Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ E g held ég kjósi hann ekki LÍKLEGA er ekki hægt að kenna Alfreði Porsteinssyni borgar- fulltrúa að skammast sín. Sé hann staðinn að orðafleipri og bent á það svarar hann með meira fleipri. í fyrra- dag benti ég í grein hér í blaðinu á sérk- ^nnilegan málflutning hans að undanförnu. Hann bregst þannig við, að birta í gær smá- grein sem sýnilega er ætlað að koma ein- hvers konar lagi á mig. Ekki svo að skilja, að óverðug persóna mín hafi verið til umræðu í málinu. Þetta er bara enn ein gagnárás hins barnalega manns, sem talar ekki um það sem er til umræðu, þegar hann getur það ekki, heldur eitthvað allt annað. 011 spjótalög Alfreðs geiga, rétt eins og fyrri daginn. Fara verð- ur um þetta fáum orðum. Málið sem ég annaðist fyrir Heklu hf., og Alfreð nefnir, snerist ekki um, hvort Reykjavíkurborg hafi borið að bjóða út innkaupin, sem þá voru gerð. Þau höfðu ein- mitt verið boðin út vegna lagaskyldunnar til þess og tilboði Heklu hf. tekið. Það mál snerist um, hvort fjármálaráðherra ætti, án skýrrar lagaheim- ildar, úrskurðarvald um ákvarðanir sveitar- stjórna um samnings- gerð eftir útboð. Alfreð segir að ég hafi þá „staðið þétt við hlið borgaryfirvalda", en nú hafi ég skipt um skoðun! Hvílíkur málflutningur. Kannski hann hafi misskilið efni þess máls og málflutning minn í því svo, að hann teldi sig í framtíðinni geta leitað ásjár hjá mér við að láta borgina brjóta gegn fyrirmælum laga um opinber útboð? Kannski hann vilji gera mig meðsekan í lög- Jón Steinar Gunnlaugsson Miðvangur 41, Hafnarfirði Til sölu falleg 2ja herb. 58 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi á eftirsóttum þjónustu- og útsýnisstað. Parket á gólfum. Áhvílandi húsbréfalán kr. 2,7 millj. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Mávanes - glæsilegt einbýli Sérlega glæsilegt 265 fm einbýlishús með 50 fm tvöföldum bíl- skúr á mjög fallegri og gróinni lóð. Ástand eignarinnar er mjög gott í alla staði, með vönduðum innréttingum, gólfefnum og skápum sem og góðu viðhaldi utanhúss. Falleg eign. V. 32,0 m. 9742 Blöndubakki - m. aukaherbergi Vorum að fá í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 100 fm íbúð með aukaherbergi í kjallara. íbúðin er á 1. hæð í góðu og mikið end- urnýjuðu fjölbýli. Parket og suðursvalir. Barnvænt umhverfi og stutt í alla þjónustu t.d. í Mjódd. V. 10,3 m. 9759 LUNDUR FASTEIGNASALA SÍIvII 533 161ö FAX533 1617 SUÐURLANDSBRAUT 10,1. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRXÐFINNS, 108 REYKJAVÍK Elleht Róbertsson sölumaður Karl Gunnarsson SÖLUMABUR Jóltanncs Ásgeirsson hJL, lögg. fasteignasali Maríubakki 22, Reykjavík Til sölu og sýnis í dag Mjög góð 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt aukaherbergi í kjallara. Mjög gott ástand á allri sameign að innan sem utan og nýlega búið að taka húsið f gegn. Áhv. hagst. langtímalán ca 6,1 m. Verð 10,9 m. Hafið samband við sölumenn á Lundi. brotunum nú? Ég á mér þá einu vörn að hafa ekki áttað mig á, hversu knappur hann væri í álykt- unum. I orðum hans virðist einnig felast sú skoðun, að lögmaður, sem fer með mál, hafi með málflutningi sínum tekið pólitíska afstöðu með þeim aðilum sem kunna að hafa hag af málflutningnum. Fyrirfram hefði ég talið, að ekki væri nú til dags unnt að finna í opinberu lífi á íslandi svo grunnhygginn mann sem Alfreð. Annað efni í grein Alfreðs er, að ég sé „sendur fram á ritvöllinn" til að hirta hann og ég sé spilafélagi Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Hvort tveggja er rangt. Ég Stjórnmál Sjálfur skilur Alfreð ekki, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, samhengi