Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 23 SLYSIN I UMFERÐINNI Þrjár vikur í öndunarvél eftir þriggja bfla árekstur Aþreifanlega minntur á hverfulleika lífsins 4 Cartíse o: ÚlpurA frakkar, dragtir o.fl. Stærðir 36-52 Hamraborg 1 sími 554 6996 Garðarsbraut 15 Húsavík sími 464 2450 EYJÓLFUR Pálsson, 35 ára, var áþreifanlega minntur á hverfulleika lífsins þegar hann var ásamt tveimur félögum sinum á leið til vinnu föstu- dagsmorguninn 26. maí síðastliðinn. Eyjólfur er búsettur í Reykjavík en vinnur í Krýsuvík og því keyrðu þeir félagarnir saman til vinnu á hverjum morgni og heim aftur síðdegis. Þeir skiptust á að keyra bílinn en þennan morgun sat Eyjólfur í farþegasætinu við hlið bílstjórans þegar bíll ók framan á bíl félaganna hægra megin. Þrír bílar lentu í árekstrinum, sex karlmenn voru fluttir á slysadeild en Eyjólfur slasaðist langmest. A nokkrum klukkustundum breyttist ósköp venjulegur föstudag- ur í eitthvað sem Eyjólfur átti síst von á, margra vikna sjúkrahúsvist en hann vonast til að útskrifast eftir viku þó svo að endurhæfingunni sé ekki lokið þegar heim er komið. Eyj- ólfur segir slysið hafa verið sér áminning um það hve gæfan er fall- völt. Á löglegum hraða með beltin spennt Hann segir að þeir félagarnir hafi vanið sig á að keyra ávallt á lögleg- um hraða og með bílbeltin spennt og svo hafi einnig verið þennan morgun. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn lenti framan á bílnum þeirra, kannski dottaði hinn bflstjórinn und- ir stýri, kannski var hann að taka fram úr. Eyjólfur hlaut margvíslega áverka. Hægri handleggur þríbrotn- aði, 10-15 sentímetrar af lærlegg hægri fótar brotnaði í mél og þess vegna er hægri fótur 2,5 sentímetr- um styttri en sá vinstri. Hann mjaðmagrindarbrotnaði einnig og rifbeinsbrotnaði eftir allri hægri síð- unni. Þá féllu lungun saman og lifrin rifnaði. Hann er með nagla í hægri fótlegg og handlegg og af þeim sök- um er hreyfigetan mjög takmörkuð. Honum var haldið sofandi í öndunar- vél í þrjár vikur. Hann man íyrst eftir sér í jarð- skjálftanum 17. júní. Hann segist þó ekki hafa orðið hræddur í skjálftan- um enda hafi sér verið gefin róandi lyf- Tíminn mjög lengi að líða Þó svo að Eyjólfur láti mjög vel af endurhæfingunni og starfsfólkinu á Grensásdeildinni segir hann tímann mjög lengi að líða og endurhæfing- una vera mjög mikla þolinmæðis- vinnu. Sjúkraþjálfuninni sé lokið um þrjúleytið og fram til miðnættis, þegar hann fer að sofa, sé lítið við að vera nema þá helst að horfa á sjón- varpið. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. í upphafi var honum sagt að hann þyrfti að vera inniliggjandi á deildinni fram til jóla en til stendur að hann útskrifist bráðlega. Hann vonast til að geta farið aftur að vinna sem blikksmiður. Hann saknar þess að hafa ekki getað umgengist átta ára dóttur sína um aðra hverja helgi líkt og hann gerði áður en hann lenti í slysinu. Þó hafa feðginin hist af og til frá því slysið varð. Maður veit aldrei hvað bíður Eyjólfur lenti í slysi fyrir fjórum árum en þá datt hann á hjóli í Heið- mörkinni. Gaffallinn á fremra hjól- inu gaf sig þegar hjólið var á tals- verðri ferð. Við þetta steyptist Eyjólfur fram fyrir sig, höfuðkúpu- brotnaði, kinnbeinsbrotnaði, nef- brotnaði, hlaut slæman skurð í and- litið sem sauma þurfti saman með 42 sporum. Hann segir þetta slys hafa verið sér mun meira andlegt áfall en slysið í maí, sérstaklega þar sem áverkarnir á andlitinu hafi skilið eft- ir sig varanleg merki. Þá hafi slysin tvö orðið til þess að sér hafi fundist enn mikilvægara en áður að nota Li-iraerira sji\Y's\z\'sni\'íi\y Morgunblaðið/Sverrir Eyjólfur Pálsson sat í farþegasæti við hlið bflstjóra þegar bfll lenti fram- an á bflnum hægra megin. tímann vel. „Maður getur verið far- inn héðan eftir hádegi. Maður veit aldrei hvað bíður.“ Eyjólfur segist ekki vera bitur, það verði bara að taka þessu eins og hverju öðru áfalli. Það sé þó erfitt að halda sér jákvæðum því það sé auð- velt að sökkva niður í þunglyndi. „Það er rosalegt að vera á leið í vinnunna einn daginn og enda svo bara uppi á gjörgæslu." HafPP Bragð náttúrxmnar -og ekkert annað Niko heildverslun hf, sfmi 568 0945 Engin aukaefni. Enginn viðbættur sykur. Eins og heimatilbúinn matur. Fyrirbörn á öllum aldri. Gott og spennandi hráefni. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Fasteignir á Netinu víS> mbl.is ALLTAf= eiTTH\SA£> AÍÝTl HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sfmi: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellustBypa.is TRAMA7] Barnarúm Hlíðasmára 17 s. 564 6610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.