekna þar sem afnota- gjöldin duga ekki lengur fyiir rekstr- inum. Sjónvarpsefni er stöðugt að hækka í verði og við höfum ekki getað íylgt þeirri þróun eftir í afnotagjöld- unum. Frá árinu 1994 hafa þau hækk- að einu sinni um 5% og okkur hefur ítrekað verið neitað um hækkun. Þess vegna verðum við að grípa til annaira leiða,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/BFH Léleg veiði í Mývatni Mývatnssveit - Hinrik Sigfússon bfl- veiði hafa verið einstaklega lélega í stjéri og bóndi gaf sér tíma til að sumar, þó reitist alltaf eitt- spjalla smástund í lognblíðunni á hvað.Vatnið hefur verið nokkuð Bolum á leið suður á Syðri-Flda til heitt og fdr uppundir 18°C í sumar að leggja sín net þar. Hann sagði við Geirastaði. Tölvunefnd um eftirlitsmyndavélar Bið eftir úrskurði TÖLVUNEFND tók fyrir kvörtun íbúa á Eyrarbakka á notkun eftirlits- myndavéla í fangelsinu á Litla- Hrauni á fundi sínum í fyrradag en að sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur, fram- kvæmdastjóra tölvunefndar, er óljóst enn sem komið er hvenær vænta má niðurstöðu nefndarinnar í málinu. Hjón á Eyrarbakka sendu tölvu- nefnd kvörtun í síðustu viku þar sem þau halda því fram að fangaverðir Litla-Hrauns hafi notað eftirlits- myndavélar fangelsisins til þess að fylgjast með einkalífi fólks utan at- hafnasvæðis fangelsisins. Lögðu hjónin fram í kvörtuninni nokkrar spumingai- til tölvunefndar sem varða rétt fangelsisins til að nota myndavélamar. Sigrún segir í samtali við Morgun- blaðið að nefndin hafi á fundi sínum í fyrradag farið yfir efni kvörtunarinn- ar og ákveðið næstu skref til að geta fellt úrskurð sinn í málinu. Hún segir þó óvist hvenær hans megi vænta eins og áður segir. Ofumæfyre ftir Erlend Loe er óvenjuleg skáldsaga sem leiftrar af kímni og minnir um margt á 101 fíeykjévfkóg Bjargvættinn í grasinu. Einlæg og bráðskemmtileg frásögn sem vakið hefur mikla athygli víða um lönd og aflað Loe gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu, Noregi. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina. sjaldgæft að rekast á bækur sem eru skrifaðar afjafn miklu kæruleysi og sannfærandi getu í senn...' Huldar Breiðfjörð, Morgunblaðinu f'r>' ypm-wMMm Ljósmynd/PPJ TF-IUB, Douglas DC-6 flugvél íscargo, á Reykjavíkurflugvelli 27. janúar 1980. Sérsveitarmaðurinn Tom Carew í samtali við Morgunblaðið __ / Fulltrúi Iscargo spurði ekki neins „Þetta voru hressilegir náungar sem kunnu vel að skemmta sér og sögðu mér heilmikið frá landi og þjóð,“ segir breski sérsveitarmaðurinn sem skipaði ís- lenskri fragtflugvél á leið með vopn frá Búlgaríu til Lýbíu árið 1981 að lenda í Þýskalandi. Björn Ingi Hrafnsson held- ur áfram að rekja söguna sérkennilegu af ráni hinnar illa lyktandi flugvélar. TOM Carew, sem er fyrrverandi sér- sveitarmaður í S AS-sveitum breska hersins, sagði sögu sína í fyrsta sinn í fréttaskýringarkálfí enska dag- blaðsins Sunday Times í fyrra mán- uði undir yfírskriftinni, Leynistríð Breta (Britain’s secret war). Þar skýrði hann m.a. frá þátttöku sinni í þjálfun albanskra skæruliða á veg- um breskra og bandarískra stjdm- valda upp úr 1980, en vestræn sljdrnvöld vom þá mjög uggandi vegna innrásar Sovétmanna í Afgan- istan. Telur Carew ljóst að með aðstoð við skæruliða Mujaheddin hafí í raun verið lagður grannur að öfl- ugri starfsemi þeirra í dag - starf- semi á sviði hryðjuverka og eitur- lyfjasölu. Vopnasmygl íslensks flugfélags Það sem Sunday Times birti vom í rauninni kaflar úr endurminninga- bdk Carews, Jihad!, sem kemur út í Bretlandi 18. september nk. Kemur þar fram að bresk og bandarísk stjdmvöld hafi viljað afla skærulið- um Afgana vopna vegna stríðs þeirra við Sovétmenn í upphafi níunda áratugarins. Hafi þau komist á snoðir um vopnasmygl fslensks flugfélags milli Búlgaríu og Líbýu fyrir milligöngu vopnasala í Vínar- borg og afráðið að bæta við sending- unatiu skotpöllum ogþijátíu eld- flaugum. Var Carew siðan komið fyrir í flugi íslensku vélarinnar, af gerðinni DC-6, sem hleðslumanni og segist hann hafa rænt vélinni yfir megin- landi Evrópu og skipað henni að lenda í Múnchen í Þýskalandi, nærri bandarísku herstöðinni Ramstein. Þar var uinframmagn vopnanna af- fermt á skammri stundu af herlög- reglumönnum áður en vélin fékk að halda sina leið til Líbýu með vopna- sendinguna. Kemur fram í frásögn Carew að