orða sinna. hirti hann að eigin frumkvæði og hef ekki um tuttugu ára skeið fengið að njóta þess heiðurs að spila í marg- rómuðum spilaklúbbnum. Síðan leggur hann að jöfnu ráðningu Dav- íðs Oddssonar á sínum tíma í stöðu skrifstofustjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur og sína eigin skipun í stöðu forstjóra hjá „Sölu varnarliðs- eigna“. Það er auðvitað í sjálfu sér út í hött. I tilviki Davíðs var aðeins um að ræða ráðningu ungs lögfræð- ings í starf af sama tagi og ungir menn eru reglulega ráðnir í. Fyrir málið sem hér er til umræðu er hitt þó athyglisverðara, að Alfreð skuli halda sig við það sama heygarðs- horn, þegar talað er um misnotkun á valdi sem honum tengist, að segja að aðrir séu ekki betri. Á bak við þetta virðist búa sú lífsskoðun, að honum sé heimilt að misfara með opinbert vald sitt ef aðrir gera það líka. Hann biður til guðs um að ég verði ekki einhvern tíma skipaður hæstaréttardómari. Þetta þótti mér vænt um að heyra, því miðað við lífs- skoðun Alfreðs hlýtur að vera meira en lítið athugavert við þann mann sem hann vill koma í slíkt embætti. Sjálfur skilur Alfreð ekki samhengi orða sinna. Eftir að honum hefur nú ítrekað verið bent á það ætti hann að geta skrifað lífsskoðun sína með feitu letri í stefnuskrána næst þegar hann biður fólk um að kjósa sig til opinberra trúnaðarstarfa. Ég held ég kjósi hann ekki. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Sérhönnuð vatnsglös Mörkínni 3, sími 588 0640 Opið mán.-tös. tra kl. 12-18 Nýting lífræns úrgangs NUTIMA viðhorf í umhverfismálum og hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun í anda staðardagskrár 21 kalla á ný og breytt vinnu- brögð við meðhöndlun úrgangs. Reykj avíkurborg hefur þegar markað sér skýra stefnu í þessum mikilvæga málaflokki og vinnur nú á mörgum vígstöðvum að þróun og endurbótum sorphirð- unnar. Vistvæn meðhöndlun lífræns úrgangs er grundvallaratriði í framtíðarskipulagi úrgangsiðnaðar- ins. Islendingar hafa undirgengist ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar í þessa veru og verða að fylgja þróun nágrannalandanna. Samkvæmt urð- unartilskipun Evrópusambandsins má til að mynda urða 75% lífræns úr- gangs eftir árið 2005, 50% eftir 2008 og eftir 2016 35%. Viðmiðunarár er 1995. Til að þessum markmiðum megi ná er óumflýjanlegt að Sorpa og öll sveitarfélögin á starfssvæði henn- ar gangist nú jiegar fyrir endurskoð- un og breytingum á starfsháttum sínum. Það á bæði við um söfnun og vinnslu lífræns úrgangs. Jarðgerð og gasframleiðsla I Reykjavík eru á næstu misserum fyrirhuguð mikilvæg skref í átt til að draga úr magni sorps. Sömuleiðis er stefnt að vistvænni meðhöndlun á líf- rænum úrgangi. Stærsti hluti þess úrgangs, sem fellur til á heimilum borgarbúa, er lífrænn eldhúsúrgang- ur. Ef verulegur árangur á að nást í þessum málaflokki er nauðsynlegt að opna leiðir til að flokka og endurnýta lífænan úrgang við upprunastað, þ.e. heimili borgarbúa. I ljósi þessa mun Reykjavíkurborg hvetja tÚ víðtækrar heimajarðgerð- ar, þ.e. að lífrænn úrgangur verði jarðgerður við heimili fólks, hvar sem því verður við komið. Fyrirhuguð til- raun með jarðgerðarhús fyrir fjölbýli og jarðgerðartunnur við sérbýli er fyrsta skref borgarinnar í þessa átt. Þrátt fyrir umtalsverða heimajarð- gerð er alveg ljóst að mikið af lífræn- um úrgangi mun áfram berast til móttökustöðvar Sorpu. í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og til að nýta verðmæti í lífrænum úrgangi verður Sorpa hið fyrsta að opna nýj- an farveg fyrir vinnslu og endumýt- ingu lífræns úrgangs. Orkuhleifur- inn, sem byggir á loftfirrðri jarðgerð og gasframleiðslu, er ein af þeim að- ferðum sem til greina koma í þessu efni. Orkuhleifurinn hefur um nokk- urt skeið verið til skoðunar hjá Sorpu og í nýlegri skýrslu var hann borinn saman við ýmsar aðrar aðferðir við vinnslu lífræns úrgangs. Samkvæmt skýrslu Sorpu er orkuhleifurinn tví- mælalaust besti kosturinn út frá kostnaðarlegum forsendum. Aðferð- ina verður hinsvegar ekki síður að meta af gæðum þeirra afurða sem þar verða til og kemur hún vart til greina nema jarðvegsbætirinn sem Hrannar Bjöm Arnarson Ásbúð Garðabæ - m. tvöf. bílskúr — útsýni Vorum að fá fallegt, mikið endurn. endaraðh. á frá- bærum stað, innst í botnlanga, með glæsil. útsýni. Húsið er á 2 hæðum, 205 fm ásamt 42 fm bílskúr. Nýl. glæsileg baðherb. á báðum hæðum. Fallegt út- sýni úr stofu. Rúmgott eldhús. Góð svefnherb. á neðri hæðinni. Eign sem fer strax. Áhv. ca 4 millj. Verð 21 millj. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477 þar myndast standist kröfur um moltu til uppgræðslu og ræktun- ar. Aukin flokkun forsenda orkuhleifs í skýrslu Sorpu er eingöngu fjallað um vinnslu „lífræns eld- húsúrgangs“ og hann skilgreindur sem „blandaður úrgangur" frá heimilum og fyrh-- tækjum og „bleiur". Miðað við núverandi aðferðir við hirðingu er alveg ljóst að „blandaði úrgangurinn“ getur tæplega talist að fullu til lífræns úr- gangs. Þar ægir saman ýmsu sem til fellur á heimilum borgarbúa og því er Sorp Reykjavíkurborg hefur þegar markað sér skýra stefnu í þessum mikil- væga málaflokki, segir Hrannar Björn Arnar- son, og vinnur nú á mörgum vígstöðvum að þróun og endurbótum sorphirðunnar. afar hæpið að með slíku hráefni upp- fylli orkuhleifurinn kröfur um gæði afurðarinnar. Eigi þessi aðferð að koma til greina við úrvinnslu lífræns úrgangs er því nauðsynlegt að flokka enn frekar þann úrgang sem endar í orkuhleifnum og tryggja að þar verði nánast eingöngu um lífræn efni að ræða. Því væri nauðsynlegt að bæta þeim möguleika við núverandi flokk- un að skipta úrgangi við upphafsstað í tvennt, lífrænt og ólífrænt, t.d. með mismunandi lituðum pokum sem færu í sömu tunnu. Slík lausn hefur þann ótvíræða kost að sveitarfélögin gætu áfram nýtt núverandi söfnun- arkerfi og komist hjá kostnaðarsöm- um fjárfestingum og uppbyggingu tvöfalds söfnunarkefis. Um þessi at- riði þurfa Sorpa og sveitarfélögin á starfssvæði hennar að ná samkomu- lagi hið fyrsta. Áætlun um vinnslu alls lifræns úrgangs Einnig þarf að ganga úr skugga um að orkuhleifurinn uppfylli skil- yrði Evrópusambandsins um með- ferð lífræns úrgangs. Hugsanlegt er að Evrópusambandið líti á orkuhleif- inn sem urðun og þar með uppfylli hann ekki þær alþjóðlegu kröfur um urðun lífræns úrgangs, sem ísland hefur undirgengist. Ekki síst ef vafi leikur á gæðum afurðarinnar. Þá ber einnig að hafa í huga að samhvæmt skýrslu Sorpu er „lífræni eldhúsúr- gangurinn" einungis ríflega 20% af þeim lífræna úrgangi sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu. Innan fárra ára verða lausnir Sorpu eða annarra úrgangsvinnsluaðila hinsvegar að taka til vinnslu og endurnýtingar á nær öllum flokkum lífræns úrgangs. Áður en ákvörðun verður tekin um þær leiðir sem Sorpa á að fara í vinnslu og endumýtingu lífræns úr- gangs þarf því að liggja fyrir heild- stæð áætlun um vinnslu alls lífræns úrgangs sem þangað berst. Þar verð- ur sérstaklega að skoða þau álitaefni sem hér hafa verið tíunduð, þær al- þjóðlegu kröfur sem Island hefur undirgengist og þær breytingar á kostnaði sem endurskipulagning þessa mikilvæga verkefnis hefur í för með sér. Höfundur er borgnrfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.