flugmönnum vélarinnar hafi verið afhentir þagnarpeningar (hush-money) fyrir að þegja yfir at- viki þessu. Gert út frá Rotterdam Morgunblaðið náði tali af Carew og fékk hann til að skýra nánar frá þeim atburðum í sögunni sem tengj- ast íslandi. „Þetta var í ársbyijun 1981. Ég minnist þess að mér vora gefnar upplýsingar um að fslenskt flugfélag að nafni Ice-cargo með aðsetur í Rotterdam [í Hollandi] myndi sjá um flutning vopnanna. Ég hitti áhöfnina svo við komuna til borgarinnar og við gistum á Hilton-hdtelinu. Þetta vom hressilegir náungar sem kunnu vel að skemmta sér og sögðu mér heilmikið frá landi og þjdð,“ segir Carew er hann Iýsir áhöfn fslensku flug- vélarinnar. Carew segist þegar hafa fengið á til- finninguna að flugfé- lagið þekkti vel til vopnaflutninga, því forsvarsmaður þess á flugvellinum hafi reynst býsna úrræða- gdður og haldið rd sinni þrátt fyrir eðli flutninganna. Sá hafi vitað hvers eðlis farmurinn var, en ekki spurt neins. „Slíkt. kunna vafa- samir aðilar ávallt vel að meta,“ út- skýrir liann. Á hinn bdginn kveðst hann telja að flugmenn vélarinnar hafi ekki haft af jafn mikilli reynslu að státa. „Við vorum fjdrir í vélinni, flug- stjórinn, aðstoðarflugmaðurinn, vélamaðurinn og ég. Ég man hversu illa flugvélin lyktaði, en það virtist ekki tmfla Islendingana neitt,“ bæt- ir hann við. Fór í tvær ferðir í bdk sinni greinir Carew frá þess- ari einu flugferð með fslensku fragt- flugvélinni, en hann upplýsir við Morgunblaðið að í raun hafi hann farið tvær ferðir. Sú fyrri hafi hins vegar ekki skipt máli og því hafi hann ekki talið nauðsynlegt að geta hennar í endurminningum sínum. „í fyrra sinnið gátum við nefni- lega ekki Ient í Sofiu [höfuðborg Búlgaríu] vegna snjda. Því urðum við að snúa aftur til Rotterdam og gista þar meðan veðrinu slotaði. Svo loksins þegar við komumst til Búlg- aríu var veður enn svo slæmt að vél- in fékkst ekki affermd fyrr en dag- inn eftir. Það var þd allt í lagi, því Islendingamir þekktu vel til í borg- inni og við skemmtum okkur því vel.“ Þegar vopnum frá búlgörsku rík- isvopnaverksmiðjunum hafði verið skipað upp í vélina var haldið af stað áleiðis til Líbýu. í frásögn sinni seg- ist Carew hafa beðið eftir að vélin kæmist út fyrir lofthelgi Búlgaríu og þá hafa krafist þess að hún breytti um stefnu og lenti frekar í Ramstein, nærri Múnchen í Þýskalandi. Hann hafí í raun rænt vélinni með þessum hætti. Var ekki um flugrán að ræða? Haft var eftir heimildarmanni, í Morgunblaðinu í síðustu viku, að frá- sögn Carews væri í öllum aðalatrið- um rétt, en að um flugrán hefði þd ekki verið að ræða, heldur hafi áhöfn fslensku vélarinnar verið með á ndtunum allan timann og verið rff- Iega greitt fyrir að hlýða skipunum í þessu tilfelli. „Það kann vel að vera,“ svarar Carew, þegar þetta er borið undir hann. „Hins vegar brá áhöfninni greini- lega mjög þegar ég gaf upp þekkt lykilorð fyrir flugrán. Kannski hefur þeim verið sagt frá þessum möguleika, en ekki vitað að þetta myndi henda nú. Þeir hlýddu mér þó skil- yrðislaust flugmenn- imir og urðu ekki lítið undrandiþegar bandarfskir herlögr- eglumenn affermdu umframgössið í Ram- stein og sögðu þeim svo að halda sína leið.“ Aðspurður um þagnarpeningana, sem hann afhenti flugmönnunum ís- lensku fyrir að þegja um atburðinn, svarar Carew: „Ég veit ekki hvað þetta vom miklir fjármunir. En þeir voru mjög miklir. Þetta var troð- fullt, stórt A-4 umslag, fullt af búnt- um með 100 dollara seðlum. Það má lengi troða í svona uinslög." „Samningalipurt“ flugfélag Þegar Carew er spurður frekar út í vitneslgu sína um vopnaflutninga íslendinga, segist hann litlu geta bætt við. Hann hafi aðeins heyrt get- ið um þetta flugfélag, „að það væri samningalipurt" eins og hann orðar það og „vélar þess tiltækar með litl- umfyrirvara11. I frásögn hans kemur fram að flugfélagið íslenska hafi haft aðsetur í Rotterdam í Hollandi, en það kem- ur vel heim og saman við íscargo, sem árið 1975 fékk leyfi samgöngu- ráðherra til áætlunarflugs með vör- ur milli fslands og Hollands. Iscargo flaug reglulega til Rotter- dam, hafði þar nokkra aðstöðu í samvinnu við þarlent flutningafyrir- tæki sem réð yfír tugum vöruflutn- ingabfla og flutti þannig vömr um allt meginland Evrdpu. JIHAD! Th« Spcret VVnt In Afgtinnístan Tom Citrew
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.